Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 18. APRÍL 1988. Spumingin Telur þú aö selja eigi einkaaðilum rás 2? Valbjörn Jónsson: Já, hikstalaust, það þarf ekki útskýringar við. Margrét Einarsdóttir: Já, þó fyrr hefði verið. Þórey Jónsdóttir: Já, rás 2 er vonlaus eins og hún er. Ingibjörg Halldórsdóttir: Alveg eins, ef það eykur fjölbreytnina. Reynir Gylfason: Já, hún er ekki arð- bær eins og hún er rekin núna. Þórir Sandholt: Já, það er gefið mál að hún er í betri samkeppnisaðstöðu í einkaeign. Lesendur Fjölmiölafárið um rikisstjómina: Nýskipan ekki á döfinni „Sennilega hefur engin stjórn verið eins föst í sessi og einmitt þessi rikisstjórn," segir hér. Rikisstjórn Þorsteins Pálssonar. Þorsteinn Bjarnason hringdi: Eftir að Framsóknarflokkurínn tilkynnti að hann myndi gangast fyrir miðstjómarfundi hinn 23. apríl til að endurmeta stjórnarsam- starfið og ef til vill setja fram einhverjar áherslubreytingar hafa fjölmiðlar ekki Unnt látum og túlka þetta sem svo að nú sé ríkisstjórnin að ghðna og annaðhvort hljóti Framsóknarflokkurinn aö fara úr stjórn - eða þá Alþýðuflokkurinn! Ég tel mig hafa góöar heimildir fyrir því að hvorugt mun gerast. Formaður Framsóknarflokksins er áreiðanlega manna sístur til að krefjast þess að flokkur hans fari frá. Vel má vera að þar í flokki séu einhveijir sem ekki era ánægðir en það eru þá bara þeir sem ekki hafa fengið nógu mikinn framgang, t.d. verið afskiptir í ráðherraemb- ætti. Hjá Alþýðuflokknum er brott- hlaup ekid á dagskrá, svo mikið veit ég. Og hjá Sjálfstæðisflokki er enginn, nema þá þeir sem horfa löngunaraugum til ráðherraemb- ættis, sem vill slíta stjórnarsam- starfi eða fá aðra flokka til samstarfs. Þetta er því sannkaUað fjölmiðlafár eins og máUn standa nú. SennUega hefur engin stjórn verið eins fóst í sessi og einmitt þessi ríkisstjóm. Auðvitað hefur þessi stjóm ekki gert öllum til geðs en hún hefur þó tekið á málum sem fáar stjómir hafa áður þorað. Ef hins vegar ein- hver flokkanna ætti eða mætti fara frá þá væri það Framsóknarflokk- urinn sem er einna harðastur á móti hvers konar breytingum og eru landbúnaöarmáUn gleggsta dæmið um það. Og auðvitað hefur þessi stjóm ekki veriö nægilega hörð við Fram- sókn, t.d. í því að krefjast afnáms niðurgreiðslna og útflutningsbóta en að því kemur að hvort tveggja verður að skera á. Það gengur ekki að þurfa að taka erlend lán æ ofan í æ vegna skuldbindinga um út- flutingsba?tur. Nei, stjómin fer ekki frá fyrr en í næstu kosningum, eins og eðUlegt er. Én hún verður að sýna enn bet- ur að hún hafi tök á þeim efnahags- vanda sem hér er að skapast. Þar er niðurskurður á samneyslu eða niðurskurður hins opinbera efst á blaði, eins og allur almenningur er ailtaf að benda á. En ef til vill er besta svarið við þessum hugleiðingum það sem formaður þingflokks Framsóknar sagði í lok viðtals í blaði nýlega. - Hann var spurður: Ræðst framhald stjórnarþátttöku Framsóknar- flokksins á miðstjórnarfundinum? Og hverju skyldi þingmaðurinn hafa svarað? Jú, hann sagði þessa gullvægu setningu: „ Nei. Það ræðst ekki á miðstjómarfundinum. Það kemur til með að ráðast af við- brögðum ríkisstjórnarflokkanna á því sem verður ákveðið á miö- stjórnarfundinum"!! Um orðheldni: Önnursaga úr sveitinni Guðmundur Jónsson, Bjarnastöð- um, Hvítársíðu, skrifar: Ég sendi lesendasíöu bréf sem birt- ist í DV hinn 13. þ.m. undir heitinu „Hvað er orðið af heiðarleika og orð- heldni? - Ein saga úr sveitinni". Nú er hér önnur saga af svipuðum toga sem mig langar til að segja. Ein frægasta hljómsveit landsins dvaldi hér í nágrenninu um verslun- armannahelgi sl. sumar. Farkost nokkurn höfðu þeir undir tól sín og tæki, auk bílstjóra og umboðsmanns. Nú vill svo til að farkosturinn bilar og eitthvað var nú lítið um viðgerð- artólin svo leita þurfti aðstoðar á sveitabænum. Fengu þeir að láni tæki til viðgerð- ar svo hægt væri að halda akstrinum áfram. Tækjunum yrði svo öragglega skilað aftur að viðgerð lokinni, að sögn umboðsmanns. - Rúmlega hálft ár er liðið síðan og ekki bólar á tækj- unum, þrátt fyrir áminningu til umboðsmannsins. Þessar smásögur úr dreifbýlinu segja okkur að varasamt er orðið að treysta lengur orðum fólks. En skelf- ing finnst manni ómerkilegt að geta ekki staðið við töluð orð, og ólíkt þvi sem maður hefur átt að venjast. Eða er heiðarleiki og orðheldni horfin úr samfélaginu? Þakkir til Stöðvar2 S. Guðmundsdóttir skrifar: Mig langar til að þakka Stöð 2 kær- lega fyrir langa og yfirleitt góða dagskrá um páskana. Til ánægju fyr- ir þá sem vildu eða urðu að vera mikið heimavið yfir hátíðina. Ég var einnig beðin fyrir þakkir og bestu óskir til Stöðvar 2 um góða framtíð frá nokkram fjölskyldum, vinum og vandamönnum, sem gjarn- an vildu skrifa, en tíminn er naumur hjá mörgum eins og gengur. - Ég má svo í lokin til með að fá að láta þá ósk fljóta með, þótt hún sé óskyld þessu að ofan, að hætt verði við að byggja Ráðhús í Tjörninni. Börneru viðkvæmari fyrirþvíað veraán réttrarnæringaren fullorðið fólk. Skorturá næringarefnum hamlarþroska þeirra. Prótein er aöaibyggingarefni líkamans. Próteinið í mjólk er hágæðaprótein og eittþað besta sem völ er á. Til þess að beinabygging þarf hlutfall hinna ýmsu steinefna að vera rétt. í mjólk eru þessi hlutföll mjög hagstæð. 7: Börn með eðlilegan vöxtþurfaá hitaeiningum og fitu úrnýmjólkað halda. Neysla fituskertrar mjólkur getur svipt sum börn nauðsynlegri orku. Orkuþörf 1 -3ja ára barns er allt að þreföld orkuþörf fullorðinna miðað við þyngd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.