Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 34
MÁNUDAGUR 18. APRÍL 1988. . 50 Fréttir Grænfriðungar mótanæla Flugleiðum Utvegsbankinn á Isa- firði verðlaunaður * •». y - Erum mjög ánægð með að fa þessa viðurkenningu, segir Högni Þórðarson útibússtjóri Sigurðui Bjöinaaon, DV, Uuteraburg; Grænfriðungar í Luxemburg stóðu fyrir mótmælaaðgerðum gegn hvalveiðum íslendinga á laug- ardaginn. Á þaki flugstöðvarinnar á flugvellinum í Luxemburg höfðu þeir komiö fyrir uppblásnum hval. Þeir hengdu einnig stórt veggspjald á framhliö byggíngarinnar. A því stóð á ensku: „íslendingar drepa hvali. Fljúgið ekki raeð Flugleið- um.‘‘ Grænfriðungar dreifðu bækling- um og flugriti þar sem hvalveiðum íslendinga var mótmælt og í bækl- ingnum stóð meðal annars að fólk ætti ekki að fljúga með Flugleiðum og skyldi það vara kunningja við því. Starfsfólk Flugleiða var mjög ó- ánægt með þessa uppákomu og reyndist ekki unnt að taka upp- blásna hvalinn og veggspjaldið niður þar sem um opinbera bygg- ingu var að ræða og mótmælin fóru í alla staði friðsamiega fram. Blaðamaður DV spurði forsp- rakka grænfriðunga af hverju þeir réðust á Flugieiðir í þessu sam- bandi og sagöi hann að með þessu vildu þeir koma skilaboöum til ís- lenska rikisins þar sem ríkiö ábyrgðist öll viðskipti Flugleiða. í stjórn Flugleiöa sætu einnig tveir menn sem sætu i stjóm Hvals hf., þeir Árni Vilhjálmsson og Grétar Kristjánsson. Hefðu þeir hér hags- mrnia að gæta. Ástæðuna fyrir þessum aðgerð- um sögðu grænfriðungar einnig vera þá að islenski ræöismaðurinn í Luxemburg', Einar Aakrann, hefði ávallt neitað að ræða við forsvars- menn hópsins og því hefðu þeir séð sig tilneydda til þessara aðgerða. Mótmælunum var haldið áfram þar til síðasta flugvél Flugleiða hóf sig á loft. Nokkrir íslendingar rök- ræddu við grænfriðunga en allt fór fram í góðu. Grænfriðungum tókst að safna nokkrum undirskriftum gegn hval- veiðum íslendinga. Sigurjón J. Sigurðsson, DV, ísafirði; Nú nýlega veitti bankaráð Útvegs- banka íslands hf. Útvegsbankanum á ísafiröi verðlaun fyrir góða frammistöðu á síðasta ári. Er þetta í fyrsta skipti sem verðlaunin eru af- hent en ætlunin er að veita þau árlega. Verðlaunaafhendingin fór fram í hófi sem haldiö var fyrir stjómendur bankans. Högni Þórðarson, útibús- stjóri á ísafirði, tók við verðlaunun- um fyrir hönd starfsfólks útibúsins. Guðmundur Hauksson bankastjóri færði honum veglegan verðlauna- grip sem Jens Guðjónsson gullsmið- ur smíðaði, auk 75.000 króna sem runnu í sameiginlegan sjóð starfs- manna Útvegsbankans á ísafirði. Högni Þórðarson, útibússtjóri Út- vegsbankans á ísafirði, sagðist í samtali við blaðið vera mjög ánægð- ur meö þessi verðlaun. Sérstaklega væri hann ánægður með að þessi verðlaunagripur skuli vera eftir Jens Guðjónsson listamann og gullsmið sem væri gamall ísfirðingur og gam- all æskuvinur og nágranni hans. Högni kvað þessa verðlaunaveit- ingu algjöra nýjung og vera, mikla hvatningu fyrir starfsfólk útibúsins. Þaö væri ekki síst viðskiptavinum bankans að þakka að útibúið hér á ísafiröi skyldi hljóta þessa viður- kenningu. Högni Þórðarson útibússtjóri með verðlaunagripinn ásamt starfsfólki sínu. Oiyggisfræðsla sjómanna Aldrei hafa öryggismál verið sjó- mönnum sjálfum jafnhugleikin og eftir slysið á mb. Hellisey árið 1984 og slysið á ms. Suðurlandi 1986. Lengst af hefur reyndar allt, sem að öryggismálum lýtur, verið kjánalegt feimnismál. Þann örygg- isbúnað, sem í skipunum er, hefur aldrei mátt prófa. Nýliðar hafa ver- ið skammaðir fyrir forvitni og fikt og í heild hefur allt, sem að þessum málum lýtur, verið einkamál skip- stjóra og stýrimanna. Menn hafa staðið með tóm slökkvitæki í hönd- unum, björgunarbátar hafa ekki blásist út, bjargvesti verið fúin og ónýt, skipsrakettur og blysabúnaö- ur geymt á rökum stað og verið saggað og reynst ónothæft þegar til átti að taka. Menn eru ófærir um að vega og meta heilsufar hver annars, og svo má lengi telja. Hvað höfum við að qera við...? Sjálfvirki sleppibúnaðurinn hef- ur verið mjög til umræðu. Einkan- lega eftir slysið á mb. Hellisey. Fyrir slysið hafði gengið á með hagsmunarifrildi - og kjaftshöggi. Það má vel vera að sjáÚvirki bún- aðurinn hefði bjargað mönnunum ef hann hefði virkað. Siglingamála- stofnun hefur samþykkt tvær útfærslur á þessum sleppibúnaði og reyndar innkallað þær líka. Það er aðeins af hinu góða ef reynt er að lagfæra það sem betur má fara. Eftir slysið á ms. Suðurlandi komu flotbjörgunarbúningamir um borð í kaupskipin en það er ekki nóg. Þeir verða að koma í fiski- skipin líka. Þetta gengur allt afar rólega fyrir sig. Allar þær reglu- gerðir, sem út hafa verið gefnar í þessu sambandi, þurfa endurskoð- unar við. Oft hefur maður spurt sjálfan sig þeirrar spurningar hvað við höfum við stóra, þunga björg- unarbáta, sem hanga í davíðum, stela plássi, eru opnir, þungir í vöf- um, og tekur óratíma að sjósetja þá, að gera þegar til eru komnir léttir, miklu meðfærilegri gúmbát- ar. Ég man aldrei eftir því að eftir- htsmenn hafi beðið um að sjá slíka báta sjósetta enda getur það tekið upp í 30 mínútur. Kjállaiiim Gylfi Símonarson farmaður Þeim er nóg að vita að þeir séu um borð og að i þeim sé vatn, fúlt eða ófúlt, og þar fram eftir götun- um. Hvað höfum við að gera við bjarg- vesti eftir að flotbúningamir eru komnir um borð? Látum því ósvarað í bili. En hitt er annað mál að við höfum mest lítið að gera við óhemjudýran öryggis- og björgunarbúnað á með- an við kunnum ekkert með hann að fara. Gifurleg vankunnátta Eftir að hafa setið námskeið í „Öryggisfræðslu sjómanna" um borð í Sæbjörgu, skipi Slysavarna- félags íslands, er manni ljóst hvað vankunnátta manna er gífurleg. Nú þegar hafa miög margir setið þessi námskeið en þeir eru fleiri sem eiga eftir að sitja þau. Það hefði aldrei hvarflað að mér aö óreyndu hversu erfitt það er að komast upp í gúmbát úr sjó eða að fara út úr gúmbáti á sléttum sjó og reyna að snúa honum við eftir að honum hefur hvolft. Það er mik- il áraun. Þó reyndum við þetta án þess aö hafa neitt nema berstrípað- an bátinn. Það er ekki í honum rekakkeri eða líflina eða neitt sem getur þvælst fyrir mönnum. Það var nógu erfitt samt. Menn hafa séð af þessu video- myndir um borð í skipunum. Það á eins við um hjartahnoð og blást- ursaðferðir, slökkvistörf og fleira. Þessar myndir eru margar hverjar úr sér gengnar og við skulum gá að því að sumt af því sem einu sinni var talið rétt gengur ekki lengur. Um borð í skipunum hanga uppi leiðbeingarspjöld m.a. um meðferð gúmbáta, bjargvesta og fleira, sem hefur verið reynt, og sannað að spjöldin gefa rangar og villandi upplýsingar. Allir þurfa þjálfun Það eina sem sjómenn geta gert er að sánnprófa þessa hluti meö því að sækja námskeið hjá „Öryggis- fræðslu sjómanna": Auðveldasta leiðin til þess að drepa mann er án efa að ætla að reyna á honum hjartahnoð og blástursaðferð án þess að hafa til þess nokkra þjálfun. Það er líka einfalt mál að ætla að drepa sjálfan sig á því að fara í reykköfun án þess að hafa til þess nokkra þjálfun. Því vil ég skora á sjómenn alla að fara á þessi námskeið. Við skul- um gera okkur grein fyrir því að allir sjómennn þurfa þjálfun. Þetta er ekkert „offlceraleyndar- mál“ lengur. Það er aðdáunarvert hvað þess- um fáu mönnum, sem við slysa- vamaskólann vinna, tekst að skila miklu á stuttum tíma við fátækleg- ar aðstæður. Að dómi Þorvalds Axelssonar skólastjóra hafa togaramenn skilað sér einna best á námskeiðin þar sem áhafnirnar hafa margar hverj- ar komiö í heilu lagi, að undirlagi útgerðarmanna og togaranna. Far- menn hafa helst látið sig vanta og er það sjálfsagt vegna þess hvaö viðstaða skipanna er stutt hér heima. Þess vegna verða farmenn oft á tíðum að nota frítíma sinn til þess að sækja shk námskeiö. En öryggið er okkar sjálfra. Há slysatíðni Samband íslenskra kaupskipaút- gerða hefur látið dreifa skipuritum um borð í kaupskipum sem munu vera þýdd eftir norskri fyrirmynd. Ekki veit ég hvort SÍK gafst upp á að bíða eftir skipuriti því sem Sigl- ingamálastofnun hefur haft í smíðum í ein fimm ár eða lengur eftir þvi sem mér er tjáð. Ég tel það hins vegar lofsvert framtak af þeirra hálfu. En ef menn skoða þessi skipurit og kanna sína eigin stöðu þegar þeir koma í nýtt skips- pláss - hljóta menn að viðurkenna að það er hæpið að fara að klæðast reykköfunartækjum við eldsvoða án þess að hafa til þess nokkra þjálfun. Það eitt aö stýrimenn eöa skip- stjórar hafi sótt námskeið í öryggis- fræðslu er engan veginn nóg til þess að ætla að fara að etja óþjálf- uðum háseta inn í logandi yfir- byggingu með reykköfunarútbún- að á bakinu. Viðkomandi háseti getur óþjálfaður alveg eins tekið sér berjatínu í hönd eins og reyk- köfunarbúnað. Ég skora á farmenn og reyndar alla sjómenn að koma sér hið allra fyrsta á námskeið. Þaö er siðferöi- leg skylda okkar gagnvart okkur sjálfum, fjölskyldum okkar og út- gerðinni sem við kreíjumst þess af að útvegi björgunarbúnað um borð í skipin. Bæði yfirmenn og undirmenn, sem sótt hafa námskeiðin, ættu að gæta þess að láta ekki líða of langan tíma áður en þeir fara á upprifjun- arnámskeið. Ég myndi ætlað að í hæsta lagi 3 ár mættu hða. Hver þróun mála um öryggisfræðslu sjó- manna verður á næstunni veit sjálfsagt enginn. Þessi skóli verður eðlilega að fá sinn tekjustofn eins og aðrir skólar. Hins vegar held ég að þróunin í kjaramálum sjómanna hljóti á næstunni að taka mið af því hvort hver og einn einstakur sjómaður hafi sótt slíkt námskeið eða ekki. Slysatíðni á íslenskum skipum er óhugnanlega há. Reyndar einhver sú mesta í heiminum. Þessu getúm við auðveldlega snúið við með fræðslu.. Látum því ekki okkar eigin hroka, leti eða skynsemisskort standa í vegi fyrir því. Gylfi Símonarson „Eftir slysið á ms. Suðurlandi komu flotbjörgunarbúningarnir um borð í kaupskipin en það er ekki nóg“, segir m.a i greininni. - Björgunarbún- aður þessi var kynntur í Vestmannaeyjum á sínum tíma. „Lengst af hefur reyndar allt, sem að öryggismálum lýtur, verið kjánalegt feimnismál. Þann öryggisbúnað, sem í skipunum er, hefur aldrei mátt prófa.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.