Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 18. APRÍL 1988. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri ög útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr. Verð í lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. • Víetnam í A fganistan Afganistan eru eins konar Víetnam Sovétríkjanna. Þau hafa þar orðið fyrir svipuðu heimsveldisáfalli og Bandaríkin urðu fyrir í Víetnamstríðinu. Rauði herinn hefur ekki ráðið við skæruliða og neyðist til að hverfa heim við lítinn orðstír og skert sjálfstraust ríkisins. Afganistan var orðið að myllusteini um háls Sovét- ríkjanna. Ungú mennirnir komu vonsviknir og eitur- lyfjasjúkir úr stríðinu. Paradís öreiganna sætti áhtshnekki í ríkjum múhameðstrúar og þriðja heims- ins. Lepparnir í Kabúl voru hvarvetna fyrirlitnir. Að undirlagi Gorbatsjovs flokksleiðtoga hafa Sovét- ríkin lært af reynslunni í Afganistan. Þau fara sér mun varlegar en áður í valdatafli heimsveldanna. Brottför Rauða hersins frá Afganistan er mikilvægt skref í átt til þolanlegrar sambúðar heimsveldanna á næstu árum. Á yfirborðinu er hrakfór Sovétríkjanna í Afganistan minni en hrakför Bandaríkjanna í Víetnam á sínum tíma. Leppstjórnin fær enn um sinn að lafa í Kabúl og Bandaríkin hafa tekið á sig hluta af ábyrgð á svokall- aðri hlutleysisstefnu Afganistans í framtíðinni. Ekki er samt hægt að reikna með langlífi Nadsíbúlla lepps í Kabúl. Her hans var ótryggur, þegar hann hafði stuðning Rauða hersins, og hrynur væntanlega, þegar skjólið er farið. Eftir mun berjast glæpalýðurinn, sem hefur engu að tapa, þegar hefnd skæruliða nálgast. Vesturlandabúar hafa þrátt fyrir allt þetta enga ástæðu til að ííta með fógnuði til framtíðar Afganistans. Meðal skæruhða er hver höndin uppi á móti annarri. Öflugastir eru þeir, sem fyrirlíta Vesturlönd jafnmikið og Sovétríkin og vilja stofna múhameðskt klerkaríki. Að undanfórnu hafa skæruliðar skipzt í sjö fylking- ar, sem gætu hæglega sundrazt í nokkra tugi á næstu árum. Fjórar af fylkingunum sjö eru múhameðskrar ofsatrúar, þótt þær gangi yfirleitt ekki eins langt og róttæku klerkarnir í nágrannaríkinu íran. Barátta skæruliða innbyrðis mun tefja fyrir, að tæp- lega sjö mihjón flóttamenn geti snúið aftur til síns heima. Þeir, sem það geta, munu koma að hrundum húsum, brenndum ökrum og sprengdum áveitum. Vandamáhn í Afganistan munu áfram vera hrikaleg. Allir aðilar munu hafa fullar hendur vopna, þegar Rauði herinn fer. Sovétríkin og Bandaríkin grýta vopn- um inn í landið til að bæta sem bezt stöðu sinna manna, áður en heimsveldasamningurinn um Afganistan tekur gildi á næstu mánuðum. Blóðbaðið mun lítið minnka. Samkomulag heimsveldanna gerir ráð fyrir, að hern- aðaraðstoð þeirra minnki í takt á þessu ári og leggist niður um áramót, þegar síðustu hermenn Sovétríkjanna eiga að yfirgefa landið. Vonandi leiðir þetta til hjöðnun- ar innanlandsátaka, þegar líður fram á næstu ár. Skásta niðurstaðan í Afganistan væri sigur bandalags tiltölulega hægfara skæruliða, sem ekki færu að reyna að stjórna heiminum eins og klerkarnir í Persíu, héldu sæmilegan frið við björninn í norðri og sköpuðu aðstæð- ur fyrir flóttamenn til að snúa heim th sín. Miklu máh skiptir, að menn vænti ekki of mikils af brottför Rauða hersins. Engin rök mæla með, að Afgan- istan verði hluti hins frjálsa heims. Landið verður hluti múhameðska heimsins, vonandi ekki eins hvimleitt og íran, en sennilega jafnerfitt og Líbanon eða írak. Fagnaðarefni er einkum fólgið í, að Sovétríkin hafa loksins lært sömu lexíu og Bandaríkin voru áður búin að læra, - að jafnvel heimsveldi eru takmörk sett. Jónas Kristjánsson „Tíðasta likamshreyfing alþingismanna til þingslita - að rétta upp höndina til samþykkis fyrirmælunum að ofan,“ segir m.a. i greininni. Þingræði afnumið Frá því hefur verið skýrt í fjöl- miðlum að um 40 meiri háttar lagafrumvörp hafi verið lögð fram á Alþingi af ríkisstjórninni strax eftir páska. Talið er líklegt að meirihluti þessara mála verði að lögum áður en Alþingi verður slitið í vor. Frá því var einnig skýrt að frumvörp ríkisstjórnarinnar yrðu að koma fram ekki síöar en síðast- liðinn mánudag til þess að ekki þyrfti að leita sérstaks samþykkis við framlagninu þeirra. Einnig að ríkisprentsmiðjan Gutenberg starfaði meö fufium afköstum til að prenta frumvörp ríkisstjómar- innar og þyrftu menn þar jafnvel að leggja á sig aukavinnu til að frumvörpin næðu tfi þings í tæka tfð. Þá var loks frá því skýrt og af því sýndar myndir þegar aldraðir þingverðir roguðust með hvem skjalabunkann á fætur öðrum upp stiga Alþingishússins svo að forms- atriðunum um framlagninu frumvarpanna yrði fullnægt. Að sjáffsögðu lágu svo frumvörpin fjörutíu í snyrtilegum bunka á borðum þingmanna þegar þeir komu úr páskaleyfi. Drottins dýrð- ar koppalogni er lokið á Alþingi í bili og nú skulu þeir sem þar sitja sinna frumskyldu sinni við ríkis- stjómina og samþykkja framkomin frumvörp þrátt fyrir það að tækni- lega sé útlokað fyrir þá að kynna sér þau til hlítar. Þess þurfa þingmenn sjálfsagt ekki? Hvað ættu alþingismerin líka að fara að skipta sér af þeim? Tíð- asta líkamshreyfing alþingis- manna til þingslita skal því iðkuö með einbeitni og festu - aö rétta upp höndina til samþykkis fyrir- mælunum að ofan. Fordæmi Bismarcks og Estrups A síðustu öld var forsætisráð- herra í Danmörku sem hét Estmp. Hann hafði þann hátt á að væri hann í minnihluta þá var þing ekki kallað saman en stjórnað með bráðabirgðalögum. Svo frægur varð Estrup af endemum fyrir að misvirða þingræðið að hugtakiö estmpstjómir er iðulega notað í þingræðislöndum til að tákna þær ríkisstjómir sem misviröa rétt þingkjörinna fulltrúa og fara sínu fram óháð vilja þjóðarinnar. Annar stjómmálamaður og öllu frægari, Otto von Bismarck, hinn svonefndi jámkanslari, sem var áhrifamesti stjómmálamaður Þýskalands í lok síðustu aldar, rak þingið heim ef það var honum ekki nógu auðsveipt og stjórnaði líka með bráðbirgðalögum. Báðir þessi stjómmálamenn réðu fyrir her og gátu beitt honum ef á hefði þurft að halda. Þó að Bismarck hafi um margt verið fyrirmyndarstjómmálamaö- ur, framsýnn og atorkusamur, þá samræmdust aðfarir hans gagn- vart þýska þinginu ekki skoðunum lýðræðis- og þingræðissinna. Það er einkar athygfisvert að á þeirri öld, sem liðin er síöan þessir stjórn- málamenn réðu í ríkjum sínum, hefur sú þróun orðið, miðað við stöðu Alþingis íslendinga gagnvart sfjómvöldum, að það er engin þörf á því aö senda þingið heim. Þing- KjaUarinn Jón Magnússon lögmaður menn gera einfaidlega það sem fyrir þá er lagt. Geðleysi þingmanna Mér finnst það geðleysi af þing- mönnum, alveg óháð því hvort þeir styðja eða em andstæðingar rikis- stjómarinnar, að láta fmmvörp hennar yfir sig ganga með þeim hætti sem fmmvörpunum fjörutíu er ætlað að gera. Framvinda mála er slík á Alþingi að fram til þing- slita verður nú lagt ofurkapp á að afgreiða frumvörpin fjörutíu, en önnur og eldri mál bíða. Þingforsetar Alþingis líta á það sem æðstu skyldu sína að þjóna ríkisstjórninni í hvívetna. Þeir munu því fram til vors haga dag- skrá þingfunda, fundartíma Al- þingis og starfsháttum með tilliti til þess að frumvörpin fjömtíu fái framgang. Nú er þetta ekki í fyrsta skipti sem ríkisstjórnin sýnir alþingis- mönnúm jafnfádæma lítilsvirðingu sem framlagning og ummæli ráð- herra um frumvörpin fjömtiu bera með sér. Á hverju vori endurtekur sama sagan sig. Nokkm fyrir þing- slit er íjörutíu fmmvörpum dengt yfir alþingismenn og þingforsetar bregðast við með þeim hætti sem að framan er lýst og alþingismenn rétta upp hendur til samþykkis í algjörri uppgjöf fyrir stjómvöld- um, sjálfum sér og hlutverki sínu til skammar. Hlutverk Alþingis Hafi einhver gleymt því, eins og raunin virðist reyndar vera, þá er það hlutverk Alþingis að setja landinu lög. Það er ekki hlutverk ríkisstjómar og það er ekki hlut- verk embættismanna í ráðuneyt- um og stjómarstofnunum. Það er því ein af frumskyldum alþingis- manna að gaumgæfa vel öll þau fmmvörp til laga sem fram koma hverju sinni og taka afstöðu til þeirra að lokinni eðlilegri og nauð- synlegri umfjöllun. Það er líka skylda þingmanna, þá sérstaklega þingforseta, að sjá um aö framkom- in þingmál njóti jafnræöis þannig sé ekki fmmvarp sem lagt er fram í apríl afgreitt á undan fmmvarpi sem lagt er fram í október. Þessum framskyldum sínum hafa þing- menn gleymt mörg undanfarin ár. Þeir hafa líka gleymt því að þeir eru kjömir sem tilsjónar- og trún- aöarmenn fólksins til að fylgjast með og hafa hemil á ríkisstjórnum hveiju sinni. Þessi gleymska og yfirgangur ríkisstjóma hefur leitt til þess að hlutverk Alþingis rýrnar stöðugt, störfum þess er gefinn minni og minni gaumur og virðing þess þverr. Þegar svo er komið að þingmenn em nánast jafnvélrænir í afstöðu sinni til stjómarfrum- varpa og vélmenni sem hlýða skipunum stjórnenda sinna hlýtur sú spurning að vakna hvort Alþingi íslendinga sé ekki tímaskekkja í dag. Hver era í raun völd Alþingis og hvað lætur það til sín taka? Frumvörpin fjörutíu Mörg undanfarin vor hefur mér fundist það vera prófsteinn á al- þingsmenn hvemig þeir bregðast við þeirri lítilsvirðingu stjórnvalda sem birtist á hverju vori með fram- lagningu fjörutíu sljómarfrum- varpa sem á að samþykkja. Eftir að hafa haft tækifæri til þess að sjá þessa niðurlægingu að störfum innan frá, sem varaþingmaður sitj- andi öðra hvom á Alþingi þá blöskra mér meir og meir vinnu- brögð eða miklu heldur skortur á vinnubrögðum, sem viðgengst á Alþingi. Eg er e.t.v. svo gamaldags að telja Alþingi og það löggjafar- starf, sem þar á að inna af hendi, mikilvægasta þáttinn í stjórnkerfi okkar og Alþingi sem slíkt hom- stein lýðræðiskerfis okkar. Fram- ganga fmmvarpanna fiömtíu, sem ríkisstjómin leggur nú fram, sýnir betur en flest annaö, hvort á Al- þingi verður litið með þessum hætti í dag. Afgreiöi alþingismenn þau á færibandi em þeir enn á ný að grafa undan virðingu Alþingis, bregðast starfskyldum sínum sem einstaklingar og bregðast því lýð- ræðiskerfi sem þeim er ætlað að standa vörð um. Spyrja má, hefur það skaðað ís- lenska þjóð á rúmri þúsund ára vegferð að fmmvörpin skuli ekki vera lög í landinu? Sé ekki svo er þá nokkur hætta fólgin í því að fresta afgreiðslu þeirra til næsta þings en skoða þau með þeim hætti aö taka þann tíma til þeirrar skoð- unar sem eðlilegur getur talist. Alþingismönnum væri sómi að slíku verklagi. Það er ekki þeirra hlutverk að hlýða skipunum ríkis- stjóma. Væri svo mundi það horfa til spamaðar aö leggja þingiö ein- faldlega niður. Jón Magnússon „ ... hlýtur sú spurning að vakna hvort Alþingi íslendinga sé ekki tímaskekkja í dag? Hver eru í raun völd Alþingis og hvað lætur það til sín taka?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.