Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1988, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1988, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1988. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aöstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 600 kr. Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblaö 75 kr. Lausn í sjónmáli? Einhver skriður virðist vera kominn á samningamál. Fjármálaráðherra hefur riðið á vaðið og opnað fyrir þann möguleika að hækka skattleysismörk og aðrar skattaívilnanir. Verkalýðsforingjar, að minnsta kosti sumir hverjir, hafa ekki tekið ólíklega í þá hugmynd, enda yrði þá samið til stutts tíma. Viðræður hafa farið fram við einstök verkalýðsfélög á þessum nótum. Eftir er að heyra viðbrögð vinnuveitenda, en þeir hafa haft uppi efasemdir um samninga til stutts tíma vegna þeirr- ar óvissu sem slíkir samningar skapa. Þó hljóta vinnu- veitendur að fagna því ef ríkisvaldið reynist tilbúið til að veita launafólki skattaívilnanir sem eru launagreið- endum að kostnaðarlausu. Það er vitaskuld ódýrari lausn og viðráðanlegri heldur en beinar kauphækkanir, sem bæði auka vanda atvinnurekstrarins og kynda undir verðbólguþróun. Verðbólgan hefur mælst fimmtíu og fimm prósent í þessum mánuði. Meginskýring þeirrar hækkunar stafar fyrst og fremst af verðhækkunum vegna aukinnar skatt- heimtu, en ljóst er að með kauphækkunum í ofanálag dregur ekki úr verðbólgu. Raunar hafa vinnuveitendur bent á að sex prósent launahækkun þýði þrjátíu prósent verðbólguskriðu í kjölfarið, sem ýtir undir þá skoðun að skattaleiðin sé árangursríkust fyrir alla aðila. Einstaka verkalýðsforingl hefur bent á að hækkun skattleysismarka komi að takmörkuðu eða engu gagni fyrir þá launþega sem nú þegar eru undir skattleysis- mörkum. Að vísu er ólíklegt að margt fólk hafi það lágar tekjur en það dæmi mætti leysa með neikvæðum tekju- skatti, sem felur það í sér að sá hópur sem er undir skattleysismörkum skuh fá greiðslur úr ríkissjóði sem nemur ákeðnum mismun. Þessi leið mundi slá á gagnrýnina og óánægjuna með hækkun söluskattsins á matvörur. Matarskatturinn hefur mælst illa fyrir og komið við pyngju heimilanna. Það er óviturlegt hjá ráðherrum að gera lítið úr þeirri staðreynd og það er misskilningur að halda að sú and- staða sé bundin við póhtíska óvildarmenn ríkisstjórnar- innar. Þegar th lengri tíma er htið má til sanns vegar færa að það er af hinu góða ef undanþágum er fækkað en tímasetningin er óheppileg og vatn á myhu þeirra afla sem nú sjá sér leik á borði að efna til æsinga vegna launamála og gífurlegs launamisréttis. Bihð milh há- tekjumanna og lágtekjumanna hefur aldrei verið meira en nú, og sú þróun skapar skhyrði fyrir beiskju og ihsku meðal þeirra sem eftir sitja. Skattaívilnanir af hálfu ríkisstjórnarinnar eru raun- hæf leið til samninga. En þá má ríkisstjómin ekki velta þeirri byrði yfir á herðar annarra. Skattheimta er kom- in út í öfgar og það væri óðs manns æði að höggva enn í þann knérunn. Ríkisstjórnin verður einfaldlega að mæta þeim tekjumissi sem hlýst af hækkun skattleysis- marka með því að draga saman seghn. Annað kemur ekki til greina. Enda fer það saman við önnur efnahags- leg markmið að draga úr þenslu. Sumir ráðherranna hafa skorað á Reykjavíkurborg að fresta framkvæmd- um, en er það ekki hlutverk ríkisstjórnarinar að hta sér • nær og ganga sjálf á undan með góðu fordæmi? Allt mun þetta hugsanlega geta dregið úr verðbólgu- hættunni. Með því að ljá máls á lausn í kjaradeilum með skattaívilnunum og hækkun skattleysismarka eru verkalýðsfélög, sem það kunna að samþykkja, að taka ábyrga og skynsamlega afstöðu. Tilboð fiármálaráð- herra er leið út úr ógöngunum. Ehert B. Schram „Sjálfstæðismenn hafa stjórnað Reykjavík svo lengi að þeir eru farnir að trúa því aö borgin sé þeirra eign,“ segir greinarhöf. - Frá fundi í borgarstjórn. Valdlðogfólkið Þeim fer fjölgandi sem undrast stjómarhætti meirihlutans í borg- arstjórn Reykjavíkur. Enda er lýðræöisskilningur þeirra sem þar ráða ríkjum afar frumstæður. „Við Reykvíkingar trúum þvi ekki fyrr en við tökum á, að þeir sem fara með málefni okkar í krafti lýðræðis, sýni okkur, umbjóðend- um sínum, og þá sjálfu lýðræðinu, svo blygðunarlausa fyrirlitningu". Þannig ritar Helgi Hálfdanarson í Morgunblaðið 22. desember sl. undir fyrirsögninni „Það skal í Tjörrina". Greinin er ein af ótal- mörgum sem birst hafa um þá ákvörðun meirihlutans í borgar- stjóm að byggja ráðhús í norðvest- urhomi Tjarnarinnar. Helgi undrast aö engu er likara en ráða- menn borgarinnar herðist í fyrir- ætlan sinni er þeir sjá að mikill meirihluti Reykvíkinga er andvíg- ur þessari framkvæmd, eins og skoðanakannanir hafa sýnt. Innihald lýðræðis Lýðræði er hugtak sem glatað hefur skýru inntaki. í hugum margra er lýðræðinu fullnægt með fulltrúakosningum og með því að banna ekki fólki aö halda fundi, stofna samtök og tjá sig á opin- beram vettvangj. Þetta eitt og sér nægir ekki til þess að tryggja þátttöku almenn- ings í að móta samfélag sitt. Svo takmarkað lýðræði er engin trygg- ing fyrir því að ákvarðanataka sé byggð á meirihlUtavUja kjósenda. Ráöhúsmáhð ætlar að verða skóla- bókardæmi um þetta. i kosninga- baráttunni 1986 leyndu sjálfstæðis- menn ráðhúsdraumum sínum. Engu Tjarnarráðhúsi var slegið upp í blárri bók þeirra né í áróðurs- ræðum frambjóðenda. Um svo afdrifaríka fyrirætlun var ekki kosið. Hún varð fyrst ljós eftir kosningar. Því lögðu borgarfulltrú- ar Alþýðubandalagsins til að efnt yrði til almennrar kosningar um ráðhúsmáhð. Meirihlutinn vísaði tihögunni frá. Eigi stjómmálamenn að rækja starf sitt sem fulltrúar fólksins er þeim nauðsynlegt að þekkja skoð- anir, aöstæður og hagsmuni þess sama fólks. Stjórnmálamenn em jafnfjarri því og annað fólk að vera alsjáandi eða sérfróðir á hveiju sviði samfélagsins. Þeir þurfa því leiðbeiningar, upplýsingar og oln- bogaskot frá umbjóðendum sínum. Skemmst er að minnast vanþekk- ingar forsætisráðherra þjóðarinn- ar á reynsluheimi þess fólks sem kaupir í matinn. Á sama hátt er Kjósendum nauð- synlegt að fylgjast gjörla með framgöngu póhtískra fuhtrúa. Öðmvísi er tómt mál að tala um að kosningar endurspegh meiri- hlutavhja fólksins. Eigi svo að heita KjaUarinn Kristín Á. Ólafsdóttir að kjósendur ráði í gegnum fuhtrúa sína verða stjómmálamenn að vera undir ströngu eftirliti almennings og finna frá honum aðhald. AÖ hlusta og upplýsa Afstaða sjálfstæðismanna í borg- arstjóm Reykjavíkur til upplýs- ingastreymis og samskipta við borgarbúa er einkar athyglisverð. Nýlega felldu þeir, alhr sem einn, tillögu frá okkur í stjórnarandstöð- unni um að borgarstjórnarfundum verði útvarpað beint um sérstaka rás. Ljóst var að tæknUega er þetta einfalt og kostar sárahtið. Sjáhsagt er að auðvelda ReykvUdngum að nýta rétt sinn til þess að fylgjast með málflutingi fulltrúa sinna. Andstaða sjálfstæðismanna verður ekki skUin öðruvísi en ótti við al- menning, fái hann að fylgjast grannt með málflutningi meiri- hlutans og ákvarðanatöku. Aðrar tilraunir stjórnarandstöð- unnar tU þess að bæta tengsl við borgarbúa hafa hlotið sömu afdrif í handauppréttingamaskínu þeirri sem áramótaskaup sjónvarpsins afhjúpaði á svo raunsannan hátt. Þannig vom tiUögur upi viðtals- tíma borgarfuhtrúa og hverfafundi á vegum borgarinnar í samvinnu við íbúasamtök fehdar af meiri- hlutanum. íbúasamtök og undirskriftir íbúasamtök virðast fara sérstak- lega fyrir brjóstið á sjálfstæðis- ekki fyrir munn íbúanna" er við- kvæðið á borgarstjómarfundum þegar málefni slíkra samtaka ber á góma. Ástæðan fyrir þessum pirr- ingi er trúlega sú að íbúasamtök em einmitt viðleitni IU þess aö auka lýðræði og gefa því hugtaki raunverulegt innihald. Borgar- stjóri kvartaði yflr „ógeðfelldum tóni“ i bréfi einna íbúasamtakanna sem ítrekað höfðu leitað úrlausnar í umferöar- og öryggismálum. Þol- inmæði íbúanna var á þrotum eftir 5 mánaða tUraunir án þess að form- leg svör bærust eða erindin væru afgreidd í nefndum bcrgarinnar. „Með minnkandi virðingu, en góð- um óskum um gleðUeg jól“ vom lokaorð bréfsins tíl borgarráðs. Annað dæmi um skoUaeyru stjómenda er frá því í haust þegar meirihlutinn ákvaö að úthluta lóð fyrir bankabyggingu á homi Safa- mýrar og Háaleitisbrautar. Skrif leg mótmæh fjölda íbúa úr næsta nágrenni högguðu hvergi ásetningi um að þóknast frekar peninga- stofnuninni. Það em engin ný sannindi að langvarandi valdaseta spillir og bhndar. Sjálfstæðismenn hafa stjómað Reykjavík svo lengi að þeir em famir að trúa því að borg- in sé þeirra eign. Undantekningar- tímabihð 1978-82 virðist þar engu um breyta. Eitt htið dæmi um eign- artrú þeirra er bann borgarstjóra við þvi að sijómarandstaöan héldi blaðamannafundi í húsakynnum borgarinnar. Húsnæðið var ekki upptekið fyrir eitthvað annað, ástæðan fyrir banninu var „af því bara“. Helgi Hálfdanarson vUl fá að taka á áður en hann trúir uppá núver- andi ráðamenn borgarinnar að þeir sýni umbjóðendum sínum og sjálfu lýðræðinu blygðunarlausa fyrir- Utningu. Við skulum sjá hverju fram vindur með ráðríkishúsið svokallaða. Ef tU vUl á heym og skUningur valdsins sér batavon, en þá þarf að styrkja þau meðul sem duga. Skýrar raddir og hiklaus oln- bogaskot er tæki fólksins tU þess að koma stjómendum í skUning um að þeir vom kjömir til þess að ráða í umboði lýðsins en ekki gegn vilja hans. Kristín Á. Ólafsdóttir borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins „Eigi svo aö heita aö kjósendur ráöi í gegnum fulltrúa sína verða stjórn- málamenn að vera undir strönpu eftirliti almennings og finna fra honum aðhald.“ mönnum í borgarstjóm. „Þau taia

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.