Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 18. APRÍL 1988. Fréttir Ægir í Garði fékk VHS miðunarstöð Ægir Már Kárasan, DV, Suðumesjum: Björgunarsveitin Ægir í Garði fékk til umsjónar fyrir nokkru nýja og fullkomna VHS miðunarstöð frá Slysavamafélagi íslands. Matthías Á. Mathiesen samgönguráðherra af- henti stöðina fyrir hönd Hafna- og vitamálastofnunar. Ellert Eiríksson, sveitarstjóri í Garðinum, afhenti við sama tækifæri Ægi rafknúna vara- rafstöð frá Gerðahreppi. Fjölmargir voru viðstaddir afhendinguna, þar á meðal fulltrúar SVFÍ og slysavama- deUda í Garðinum. Miðunarstöðin er mjög fullkomin og sérstaklega heppUeg í aukinni umferð smábáta um Faxaflóa. Fyrsta miðunarstöðin var sett upp á Garð- skagatánni í ársbyijun 1952. Var hún notuð í fyrsta sinn þegar strand- ferðaskipið Hekla óskaði eftir miðun. Matthías Á. Mathiesen og Haraldur Henrysson, forseti Slysavamafélags- ins, ávörpuðu gesti og þökkuðu árvekni Garðbúa. Þeir röktu sögu slysavama í Garðinum og lögðu áherslu á mikilvægi þessa aö hafa þær í góðu lagi sem miðaði að þvi að fækka slysum. KvennadeUd Slysavamafélagsins 1 Garðinum bauð gestum tU kaffiveit- inga að afhendingu lokinni. Formaö- ur Ægis er Sigfús Magnússon. Matthías A. Mathiesen ráðherra, Haraldur Henrysson og Hannes Hafstein framkvæmdastjóri. DV-mynd Ægir Nýtt íjþróttahús á Isafirði Senn hefjast byggingarframkvæmdir við hið nýja iþróttahús á ísafirði sem kemur til með að rísa við hlið Menntaskólans. Siguijón J. Sigurðsson, DV, ísafiröi: Rörverk hf. átti lægsta tilboöið sem barst í byggingu nýs íþróttahúss á ísafirði. Akveðið hefur verið að taka þvi tilboði og er nú verið aö semja um verkáfangaskiptingu, þ.e. hvern- ig framkvæmd byggingaráfanganna verður. Tilboðið hljóðaði upp á tæpar 43 milljónir króna og fyrir þá upphæð ætla Rörverksmenn að steypa upp húsið og ganga frá því að utan. Nú standa yfir samningar á milli verk- kaupa, þ.e. bæjarsjóðs ísafjarðar, og verktaka, Rörverks. Rörverk hefur einnig séð um frá- gang á byggingu stjórnsýsluhúss á Isafirði og á þeirri framkvæmd að ljúka 15. maí nk. Athugagrein vegna fréttar um fyrirhugað biskupskjör Mánudaginn 11. apríl birtir DV frétt um fyrirhugað biskupskjör á næsta ári. Fréttamaður telur fram tvo „klerka", er hann álítur, að „hug hafi“ á biskupsembættinu. Undirritaður er annar þeirra tveggja, sem þarna eru til sögunnar nefndir. í lok pistUsins er frá því greint, að nokkuð sé „farið að bera á kosn- ingabaráttu þessara manna innan kirkjunnar", þ.e. tvímenninganna. Yfirskrift frásagnarinnar er á sama veg. Þar segir: „Baráttan er þegar hafin.“ Mér er ókunnugt um heimildir blaðamanns. Sjálfur hef ég alls ekki orðið var við þá „baráttu", sem ít- rekað er vikið að í fréttinni. Örðugt er ætíð að geta sér tU um það, hveijir helst „hafi hug“ á hin- um ýmsu markmiðum, er fyrir ber í mannlegu félagi. Bræður og syst- ur innan íslensku kirkjunnar ræða biskupskjör jafnan stiUilega í sinn hóp fyrst í stað. Að forminu til eru flestir kjörmanna sjálfir í kjöri. Þessu sinni munu kurhn því engan veginn öll til grafar komin, enda er lokaáfangi ekki innan seUingar, þótt hann nálgist. í tUefni af þeirri frétt, er að ofan getur, sé ég hins vegar ástæðu tU að taka af öU tvímæh um stöðu mína og viðhorf til þessa efnis. Hafði ég raunar ekki gert ráð fyrir að þurfa nokkru sinni að kveða upp úr með slíkt á opinberum vett- vangi. En nú virðist mér rétt að láta til þess koma, - enda ekkert tiltökumál: Um árabil hafa ýmsir hvatt mig tU að ganga fram fyrir skjöldu í næsta biskupskjöri. Ég leyfi mér að nota tækifærið og þakka þessum vinum eftirleitanina og þar meö hlýhug aUari og góðan vUja. Af ýmsum ástæðum tel ég þó ekki rétt að láta reyna á þann úrkost, er hér um ræöir. Að vandlega yfir- veguðu ráði hef ég því tjáð nokkr- um hvatamanna, að ég ekki muni gefa kost á mér til þátttöku í þeim leik, er bersýnUega dregur til innan fárra missera. Sömu upplýsingar veiti ég nú les- endum þess blaðs, er vakið hefur umræðu um biskupskjör 1989. Öllum þeim, er málið varðar, bið ég árs og friðar. Með virðingu, Þingvöllum, 14. april Heimir Steinsson Sumarleikföngin komin í miklu úrvali Einnig dúkkuvagnar, þríhjól og hlaupahjól. Innkaupa- stjórar Hafið samband í síma 91-37710 eða komið og skoðið úrvalið INGVAR HELGASON HF. Vonariand v/Sogaveg, sími 37710 DV 27 þúsund tonn brædd í vetur Siguxjta J. SSgurðssan, DV, faafirdi: Fariö er að sjá fyrir endann á loönuvertíöinni. Fyrirséð er að ekki kemur meira magn af loðnu tíl bræðslu 1 Bolungarvik á’þess- ari vertíð. Að sögn Guðjóns Magnússonar, verksmiöjustjóra hjá Sttdar- og fiskimjölsverksmiðju Einars Guðfinnssonar hf. í Bolungarvík, bárust 18.000 tonn af loönu fynr áramót og nú eftir áramótin hefðu 9.000 tonn komið tíl bræðslu. Sagöi Guðjón að þetta væri mun minna magn heldur en á undangengnum vertíðum. Haustið 1986 heföu t.a.m. veriö brædd 28.000 tonn á mótí 18.000 tonnum sl. haust Guðjón sagði eina ástæöu þess að minna var brætt nú en áöur þá að í haust hefði verið byijaö að bræða tveimur mánuöum seinna en tíökast hefur. Verk- smiðjan hefði verið vel sam- keppnisfær hvaö varðar verð en staðsetningin gerði þaö að verk- um að ekki væri hægt aö gera ráö fyrir afla 1 jafnlangan tíma og aðrar verksmiðjur. Bræðslan hefur gengiö nokkuö vel í vetur og hefðu menn þar á bæ vUjað sjá meiri loðnu en raun varð á. Eftir þessa vertíð skilar verk8miðjan frá sér rúmum 4.300 tonnum af loðnumjöli, eða u.þ.b. 16% af þeim 27.000 tonnum sem bárust verksmiöjunni omuvero haldinn í maí Sigwtjón J. Sguröswm, DV, ísafirðc Bæjarráö ísafjaröar hefUr sam- þykkt að halda almennan borg- arafund í maí nk. þar sem umræöuefhið veröur hátt orku- verð á landsbyggðinni. Eln meginástæðan fyrir því að ákveð- ið var að boða ttt þessa fundar er sú að á fund bæjarráös þann 21. mars sl. mætti Einar Hreinsson útvegsfræöingur til viörseðna að eigin ósk um orkuverð á ísafirði. Lagöi Einar tU á þeim fundi að boðaður yrði almennur fundur tíl þess að ræða þennan alvarlega mismun sem er oröinn á orku- veröi. Á sama fimdi kom einnig fram tillaga frá Smára Haraldssyni kennara um aö halda almennan borgarafund tíl að ræða m.a. orku-, samgöngu- og skólamál, stöðu fiskvinnslu og útgerðar, samskipti ríkis og sveitarfélaga og saroskipti landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Bæjarráð hefur samþykkt að halda fundinn og verður hann aö öUum líkindum þann 5. maí. Selfoss: FJölsóttar messur Regína Thoiarensen, DV, Seltoasi: Hátíðarmessurnar um páskana í hinum þremur kirkjusóknum, sem séra Sigurður Siguröarson, Selfossi, þjónar, voru fjölsóttar. Einnig hélt hann guðsþjónustu á Sjúkrahúsi Suöurlands og á lang- legudeUd aldraðra, Ijósheimum, og er það föst vei\ja hjá hinum góða sóknarpresti okkar Selfyss- inga að þjóna í áðurgreindum sjúkrahúsum. Hin dugmikla prestsfrú okkar, Amdís Jóns- dóttir, fylgir manni sínum við hveija guðsþjónustu, - já, svona eiga prestsfrúr að vera á íslandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.