Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1988, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1988, Síða 17
FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1988. 17 Andsvar við opnu bréfi Líneyjar Skúladóttur: Rangfærslur leiðréttar í Dagblaðinu - Vísi 28. desember sl. birti Líney Skúladóttir arkitekt „Opið bréf til stjómar Hins ís- lenska bókmenntafélags vegna meintrar hiutdeildar Skúla Þórðar- sonar magisters í sagnfræði í ritun bókarinnar „Mannkynssaga, tutt- ugasta öldin, . . .“. í bréfinu er ég undirritaður sakaður um að hafa „umturnað texta Skúla heitins. . . herfílega“, að honum fomspurð- um. Þessum ásökunum, sem eru tilhæfulausar með öllu, kemst ég ekki hjá að svara þótt bréfið sé stíl- að til stjómar Hins íslenska bókmenntafélags. Það skal tekið fram að ég annaðist ritstjórn þess verks sem hér er til umræðu. Tilefni bréfsins kveður Líney vera „harkalega gagnrýni á hinn látna (þ.e. Skúla), þar sem hann er dreginn inn í stjórnmálaumræður, í grein Hannesar H. Gissurarsonar í Dagblaðinu - Vísi“ 23. nóvember sl. Nú er það svo að rétt eins og aðr- ir fræðimenn hljóta sagnfræðingar að sæta faglegri gagnrýni, hvort sem hún er sprottin af stjómmála- sjónarmiðum eða öðrum hvötum. En umrædd gagnrýni snertir á eng- an hátt framlag Skúla Þórðarsonar til Mannkynssaga. Tuttugasta öld- in. Að því leyti var með öllu óþarft fyrir Líneyju að fyrtast við skrifi Hannesar Hólmsteins. En það sem hún ber mér á brýn í leiðinni á ekkert skylt við faglega gagnrýni: ég er sakaður um óheiðarleika í persónulegum samskiptum við mann sem nú er látinn. Þessar ásakanir eiga sér enga stoð í veru- leikanum. Það lýsir ekki mikilli nærgætni bréfritara í garð náung- ans aö hlaupa með slíkan áburð í opinbert málgagn án þess að hafa hirt um að kynna sér málavexti. Kjállariim Loftur Guttormsson sagnfræðingur Stiklað á staðreyndum Þar sem rangt er fariö með staö- reyndir varðandi útgáfusögu umrædds ritverks og þar með sam- skipti mín við Skúla Þórðarson, kemst ég ekki hjá að rekja þær í stuttu máli. Árin 1973 og 1974 kom út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi ritið Mannkynssaga 1914-1956 handa framhaldsskólum, í tveimur heft- um. Höfundar að þessu riti voru, auk mín, Einar Már Jónsson og Skúh Þórðarson. Hver okkar þre- menninga lagði til þessa verks afmarkaða þætti; Skúli Þórðarson samdi dijúgan hluta síðara heftis- ins, þann sem fjallar um tímabilið 1938-1956. Af hálfu útgefanda var hér um bráðabirgðaútgáfu að ræða; heftin voru þannig án mynda og þeim kortum sem fylgdu var öllum skip- aö aftast í síðara heftinu.'Það dróst þó lengur en ætlað var að ráðast í endanlega útgáfu verksins. Þegar hún komst á dagskrá, kringum 1980, samdist svo um að ég tæki að mér umsjón með verkinu til fulln- aðarútgáfu. Nú var stefnt að útgáfu rits er spannaði ekki aðeins tíma- bilið fram til 1956 heldur allar götur fram undir 1980. Skv. þessu áformi þótti eðlilegt að skipta verkinu í tvö bindi; skyldi hið fyrra ná fram til loka heimsstyijaldarinnar síðari (1945) en hið síðara íjalla um sögu eftirstríðsáranna. Jafnframt var ákveðið að gera skil sögu Norður- landa (að íslandi undanskildu) en sá þáttur hafði orðið útundan í Mannkynssögu 1914-1956. Sögu- sviðið skyldi ennfremur fært út, menningar- og félagssögu gert hærra undir höfði og myndir, töfl- ur og kort nýtt til þess aö gera framsetninguna sem aðgengileg- asta. Ritið var ekki lengur hugsað beinlínis sem kennslubók fyrir ákveðið skólastig heldur ætlað jafnt skólafólki sem almenningi. Endurskoðun að fengnu samþykki Skúla Með þessu útgáfuáformi var í raun stefnt að nýju verki þótt ljóst væri að fyrra bindi þess mundi byggja að miklu leyti á því sem unnið hafði verið fyrir Mannkyns- sögu 1914-1956. Þegar ég sem umsjónarmaður verksins fór að vinna aö útgáfu fyrra bindisins árið 1980 gerði ég Skúla Þórðarsyni grein fyrir út- gáfuhugmyndum og leitaði eftir því hvort hann hefði tök á að endur- skoða þann texta sem hann hafði á sínum tíma samiö um aðdraganda og gang heimsstyijaldarinnar síö- ari fyrir Mannkynssögu 1914-1956. Það sjónarmiö var uppi að til sam- ræmis viö aðra kafla í fyrra bindi hins nýja verks væri æskilegt að frásögnin yrði gerð nokkuð ítar- legri en var í upphaflegri gerö Skúla. Þegar hér var komið sögu færðist Skúh undan því að’vinna þetta verk sjálfur en veitti mér heimild til að endurskoða textann í þessu augnamiði. Það var svo árið 1981 að þetta fyrra bindi verksins, Mannkynssaga. Tuttugasta öldin (1914-1945), kom út. Síðara bindið hefur enn ekki litið dagsins ljós, af ástæðum sem verða ekki raktar hér. Af framansögðu er ljóst að það er fjarri sanni að texti Skúla hafi verið endurskoðaður að honum látnum: hinn „umtumaði" texti birtist á prenti tveimur árum áður en hann dó. Um hug Skúla til end- urskoðunarinnar get ég ekki vöttað „Nú, allmörgum árum eftir orðinn hlut, er kynlegt að upp skuli vekjast blaðaskrif varðandi samskipti mín við látinn starfsbróður sem ég mat mikils.“ LorrvK aurroRuaiioN »KUU KWDAMON MANNKYNSSAGA TUTTUGASTA ÖLDIN Mannkýnssaga. Tuttugasta öldin (1914-1945). - Síðara bindið hefur enn ekki litið dagsins Ijós. annað en það að hann lét aldrei í ljós við mig að hann væri ósáttur við hana. Að virða staðreyndir - og náungann Nú, allmörgum áram eftir orðinn hlut, er kynlegt að upp skuli vekj- ast blaðaskrif varðandi samskipti mín við látinn starfsbróður sem ég mat mikils. Sjálfur hlýt ég aö harma aö Líney Skúladóttir skuli hafa umsnúið svo staðreyndum þessa útgáfumáls að hún telur efni til aö bera mig allþungum sökum. Hún heldur því fram að Mannkyns- saga. Tuttugasta öldin hafi komið út fyrst árið 1985, tveimur árum eftir lát föður síns. Ekkert hefði nú verið auðveldara en að ganga úr skugga um að árið 1985 var ritið endurprentað óbreytt frá frumút- gáfunni 1981. Vonandi dregur bréfritari lær- dóm af þessu frumhlaupi og kynnir sér framvegis staðreyndir máls áður en hún gengur fram á opin- beran vettvang með fullyrðingar um persónulegar ávirðingar ann- arra. Kaupmhöfn, gamlaársdag 1987. Loftur Guttormsson Kvótakerfid: Þjóðar- skömm í 2. tbl. Þjóðarinnar, 21. apríl ’87, ræddi ég um almennar hugmyndir um betri stjórnun fiskveiða sem jafnframt fólu í sér ákveðnar grunnhugmyndir um skynsamlega pg réttláta stj ómun fiskveiða okkar íslendinga. Tilbúið ,,kerfiskarlakerfi“ í núverandi kvótakerfi var ekki tekið tillit til mismunandi sóknar og stærðar báta í hinum ýmsu landshlutum. Með þessu tilbúna kerflskarla- kerfi er farið inn á mjög viðsjár- verðar brautir í stjórnun sjávarút- vegsmála, og þegar unnið er út frá röngu dæmi þá verður vitleysan alltaf í gangi þó að reynt sé að sníða af henni helstu annmarka. í athyglisverðri grein í DV á síð- astliðnu ári veltir Guðmundur G. Þórarinsson fyrir sér réttmæti nú- verandi fiskveiðistjómunar. Bendir hann á, eins og ýmsir aðrir hafa gert réttilega, að núverandi fiskveiðistjórnun líkist að sumu leyti stjórnun hertoga og lénsherra á miðöldum sem fengu héruð og lönd keypt af konungum og furst- um og gátu síðan ráðstafað „eign“ sinni að eigin geðþótta. Við getum horft okkur nær og minnst þess tíma þegar stórbænd- ur og kirkja áttu potta og pönnur leiguliðanna í sveitum landsins. Ríkisstjórnin eigni sér og selji Nýjasta hugmyndin í kvótarugl- KjaHarinn Þormar Jónsson sjómaður inu er sú að ríkisstjórnin eigni sér alfarið fiskinn í sjónum og selji hann útgerðarmönnum og öðrum eigendum fiskiskipa, og væri þá vitleysan endanlega fullkomnuð. Helstu leiðir til úrbóta í sjávarút- vegsmálum gætu orðið fyrirkomu- lag ekki mjög ólíkt hinu gamla skrapdagakerfi og yrðu friðunar- aðgerðir og takmarkanir á veiðum m.a. fólgnar í því að gefa sjómönn- um lengra frí um stórhátíðir, svo sem jól og páska. Hægt væri með skynsamlegri stjórnun að vernda fiskistofnana. Sem hö í því mætti athuga hvort ekki væri eðlilegt að taka af heild- araflanum stóra aflatoppa, t.d. kringum verslunarmannahelgina, en þá eru u.þ.b. 50% af togaraflot- anum á Vestfjaröamiðum að veiða að megninu til u.þ.b. tveggja kg fisk. Með tveggja vikna veiðistoppi yfir þann tíma, sem gilti fyrir allan togaraflotann, yrði hægt að taka af stóran aflatopp sem jafnframt er mjög óhagstæður fyrir fisk- vinnsluna vegna sumarleyfa starfsfólks sem valda verkstjórum í frystihúsum miklum erfiöleikum vegna takmarkaðra möguleika til vinnslu í hagstæðustu pakkning- ar. Vegið að réttindum Vestfirðingar sem og aðrir sjó- menn og útgerðarmenn um allt land hafa slæma reynslu af núver- andi kvótakerfi. Er með því vegið að undirstöðuatvinnuvegi þjóðar- innar og tilverugrundvelli hennar og jafnframt sjálfsögðum réttind- um einstakhngsins til nýtingar á auðhndum hafsins sem eru og hljóta að vera sameign allra íslend- inga. Þormar Jónsson. „Nýjasta hugmyndin í kvótaruglinu er sú að ríkisstjórnin eigni sér alfarið fisk- inn í sjónum og selji hann útgerðar- mönnum og öðrum eigendum fiski- skipa og væri þá vitleysan endanlega fullkomnuð.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.