Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 20
20
MÁNUDAGUR 18. APRÍL 1988.
Erlend myndsjá
Refurinn
fékk
fjörutíu
ára dóm
Irinn Dessie O’Hare, sem þekktur
er undir nafninu landamærarefur-
inn, var í síöustu viku dæmdur til
fjörutíu ára fangelsisvistar af dóm-
stóli í Dublin á írlandi.
Dóm þennan hlaut refurinn fyrir
aöild sína að ráninu á tannlæknin-
um John O’Grady á síðasta ári.
Réttarhöld standa enn yfir
nokknun félögum refsins sem tóku
þátt í mannráninu með honum.
Á meðfylgjandi ljósmynd sést lög-
reglumaður leiöa O’Hare út úr
dómshúsinu í Dublin eftir að dóm-
urinn hafði verið kveðinn upp.
Kortiö, sem maöurinn á myndinni hér aö ofan heldur á, seldist nýverið
á upphoði hjá Christie’s í London. Kortið, sem er eitt úr flokki gamalla,
samstæðra korta frá Portúgal, var slegið á nær sex hundruð þúsund doll-
ara, eða nær tuttugu og fjórar milljónir íslenskra króna. Kortið sýnir
bæði Norður- og Suður-Ameríku, Afríku og Evrópu.
Sala þessi er enn eitt dæmi þess hveijar fjárfúlgur safnarar eru reiðu-
búnir aö borga fyrir gamla muni og hstaverk sem þeir hafa augastað á
þótt venjulegt fólk eigi oft erfitt með að skiija áhuga þennan.
Bush með
bolta
George Bush, sem verður forseta-
frambjóðandi repúblikana í Banda-
ríKjunum í haust, kastar hér fyrsta
boltanum í leik tveggja hafnarbolta-
hða í New York í síðustu viku.
Bush hefur heitiö því að feta dyggi-
lega í fótspor Reagans, núverandi
forseta, veröi hann kjörinn. Ekki er
annað að sjá en hann búi sig vel
undir starfiö því Reagan hefur ein-
mitt mikið dálæti á að kasta fótbolt-
um, hafnarboltiun, körfuknattleiks-
boltum og yfirleitt ahs konar boltum.
Aquino
ógnað
Corazon Aquino, forseti Fihpps-
eyja, virðist láta sér í léttu rúmi
hggja þótt andstæðingar heima fyr-
ir hóti öhu ihu og hafi uppi
mótmæh gegn henni. Frúin fór í
opinbera heimsókn til Kína (mynd
að neðan) fyrir helgina meðan
stjómarandstæðingar brenndu
táiknbrúður af henni (th hægri).
Síðustu fregnir herma að Aquino
sé nú komin á „dauðahsta” hermd-
arverkamanna.
Kosningar nálgast
Forsetakosningar nálgast nú í Frakklandi en fyrri umferð þeirra fer
fram þann 24. april og síðari umferöin 8. maí.
Frambjóðendur biðla nú ákaft th franskra kjósenda og þótt búist sé
fastlega við að Francois Mitterrand forseti (mynd th hægri) verði endur-
Kjörinn er Jacques Chirac forsætisráðherra (mynd niöri th hægri)
ákveðinn í aö veita honum haröa keppni. Raymond Barre, fyrrum forsæt-
isráðherra (mynd að neðan), hyggur einnig á sigur þótt fáir telji hann
eiga möguleika th slíks.
Franskir Kjósendur taka kosningabröltinu með stóískri ró. Þeir láta það
ekki trufla sig þótt húsveggir og jafnvel gangstéttar séu þaktar kosninga-
spjöldum (mynd th vinstri) og auösýna þessu öhu saman mismikla
virðingu.