Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 48
62 • 25 • 25 FRÉTTAS KOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Rítstjóm - Auglýsirtgar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Vamariiðsflutniiigar: Rainbow - stefhdi hemum „Að mínu mati hefur ekki verið haldið um vamarliðsflutningana eins og best væri á kosið. Þjóðirnar hafa ekki haft fullt samráð sín á milli eins og ráð var fyrir gert í minnis- blaði ráðherranna. Herinn breytti útboöinu, meðal annars þannig að minni líkur eru nú á því að Njarövík verði uppskipunarhöfn fyrir þessa flutninga. Útboðið var einnig gert opnara varðandi bandarísk skipafé- lög. Það hefur haft þær afleiðingar •^að Rainbow Navigation hefur stefnt hernum. Dómarinn í máhnu hefur ákveðið að útboðinu skuli frestað. Þetta hefði ekki þurft að koma upp á ef fullt samráð hefði verið haft við okkur. Ég gerði ráðamönnum vestra grein fyrir því að annaðhvort yrði samið um að Njarðvík yrði áfram uppskipunarhöfn eöa það yrði ákveðið einhliða hér heima,“ sagði Steingrímur Hermannsson. Steingrímur sagði að PLO hefði einnig komið til tals á fundum hans við bandaríska ráðamenn. „Þeir eru ekki eins hræddir við PLO og margir hér heima,“ sagði Steingrímur. Hann sagði bandaríska ráðamenn ekki hafa sett sig á móti hugsanlegum fundi hans með talsmönnum hreyf- ingarinnar. _gse 29 herforíngjar funda í Keflavík Stór hópur yflrmanna í bandaríska hernum er væntanlegur hingað til lands í næsta mánuði. í hópnum eru 16 hershöfðingjar og 13 ofurstar. Samkvæmt upplýsingum Eyþórs ^gíydal, fréttafulltrúa bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli, eru þetta yfirmenn þess varaliðs land- hersins sem ráðgert er að senda hingað ef til ófriðar kemur. Þeir munu funda með yflrmönnum fasta- liðsins hér og skoða aðstöðu hersins, bæði í Keflavík og í Hvalfirði. Þetta mun vera stærsti hópur háttsettra manna í Bandaríkjaher sem hingað hefur komið þessara erinda. -gse Bílstjórarnir aðstoða ^SSnDIBiLJRSTÖÐin LOKI Svo Hafnfirðingar eru þá líka vatnslausir! Stórbnini í Hafnarfirði í nótt: TJón nemur tujum milljóna króna Tugmilljóna tjón varð er Hjól- barðasólun Hafnarfjarðar eyði- lagðist í stórbruna í nótt. Slökkvilið HafnarQarðar var kallaö út um klukkan hálffjögur f nótt. Slökkvi- starfi lauk ekki fyrr en um klukkan tíu í morgun. Tengibygging, sem er á milli tveggja stórra húsa, var alelda er slökkvilið kom á vettvang. Vatnsskortur háði slökkvistarfi verulega. Einn af þremur dælubíl- um tæmdi allar vatnslagnir í hverfinu. Stór tankbíll var fenginn til að sækja vatn og var hann í stöð- ugum ferðum þær sex klukku- stundir sem barist var við eldinn. Mikinn reyk lagði yfir Hafnaríjörð þegar eldurinn var hvað mestur. Páll Jóhannsson, eigandi fyrir- tækisins, sagði í morgun að tjónið næmi tugum railljóna króna. Húsin þrjú eru tryggð fyrir um 40 milljón- ir. Tvö þeirra eru talin ónýt og þriðja er mikið skemmt. Húsin eru tryggð en Páll sagðist ekki vita fyr- ir víst hvemig tryggingum á lager og tækjura væri háttað. „Trygging- ar bæta aldrei það tjón sem hér hefur orðið,“ sagði Páll Jóhanns- son. Páll sagöi aö í húsunum hefðu verið 12 til 15 þúsund hjólbarðar. Þeir eru allir ónýtlr. Dýr og verö- mikil tæki voru í húsunum og eru þau efiaust ónýt. Þó er möguleiki að tæki til hjólbarðaviðgeröa séu heil. Páll taldi líklegast að eldurinn hafi kviknað út frá rafraagni. Sjálf- virkur ræsari fyrir sóiunariæki fór í gang um klukkan þrjú í nótt. Slökkviliöi barst tilkynning um eldinn klukkan 3.25. Sigurður Þórðarson varaslökkvi- liðsstjóri sagði að slökkvistarf hefði gengið vel að því undanskildu að vatn hefði skort. Þegar hann var inntur eftir hvort bjarga hefði mátt meiru hefði vatn veriö nóg, sagðist Sigurður ekkert vilja um það segja. Hitt væri ljóst að þegar einn dælu- bíll tæmir lagnirnar þá væri nýtingin ekki nándar nærri nóg á þeim tækjum sem væru til stað- ar. Páll Jóhannsson, eigandi Hjól- barðasólunar Hafnarfjarðar, sagð- ist ætla að reyna að koma hjólbarðaviðgerðum í gang sem fýrst. -sme Ný Boeing 737 þota Arnarflugs sést hér á flugi yfir Reykjavík á laugardaginn. Þotan verður á Evr- ópuleiðum félagsins « sumar. DV mynd Rúnar Siggeirsson Nýja Amarflugsþotan komin - sjá viðtal við framkvæmdasfjóra Amarflugs bls. 4 Veðrið á morgun: Austanátt ogfrost víðast hvar Á morgun verður austan- og norðaustanátt um allt land og kalt í veðri. Snjókoma eöa élja- gangur verður við suður- og austurströndina en annars þurrt. Frost verður á bilinu 2 til 8 stig. Hjarta- og lungnaþeginn: 600 þusund söfnuðust Fjölskylduhátíð til styrktar hjarta- og lungnaþeganum Halldóri Hall- dórssyni var haldin í Laugardalshöll í gær. Um tólf hundruð gestir komu á hátíðina og söfnuðust þar liðlega 600 þúsund krónur. Þijú félög stóðu fyrir skemmtun- inni; Breiðablik, Augnablik og Aðall. Pétur Steinn Guðmundsson, formað- ur Aðals, sagði í samtali við DV að hátíðin hefði heppnast í alla staði mjög vel. Boöið var upp á fjölbreytt skemmtiatriði og má m.a. nefna að Tryggvi Eggertsson, KA, var valinn vítakóngur 1. deildar í handknattleik 1988 eftir spennandi keppni. -JBj Flugmaður í vandræðum Flugmaður lítillar Cessna-vélar lenti í vandræðum fyrir austan Reykjavík um sexleytið í gær. Hreyf- illinn fór að ganga skrykkjótt og óttaðist flugmaðurinn aö véhn myndi drepa á sér. Hann hélt því til Sandskeiðs til öryggis ef hann þyrfti að nauðlenda vélinni. Þegar flugvélin var komin yfir Sandskeið hrökk vélin í lag og fór að ganga eðlilega. Flugmaðurinn flaug þá til Reykjavíkur og lenti þar vandræðalaust. Líklegt er talið að stífla vegna ísing- ar hafi myndast í blöndungnum og hún valdið gangtruflunum. -ATA Akureyri: FJórhJól í árekstri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Farþegi á fjórhjóli fótbrotnaði í árekstri fjórhjólsins við bifreið í Eik- arlundi á laugardagskvöld. Áreksturinn var harður og tals- veröar skemmdir urðu á ökutækjun- um en hjóliö lenti beint framan á bifreiðinni. Þeir sem sátu fjórhjólið voru að koma úr Hlíðarfjalli og sam- kvæmt lögum hafa þeir heimild til að aka innanbæjar „stystu leið heim“ og munu þeir hafa verið á slíkri leið er áreksturinn varð. Að örðu leyti var helgin tíðindalaus hjá Akureyrarlögreglunni, fáir á ferli í og við veitingahús bæjarins og ein- ungis nokkrir minni háttar árekstrar sem hafa þurfti afskipti af.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.