Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 42
58 MÁNUDAGUR 18. APRÍL 1988. Regnbogiim/Kínverska stúlkan: Skuggamynd Kjnverska stúlkan (China Girl) frá Ve- storn Picture. Framleiöandi: Michael Nozik. Leikstjóri: Abel Ferrara. Handrit: Nlcholas ST. John Kvikmyndataka: Bojan Bazelli. Tónlist: Joe Delia. Aðalhlutverk: James Russo, David Car- uso, Sari Chang og Richard Paneb- ianco. Það er nokkuð augljóst að Abel Ferrera og félagar hafa haft stór- mynd í huga er þeir réðust í gerð kvikmyndarinnar Kínverska stúikan (sem ber ekki nafn með rentu), lítið er til sparað og ýmis yfirgripsmikil fjölþætt atriði prýða myndina. Myndin greinir að mestu frá bar- áttu ólíkra kynstofna innan Bandaríkjanna, milli ítala og Kin- verja, sem löngum hafa viljað halda sínum siðum og venjum fastmótuð- um án afskipta annarra. Brooklyn og Kínahverfi New Yorkborgar eru bakgrunnur þessarar myndar þar sem þjóðarbrot Bandaríkjanna berjast um landsvæði í blóðugum bardögum. En inntak myndarinnar er ástarsamband ítalsks stráks og kínverskar stúlku sem er hörð á því að berjast fyrir sambandi sínu. í Kínversku stúlkunni er sem fyrr segir mest lagt upp úr bardög- um, sem eru ívið blóðugir á köflum, og verða til þess að samband pars- ins fyrmefnda fellur í skuggann og spennan lognast út af. Myndin verður fyrir vikiö heldur yfirborðs- kennd sem verður aö skrifast á kostnað leikstjórans. Handritið er um margt vel gert, grátkór ítalanna og borðsiðir Kínveijanna komast vel til skila. Og kvikmyndatakan og umhverfismyndin er með betra móti. í heild sinni er myndin heldur gloppótt og ristir grunnt. Vendi- punkturinn er hið tragíska óvænta lokaatriði. -GKr Leikararnir James Russo og Sari Chang í hlutverkum ástarfuglanna. Jarðarfarir Álflieiður Ingimundardóttir, Skála- gerði 17, Reykjavík, verður jarðsung- in frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 19. apríl kl. 10.30. Pálína Jónasdóttir, Dvalarheimilinu Hlíð, verður jarðsungin frá Akur- eyrarkirkju mánudaginn 18. apríl kl. 13.30. Hulda Hafberg, Hörðalandi 18, Reykjavík, lést 10. apríl síðastliðinn. Útfór hennar fer fram frá Langholts- kirkju þriðjudaginn 19. apríl kl. 15.00. Guðfinna Magnea Árnadóttir, Lind- arbraut 8, Seltjamarnesi, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykja- vík þriðjudaginn 19. apríl kl. 15.00. Vilhjálmur Birgisson, Ástúni 14, er lést 2. apríl, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 18. apríl kl. 13.30. Elínmundur Ólafs, Seljahlíð, Hjalla- seli 55, er lést í Borgarspítalanum 10. aprfl, verður jarðsunginn frá Nýju kapellunni í Fossvogi mánudaginn 18. aprfl kl. 13.30. Jón Þór Jónsson, sem lést 9. apríl, verður jarðsunginn frá Kópavogs- kirkju þriðjudaginn 19. april kl. 13.30. Halldór Runólfsson verður jarösung- inn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 19. apríl kl. 13.30. Emelía Bergmann verður jarðsungin frá Fosvogskirkju mánudaginn 18. aprfl kl. 15.00. Þuriður. Jóhannesdóttir, Ljósheim- um 18a, Reykjavík, lést í öldrunar- defld Landspítalans 5. aprfl síðastliö- inn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Ný hárgreiðslustofa í Gnoðar- 'ogi týlega hefur verið opnuð glæsileg hár- •eiðslustofa að Gnoðarvogi 44, og ber ín heitið Art. Eigendur stofúnnar eru Menning dv ------------------------------------------------------- Uppljómuð hljómadýrð hárgreiðslumeistaramir Elín Jónsdóttir og Ragnheiður Guðjohnsen. Auk hár- snyrtiþjónustu eru þar til sölu alhliða hársnyrtivörur, hárskraut og skartgrip- ir. tærasta „músíkkveðskap" síðari tíma. „Lauffall" Snorra Hjartarsonar var tilefni fagurs sönglags, sem Halldór Vflhelmsson söng ágæta- vel við harmoníundirleik Marteins H. Friðrikssonar. Þetta lag er ljóm- andi dapurt í sér og minnir, einsog svo margt hjá Hjálmari, á uppljóm- aða hljómadýrð Jóns Leifs. Þó er sannarlega ekki um neinskonar stælingu að ræða. En tilfinningin er af sömu rótum. Þetta er auðvitað greinflegast í hreinræktuðum kirkjuverkum Hjálmars, Gloria, Credo og Ave Maria. Og þó fyrir- skriftin á „Gloria in exelcis Deo“ sé mesto, sem lýsir reyndar sterkri trúarþörf efasemdarmannsins, þá verður úr þessu hreinn og fyrir- varalaus dýrðarsöngur. Þetta voru stuttir tónleikar en sterkir og uppörvandi. Maöur hefði einskis óskað frekar en að heyra þá alla strax aftur. Sérstaklega þó Credo, sem er að mínu viti einstök kórperla og meistarastykki. LÞ Andlát Margrct Þorsteinsdóttir, kaupkona, Versluninni Vík, Reykjavík, er látin. Hallfríður Þorvarðardóttir, Stóra- gerði 12, Reykjavík, lést í Landa- kotsspítala 12. apríl síðastliðinn. Tapað fundíð Sýningar Kvikmyndir Skotta er týnd, hvarf fyrir helgi Skotta er frekar smávaxin, fingerö og ljós yfirlitum, en dekkri á bak. Þeir sem hafa séð Skottu, sennilega í Kópavogi, eru vinsamlegast beðnir að hringja í síma 44607. Listasafn Islands í Listasafni íslands er kynnt vikulega mynd mánaðarins. Fjallað er ítarlega um eitt verk í eigu safnsins, svo og höfund þess. Mynd aprílmánaðar, íslandslag eft- ir Svavar Guðnason, olíumálverk frá árinu 1944. Málverkið var keypt til safns- ins árið 1946. Leiðsögn sérfæðings alla fimmtudaga kl. 13.30-13.45 og er safnast saman í anddyri safnsins. Það voru í einu orði sagt yndis- legir tónleikar í Kristskirkju í gær. Tónlistarfélag Kristskirkju hafði fengið sönghópinn Hljómeyki til að flytja nokkur kórverk eftir Hjálm- ar Ragnarsson og inn úr köldu sólskininu flykktust áheyrendur fullir eftirvæntingar. Ekki urðu þeir fyrir vonbrigðum. Hjálmar stjórnaði sjálfur kórn- um, sem telur ekki nema tólf Tónlist Leifur Þórarinsson söngvara en ræður þó yfir ótrúleg- um blæstiga og styrkleika. Fyrsta lagið á efnisskránni var samið við gamla íslenska bæn, „Mariusonur mér er kalt“, og þá þegar komst á sannheilög og hrein- ræktuð músíkstemmning. Þetta er einföld músík á að hlýða, þrátt fyr- ir slungna kunnáttu höfundar og Hljómeyki syngur verk Hjálmars Ragnarssonar i Kristskirkju. einlæga leit að kláru tónmáli. Þetta dásamlegar „Kvöldvísur um sum- áréttaðist enn frekar í tónverki yfir armál“ Stefáns HarðaV, einhvem Töfrandi selló Mischa Maisky leikur hjá Tónlistarfélaginu Sá mikli og merkilegi sellósnfll- ingur, Mischa Maisky, lék fyrir Tónlistarfélagið í Gamla bíói á laugardaginn. Með honum var ágætur píanisti, Steven Hoogen- berk frá Hollandi, en Maisky er, einsog mörgum má vera kunnugt, rússneskur flóttamaður búsettur í París. Við heyrðum Maisky leika með sinfóníunni um daginn sellóhlut- verkið í Don Quixote eftir Strauss, og einhvemveginn naut hann sín ekki við þær aðstæður, ekki í mín- um eyrum. En á þessum tónleik- um, sem hófust með C dúr svítunni eftir Bach, var svo sannarlega ótví- ræður og beinskeyttur snillingur á ferðinni. Allar era nú einleikssvít- ur Bachs yndislegar, djúp og inni- leg músík sem á sér fáar hliðstæður í veröldinni. En í höndum Maiskys varð þó þessi þriðja, í C dúr, einsog ný af nálinni. Töfrar sellóleikarans eru slíkir að þrátt fyrir óbrigðula tækni og þaulhugsaöa byggingu framsagnarinnar, þá er leikur hans svo upprunalegur og ferskur að manni finnst að tónverkin verði til Tónlist Leifur Þórarinsson á staðnum. Þannig var einnig í són- ötu fyrir selló og píanó eftir Sjosta- kóvíts, þar sem tilfinningabogi sorgar og gleði er spenntur til hins ýtrasta. Og leikur Hoogenberks var í fullu samræmi við þetta, ghtrandi sterkur og hreinn. Á síðari hluta efnisskrárinnar vora Arpeggione Schuberts og svíta úr Pulcinella eftir Stravinsky. Þar var sama sagan, ótrúleg músík- upfplifun sem gleymist víst seint þeim sem á hlýddu. LÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.