Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 18. APRÍL 1988. HALOGENLUGTIR MEÐ HLEÐSLUTÆKI Eigum til á lager stórskemmtileg mjög öflug ljós tilvalin t.d. fyrir næturverði. Leitið upplýsinga. G.S. JÚLÍUSSON HF. Sundaborg 3, Reykjavík, s. 68 57 55 FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: Lausar stöður við framhaldsskóla Við Menntaskólann á Akureyri eru lausar tvær kenn- arastöður í stærðfræði og ein kennarastaða í sam- félagsgreinum, þ.e. félagsfræði, heimspeki og sálarfræði. Við Menntaskólann í Kópavogi, ein kennarastaða í hagfræði og stærðfræði. Ennfremur vantar stunda- kennara í sögu, þýsku, efnafræði, stærðfræði, tölvu- fræði og íþróttum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til menntamálaráðuneytisins, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavík fyrir 15. maí. Umsóknir um stundakennslu sendist skólameistara. Menntamálaráðuneytið TOYOTA BÍLASALAN Slml 687120 TOYOTA BÍLASALAN Siml 687120 TOYOTA LANDCRUISER SW árg. 1984, bensín, ekinn 100.000 km. Ath. skipti/ skuldabréf. Verð 990.000,- OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-19 LAUGARDAGA KL. 10-17 TOYOTA BÍLASALAN Skeifunni 15 - sími 687120 Pétur Pétursson sölustjóri Jón Ragnar Harðarson sölumaður Jóhann HANNÓ Jóhannsson sölumaður Fréttir Nokkrir þeirra sem námskeiðið sóttu. DV-myndir Anna Ingólfsdóttir Námskeið um neytendamál á Egilsstoðum: Hagsmunir neytenda, verslana og framleiðenda geta vel farið saman verslunum og verkalýðsfélögum á svæðinu frá Vopnafirði til Djúpa- vogs, alls um 50 aðilum. Ekki höfðu allir áhuga eða tök á því að koma en þeir sem hafa búsetu næst Egilsstöð- um mættu vel. Þannig voru þama fulltrúar mjólkuriðnaðar, kjöt- vinnslu og brauðgerða, stórra versl- ana og smárra, ráðskonur mötuneyta og venjulegir heimilis- neytendur. Margar spurningar bárust til fyrir- lesaranna en einnig urðu nokkrar umræður milli neytenda, verslunar- fólks og framleiðenda sem vonandi hafa aukið skilning manna á núlli. Er það mál manna að vel hafi tekist til og e.t.v. gæti þetta námskeið orðið öðrum hvatning til svipaðra aðgeröa. Augu manna eru alltaf að opnast betur fyrir því að hagsmunir fram- leiðenda, verslana og neytenda geta vel farið saman. Anna frigóHsdóttir, DV, Egflsstöðum; Neytendafélag Fljótsdalshéraðs stóð nýlega fyrir allsérstæðu nám- skeiði sem haldið var á Egilsstöðum. Á námskeiðinu voru samankomnir neytendur, verslunarfólk og fram- leiðendur matvæla á Austurlandi, til að fræðast um væntanlega nýja mat- vælalöggjöf og fleira og þá ekki síst til að ræða sameiginleg hagsmuna- mál. Fyrirlesarar á námskeiöinu voru Jón Gíslason, næringarfræðingur hjá Hollustuvemd ríkisins, sem fjall- aði um nýja matvælalöggjöf, Jón Pétursson héraðsdýralæknir, sem rakti mikilvægi hreinlætis og þrifn- aðar í sambandi við meðhöndlun rnatvæla, og Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Hann ræddi um gagnkvæm réttindi og skyldur aðila verslunar og mark- Jón Pétursson héraðsdýralæknir flytur erindi sitt á námskeiðinu. mið Neytendasamtakanna. Neytendafélagið bauö þátttöku matvælaframleiöendum, matvöm- Bæjarstjóm Akureyrar: Jámtækni fékk lóðina Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Slagnum" um lóðina Norður- tanga 3 á Akureyri lauk í bæjarstjórn Akureyrar nú í vikunni og fór svo að fyrirtækið Jámtækni hf. fékk hina eftirsóttu lóð. Eins og skýrt hefur verið frá í DV mælti bæjarstjórn með því að Jám-. tækni fengi lóðina. Byggingarnefnd tók síðan málið fyrir og mælti með að fyrirtækið Aðalgeir Finnsson hf. fengi lóðina og þannig stóð málið er þaö kom til afgreiðslu bæjarstjórnar. Á bæjarstjómarfundinum bar Fréyr Ófeigsson, bæjarfulltrúi Al- þýðuflokks, fram þá tillögu að leyni- leg atkvæðagreiðsla yrði viðhöfð um hver hinna fjögurra umsækjenda hreppti hina eftirsóttu lóö. Sú atkvæðagreiðsla fór þannig að sex bæjarfulltrúar mæltu með að Jámtækni hf. fengi lóðina, þrír mæltu með Aðalgeiri Finnssyni hf. og tveir bæjarfulltrúar skiluðu auðu. Er því þetta mál úr sögunni og Jám- tækni hf. fær hina eftirsóttu lóð. rvvo Anna Bjarnason brá sér á ráðstefnu um neytenda- mál í Bandaríkjunum á dögunum. (Ijóskomað þarlendir gera miklar kröf- urog neytenduralmennt eru mjög vel upplýstir. Anna sendi okkur greinar- góða lýsingu á ástandi mála og verður hún birt í Lífsstíl á morgun. Allt um neytendamál í Bandaríkjunum í Lífsstíl á morgun. Starf í kirkjum og söfnuðum er meira en almenningur gerir sér, grein fyrir. Allir vita að þarna er einhver prestur og fólk sem syngur nokkur lög við undirleik orgelleikara. En hinn almenni kirkjugestur gerir sér oft ekki grein fyrir því að í sambandi við kirkjuna og söfnuðinn eru tugir og jafnvel hundruð manna sem vinna af ósérhlífni og kauplaust mikið og gott starf. Um þetta getið þið lesið nánar í Lífsstíl á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.