Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 18. APRÍL 1988. 55 T ■ffagHll Upplýsingabyltingin: Gleymdist neytandinn? Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að við siglum hraðbyri inn í öld sem kennd er við byltingu í upplýsingamiðlun. Um árabil hafa menn stigið á stokk, barið sér á bijóst og talaö um nauðsyn þess að íslenskt þjóðfélag sé í takt við tímann og vel sé fylgst með. Ein af forsendum þessarar bylting- ar eru tölvumar, og hefur nánast allt þjóðfélagið verið tölvuvætt á undraskömmum tíma. Og víst er það, með tölvum skapast áður óþekktir möguleikar á upplýsinga- miðlun, og þvi rökrétt að ræða um byltingu í því sambandi. En hefur þessi bylting átt sér stað? Hefur líf almennings eitthvað einfaldast við það að allt þjóðfélagið hefur tölvu- væðst? Aðeins fyrir notandann, ekki neytandann í athygbsverðu erindi sem Stefán Ingólfsson flutti á afmæUshátíð Skýrslutæknifélags íslands undir yfirskriftinni: Ég á mér draum, vom færð aö því rök að upplýsingatæknin hefði ekki nýst sem skyldi í opinbera geiranum. Stefán nefndi fjölda dæma um þetta, að tölvunotkun einfaldaði líf ahnennings ekki sem skyldi, þjón- ustuhhðin hefði gleymst við tölvu- væðinguna. Stefán tiltók í erindi sínu fjölda dæma mn þetta og sagði að með réttri beitingu upplýsingatækn- innar mætti spara ómælt fé og tíma. Ekki tvíverknaður heldur fjór- verknaður í erindi sínu lýsti Stefán vænting- um sínum um þjóðfélag þar sem upplýsingatæknin yrði notuð í þágu almennings 1 landinu. Eins og ástandiö er nú miðast upplýsinga- tæknin aðeins við þarfir stjórnkerfis- ins sjálfs, almenningur þaif eftir sem áður aö skila vottorðum og bíða í afgreiðslusölum. DV spurði Stefán nánar útí þetta: „Það er stór punktur við nýtingu upplýsinga að þær séu skráðar á sem fæstum stöðum. Reyndin er hins veg- ar sú að þær era yfirleytt skráöar á flórum stöðum. Það er því ekki rétt að tala um tvíverknaö þar sem í raun er um flórverknað að ræða. Og það er eins og stjómkerfið hindri sam- ræmingu, því ef fleiri en eitt ráðu- neyti em að fást við skylda málaflokka, þá virðist öll samvinna útilokuð. Það þarf því aö breyta stjómkerfinu ef takast á að einfalda kjölfar tölvuvæðingar hefðu slikar biðraðlr átt að geta lagst af að mestu. upplýsingamiðlun. Ég get tekið sem dæmi að þeir aðilar sem fást við að reikna út rúmmál útihúsa í sveitum vom til skamms tíma sex talsins og notar enginn þeirra sömu aðferð." Margverknaður í mati á fast- eignum „Mörg kerfi em einnig í gangi við mat á fasteignum. Þau em fasteigna- mat, bmnabótamat, þinglýsing, og byggingafulltrúakerfi sveitarfélag- anna. Eg giska á að um 1.000-1.200 manns komi við sögu í þessum kerf- um, og em þeir meira eða minna allir að fialla um sömu mál. Þama væri hægt að hagræða og spara með því stórar flárhæðir. Það sem er kannski alvarlegast í þessu sambandi er að fólk þarf enn að labba milli stofnana, það þarf aö bíða í afgreiðslusölum. FeriÚinn er æði oft þannig að fyrst er farið á einn stað til að fá vottorð, síöan er farið með vottorðið á þann næsta. Til að geta þetta þarf fólk að taka sér frí frá vinnu og flöldi fólks vinnur við að skrifa þessi vottorð eða lesa.“ Stjórnkerfið sniðið fyrir aðra upplýsingatækni „Það er þó ekki við embættismenn aö sakast í þessum efnum heldur við sflómmálamenn. Þaö hefur aldrei verið tekin nein póhtísk ákvörðun um þjónustuhlutverk tölvukerfa hins opinhera. Hinn almenni borgari er ekki skilgreindur sem neytandi, og tölvukerfin ekki honum til hags- bóta. Fáum stofnunum hér er ætlað ein- hvers konar samræmingarhlutverk, heldur er hver og ein aö sinna sínum verkefnum, án samræmingar við hinar. Þetta tel ég að sé vegna þess að sflómkerfi okkar er byggt upp með aðra upplýsingatækni í huga. Til þess að skýra hvaða árangri má ná með tölvutækni, þá má geta þess að í japönskum fyrirtækjum em 30% færri sflómendur en þekkist í okkar heimshluta og er það vegna þess að þeir hafa nýtt sér upplýsingatækni til að gera sflómun einfaldari og skil- \drkari.“ Fasteignaskrá og þjóðskrá „Gott dæmi um ósamræmi em DV myndir BG fasteignaskrá og þjóðskrá. Þær em svo ósambærilegar að erfitt er að taka mann úr þjóðskrá og komast að þvi í hvaða íbúð hann býr. Það er því ekki hægt að fella niður manntöl með gamla laginu og ef ekki verður gert meiriháttar átak í þessu máh verður aö ganga í hús eftir tvö ár og framkvæma manntal. Gg úrvinnsla gagna úr slíku manntah er einnig erfið. Bandaríkjamenn voru flögur ár að vinna úr manntahnu 1890. Þá hafa þeir veriö um 30 mihjón talsins. Hér búa 250 þúsund manns og tekur sjö ár að vinna úr manntali. Töl- fræðilegar upplýsingar unnar af tölvu em því af skomum skammti og er það einungis vegna þess að skrár em ekki samræmdar. Þetta er slæmt vegna þess að hér höfum við nánast líkan af þjóðfélagi og áetti að vera mjög auðvelt aö halda utan um ahar hagstærðir og reikna áhrif breytinga áöur en þær em gerðar.“ Forritaður hringur „Vísitölukerfið hér er eins og for- ritaður hringur. Ef miðar í happ- drættum Háskólans og SÍBS hækka, þá hækkar framfærsluvisitala. Þessi hækkun skilar sér aftur í lánskjara- vísitölu, og verður til þess að fast- eignalán til húsnæðiskaupa hækka. Við þaö að lánin hækka, þá hækkar söluverð, sem aftur hækkar fram- færsluvísitölu. Þetta er ókosturinn við ákvarðaða vísitölu, en hefur aftur á móti þann kost að auðvelt ætti að vera að reikna út áhrif ákvarðana. Þannig gera tölvur alla stjómun auö- veldari í mikilli verðbólgu.“ Allt miðast við þarfir stjórn- kerfisins „ÖU tölvuvæðing hjá hinu opin- bera hefur því miðast eingöngu við þarfir stjórnkerfisins, og ekki gætt samræmis. Þetta gerir það að verk- um að tölvuvædd upplýsingatækni er ekki notuð til að einfalda, upplýs- ingasöfn ekki dregin saman, og almenningur getur því ekki gengið að því vísu að geta leiörétt sín mál á einum stað. Þama kemur einnig th togstreita milh aðha í sflómkerfinu sem hindrar slíka samræmingu." -PLP Kannskl dæmigerö mynd, skrifaö á ritvél meðan tölvan stendur ónotuð. AIWA er einfaldlega BETRA Nú bjóðum við til veislu. Þú klippir út ávísunina hér að neðan og kemur með hana í Radíóbæ, Ármúla 36, fyrir 1. maí '88 og gildir hún sem greiðsla upp í allar Aiwa samstæður. T.d. CP-550 sem er samstæða með útvarpi, LW - MW - SW og FM stereo, hálfsjálfvirkum plötuspilara, 60 W magnari, 5 banda tónjafnari, tvöfalt segul- band með metal, CR02 og „High speed dubbing", tveir hátalarar. Tenging fyrir geislaspilara. Almenntverð 31.635,- Staðgreitt kr. 29.635,- Ávísun 5.000,- Eftirstöðvar 24.635,- Tékkareikningurnr.. Creiöið gegn tékka þessum _ RADIOBÆR Kr. 5.000 Krónur Fimmbúsund 00/100 14/4 Reykjavlk. Gildir til 1/5 ’88 19 88 Bankakortnr. skráist af viötakanda RÁK FYRIR TÖLVULETUR -það ermjög áríðandi, að hér fyrir neðan sjáist hvorkiskrift né stimplun. AÐEINS 1 AVISUN TEKIN GILD SEM GREIÐSLA í HVERJA SAMSTÆÐU. I D Naaio i r Armúla 38. Simar 31133 83177. Hafnfirðingar! NÝ OG BETRIFRAMKÖLLUNARÞJÓNUSTA. NÚ BJÓÐUM VIÐ H-LÚX HRAÐFRAMKÖLLUN. FILMAN INN FYRIR KL. 1 2 - TILBÚIN KL. 16. TRYGGÐU GÆÐIN -TAKTÁ KDDAK... B.BókabúÓ. ‘BöóvSTgKf: Reykjavíkurvegi 64. S. 651630 - Strandgötu 3, s. 50515.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.