Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 36
52 MÁNUDAGUR 18. APRÍL 1988. áb Frá Grunnskólanum í Mosfellsbæ Innritun nýrra nemenda í grunnskóla Mosfellsbæjar næsta skólaár fer fram dagana 18. og 19. apríl n.k. kl. 10 til 14 í Varmárskóla (6 til 12 ára) í síma 666154 og gagnfræðaskólanum (13 til 15 ára) í síma 666186. Skólastjóri fóstrnr óskast til starfa Dagheimili ríkisspítala Sólhiíð Óskum eftir að ráða fóstrur á dagheimilið Sólhlíð sem fyrst. Upplýsingar gefur Elísabet Auðunsdóttir fostöðu- maður, sími 29000-591, heimasími 612125. Reykjavík, 18. apríl 1988 RÍKISSPÍTALAR STARFSMANNAHALD RAKARASTOFAN KLAPPARSTÍG Sími 13010 Sími 12725 HARGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTIG Áður Nú Khaki-buxur 1.490 500 Galla-buxur 1.490 500 Joggingpeysur 1.425 600 Joggingbuxur 1.190 400 Peysur 2.490 1.900 Skyrtur 1.790 400 Gallajakkar 2.900 1.400 Dömujakkar 2.790 1.395 Barnabuxur 1.100 600 . Áprentaöirbolir 600 300 Fréttir Lagafrumvarp um að sjúkrasamlög greiði 25% af tannlæknaþjónustu: Emn tannlæknir a hverja 1100 íbúa Lagt hefur veriö fram á Alþingi lagafrumvarp um breytingu á lögum um almannatryggingar. Þar er k.veð- ið á um aö fyrir tannlæknaþjónustu sem veitt er af heilsugæslustöðvum, skólatannlæknum eða á stofum tannlækna, sem Tryggingastofnun hefur samninga við, greiði sjúkra- samlag 25%. í greinargerð með frunivarpinu kemur fram að tannlæknaþjónusta er þaö dýr hér á landi að fjöldi heim- ila hefur ekki efni á henni. Einnig það að tannvamir eru mjög vanþró- aðar hjá okkur og því tíðni tann- skemmda óvenjumikil hér miðað við í nágrannalöndunum. í greinargerðinni er bent á þá for- vitnilegu staðreynd að viö erum fimmta best setta þjóðin í heiminum hvað varðar fjölda tannlækna á íbúa. Við höfum einn tannlækni fyrir hveija 1100 íbúa en verðum komnir með einn á hverja 1000 íbúa eins og aðrar Norðurlandaþjóðir innan skamms. í Bandaríkjunum eru aftur á móti um 1700 íbúar á hvem tann- lækni og fjöldi tanna sem skemmist aðeins tæpur þriðjungur af þeim fjölda sem skemmist hérlendis. -SMJ u Magnús ÍS, endursjósettur i reynslusiglingu. Magnús ÍS endursjósettur Siguijón J. ESgurðsson, DV, feafirði: Fyrir stuttu var sjósettur á Flat- eyri mótorbáturinn Magnús ÍS-126. Báturinn hefur staðiö í mörg ár á þurru landi en síðastliðið sumar keyptu þeir Eggert Jónsson og Ægir Haíberg bátinn og endurbyggðu hann með aðstoð Kristjáns V. Jó- hannessönar trésmiðs. Áætlað var að Magnús mb. færi á línuveiðar eftir páskana og verður Eggert Jónsson skipstjóri. Átta fiskar lágu fYtri-Rangá - og sá stævsti var 10,5 pund Jón Sigurðsson á bökkum Ytri- Rangár með fjóra væna fiska og sá stærsti var 10,5 pund. DV-mynd Rúnar „Þetta fékkst vítt og breitt í Ytri- Rangá, einn urriði og sjö sjóbirting- ar, fallegir fiskar,“ sögðu þeir félagarnir Rúnar Óskarsson og Jón Sigurðsson í samtali við DV, en þeir fengu góða veiði í Ytri-Rangá á dög- unum. Með þeim í ibrinni var bróöir Rúnars, Guðjón. Veiðidellan hefur sannarlega hel- tekið þá félaga því þeir hafa farið marga veiðitúra það sem af er apríl. „Stærsti fiskurinn sem við veidd- um var 10,5 og sá minnsti 5 pund, flugan gaf best og þrír vora á beitu, stemerinn var sterkur. Veiddum þetta mest á tveimur tímum, veður- far var þokkalegt og þegar hlýnaöi tók fiskurinn. Við tókum vel á fisk- unum og eitt sinn settum við í rigvænan fisk, hann slapp og hefur líklega verið 15-16 pund, misstum sex minni fiska. Þeir hafa ekki slegið slöku við veiði eins og áður sagði, hafa rennt í Anda- kílsá, Rangárnar og Varmá. Jón Sigurðsson veiddi í Varmánni fyrstu dagana við þriðja mann og fékk 90 fiska. -G.Bender Athugasemd - vegna fréttar um Fiskmarkað Norðurlands hf. Gylfi Kristjánsson, DV, Aknreyri: Vegna fréttar í DV sl. þriðjudag um aðalfund Fiskmarkaðar Norður- lands hf. hefur blaðinu borist eftir- farandi athugasemd frá Sigurði P. Sigmundssyni, framkvæmdastjóra markaðarins: „í viðtah viö undirritaðan í DV þriðjudaginn 12. apríl sl. um gang mála hjá Fiskmarkaði Norðurlands hf. er m.a. eftirfarandi setning höfð eftir undirrituðum: „Nýju markaðirnir í Vestmanna- eyjum og á Vesturlandi hafa svo „kóperað“ það kerfi sem við höfum látið vinna fyrir okkar márkað og njóta þannig góðs að starfi okkar. Staðhæfing þessi, eins og hún kem- ur fram í blaðinu, á ekki rétt á sér. í fyrsta lagi á Verkfræðistofan Strengur uppboðskerfið og hefur þ. a.l. rétt til að selja eða leigja þaö hveijum sem er. í öðra lagi er hvergi boðið upp með nákvæmlega sama fyrirkomulagi og hjá Fiskmarkaði Norðurlands hf. Uppboðskerfi Fisk- markaðar Vestmannaeyja er t.d. töluvert frábrugðið og svipar e.t.v. frekar til uppboðskerfis Fiskmark- aðs Suðurnesja. Það sem undirritaður ætlaði að láta koma fram í þessum þætti áður- nefnds viðtals, en fórst illa, var að það væri raunalegt fyrir Norðurland aö það væru helst aöilar utan svæðis- ins sem nytu ávinnings af frumkvöð- ulsstarfi FNOR. Þá er átt við fiskmarkaði er hyggjast bjóða upp með fjarskiptum annars staðar á landinu og geta í uppbyggingu sinni tekið mið af reynslu FNOR. Leiðréttist þetta hér með og era þeir sem hlut eiga að máli beðnir afsökunar. Virðingarfyllst, Sigurður P. Sigmundsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.