Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 18. APRÍL 1988.
17
Lesendur
Okur á innanlandsflugleiðum Flugleiða:
Hvar eru stjómvöld
og verðlagsyfirvöld?
Jón Sig., V.R.-félagi, skrifar:
Vegna skrifa starfsmannafélags
Flugleiöa í dagblöðum í febrúarmán-
uði sl. um væntanlegan samning V.R.
við Lion Air um leiguflug milli ís-
lands og Luxemborgar er mjög
fróðlegt að bera saman hin ýmsu
flugfargjöld hjá Flugleiðum á innan-
landsleiðum og Evrópuleiðum.
Kemur þá í ljós að það er 163%
dýrara áð fljúga per mílu í innan-
landsflugi en á Evrópuleiðum hjá
félaginu, þótt Fokker vélar félagsins
séu löngu orðnar úreltar og afskrif-
aðar. - Dæmi:
Akureyri, fram og til baka 320 mílur,
lægsta verð Kr. 7.234.-
Kaupmannahöfn, fram og til baka
2624 mílur, lægsta verð Kr. 22.350,-
London, fram og til baka 2352 mílur,
lægsta verð Kr. 20.320.-
Samkvæmt þessum verðum á Evr-
ópuleiðum ætti fargjaldið til Akur-
eyrar, fram og til baka, að kosta Kr.
2.744.-, en ekki 7.234.- Og enn meiri
yrði munurinn, ef Ameríkuflugið
væri tekið með í dæmið.
Það gengur hreint ekki lengur
þetta okur á innanlandsleiöum hjá
Flugleiðum. Gefum flugsamgöngur
innanlands og milli landa frjálsar
sem fyrst.
Lesendasíðu DV tókst að útvega mynd af þessari umræddu og „fjölþættu" peru og fylgir hún með þessu bréfi.
„Gleðiperur“ eða „True-Lite“ dagsbirtuperur:
Vinsældir og áhrif
163% dýrara að fljúga per milu í innanlandsflugi með Flugieiðum en á
Evrópuleiðum félagsins?
Hope Knútsson iðjuþjálfi skrifar:
í DV lesendabréfi hinn 13. þ.m. var
bréf frá Sighvati undir fyrirsögninni
„Hvar fást gleðiperur?" - Mig langar
til að koma með eftirfarandi upplýs-
ingar í tilefni þessa bréfs:
Eg held, að ég megi segja að ég
hafi verið fyrst manna til að nota
þessar perur, sem heita „True-Lite“
dagsbirtuljós, hér á landi fyrir um
það bil 10 árum. Þessar perur fást
nú hér á landi og eru til sölu í versl-
uninni Natura Casa við Nýbýlaveg.
„True-Lite“ fluorperumar líkja í
öllu eftir náttúrlegu dagsljósi og em
einu ljósaperumar sem hafa fengið
viðurkenningu bandarísku heil-
brigðisstofnunarinnar sem lækn-
ingatæki við þunglyndi og svokölluð-
um inni- og skammdegiskvillum.
Tuttugu ára rannsóknir á „True-
Lite“ fluorpemnum hafa sannað að
þær hafa þessi heilsubætandi áhrif á
fólk: auka sjóngetu og sjónskerpu -
auka kalsíummyndun beina og
tanna (minni líkur á beinþynningu)
- draga úr þunglyndi og auka líkam-
lega og andlega vellíðan - eru
bakteríudrepandi og auka mótstöðu-
afl líkamans - auka afkastagetu við
vinnu eða athafnir daglegs lífs - eru
þægileg lýsing og sýna eðlilegan lit.
Maður verður kannski ekki bein-
línis glaður undir „True-Lite“,
áhrifin eru ekki svo einfóld. En áður-
nefndir- eiginleikar hafa engu að
síður veriö sannaðir. Getur svo hver
dæmt fyrir sig..
í Kalkeralgengasta steinefnið ílíkamanum.
bein
mjólkurmatar er nær ógerlegt að fullnægja
kalkþörfinni og tryggja jafnframt önnur
næringarefni ínægilegum mæli.
yólk gefa 1-3ja ára börnum um
50% af RDS A-vítamíns. Það vítamíner
stundum nefntslímhúðarvítamínið, því að
það endurnýjarslímhúðina og verokkur
þannig gegn utanaðkomandi sjúkdómum.
semeru
nauðsynleg fyrirþá sem eru í örum vexti til
þess að geta myndað erfðaefni fyrirnýjar
frumur.
vinna mjög velsaman.
D-vítamínið í lýsinu hjálpar til við að nýta
kalkið úrmjóikinni.
Hún á allt
þaö besta
skilið
Fyrsíu árin í iífi barns geta skipt sköpum um
framtíð þess. Sú undirstaða sem þá er lögð
þarf að vera það traust að á henni sé hægt að
byggja allt lífið.
Þennan mikilvæga tíma er þessi litla vera hins
vegar algerlega háð umönnun annarra. Vöxtur
hennar og þroski er á þeirra ábyrgð. Þegar
brjóstagjöf hættir skiptir rétt fæðuval miklu máli.
fvljóik ereinn mikilvægasti þátturinn í fjölbréyttu
fæðuvali barna. Auk þess að vera langmikil-
vægasti kalkgjafi okkar inniheldur hún í ein-
hverjum mæli öll mikilvægustu vítamín og
steinefni sem líkaminn þarfnast og verulegan
hluta snefilsteinefna. Hæfilegur skammtur af
nýmjólk fyrir 1 -3ja ára bam er 2-3 glös á dag.