Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1988, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 25. APRÍL 1988. 11 Utlönd Senda strandgæslu- rsf báta til Persafloa rsr Ólafur Amarscm, DV, New York: Frank Carlucci, varnarmálaráö- herra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að bandarísk stjómvöld íhuguðu nú að senda strandgæslubáta til gæslustarfa á Persaflóa. Tahð er að strandgæslubátar henti betur en stór herskip til að fylgjast með hraö- skreiðum fallbyssubátum írana auk þess sem nærvera þeirra gæfi her- skipum Bandaríkjanna á svæðinu betra svigrúm til að sinna öðmm verkefnum. Ekki em allir á einu máb um rétt- mæti þess að senda strandgæslubáta til eftirbts á Persaflóa. Sumir hafa vakið máls á því að mun erfiðara sé að veija svo lítil skip gegn árásum íranskra fabbyssu- og eldflaugabáta heldur en stór herskip. Einnig eru margir á þeirri skoðun að banda- ríska strandgæslan megi ekki missa neinn af bátum sínum. Hún eigi fubt í fangi með að reyna að stöðva eitur- lyfjasmyglara sem koma varningi sínum sjóleiðis til Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa ekki notað strand- gæslubáta í hernaðarlegum tilgangi síðan í Víetnamstríðinu. Um helgina heyrðust raddir um það að umsvif Bandaríkjanna á Persaflóa minntu orðið æ meira á atburðarásina þegar Bandaríkin drógust inn í Víetnam- stríðið. Þá, eins og nú, hafi Bandarík- in smám saman aukið umsvif sín án þess að gera það ahnennilega upp við sig hvaöa takmarki væri stefnt að. Iranskir hraðbátar gerðu um helg- ina árás á lítið obuskip, sem sigbr undir fána Líberíu, við Hormuzsund en á því urðu litlar skemmdir. Þessi árás kom aðeins einum degi eftir að Reagan Bandaríkjaforseti varaði ír- ana við því að bandarísku herskipin á svæðinu myndu hér eftir hafa heimhd til að veija skip sem ekki sigla undir bandarískum fána. Bandaríkin munu þó ekki ætla að hefna árásarinnar um helgina. Hryðjuverkasamtök í Líbanon, sem segjast hafa tvo bandaríska gísla í haldi, hótuðu því um helgina að gíslarnir yrðu teknir af lífi ef Banda- ríkin geröu aftur árásir á írana og írönsk mannvirki. í sjónvarpsviðtab í gær sagði Carlucci varnarmálaráð-' herra að Bandaríkin myndu ekki láta mannræningja og morðingja hafa nein áhrif á stefnu sína eða einstakar aðgerðir og að Bandaríkin myndu ekki beygja sig undan hótunum hryðjuverkamanna. Talið er að bandalagsríki Bandaríkjanna í Vest- ur-Evrópu hafi nú nokkrar áhyggjur af því hvað Reagan Bandaríkjaforseti vilji sýna mikla hörku gegn írönum á Persaflóa og nú sé reynt að þrýsta á Bandaríkjamenn um að fara rólega í sakirnar. Bandaríkjamenn vilja Dukakis vinsælli Ólafur Amaison, DV, New York: Samkvæmt nýrri skoðanakönnun myndi Michael Dukakis bera sigur- orð af George Bush ef forsetakosn- ingar færu fram nú. Ef Jesse Jackson yrði varaforsetaefni hans myndi hann hljóta 47 prósent atkvæða á móti 42 prósentum hjá Bush. Ef Al- bert Gore yrði varaforsetaefni yrði Jesse Jackson og Michael Dukakis ieiða saman hesta sina í forkosningum i Pennsylvaniu á morgun og er Dukakis spáð sigri. Simamynd Reuter Stuðingsmennimir tækifærissinnar Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló: Fæstir taka bókstaflega úrsbt skoðanakannana sem sýna að hægri, róttæki Framfaraflokkurinn í Noregi er orðinn annar stærsti flokkur landsins en þróunin er engu að síður augljós. Framfaraflokkurinn stelur fylgi frá öllum öörum stjómmála- flokkum, meira að segja frá sósíahst- unum. Leiðarar norsku blaðanna fjaba um það eitt þessa dagana hvernig eigi að stemma stigu við velgengni Carls I. Hagen, formanns Hægri flokksins. Samkvæmt upplýsingum frá við- horfsrannsókn sem Norsk Monitor, markaðs- og fjölmiðlastofnun Nor- egs, stóð að eru stuðningsmenn Framfaraflokksins eigingjamir og sjábselskir. „Við vegum og metum marga per- sónulega þætti og gerðir fólks og segja má að við skyggnumst djúpt niður í sálarlíflð," segir tölfræðingur við stofnunina. „Kjósendur þessa flokks eiga það sameiginlegt að vera sjábselskir tækbærissinnar. Efnisleg gæði em þeirra aðaláhugamál, vel- ferð þeirra sem minna mega sín stendur þeim á sama um og þeir eru fylgjandi stéttaskiptingu," segir töl- fræðingurinn. Þessar einkunnir eru þær sömu sem allir andstæðingar Framfara- flokksins gefa Hagen og fylgjendum hans. En Hagen hefur ætíð svör á reiðum höndum og kemur sem sigur- vegari út úr öllum rökræðum. Hann er ásakaður fyrir að vera yfirborðs- kenndur og nota röksemdir sem ekki standast. Þrátt fyrir þetta kjósa nú yflr 20 prósent þjóðarinnar að trúa á þessa hugmyndafræði og þess vegna má líta á það sem hreina móðgun við stóran hluta norsku þjóðarinnar að hrinda pólítík Carls I. Hagen frá sér eins og hverju öðru rausi. Hægri flokkurinn, sem ævinlega hefur svarið og sárt við lagt að sam- starf við Framfaraflokkinn sé óhugsandi, er nú farinn að bnast í mótmælum sínum. Samstarf mbb þessara tveggja flokka getur orðið niðurstaðan eftir næstu þingkosn- ingar í Noregi haustið 1989. Þar með mun stefnan í norskum stjómmálum geta tekið róttækum breytingum í hægri átt. Gurmar Kiistjánsson, DV, Kanpm.b-OÍn: Stjórnarflokkarnir og sósíal- demókratar eru ekki sammála um hvert sé aðalmál kosning- anna sem fram fara í Danmörku í maí. Á laugardaginn kynntu sósíal- demókratar það sem þeir kaba aöalmál kosninganna, það er að segja aðgerðir í efnahagsmálum. Vinstri menn og íhaldsmenn segja aðalmál kosninganna vera aðild Dana aö Atlantshafsbanda- laginu. Sósíaldemókratar benda á að allir þurfi aö vinna saman ef Dan- ir ætb að leysa vandamál sín. Danir verði að vinna meira og neyslan veröi að minnka, bæöi í opinbera geiranum og einkageir- anum, næstu árin. Skattamir verði að vera óbreyttir og helst lækka sögðu Svend Auken og Mogens Lykketoft, leiötogar sós- íaldemókrata, er þeir kynntu stefnu sósialdemókrata í efna- hagsmálum. Róttækir vinstri menn ganga tb kosninga undir slagoröinu „Gef- um skynseminni tækbæri“. Með skynseminni eiga þeir við minni launahækkanir, lækkandi skatta og opinber útgjöld og aukinn sparaað. Þetta ætti þegar lengra er btið að skapa meiri atvinnu og greiðsiujöfnuð við útlönd. Rót- tækir hafa bent á aö eftir kosn- ingar verði notaður meiri tími i að semja stjómarsáttmála'fyrir kjörtímabibð og er Niels Helveg Petersen, formaður róttækra, tb- búninn að stjóma þeim umræð- um. Ef hann fær umboð drottningar eftir kosningar mun hann reyna að mynda meiri- hlutasfjórn með stjómarflokkun- um og sósíaldemókrötum. en George Bush sigurinn enn stærri. Könnunin leiddi einnig í ljós að Bush myndi vinna stórsigur ef Jesse Jackson væri forsetaefni demókrata. Nú þykir hins vegar ljóst að Duk- akis verður forsetaefni demókrata og flestir spá því að Sam Nunn, öld- ungadeildarþingmaður frá Georgíu, verði varaforsetaefni hans. Nunn hefur reyndar lýst því yfir að hann hafi ekki áhuga á að verða varafor- seti en stjórnmálaskýrendur telja að hann verði beittur miklum þrýstingi til að bjóða sig fram með Dukakis. Á morgun veröa forkosningar í Pennsylvaniu og er Dukakis spáð góðum sigri og drjúgum hluta af þeim 178 fulltrúum á flokksþing sem kosið verður um. Oliuflutningaskip frá Panama á siglingu um Persaflóa. Á skipið hefur verið letrað að áhöfnin sé japönsk. íranar ráðast sjaldan á japönsk skotmörk, ef til vill vegna mikilla olíukaupa Japana frá iran. Simamynd Reuter hins vegar að bandamenn þeirra í Evrópu taki mun ríkari þátt en nú í að halda uppi eftirbti á flóanum og hér vestra hafa heyrst raddir um að flóanum verði skipt upp í afmörkuð svæði og hvert ríki beri síðan ábyrgð á sínu svæði. BARNANÁTTSLOPPAR Iþróttahandklæði. Teygjulök, allar stærðir, margir litir. Rúmteppi i miklu úrvali. Nýjar sendingar af barnanáttsloppum, handklæðum, teygju- lökum og rúmteppum. RÚMTEPPI Skotic Klappastig 31 Sími 14974

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.