Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Qupperneq 40
„Viö höfum lagt gífurlega áherslu á að Verðlagsstoihun fylgi eftir ákvörðúnum sem teknar hafa verið og eiga að leiða til lækkunar á vöruverði og þaö hefur verið rætt um það við verðlagsyfirvöld aö prósentuálagning á þeim vöru- tegundum verði bundin tímabund* ið,“ sagði Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra í samtali viö DV í morgun. Á íostudag var haldinn fundur ráðherranefndar ura efnahagsmál með formanni Verðlagsráös og verðlagsstjóra þar sem þessi mál voru rædd en svo sem fram hefur komið hafa ýmsir innflytjendur ákveðið að halda sömu krónutöluá- lagningu á vörutegundum sem lækka áttu um áramót vegna tolla- breytinga. Lækkunin hefur ekki skilað sér eins og til stóð þar sem krónutöluálagning er látin standa óbreytt þótt tollar lækki. „Það er augljóst að verðbreyting- ar og verðlækkun geta haft í för meö sér miklar veltubreytingar og því þurfi ekki að vera rök til þess að menn haldi óbreyttri álagningu í krónutölu,“ sagöi Þorsteinn, Þorsteinn sagði aö heimild væri til þess í verðlagslögum að binda álagningarhlutfafi og til greina kæmi að gera það tímabundið vegna þeirra aðstæðna sem skapast hefðu undanfarið. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra sagöi í morgun að þess hefði verið farið á leit viö Verðlagsstofn- un að hún sjái tU þess aö verölækk- unaráhrif tolla- og skattabreyting- anna komi neytendum th góða. Jón sagði aö til stæði að kynna þetta mál á ríkisstjómarfundi sem var á dagskrá í morgun. -ój Tiyggvi Pálsson: Veðrið á morgun: Norðan- átt um allt land Á morgun verður noröan- og norðaustanátt um allt land með éljum um norðvestanvert landið en björtu veðri syðra. Hitastig verður á bilinu 0 til 5 gráða frost. Þorsteinn hefur nú sjálfdæmi „Ég vil sem minnst um það ræða sem nú hefur gerst. En það er dapur- legt þegar jafnhæfur maður og Ami Vilhjálmsson, prófessor og banka- ráðsmaður í Landsbankanum um árabil, sér sig knúinn til að segja af sér og hverfa úr bankaráði,“ segir Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsbanka íslands, en Árni Vilhjálmsson flutti tillögu á bankaráðsfundi Landsbankans fyrir áramót um að Tryggvi yrði næsti bankastjóri Landsbankans en ekki Sverrir Hermannsson. „Ég held að fólk sjái núna nokkuð í gegnum málið og hvað þama hefur verið að gerast. Þorsteinn Pálsson hefur nú sjálfdæmi í málinu," segir Tryggvi. -JGH Eyjólfur K. Sigurjónsson: Mikið afall að missa Áma „Það er mikið áfall fyrir Lands- banka íslands að missa jafnhæfan og traustan mann og Áma Vil- hjálmsson prófessor. Annað hef ég ekki um málið að segja,“ segir Eyjólf- ur K. Sigurjónsson, bankaráðsmaður í Landsbanka íslands, um það að Ami Vilhjálmsson hafi sagt af sér sem bankaráðsmaður vegna ráðn- ingar nýs bankastjóra við bankann. -JGH - sjá einnig bls. 34 Sædýrasafhið: Hvalavinir í stimpingum við iögreglu Lögreglan var kvödd á vettvang þegar hvalavinir gerðu Sædýrasafninu heimsókn í gær. Þeim var visað aá brott. DV-mynd KAE „Það kom til stimpinga milli kvik- myndatökumannanna erlendu og lögreglunnar þegar hinir fyrmefndu ætluðu að mynda háhymingana í Sædýrasafninu í gær. Leiknum lauk þannig að hætt var við frekari myndatökur,“ sagði Magnús Skarp- héðinsson við DV. Hér á landi em nú staddir þrír hvalavemdunarmenn frá Bretlandi.* Komu þeir hingað til að kynna sér ástand háhyminganna sem nú bíða þess í Sædýrasafninu að verða seldir út. í gær héldu þeir í Sædýrasafnið og ætluðu að skoða dýrin og mynda þau. „Okkur hafði raunar verið lofað að félagar úr Hvalavinafélaginu fengju að sjá háhyrningana. En þeg- ar við komum að Sædýrasafninu meinuðu starfsmenn okkur aðgang þrátt fyrir þau loforð og vildu reka okkur í burtu. Síðan kölluðu þeir á lögregluna". Magnús sagði að orðrómur væri á kreiki um að háhymingamir yrðu seldir til Bretlands eða Kanada. Ekki væri vitað með vissu hver afdrif þeirra yrðu né hvernig ástand þeirra væri nú. „Þetta svæði er lokað almenningi og er þvi eins og hver önnur einka- lóð,“ sagði Helgj Jónasson, talsmað- ur Sædýrasafnsins. „Ef menn ætla að ráðast þar inn gildir það sama og um önnur einkasvæði, að þeim er bannaður aðgangur." -JSS LOKI Þetta fer að komast upp í vana að höggva mann og annan! Maður í gæsluvarðhaldi: Réðst inn á heimili og nauðgaði konu þar Dóms er að vænta hjá Sakadómi Hafnarfjarðar á næstu dögum í máli ungs manns úr Hafnarfirði. Maður- inn er ákærður fyrir að hafa nauðgað tæplega þrítugri konu á heimili hennar í Kópavogi. Maðurinn veitti konunni eftirfór er hún var á leið heim til sín. Komst maðurinn inn í íbúð konunnar. Réðst hann að henni og þrátt fyrir mót- spymu tókst honum að koma fram -vilja sínum, það er að nauðga henni. Konan lagði strax fram kæru á hendur manninum. Atburður þessi gerðist í Kópavogi um miðjan sept- ember í haust. Maðurinn var úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 20. janúar. Ákæra á hendur manninum hefur verið gefin út. Hjá Sakadómi Hafnarfjarðar feng- ust þær upplýsingar að stefnt væri að því að dómur félli í máhnu áður en gæsluvarðhaldsúrskuröurinn rennur ut, það er 20. janúar. Maðurinn mun eiga annað kyn- ferðisafbrotamál óútkljáð. -sme Ólafsfjarðarvegur: Oká hrossahóp Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; Eitt hross drapst og bifreið skemmdist mikið er ökumaður varð fyrir því á Ólafsfjarðarvegi í gær- kvöldi að aka inn í hrossahóp. Tvö hrossanna urðu fyrir bifreið- inni. Annað þeirra hafnaði uppi á vélarhúsi bifreiðarinnar og drapst samstundis en hitt slapp betur. Bifreiðin var mjög mikið skemmd og óökufær eftir áreksturinn en öku- mann sakaði ekki. iiíft^ggingar ili s/n\w 'JdlZV AI.ÞJÓÐA UFTRYGGINGARFELAGIÐ HF. l.AGMLLI 5 - RFYkJAYlk Smi ÓSU44 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá ísíma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.