Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 18. APRÍL 1988. Fréttir ísafjörður: Aldraðir ánægðir með dagvistina Siguijón J. Sigurðsson, DV, feafirði: koma um morguninn og vera allan daginn í öruggu umhverfi og nýta sér Rannveig Vilhjálmsdóttir, fyrsti einstaklingurinn sem nýtti sér öldrunardag- vistun á ísafirði, ásamt Torfa Guðmundssyni. Fyrir stuttu var farið að bjóða upp þá þjónustu sem í boði er. Þar er á dagvistun fyrir aldraöa í Hlíf, þjón- helst um að ræða handavinnu ýmiss ustumiöstöð aldraðra á ísafirði. Þar konar, spii, leikfimi, boltaleiki, fót- er öldruðum gefinn kostur á því að snyrtingu og aðstoð við böð, svo fátt ; jd ■ . ; • eitt sé tahö. Fréttaritari DV leit inn á Hlíf fyrir páskana til að heyra hljóðið í þeim sem nú þegar eru farnir að sækja þessa þjónustu. Rannveig Vilhjálms- dóttir, 88 ára Hnífsdæhngur, er í dagvistun fyrir hádegi og er reyndar sá einstaklingur sem fyrstur nýtti sér þessa þjónustu. Hún sagðist, í sam- tah við fréttaritara, vera sérstaklega ánægð með hvemig staðið væri að þessum málum og var mjög þakklát fyrir. Hahdór Guðmundsson, forstöðu- maður Hlífar, benti á að þeim sem vildu nýta sér þessa þjónustu væri frjálst að ráða því hvenær og jafn- framt hve lengi verið væri í dagvist- im hveiju sinni. í boði væri að hafa th umráða lítil herbergi með legu- bekk til þess að vera í ró og næði einhvem hluta dagsins. Hahdór sagði einnig að nú væri verið að vinna að því að koma á fót akstursþjónustu þar sem þeim er þyrftu þess með yrði ekið fram og til baka. Þofrablót á Stvöndum: Gömlum myndum safnað Regína Thoiarensen, DV, Strandum: Félag Ámeshreppsbúa í Strandasýslu hélt hina árlegu þorrablótsskemmtun í mars. Fjölmenni var á skemmtuninni eins og vanalega. Þar hittast bæði gamlir og ungir Árneshrepps.: búar og blanda saman geði. Þar þekkist ekkert kynslóðabh. Félagið var stofnað 1940 og þar hafa margir ráðdehdar- og hug- sjónamenn verið í stjórn, fimm manna stjórn. Formaður nú er Pálmi Gúðmundsson frá Bæ í Trékyhisvík og hefur verið það síðasthðin átta ár. Félagið hefur stækkað mikið undanfarin ár og margar nýjungar htið dagsins ljós.Þar má nefna að eldri borg- urum er boðið í þorramat. Fjárhagur félagsins er góður og þar af leiðandi meira gert. Nú em þeir Haukur Jóhanns- son jarðfræðingur og Pálmi að safna gömlum myndum og væri vel þegið að fólk sendi þeim myndir sem það á og verður þeim skhað fljótt aftur. Einnig hafa sérfræðingar verið að taka heim- hdarmyndir af ýmsum merkum stöðum í áðurgreindum hreppi. Félag Árneshreppsbúa stendur á fóstum grunni eins og fólkið er uppalið við. Það eyðir ekki meira en það aflar og gætu íslenskar ríkisstjómir tekið það sér th fyr- irmyndar eftir að hafa keppst við undanfarin 20-30 ár að eyða mörgum sinnum meira en þjóð- arbúið hefur aflað þrátt fyrir góðæri th lands og sjávar. Samkomur Ámeshreppsfélags- ins hafa verið mjög ánægjulegar undanfarin ár, góður matur og mikh skemmtun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.