Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1988, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1988, Síða 28
40 FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1988. Jarðarfarir Páll Ingibergsson skipstjóri lést 15. jan- úar sl. Hann fæddist í Vestmannaeyjum 6. mai 1913, sonur hjónanna Guöjónu Pálsdóttur og Ingibergs Hannessonar. Páll fór ungur á sjóinn, fyrst sem háseti en frá 1935 sem formaður meö ýmsa báta. Áriö 1946 stofnaði hann útgerð ásamt bróður sínum. Eftirlifandi eiginkona hans er Maren Guðjónsdóttir. Þeim varð ekki bama auðið en tóku kjörson. Útfór Páls verður gerð frá Árbæjarkirkju í dag W. 15. Ólína Jóhannsdóttir lést 14. janúar sl. Hún fæddist á Hjaltastaö í Eiða- þinghá 13. nóvernber 1893, dóttir hjónanna Guðrúnar Hjörleifsdóttur og Jóhanns Jónssonar. Ólína giftist Zophoníasi Stefánssyni en hann lést árið 1968. Þau hjónin eignuðust þijú böm saman en fyrir átti Ólína einn son. Útfor hennar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Ólafía H. Sigurþórsdóttir frá Efri- Rauðalæk, sem lést 12. janúar, verð- ur jarðsungin að Árbæ í Holtum laugardaginn 23. janúar kl. 14. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 12. Arnór Steinason, Narfastöðum, and- aðist í sjúkrahúsinu á Akranesi 16. þessa mánaðar. Útfór hans fer fram á Leirá laugardaginn 23. janúar kl. 14.30. Björgvin Guðbrandsson, fyrrum bóndi á Fossá í Kjós, sem lést 9.þ.m., verður jarðsunginn frá Reynivalla- kirkju laugardaginn 23. janúar kl. 14. Sætaferðir verða frá BSÍ kl. 12.45. EIís Hannesson, bóndi á Hlíðarási í Kjós, sem lést 11. þ.m., verður jarð- sunginn frá Reynivallakirkju laugar- daginn 23. janúar kl. 14. Sætaferðir verða frá BSÍ kl. 12.45. Sússana Ketilsdóttir verður jarð- sungin frá Ingjaldshólskirkju, Hell- issandi, laugardaginn 23. janúar kl. 14. Rútuferðir frá Hópferðamistöð- inni, Bíldshöfða, kl. 8 f.h. sama dag. Frú Bodil Begtrup, fyrrv. sendiherra Dana á íslandi, andaðist í Kaup- mannahöfn 12. desember 1987. Útfór hennar fór fram í Helligándskirken í Kaupmannahöfn þann 19. desember 1987. Að ósk hennar verður duftker hennar greftrað í Skálholti. Minning- arathöfn verður í Skálholtsdóm- kirkju mánudaginn 25. janúar kl. 14. Bridge Bridgedeild Skagfirðinga Að sex umferðum spiluðum í sveitakeppni félgsins eru þessar sveitir efstar: Sveit , Stig 1. Hjördísar Eyþórsdóttur 116 2. Jóhanns Gestssonar 114 3. Jörundar Þórðarsonar, sem á einn leik óspilaðan 100 4. Sigmars Jónssonar 94 Næstu umferðir verða spilaöar þriðjudaginn 26. janúar. Laugardaginn 30. janúar snæða fé- lagar þorramat í Drangey, Síðumúla 35. Menning Sama stef Ingunn Ásdísardóttir leikstjóri. Egg leikhúsið sýnir í veitingahúsinu Mandarín við Tryggvagötu: Á sama stað Höfundur: Valgeir Skagfjörð Leikmynd og búningar: Gerla Tónlist: Valgeir Skagfjörð . Leikstjóri: Ingunn Ásdísardóttir Hver er sinnar gæfu smiður eða hvað? Manneskjan sjálf, draumar henn- ar og brostnar vonir eru Valgeiri Skagfjörð greinilega hugleikin yrk- isefni. Konan, sem verður undir í barátttmni við eigin hvatir og veik- leika, þráin eftir betra lífi og spumingin um hver eða hvað skap- ar manninum örlög eru líka áleitn- ir þættir í tveimur verkum hans sem nú hafa verið sýnd með stuttu millibili. Einþáttungurinn Sá yðar sem syndlaus er var fluttur í sjón- varpi fyrir skemmstu og í hádeginu í gær var svo frumsýnt nýtt leikrit hans, Á sama stað. Þetta verk er flutt á vegum Egg leikhússins, sem hefur fengið inni með sýninguna í veitingahúsinu Mandarín við Tryggvagötu. Hús- næðið hentar ágætlega fyrir sýninguna, upphækkuðum palli er komið fyrir í veitingasalnum og á þessu litla sviði fylgjumst við í ná- vígi með konunni sem allan tímann er ein á sviðinu. Mótleikarar henn- ar og örlagavaldar eru þama en sjást bara ekki. Nærvera þeirra er þó næsta áþreifanleg og viðbrögð þeirra og svör komast oftast til skila í gegnum orð hennar. Það er dáhtil kúnst út af fyrir sig að semja á þennan hátt aðra hlið samtals svo að ekki myndist slag- síða í textanum, þannig að persón- an, sem er á sviðinu, fari að tala fyrir viðmælendur sína. Valgeir ræður oftast við formið en að sjálf- sögðu veltur hin endanlega útkoma sýningarinnar ekki hvað síst á túlkun eina hlutverksins í leikn- um. Erla B. Skúladóttir leikur þessa konu sem smáborgarar mundu kalla léttúðuga eða léttgeggjaða, konu sem sveiflast á milli ástar á bami sínu og löngunar eftir að drekka hvem bikar í botn. Henni finnst htla dóttirin sér fjötur um fót og þegar hún kemur auga á leið til að losna við bamið og ná sér um leið niðri á foður hennar hikar hún ekki andartak. En þaö vopn, sem Leiklist Auður Eydal var ætlað til að særa annan, snýst gegn henni sjálfri. Rekald í velferðarþjóðfélagi En líkt og í einþáttungnum Sá yðar. . .finnstmérmyndhöfundar af konunni hálflnnantóm. ÖU þessi bágindi láta mann satt að segja furðu ósnortinn, þessi kona er ein- hvern veginn sjálfri sér verst og hún um það. Þó að stöku sinnum sé komiö við kviku er verkið í hehd frekar snyrtilegt og forðast að blása upp einhverjar tilflnningaöldur, nærri því um of. Þegar upp er staðið vitum við mest lítið um þessa konu og það þjóðfélag sem hún lifir í. Hins vegar er persónan sjálfri sér samkvæm þrátt fyrir aht, ekki hvað síst fyrir góða úrvinnslu leikstjórans, Ing- unnar Ásdísardóttur, og sterkan leUi Erlu B. Skúladóttur. Eftir stendur mynd af glaðsinna en veik- lundaðri og ósköp merglausri konu sem helst af öllu viU láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Og um skoðanir er engar að ræða og jafn- vel tilfinningamar virðast ekki rista djúpt. Höfundur virðist eigin- lega ekki hafa alltof mikið álit á konum yfirleitt. Einleikur Örhtið bar á fullstirðlegu orða- lagi og jafnvel predikunarstíl sem var stundum til lýta. Mér fannst það hka brotalöm í verkinu og órökstutt athæfi að gefa ham, bara si svona - þó svo að konan væri full - og veikja heUdina. Ósjálfrátt hvarflar hugurinn til kvenlýsinga í sögum Ástu Sigurð- ardóttur, þar hittum við fyrir systur þessarar konu en ólíku er þar saman að jafna að öðm leyti. Hins vegar er túlkun Erlu B. Skúladóttur á hlutverkinu, svona eins og það er, heU og sönn, og úrvinnsla leikstjórans, Ingunnar Ásdisardóttur, vönduð og her vitni um næma tilfinningu fyrir verk- efninu. Gerla leysir gerð leikmynd- ar á einfaldan hátt og velur búninga sem hafa mikið að segja. Tónlist Valgeirs Skagfjörð er hæði ljúf og falleg í bakgrunni. Verkið er í tveimur þáttum og hða tíu ár á milli þeirra. í fyrri þættinum gerist konan æ drukkn- ari eftir því sem á hður þáttinn, með öUum þeim geðsveiflum sem því fylgja. í seinni þættinum hefur hún sokkið tíl botns en er að reyna að rífa sig upp aftur. Erla spannar þannig breitt svið í túlkun sinni og fatast ekki. Mér fannst hún komast eins nærri kjamanum og hægt var að ætlast tU. Hádegisstund er vei varið í leik- húsi og ekki skaðaði að í Mandarín- inum við Tryggvagötu var hinn ágætasti matur borinn fyrir gesti í hléi. AE Andlát Guðríður Sigurborg Finnsdóttir andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 17. janúar. Sigurður Ólason hæstaréttarlög- maður lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 18. janúar. Jóhanna M. Jóhannsdóttir, Barma- hlíð 42, lést í Landakotspítala 16. janúar. Eyþór Bollason andaðist í Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 16. janúar. Hrafn Sveinbjarnarson, HaUorms- stað, lést aðfaranótt 18. janúar. Ingvar Árnason, DeUdartúni 5, Akranesi, lést í sjúkrahúsi Akra- ness 17. janúar. Eyjólfur Guðmundsson, Lindar- götu 22a, Reykjavík, lést í Borg- arspítalanum 20. janúar. Guðrún Jóhannesdóttir, Kirkju- vegi 3, Vík í Mýrdal, andaðist á heimUi sínu þriðjudaginn 19. jan- úar. Jóna Eiríksdóttir, Hafnargötu 63, Keflavík, lést 21. janúar. Sigurður Guðmundsson, húsgagna- smiður, Bakkagerði 9 lést í Borgarsp- ítalanum 18. janúar. Katrín Auðunsdóttir lést að heimili sínu Syðra Hóh, Vestur Eyjafjöllum 18. janúar. Sævaldur Óskar Konráðsson lést 18 janúar. Ríkharð P. Theodórs., fyrrverandi skrifstofustjóri, Laugarásvegi 44 Reykjavík, lést 19. janúar. Hansborg Jónsdóttir frá Einarslóni andaðist aö Hrafnistu í Reykjavík 19. janúar. Tapað - Fundið Grá læða tapaðist Lítil grá læða fannst á Bergstaðastræti þann 18. janúar. Eigandi vinsamlegast hringi í síma 11749. Hlýr og innilegur Einhver sagði að Bretar ættu bestu annars flokks tónskáld aUra tíma, engin fyrsta flokks. Heldur era nú svona fullyrðingar hvimleiðar og hvað sem þeim líður er sellókons- ertinn eftir Elgar fyrsta flokks músík í bak og fyrir. Ralph Kirshbaum sellóleikari frá Ameríku fór með einleikshlutverk- ið í konsert Elgars á sinfóníutón- leikunum í gærkvöldi. Leikur hans Tóiílist Leifur Þórarinsson var með eindæmum hlýr og inni- legur en um leið yfirvegaður og sterkur. Þetta síðrómantíska meistarastykki, sem minnir mann svo faUega á haustkvöld í suður- enskri sveit, er sannarlega ekki fyrir hvern sem er að leika. Þar má ekkert bregða út af í blæmótun og hraðavah, þar má aldrei yfir- drífa eða slá sér upp. Tilfinningam- ar mega ekki vera utan á. En stórt og heitt hjarta má tU að slá undir stirðlegu yfirborði, ann- ars er aUt ónýtt. Kirshbaum hafði rétta tóninn og í höndunum á hon- um var konsertinn einkennilega seiðandi. Hljómsveitin náöi mjög vel að styðja við þessa túlkun og var greinilegt að stjómandinn, Guide Ajmone-Marsan, skUdi hana til hins ýtrasta. Sinfóníutónleikarnir í gærkvöldi hófust hins vegar með tveim smá- verkum fyrir Utla hljómsveit eftir Delius: On hearing the first cuckoo in spring og Summer night on the river. Ekki höfðaði sá skáldskapur neitt sérstaklega til undirritaðs og minnti af einhverjum undarlegum ástæðum á hálfvolgt pokate (Lip- ton), óttalega hragðlaust. En það mátti heyra margt fallegt hjá hljómsveitinni án þess að það segði neitt sérstakt. Lokaverkið, Júpítersinfónían eft- ir Mozart, var heldur ekki sérstak- lega skemmtileg að þessu sinni. „Tempó“ vora flest í hægara lagi og það gerði kannski sitt til að draga úr spennunni, heildin virk- aði eins og í þoku. Sérstaklega var lokaþátturinn, kontrapunktaævin- týrið mikla, eins og út úr fókus, sem var synd því eftir því hafði maður eiginlega heðiö allt kvöldið. LÞ Ralph Kirshbaum lék sellókonsert eftir Elgar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.