Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 38
54 MÁNUDAGUR 18. APRÍL 1988. Lífsstíll Dyngjan: Áfangastaöur fvrir konur Nýveriö var opnað hús aö Snekkjuvogi 21 fyrir konur sem notið hafa meðferðar vegna áfeng- is- eða lyfjanotkunar. Þetta hús er fyrsta sinnar tegundar á íslandi og er hugsað sem nokkurs konar áfangastaður, mitt á milli með- ferðar og raunveruleika. Þangað geta konur sem lokið hafa meðferð vegna flkniefnanotkunar leitað stuðnings áður en þær takast á við lífið á nýjan leik. Brýn þörf DV lék hugur á að forvitnast nán- ar um Dyngjuna, en svo er húsið kallað, og talaði við Kristínu Waage og Oddnýju Jakobsdóttur í stjórn samtakanna K.O.N.A.N., en húsið er rekið undir verndarvæng þess. Húsið við Snekkjuvog 21 er vel búið húsgögnum eins og s'já má. öll húsgögn í húsið voru gefin að framan- genginni söfnun sem gekk framar vonum. Á myndinni eru Kristín Waage og Oddný Jakobsdóttir. DV-myndir KAE Það var Reykjavikurborg sem léði samtökunum K.O.N.A.N. húsið við Snekkjuvog 21 endurgjaldslaust. Húsiö er einbýlishús og býður upp á aðstöðu fyrir 18 konur. Félagsmálastofnun hleypur und- ir bagga með konunum fyrsta mánuðinn, en rekstur hússins er ekki styrktur af hinu opinbera. Reykjavíkurborg lét þó samtökun- um húsið í té endurgjaldslaust. Ráðgjöf og stuðningur Það er ein kona í hálfu staríi í húsinu. Hún sér um öll innkaup, og fundar auk þess með stúlkunum á morgnana. Að auki er gæsiukona á staðnum á næturnar, en sú kona er vistmaöur. Reglulegir stuön- ingsfundir verða haldnir með konunum, og að auki er boðið upp á ráðgjöf þegar þörf krefur. Starf gæslukonunnar er að sjá til þess að konurnar séu komnar inn klukkan 11.30 á kvöldin, og að leysa öll mál sem upp geta komið á nótt- inni. Reglur hússins eru m.a. að öll vímuefnaneysla er bönnuð, og heimsóknir eru takmarkaðar við ættingja. Markmiðiö með meðferð er að hjálpa einstaklingnum til sjálfs-. bjargar að sögn Oddnýjar Jakobs- dóttur, en hún starfar með konum sem lokið hafa meðferð vegna fíkniefnanotkunar. „Þeim er hjálp- að til að skynja það að þær séu alkóhólistar og þurfi að breyta ýmsu í lífi sínu til að viðhalda alls- Tíðarandi gáðu lífemi. Það munar miklu fyrir einstakling sem er að koma úr meðferð að koma inn í gott um- hverfi, t.d. skilningsríka'Qölskyldu eða hús sem þetta.“ Húsið viö Snekkjuvoginn býður ekki upp á aðstöðu fyrir mæður með böm sín, enn sem komið er. En að sögn Oddnýjar má bæta úr því þegar fram líða stundir. Barna- málið er einnig mjög viðkvæmt Með komu Dyngjunnar eykst rými fyrir konur sem eiga við flkni- efnavandamál að stríða frá 6 upp í 24, að sögn Kristínar. „Þörfin á slíku húsi er brýn, því neysla af þessu tagi er niðurdrepandi and- lega sem og líkamlega. Það hefur sýnt sig að bæði konur og karlar sem gengið hafa í gegnum meðferð vegna áfengis- eða lyfianotkunar þurfa á áframhaldandi stuðningi að halda. Þetta hús er hugsað sem áfangastaður fyrir konur sem þeg- ar hafa gengist undir meðferð og eru þar af leiðandi búnar að ná sér vel frá allri neyslu.“ Vistmenn hússins era sendir þangað af meðferðarfulltrúum til dvalar í minnst 3 mánuði, en mest 9 mánuði. „Það er skilyrði að þær stundi vinnu,“ sagði Kristín, „og þær fá mánuö til að útvega sér at- vinnu. Þær borga 17.000 krónur á mánuði fyrir mat og húsaleigu, og sjá um aúan heimilisrekstur sjálf- ar.“ Næturgæslukona Dyngjunnar, Sandra, er óvirkur alkóhólisti. Hún byijaöi aö neyta áfengis 13 ára gömul og leitaöi sér aðstoðar i fyrsta sinn fyrir þremur árum. DV ræddi við Söndru í tilefni opnunar Dyngjunnar. .Ástæðan fýrir því að ég byrjaöi að drekka var engin nema ég sjálf,“ sagöi Sandra. „Mér jxStti áfengi gott og sótti í vfmuna. Afengjð gerði það aö verkum að ég hafði engar áhyggjur, ég var ekki hrædd viö neitt og þoröi aö gera þaö sem ég vildl Þegar ég var 16 eöa 17 ára var ég farin að drekka mikiö. Ég misstí vinnuna, drakk i staðinn fyrir að mæta, og missti húsnæöiö. Eg gerði mér aftur á mótí ekki greln fyrir vandanum, og viöurkenndi hann ekki fyrir sjálfri mér fyrr en ég var 22 ára.“ Féll eftlr 8 mánuði Sandra innritaði sig sjálfviljug inn á Vog í fyrsta sinn fyrir þremur árum. „Vinkona mín, sem ég haföi drukkið mikiö með, fór í meðferð aö VogL Það varö til þess aö ég fór aö hugsa mitt mál og eftír langvar- andi neyslu innritaöi ég mig.“ En eftir 8 mánaða vímulaust líf- emí féll Sandra fyrir freistingunni. „Þaö er erfitt að viðurkenna fýrir sjálfum sér aö maður megi ekki fá sér í glas, en þannig er þaö. Ég fékk mér í glas, og allt gekk vel í tvær vikur. Svo hætti ég að stunda AA fundL og ffiótlega var ailt komiö í sama farveg aftur. Fundirnir em nfiðg mikilvægir, því þar fær mað- ur stuöning og finnur að maður er ekki einn.“ Bjartsýnogiiðurvel I október síöastliðnum fór Sandra í annaö sinn í meðferö aö Vogi. „Sumir geta drukkið án þess að veröa vfninu að bráö, en alkóhól- isti getur ekki stjómað sinni drykkju. Hann vill alltaf halda áfram, fá meira og meira, og þann- ig var það með mig. Ég hvorki vildi né gat stoppað." .Aöstaðan sem húsið býður upp á er mikils viröi,“ sagöi Sandra. „Það hjálpar okkur öllum míkið og félagsskapurinn. gefur góðan stuðning. Maöur er auðvitað alltaf á varöbergi, en mér Iíður vel núna og er bjartsýn á framtíðina," sagði Sandra aö lokum. -StB fyrir margar þessara kvenna, því sumar hafa misst forræði barna sinna sökum misnotkunar fíkni- efna. Drykkja kvenna að koma fram í dagsljósið Að sögn Oddnýjar er vandi sam- fara drykkju kvenna að koma fram í dagsljósið núna. „Fólk er mun betur upplýst núna og ekki eins feimið við að viðurkenna vanda sinn, sérstaklega unga fólkið. „Konur komnar um og yfir fimm- tugt em einnig mikið aö koma fram í dagsljósið,“ sagði Oddný, „og era margar mjög illa haldnar af drykkju. Þetta era konur sem e.t.v. hafa drukkið í laumi í mörg ár og alltaf falið neysluna, því konur hafa meiri tilhneigingu til að fela vandann en karlar." 400 konur leita aðstoðar á ári hverju Að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, meðferðarheim- ilis SÁÁ, hefur hlutfall kvenna í meðferð vegna misnotkunar áfeng- is eða fíkniefna aukist töluvert á ’ síðustu árum. Áður en SÁÁ tók til starfa 1977 var hlutfall kvenna 10% af þeim einstaklingum sem leituðu aðstoðar vegna fíkniefnanotkunar, en í dag hefur það aukist í 24-25%. Að Vogi leita 1600 einstaklingar meðferðar á ári hveiju, og nærri getur að 400 þeirra séu konur. Helmingur þeirra, eða 200 konur, eru að leita sér aðstoðar í fyrsta sinn. En aö sögn Þórarins era bata- horfurnar ekki góðar. Um 50% einstaklinga yfir 24 ára sem leita sér aðstoðar í fyrsta sinn, falla í freistni á nýjan leik, og þetta hlut- fall eykst sé einstaklingurinn yngri. Hingað til hafa konur sem lokið hafa meðferð vegna áfengis- eða fíkniefnanotkunar hvergi átt sama- staö og hafa hrakist stað úr stað. Því er ljóst aö húsið við Snekkjuvog 21 í Reykjavík bætir úr mjög brýnni þörf. -StB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.