Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 44
60 MÁNUDAGUR 18. APRÍL 1988. Sviðsljós Ólyginn sagði... Brigitte Nielsen - fyrrverandi Stallone - sem var búin aö finna sér nýjan kærasta, varö aldeilis fyrir áfalli um dag- inn. Nýi ksérastinn hennar, bandaríski fótboltaleikarinn Mark Gastineu, er giftur en Brig- itte haföi ekki hugmynd um það. Þau Mark og Brigitte höföu til- kynnt trúlofun sína þegar hiö sanna kom í ljós, aö Mark á konu sem heitir Joy Gastineu. Brigitte tók þessu illa í fyrstu, en segir nú að ef hann skilji viö hana, verði allt gott á milli þeirra á ný. Mark hefur lofaö að veröa við þessu og hefur sótt um skilnað. Margaret Trudeau sem áður var gift kanadíska for- sætisráöherranum Pierre Trude- au hefur löngum verið gjörn á að hneyksla fólk. Pierre var oft í hinum mestu vandræðum meö hana vegna yfirlýsingagleði hennar, en hún lýsti því meðal annars yfir að hún hefði neytt eiturlyfja. Nýjustu fréttir af henni herma að lögregla hafi gert rassíu á heimili hennar í leit að eiturlyfjum og fundist hafi maríjúana í fórum hennar. Hún á nú yfir höfði sér fangelsisvist. George Michael annar helmingur Wham dúetts- ins sáluga - gengur vel á sínum sólóferli. Hann gaf út plötuna Faith sem selst grimmt og nú er nýhafin hjá honum þriggja mán- aða hljómleikaferð um Evrópu. Það er hans fyrsta hljómleikaferð frá því hann hætti í Wham, og miðar seljast mjög vel á tónleika hans. ... í skólanum, er skemmtilegt að vera - 9. bekkur Grunnskólans á ísaflrði í maraþonkennslu Siguijón J. Sigurðsson, DV, ísafirði: Grunnskólanemendur taka upp á ólíklegustu hlutum til þess að næla sér í pening í ferðasjóðinn sinn. Miðvikudaginn 6. apríl sl. stóðu nemendur 9. bekkjar Grunnskól- ans á ísafirði upp frá skólaborðun- um eftir að hafa setið við þau frá kl. 8 á þriðjudagsmorguninn eða í rúman sólarhring. Áður en þessi maraþonkennsla hófst höfðu krakkarnir gengið í hús og safnaö áheitum sem skilaði þeim 200.000 krónum í ferðasjóðinn. Á meðan á þessari maraþon- kennslu stóð voru aðrir nemendur skólans í páskafríi. Krakkarnir í 9. bekk höfðu samið við þá kenn- ara, sem kenna þeim samræmdu greinarnar, þ.e. íslensku, ensku, dönsku og stærðfræði, um að kenna þeim þennan sólarhring. Fjórjr kennarar skiptu kennslu þeirra þriggja deilda, sem eru í 9. bekk, á milli sín, þannig að einn kennari var ávallt í fríi, en krakk- arnir fengu stanslausa kennslu. Nemendur i einni af þremur deildum 9. bekkjar Grunnskólans á Isafirði Rúnars Vífilssonar kennara. maraþonkennslu undir stjórn Fjárhagsleg hlið óskarsverðlaunanna Þau mega búast við að hækka í launum og fá fleiri og betri kvikmyndatilboð i framtíðinni þau Cher og Michael Douglas sem fengu óskarsverðlaunin í ár fyrir leik i aðalhlutverki. Það að fá óskarsverðlaun hefur mikla þýðingu íjárhagslega séð. Fjármálas- érfræðingar hafa verið að spá í það hvað það þýði í peningum að fá stærstu verðlaunin. Myndin Síðasti keisarinn hefur þegar halað inn um 600 milljónir króna, og eftir að hún fékk 9 óskarsverðlaun, er búist við að önnur eins upphæð komi í kassann. Fyrir einstaka leikara er dæmið náttúrlega ekki eins hátt. Cher var vön að fá um 25 milljónir króna fyrir hlutverk, en eftir afhending- una getur hún farið fram á að minnsta kosti 40 milljónir á mynd. Auk þess verður meiri eftirspurn eftir henni sem leikara, og því úr fleiru að velja. Michael Douglas var aftur á móti kominn á toppinn í launamálum ef svo má að orði komast. Hann fékk um 200 milljónir á mynd, og enginn getur búist við að hækka mikið eftir það. Fyrir hann eru verðlaunin því fyrst og fremst spurning um heiður. Aðrar stjörnur, leikstjórar og tæknimenn verða að sjálfsögðu eftirsóknar- verðari, þótt dæmið sé ekki eins stórt fjárhagslega. Þessi atriöi gera það að verkum að mikil eftirvænting er í loftinu hjá þeim sem tilnefndir eru til verðlauna. Það vakti nokkra athygli við útnefningar þessa árs að enginn bandarískur leikstjóri var tilnefndur til óskarsverðlauna að þessu sinni. Oskarsverðlauna- nefndin var lengi gagnrýnd fyrir það að eingöngu bandarísk framleiðsla virtist hafa möguleika á verðlaunum, en nú er öldin önnur. Elísabet Taylor er afskaplega ánægð meö nýja gæludýrið sitt og kærir sig kollótta um læti dýraverndunarmanna. Símamynd Reuter gibbon-apa aðgjöf Milljónamæringurinn Malcolm Forbes og leikkonan fræga, Elísabet Tayl- or, eru nú á siglingu um Kínahaf á lystisnekkju. Malcolm Forbes gerir allt til að þóknast kvikmyndastjömunni og nú síðast færði hann Elísabet nýfædd- an Gibbon-apaunga sem gæludýr. Dýraverndunarmenn eru æfir út af þessu því að þeir segja að til þess að komast yfir svona unga verði að drepa móðurina og lífslíkur ungans án móðurinnar séu hverfandi. En Elísabet er ánægð og það er nóg fyrir Malc- olm Forbes.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.