Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 18. APRÍL 1988. 23 Fréttir Djúpivogur: Sjaldgæfur gestur Sigurður Ægisson, DV, Djúpavogi: Frekar leiðinleg tíð hefur verið á Djúpavogi í vetur, lítill snjór að vísu, en vindasamt og kalt. Er það óvenju- legt hér enda mun þetta vera hvim- leiðasti vetur sem komið hefur lengi, einkum þó mánuðirnir janúar og fe- brúar. Það er helst að frétta annars að ungmennafélagið á staðnum hélt í vetur mikla spurningakeppni milh 12 fyrirtækja og stóð hún nokkra sunnudaga. Lyktir urðu þær að kaupfélagið fór með sigur af hólmi. Var einkar vel að þessari keppni staðið. Þá var í fyrsta sinn reynd svokölluð „opin vika“ í grunnskólan- um síðustu viku fyrir páksa og gafst hún nokkuð vel. Nemendur mættu þá viku í skólann, ekki til reglubund- innar kennslu heldur unnu þeir ýmis verkefni tengd sögu Djúpavogs, leikrit og myndir, og nokkrir drengir úr 3. og 4. bekk gerðu líkan af höfn- inni svo eitthvað sé nefnt. Lauk þessari opnu viku svo me'ð kvöld- vöku sem nemendur auðvitað sáu um sjálfir. Karlakórinn Jökull frá Höfn í Hornafirði var með söngskemmtun hér að kvöldi 2. apríl og þóttí hún takast með afbrigðum vel. Mikill fjöldi skógarþrasta er kom- inn hér fyrir nokkru og með þeim svartþrestir í hrönnum. Mun það vera afar sjaldgæft að svartþrestir komi hér svo margir. Er varla frá- leitt að hugsa sér að þeir r’uú reyna hér varp í sumar enda mikill íjöldi þeirra einnig í næstu byggðarlögum. Þá sáust 2 hrossagaukar þann 6. apríl og grákráka var hér einnig part úr degi. Hún var mjög stygg en þó tókst að ná af henni mynd. Mun hún vera með sjaldgæfari gestum hér á landi. Frá Djúpavogi. DV-mynd Sigurður Ægisson Sófasett, 3ja sæta sófi og 2 stólar kr. 26.600,- Hvítlökkuð stálgrind, vínrautt bómullaráklœði sem hœgt er að taka af og hreinsa. SUÐURLANDSBRAUT 22 S.-36011 Hjá Ferðaskrifstofu FÍB sérhæfum við okkur í flugi og bíl, einfaldlega vegna þess að þar getum við boðið þér vel. Vegna traustra tengsla okkar við ýmis systursamtök í Evrópu getum við )oðið þér hagstæð bílaleigukjör eða flutning á eigin bíLsé þess óskað vandaða gistingu og skemmtilegar ökuleiðir. Viljirðu njóta frísins í flugi og bíl, hafðu þá fyrst samband við okkur. Við finnum með þér vænlegustu kostina, - í ánægjulegtfrí, nákvæmlega aðþínumóskum. Þjónusta okkar er öllum opin FERÐASKRIFSTOFA FIB BORGARTÚNI 33 SÍMAR 29997 & 622970 >INGAI»JÓNUSTAN/SlA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.