Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1988, Blaðsíða 36
FRÉTTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá f s(ma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiöast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsíngar - Áskrift - Dreiftng: Sími 27022 Frjálst,óháÖ dagblað MÁNUDAQUR 25. APRÍL 1988. Tvöfalt hjá Reykvíkingum Keppnisliö Reykjavíkur vann í ^gærkvöldi fulltrúa Ámesinga í spurningaþættinum „Hvað held- urðu?“ og hlaut að launum titil íslandsmeistara. Sigurvegararnir fengu ýmis verðlaun, þar á meðal bikar til eignar sem varðveittur verð- ur í ráðhúsi Reykjavíkur. Þá var Flosi Ólafsson vahnn hagyrðingur þáttanna og fékk myndavél til minn- ingar um það. Yfirstjórn Sjónvarps- ins hefur ekki enn ákveðið hvort framhald verður á þessari þáttagerð. -gse Landhelgisgæslan: Sjúkursjó- maður sótturáhafút Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- SIF, sótti í gærdag sjúkan sjómann um borð í togarann Svein Jónsson KE 9. Togarinn var staddur um 70 sjómílur vestur af Látrabjargi. Þyrlan fór frá Reykjavík klukkan 11.15 og lenti viö Borgarspítalann Llukkan 13.55. Þetta er með lengri samfelldu flugferðum þyrlunnar. Fyrir skömmu sótti þyrlan annan veikan sjómann um borð í Svein Jónsson KE. Togarinn var þá stadd- ur á svipuðum slóðum og í gær. -sme Eldur í mann- lausri íbúð Slökkvilið var kallað út snemma í morgun vegna elds í mannlausri íbúö á annarri hæð að Fornhaga 13 í Reykjavík. Eigandi íbúðarinnar hélt j M utanlandsferð í gærmorgun. Þegar slökkvilið kom á vettvang var mikill og svartur reykur í íbúðinni en eld- urinn var takmarkaður og greinilegt að hann hafði logað um nokkurn tíma. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Nokkrar skemmdir urðu á íbúöinni og innanstokksmunum af völdum sóts, reyks og hita. -sme Bílstjórarnir aðstoða 2SÚ5Ú 'SSTlDIBíLfíSTÖÐin LOKI Vonandi hleypur ekki . hundur í Flosa! I------------ Verkfall verslunarmanna: Þaðeru ekkiefnitil margra sáttafunda -segir Guðlaugur Þorvaldsson nkissáttasemjarí „Segja má að búið sé að ganga frá flestu nema launalið samninganna en þar situr lika allt fast," sagði Guðlaugur Þorvaldsson ríkissátta- semjari í samtali við DV í morgun. Samkvæmt heimildum DV telja deiluaðilar að eini möguleikinn á lausn kjaradeilu verslunarmanna og viðsemjenda þeirra sé sáttatil- laga frá ríkissáttasemjara sem bera veröur undir atkvæði bæöi Iijá vinnuveitendum og verslunar- mönnum ef hún kemur fram.. „Ég get ekkert sagt um það hvort sáttatillaga er á leiðinni en hitt er alveg ljóst að eins og málin standa er ekki efni til margra sáttafunda í viðbót og auðvitaö er enginn möguleiki útilokaöur í þessu máli,“ sagði Guðlaugur, aðspurður hvort sáttatillaga væri á leiðinni. Sáttasemjari ber ekki fram sátta- tillögu í kjaradeilu fyrr en öll sund eru lokuö í samningaviðræöum. Hann leggur og nokkuð undir með því að leggja slika tillögu fram vegna þeirrar erfiðu stöðu sem upp kemur ef hún er felld af öðrum hvorum deiluaðilanna. Sáttafundurinn, sem hófst kl. 14.00 í gær, stóö tíl klukkan aö ganga fjögur í nótt án þess að nokk- uð þokaðist varöandi launaliðinn. Annar fundur hefur verið boðaöur klukkan 17.00 í dag. -S.dór Það var glatt á hjalla þegar dúettinn Beathoven og fylgdarlið lagði af stað til Dyflinnar eldsnemma á laugardagsmorgun. Þeir sem gefa sigurmerkið eru, frá vinstri: Jón Páll Sigmarsson, Hermann Gunnars- son, sem kynnir keppnina í íslenska Sjónvarpinu, Sverrir Stormsker og Björn Emilsson sem séð hefur um undirbúning. Efst í dyrum rútunnar standa Edda Borg, Stefán Hilmarsson, Þorsteinn Gunnarsson og Guðmundur Jónsson. DV-mynd Brynjar Gauti Heildarúttekt á hvalamálum Kjartan Jóhannsson, þingmaður Alþýðuflokksins, sat nýverið fund landbúnaðar- og sjávarútvegsnefnd^ ar Evrópuráðsins en þar lá fyrir tillaga þar sem Japanir eru for- dæmdir fyrir visindaveiðar á hvöl- um. Að sögn Kjartans var niðurstaða fundarins sú að tíllagan yrði lögð til hliðar að svo stöddu og unnið yrði að heildarúttekt á hvalamálum. Kjartani, ásamt fyrsta flutnings- manni tillögunnar, var falið að vinna að þessari heildarúttekt. Engin tíma- mörk voru sett, að sögn Kjartans, en hann kvaðst búast við því aö undir- búningur hæfist í næsta mánuði. „Ég er mjög ánægður meö þessa niðurstöðu," sagði Kjartan í samtali við DV. „Ef tillagan hefði verið sam- þykkt, eins og hún lá fyrir, hefði það verið mjög óþægilegt fyrir íslend- inga.“ Fundurinn var mjög harður að sögn Kjartans og var lítillega komið inn á hvalveiðar íslendinga. -StB Utanlandsflugið stöðvast lík- lega á þriðjudagskvöldið Verði af boðuöu verkfalli verslun- armanna á miðnætti á þriðjudags- kvöld stöðvast allt utanlandsflug íslendinga. Til stóð að Verslunar- mannafélag Suðurnesja færi í verk- fall á miðnætti í gærkvöldi en vegna skeytisins, sem aldrei komst í hendur Vinnumálasambandsins, og Póstí og síma er kennt um, var gert sam- komulag um að fresta verkfallinu fram á miðnættí á þriðjudagskvöld. -JGH Vestmannaeyjar: Verslunarmenn bíða átekta Ómar Garðarsson, DV, Vestmarmaeyjum; Verslunarmannafélag Vestmanna- eyja hefur enn ekki boðað til verk- faÚs en að sögn Ingimars Georgsson- ar, formanns félágsins, eru sáttaviðræður í gangi. Fundur var haldinn fyrir helgi og var sá fundur jákvæður. Ingimar sagði að ákveðið hefði verið að bíða með frekari að- gerðir og kaupmenn væru að athuga hvað þeir gætu gert og hvort þeir hefðu heimild til að semja við félags- menn. Stjórn og trúnaðarmannaráð félagsins hefur heimild félagsmanna til verkfalls. Vélsleðamenn hittust Vel á annað hundrað vélsleða- manna voru í Kerlingarfjöllum um helgina. Þar var haldið þing Félags vélsleðamanna. Búið var að fresta þinginu í tvígang vegna veðurs. Björgunarsveit Slysavamafélags- ins á Selfossi sá um hjálpar- og leitarþjónustu. Veðrið á morgun: Suðlæg átt og úrkoma víðast hvar Á morgun verður suðlæg átt á landinu og víðast 6-9 stíga hiti. Rigning veröur um suðaustan- vert landið og einnig á stöku staö norðaustanlands en dálítil súld eða skúrir vestanlands, -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.