Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Side 37
ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988.
37
Snjóþyngsli eða
snjóleysi
Skíöastaöir í Evrópu hafa margir
veriö illa sóttir vegna snjóleysis.
En þrátt fyrir að snjó hafi vantað
á mörgum stöðum hafa aðrir staðir
fengið nógan snjó, eða jafnvel of
mikinn. I Sviss til dæmis hafa
svæði í Ölpunum verið nær snjó-
laus en á öðrum stöðum í Sviss
hefur verið mikill snjór.
Fyrir skömmu átti bobsleða-
keppni að fara fram á milli liða
Svisslendinga og Mónakóbúa í St.
Moritz í Sviss en aflýsa varð henni
vegna snjóþyngsla og kulda. í stað-
inn skemmtu keppendur sér við að
fara í snjókast sín á milli í óform-
legri keppni. Meðal keppenda í
Mónakóliðinu var Albert prins,
sonur Rainiers fursta og Grace
KeUy.
Félagarnir í Mónakóliðinu í bobsleðakeppni virðast skemmta sér ágæt-
lega i snjókasti í svissnesku Ölpunum. Lengst til vinstri er Albert, prins
af Mónakó, sem er einn keppendanna i liðinu. Simamynd Reuter
Sviðsljós
Hollendingurinn Tonny van Meegen er hér ásamt þremur af 160 páfagauk-
um sem hann á i safni sínu.
Simamynd Reuter
Sérkermileg söfnunar-
ástríöa
Margir eru haldnir söfnunar-
ástríöu og eyða öllum sínum frí-
stundum í það áhugamál. Mjög
vinsælt er að safna frímerkjum, eld-
spýtustokkum, ölflöskum, peningum
eða bara einhverju. En að safna yfir-
gefnum páfagaukum er öllu sjald-
gæfari söfnunarástríöa. Hollending-
urinn Tonny van Meegen hefur þetta
samt að áhugamáli en hann býr í
Amsterdam. Nú um þessar mundir
eru 160 páfagaukar í safni hans og
fer fjölgandi. Þó er þetta safn sér-
stætt að því leyti að það þarf end-
umýjunar við.
Ólyginn
sagði...
Ár drekans
í Kmaveldi
Nú er upp runnið ár drekans í
Kínaveldi en Kínverjar hafa það að
sið að nefna árin hjá sér með dýra-
nöfnum. Þeir nota svokaUaðan
dýrahring, sem í eru 12 dýr, og end-
urtekur hringurinn sig sífellt.
Formlega hefst ár drekans ekki
fyrr en 17. febrúar hjá Kínverjum,
við nýtt tungl, en það mun gert fyrir
túrista að látið er vita hvaða ár er
upp runnið hjá þeim. Árið, sem er
að líða hjá Kínverjum, var kennt við
kanínuna. Árið hjá Kínverjum er
reiknað út eftir tunglkomum og
rokkar því til með skiptingu milli
ára, svipað og kerfið með páska í
hinum vestræna heimi. Síðast voru
áraskipti 29. janúar hjá Kínverjum
(á nýju tungli).
Þessi tímamót marka stærstu há-
tíðahöld Kínveija, frí er gefið úr
vinnu eina 3 daga og skólabörn fá
svipað frí og vestræn börn fá á jólum.
Tímamótin em kölluð vorhátíð hjá
þeim og tilkynnt með bjölluhring-
ingu i Peking. Sú bjalla, sem vegur
30 tonn og er 13 metra há, er aðeins
notuð einu sinni á ári til þess að til-
kynna „áramótin“ hjá Kínveijum.
Það ár sem rennur upp nú, ár drek-
ans, er talið merkilegasta árið í
dýrahringnum. í augum Kínveija er
drekinn upphaf alls og allra hluta og
þeir trúa því að börn, sem fæðast á
ári drekans, nái meiri frama í starfi
og þeim vegni almennt betur í lífinu.
Því er búist við auknum barnsfæð-
ingum í Kína á því ári sem nú er að
renna upp hjá þeim.
skapmikiU nú
Hinn írskættaði leikari, Ryan
O’Neal, var þekktur fyrir skap sitt
hér áöur fyrr. Hann barði Ijós-
myndara fyrir minnstu sakir og
var yfirleitt frekar laus höndin. Það
þótti á sínum tíma makalaust þegar
hann braut tennur úr syni sínum,
Griffin O’Neal, fyrir lítils háttar
óhlýðni.
Samband Ryans við dóttur sína,
Tatum O’Neal, var einnig ávallt í
stormasamara lagi. Síðar giftist
Tatum frægasta skaphundi verald-
ar, tennisleikaranum John
McEnroe. Ryan O’Neal er kvæntur
leikkonunni Farrah Fawcett og þau
eignuðust barn saman fyrir tveim-
ur árum. Ryan O’Neal er 46 ára en
Farrah er fertug.
AUir eru sammála um aö Ryan
O’Neal sé allur annar maöur síðan
hann varð faðir í þriðja sinn. Skap-
ið er miklu betra og hann unir hag
sínum hiö besta sem íjölskyldufað-
ir og barnfóstra, enda ber meira á
Farrah í kvikmyndaheiminum nú
en Ryan. Þaö virðist því sem það
hafi mjög góð áhrif á hið mikla
skap hans að sinna uppeldisstörf-
um. Það er einnig sagt aö John
McEnroe sé miklu rólegri í skapinu
síöan hann og Tatum eignuðust
bam saman.
Julie Andrews
Þessi 36 metra langi dreki var blásinn upp í borginni Xian í Kínaveldi i til-
efni þess að ár drekans er að renna upp. Símamynd Reuter
sem einna þekktust er fyrir
hlutverk sitt í „Sound of
Music", er ekki hætt leik þó
aldurinn færist yfir. Hún
hefur enn úr nægum tilboð-
um að moða sem er frekar
sjaldgæft fyrir konur á
hennar aldri í kvikmynda-
heiminum. Hún tók nýlega
tilboði um að leika forset-
afrú Bandaríkjanna, Nancy
Reagan, á söngleik sem
ætlunin er að setja upp á
Broadway. Julie Andrews á
dóttur, Emmu Walton, af
hjónabandi sínu með Ted
Walton, og er hún orðin
nokkuð þekkt leikkona.
Liza Minelli,
dóttir leikkonunnar Judy
Garland, hefur verið á
hljómleikaför í Evrópu. Á
sumum stöðum, eins og í
Bretlandi, hefur hún fengið
mjög jákvæða gagnrýni.
Svíar voru ekki eins hrifnir
af henni, þeim fannst hljóm-
leikarnir ekki allt of góðir
auk þess sem mönnum blö-
skraði mjög verðið á þá.
Þeir sem höfðu áhuga á
þeim þurftu að borga rúmar
24 þúsund krónur í að-
gangseyri.
Ted Kennedy
er ýmislegt fleira til lista lagt
en að vasast í stjórnmálum.
Hann þykir mjög frambæri-
legur málari og hefur fengið
hrós sem slíkur. Nýlega
málaði hann nokkrar lands-
lagsmyndir, lét gera eftir-
myndir af þeim og selur þær
á 35 þúsund krónur stykkið
til styrktar fötluðum þörn-
um. Verkin ganga út eins
og heitar lummur.
Ryan O’Neal sést hér ásamt tveggja ára gömlum syni sínum, Redm-
ond, sem hann á með leikkonunni Farrah Fawcett.
Ekki eins