Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1988, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1988, Qupperneq 17
MÁNUDAGUR 25. APRÍL 1988. 17 Lesendur Vill íslenskan pennavin Elisabeth Gruber skrifar: Mig langar til aö biöja DV fyrir litla orðsendingu. Hver viU skrif- ast á við þýska stúlku? Ég er 19 ára göraul, lífsglöð stúlka og bíö eftir bréfi frá þér... Heimilisfangið er: Blumfeldstr. 5, 8491, Charamundter West-Germany. ORLANDO 2 x í viku FLUGLEIÐIR -fyrír þíg- „í dag eru þarna blómlegar byggðir.“ Frá samyrkjubúi í ísrael. t PLO - arabar og ísrael Islendingur skrifar: Á undanfórnum vikum hefur gefiö að líta einhliöa áróöur og rógsherferð fjölmiðla á hendur ísraelsmönnum. Israelsríki, sem stofnað var að til- hlutan Sameinuðu þjóðanna, hefur frá upphafi átt undir högg aö sækja með nærri 100 milljónir araba allt i kringum sig en sjálfir eru þeir, eða voru a.m.k., ekki nema um 3 milljón- ir. Slíkur liðsmunur vex sjálfsagt ílestum í augum. Fram á ritvöllinn hafa vaðið ýmsir menn sem hafa fordæmt ísraels- menn fyrir hörku í garð Palestínu- araba á herteknu svæðunum. Einnig hefur tiltekinn stjórnmálamaður, sem fram að þeim tíma var þó virtur hér á landi, tekið upp samband við hryðjuverkasamtökin PLO. Ein var þó sú grein, sem vakti at- hygli mína í miðju rógsherferðarinn- ar. Það var grein eftir íslenskan gyðing. Hann rakti þar hluti sem eru svo óhugnanlegir að það má og hlýt- ur að teljast einsdæmi í sögu þessar- ar þjóðar að íslenskur stjórnmála- maður hafi dæmt saklaus börn með því að neita þeim um landvistarleyfi og gert sitt til þess að íslenski gyöing- urinn og fleiri slíkir yrðu sendir til þess lands sem þeir flúðu frá. Hann vakti athygli á íleiri þáttum sem eru nær í tíma óg rúmi og vil ég þakka honum fyrir greinina. EU- ert B. Schram birti í DV fullyrðingu þess efnis að íslendingar styddu Pal- estínu-araba í „frelsisbaráttu" þeirra og „fordæmdu" aðgerðir ísraels- manna. Þetta tel ég ekki sannleikan- um samkvæmt. Eg tel meginþorra íslensku þjóðarinnar halda tryggð við Israelsmenn sem hafa þurft að berjast við hatursfulla hópa araba sem eiga sér það eina takmark að útrýma Ísraelsríki. Hvernig sem fjölmiðlar haga frétta- flutningi sínum frá þessu svæði tekst þeim ekki að heilaþvo íslendinga þannig að þeir snúi baki við ísraels- mönnum. Hvernig var þaö annars með morðin á starfsmönnum kjarn- orkuversins? Það fór eitthvað hljótt, utan einu sinni þar sem sagt var frá því - eiginlega í framhjáhlaupi. Hvað með PLO, nýjasta leikfang og gælu- dýr íslenska utanríkisráðherrans og ijölmiölanna? Góðir landsmenn. Látum ekki fréttamenn fjölmiðlanna villa okkur sýn. Við vitum að þeirra starf er að selja sína íjölmiðla og þá vill oft gleymast hvernig aðferðum „ætti“ að beita og hvernig aðferðum „ætti ekki“ að beita. ísraelsmenn áttu þetta land í önd- verðu. Það var tekið af þeim með oíbeldi á öldum áöur og síðan fengið þeim aftur í hendur að hluta til, með samþykkt S.Þ. Þeir hafa fullan rétt til þess að verja hendur sínar eins og þeir hafa orðið að gera frá stofnun ríkisins. Styðjum við bakið á þeim en höfn- um þeim ekki á erfiðleikatímum. Þeir fengu landiö sitt aftur í hend- urnar sem gróðurlausa eyðimörk sem enginn vildi líta við. í dag eru þarna blómlegar byggðir og þess vegna vilja arabarnir koma höndun- um yfir það aftur. Við eigum samleið meö ísraelsmönnum. Látum fjöl- miölana ekki rugla okkur í riminu. Eflum sjónvarpið Fyrir nokkrum dögum skrifar Sig. Einarsson lesendabréf í DV þar sem hann setur fram mjög ákveðnar efa- semdir um að Starfsmannafélag Sjónvarpsins, og reyndar starfsmenn yfirleitt, eigi að skipta sér af rekstri Sjónvarpsins. í þessu sambandi vitn- ar Sigurður til mótmæla Starfs- mannafélags Sjónvarpsins nú nýlega gegn þeirri stefnu að fela einkaaðil- um gerð efnis fyrir Sjónvarpið á sama tíma og seglin eru dregin sam- an hjá tæknideild stofnunarinnar. Bréfritari telur útilokað annað en að stjórnendur Sjónvarpsins hafi kannað rækilega hvar ódýrast sé að framleiða sjónvarpsefni og jafnan snúið sér þangað. Starfsmannafélag Sjónvarpsins hefur hins vegar efa- semdir um að þetta hafi veriö kannað á þeim forsendum sem æskilegt væri og telur það vera ranga stefnu að draga úr innlendri dagskrárgerð inn- an Sjónvarpsins, eins og nú virðist vera á döfinni. Mun heppilegri kost fyrir stofnunina teljum við vera að festa þá peninga sem hún hefur und- ir höndum innan eigin veggja í stað þess að beina þeim út úr stofnuninni og jafnvel í vasa samkeppnisaðil- anna, sem að sjálfsögöu nýta þá til að byggja upp eigin tækjakost. Mönnum er ef til vill ekki kunnugt um að tæknideild Stöðvar 2 er þegar á stærð við tæknideild Sjónvarpsins og fer ört stækkandi. Ef Sigurður Einarsson telur það vera einkamál örfárra útvalinna að fjalla um stefnumótun í þessum efnum þá er það mikill misskilningur. Að sjálf- sögðu er það fullkomlega eðlilegt að starfsmenn Ríkisútvarpsins taki al- mennt þátt í umræðu um sín eigin störf og það hvernig þau verkefni sem þeir glíma við veröi best leyst af hendi. Allir þeir sem annt er um hag Ríkisútvarpsins hafa að sjálf- sögðu fullan rétt á að ræða málefni þess. Það er ljóst að Sigurður Einarsson er ekki á sama máli. „Hvernig væri ástatt í fyrirtækjum", spyr hann í umræddu bréfi til DV, „ef starfs- menn væru að leggja línurnar í rekstrinum og stjórnendur létu þaö gott heita?“ Nú er það svo, Sigurður, að stjórnendur eru líka starfsmenn og allir ættu að hafa þaö hugfast að fleiri eru menn en yfirmenn. En stundum þarf líka að minna á það. Þaö telur Starfsmannafélag Sjón- varpsins vera sitt hlutverk. Ögmundur Jónasson formaður Starfsmannafélags Sjónvarps

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.