Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Page 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988.
UtLönd
Tilraunir með
vind- og sólar-
orku í Jórdaníu
Tilraunir meö vind- og sólarorku,
sem staðið hafa í Jórdaníu um
nokkurt skeiö, virðast ætla að gefa
góða raun og standa vonir til þess
aö þær skapi möguleika til aukinn-
ar ræktunar, auk þess aö spara
verulega innflutta olíu.
Athygli manna hefur undanfarið
einkum beinst að þorpinu Jurf Al-
Darawixh, þar sem sett hefur verið
upp tilraunastöð sem kannar
möguleika orkuframleiðslu með
bæöi vindknúnum rafstöðvum og
sólarorkusöfnun. Við þorpið hefur
verið komið fyrir tveim vindmyll-
um sem knýja hvor um sig tuttugu
kílóvatta rafal. Við þær hafa veriö
settar upp raðir af þiljum sem safna
sólarhita og flmmtán kílóvatta sól-
arorkurafstöðvar.
Auk þess að sjá umhverfmu fyrir
raforku, meðan sól skín og vindur
blæs, hlaða stöðvar þessar raf-
geyma sem taka við þær stundir
sem hvort tveggja skortir.
Þá er dælustöð, í um þriggja kíló-
metra fjarlægð frá þorpinu, knúin
vindorku og kerfið allt er tölvu-
stýrt.
Raforkuvinnslukerfi þetta, sem
kostaði um hálfa milljón Banda-
ríkjadala, eða nær tuttugu milljón-
ir islenskra króna, í byggingu, sér
þegar töluverðu svæði fyrir raf-
orku. Það lýsir upp hús og stræti,
sér sjúkrahúsi fyrir nægri raforku
og ætlunin er að í framtíðinni knýi
kerfið áveitu.
Þeir sem standa að tilraunum
þessum telja nú sannað að vind-
og sólarorka muni geta leikið stórt
hlutverk í Jórdaníu og þá einna
stærst í tengslum við uppgræöslu
Jandsins. Jarðvegur er fijór á þess-
um slóðum en of þurr til að hann
nýtist til ræktunar. Áveitur, knún-
ar vind- og sólarorku, munu gera
ræktunina mögulega.
Með því að sjá íbúum þessara
svæða fyrir nægri raforku og gera
þeim ræktun landsins mögulega
vonast stjómvöld til þess að geta
stöðvað, jafnvel snúið við þeim
flótta sem hefur átt sér stað úr
dreifbýli í þéttbýli.
Sólarraforkuverum hefur þegar
verið komið fyrir á níu afskekktum
svæðum í Jórdaníu og á fimm stöð-
um knýja þau vatnsdælur. Þar til
stöðvar þessar komu til sögunnar
varð að flytja dísilolíu á tankbif-
reiðum til þessara staða til að knýja
litlar rafstöðvar.
Auk þess að gera eyðimerkur-
landbúnað mögulegan vonast
stjórnvöld í Jórdaníu til þess að
vind- og sólarorka dragi nokkuð
úr olíuneyslu landsins. Jórdanir
framleiða sjálfir aðeins um eitt pró-
sent af olíuþörf sinni og flytja inn
um þijár milljónir tonna af hráolíu
ár hvert.
Um fjórðungur landsmanna not-
ar nú þegar sólarorku til þess að
hita vatn. Hefur þetta valdið því
Gamli tíminn mætir hinum nýja þar sem fjárhirðar reka hjarðir sinar
hjá vindmyllum og sólarorkuverum. Vonir standa til að vinnsla orku úr
sól og vindum geti leyst mörg af vandamálum Jórdana á komandi árum.
— Simamynd Reuter
að vöxtur olíunotkunar í landinu heimshluta sem náð hefur því
er orðinn minni en hagvöxtur og marki.
er Jórdanía eina landið í þessum
Lítil von um frið í El Salvador
Baráttan milli stjórnarhermanna og skæruliða i El Salvador heldur áfram og von um frið samningaleiðina
er talin litil.
Simamynd Reuter
Þrátt fyrir fögur orð um frið og
toppfundi forseta heldur borgara-
styijöldin í E1 Salvador áfram.
Stríðið hefur krafist sextíu og fimm
þúsund mannslífa og tugir þús-
unda neyðast til þess að hafast við
í flóttamannabúðum.
Aö því er vestrænir stjórnarer-
indrekar álíta eru litlar vonir til
þess að endi verði bundinn á stríð-
iö með samningum. Bæði stjómin,
sem fær fjárhagsstuðning frá
Bandaríkjamönnum, og samtök
skæruliða virðast reiðubúin aö
beijast þar til hinn aðilinn gefst
upp.
í ríkra manna hverfum höfuð-
borgarinnar verða menn ekki
mikið varir við borgarastríðið. Þar
keyra menn á japönskum jeppum,
sem eru í tísku núna í E1 Salvador,
í stórmarkaðina þar sem vopnaðir
verðir gæta þess að menn geti
keypt innfluttu vínin í ró og næði.
Fátækrahverfin eru þó ekki langt
undan en þar blasir við önnur sjón.
Þeir sem ekki eru lengur gjaldgeng-
ir í stríðinu haltra þar um á
hækjum og þangaö koma vörubílar
til þess að sækja unga menn í stað
hinna. Víða má sjá betlandi böm.
Vannærð börn
Úti á landi, þar sem átökin fara
fram, eru þorp í eyði eftir að hafa
orðið fyrir loftárásum. Akrar em
ekki ræktaöir því á þeim hefur ver-
ið komið fyrir jarðsprengjum.
Ungbamadauðinn er níu prósent
og fjórðungur allra barna er van-
nærður samkvæmt tölum frá
Sameinuðu þjóðunum.
í ágúst síðastliðnum undirritaði
forseti landsins, José Napoleon
Duarte, og íjórir aðrir forsetar
Mið-Ameríkuríkja friðarsam-
komulag. Þar var kveðið á um
lýðræðislegar umbætur, aukin
mannréttindi og sakaruppgjöf
fanga. í samkomulaginu var einnig
hvatt til vopnahlés og skorað á er-
lenda aðila að hætta stuðningi við
skæruliða. Vestrænir stjórnarer-
indrekar segja að áætlunin hafi
verið fyrirfram dauðadæmd í El'
Salvador því samtök skæruliða
muni aldrei samþykkja áætlun sem
þeir hafi ekki átt þátt í að semja.
Sýndarmennska
I síöasta mánuði kom Duarte til
fundar við hina forsetana í San
José á Costa Rica. Fullyrti hann
þar að hann hefði gert allt sem í
hans valdi stæði til að fara eftir
samkomulaginu. í leiðinni kvað
hann aðgerðir sandínistastjórnar-
innar í Nicaragua aðeins vera
sýndarmennsku.
Alþjóðleg staðfestingarnefnd
gagnrýndi Duarte fyrir það sama.
Daginn eftir að hann sneri heim frá
Costa Rica skutu hermenn hans að
flóttamannabúðum án afláts í tvær
klukkustundir. Fullyrtu þeir að
skæruhðar hefðu þar bækistöövar
sínar.
Samtök skæruliða og stjórnin
komu tvisvar saman í október til
friðarviðræðna en mikið bar á
milli. Stjórnvöld segja að lýðræðis-
legar breytingar í landinu geri
baráttu skæruliða óþarfa og kreíj-
ast uppgjafar þeirra. Skæruliðar
halda því aftur á móti fram að
Duarte dansi eftir pípu Bandaríkja-
manna. Vilja þeir þátttöku í stjórn
landsins. Viðræðurnar fóru út um
þúfur þegar forseti mannréttinda-
samtaka og andstæðingur stjórnaF
innar var myrtur. Hvor aðili um
sig sakaði hinn um morðið.
Lík talin
Báðir aðilar lýstu yfir vopnahléi
í nóvember en börðust samt.
Skæruliðar eyðilögöu kaffiupp-
skeruna og herinn fór í nokkrar
árásarferðir. Mannréttindahópar
eru enn að telja lík, bæði uppljóstr-
ara sem skæruliðar hafa tekið af
lífi og verkamanna sem pyntaðir
hafa verið til dauða af öryggissveit-
um.
Starfsmenn sendiráðs Bandaríkj-
anna í E1 Salvador fullyrða að
lýðræði sé ekki langt undan í
landinu. Benda þeir á aö þing-
kosningar eigi að fara fram þann
20. mars. Vinstri menn segja að
eins og ástandið sé komi kosningar
að engu gagni. Samtök skæruhða
hafa hótaö að trufla kosningarnar.
Skoðanakönnun sýnir aö áttatíu
prósent aðspurðra telja að enginn
flokkur sé þess virði að hann verði
kosinn.
Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Halldór Valdimarsson