Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1988, Blaðsíða 30
MÁNUDAGUR 25. APRÍL 1988.
ya
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Kevin Kostner
- sem átti svo eftirminnilegan
leik í myndunum „No Way Out“
og „The Untouchables“ - var ný-
lega búinn að samþykkja að taka
að sér hlutverk í nýrri mynd,
þegar eiginkona hans stoppaði
hann af. Aðalleikarinn á móti
Kostner átti að vera hin gullfal-
lega Michelle Pfeiffer sem hefur
getið sér gott orð fyrir myndimar
„The Witches of Eastwick" og
„Ladyhawk". Pfeiffer er gömul
kærasta Kostners og eldheitar
ástarsenur í myndinni féllu ekki
eiginkonu Kostners í geð.
Sting
- fyrrum meðlimur hljómsveitar-
innar Police - hefur átt í vand-
ræðum með rödd sína. Hann
hefur haft samráð við lækni sem
hefur verið með hann í með-
höndlun en það gengur ekki of
vel. Læknirinn fyrirskipaði Sting
að þegja algerlega í nokkra daga,
ef hann á að gera sér vonir um
að halda röddinni, og Sting varð
að gjöra svo vel að skrifa skilaboð
á minnisnótur þegar hann þurfti
að koma einhverju á framfæri.
Malcolm
Jamal-Warner
- sem leikur Theo í þáttunum um
Fyrirmyndarfóður - er orðinn
ástfanginn upp fyrir haus. Sautj-
án ára gömul stúlka, Pamela
Potilo, sem leikur vinkonu Va-
nessu í þáttunum á nú hug hans
allan. Theo sem áður eyddi megn-
inu af frítíma sínum í körfubolta,
hefur nú engan tíma fyrir þess
konar vitleysu.
Verðlaunahafar í eldri flokki, Siguröur Daði Sigfússon sem varð í þriðja
sæti, sigurvegarinn, Hannes Hlífar Stefánsson, og Þröstur Árnason sem
varð i öðru sæti. DV-myndir GVA
á myndinni er Ingvar Jóhannesson, sem varð í þriðja sæti, og til hægri
er Magnús ö. Úlfarsson sem hreppti annað sætið.
Skólaskákmót Reykjavíkiir
Árlegt skólaskákmót Reykjavíkur
var haldið um daginn og var teflt í
félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur
við Grensásveg. Teflt var í tveimur
flokkum, níu Monrad-umferðir í
hvorum fyrir sig.
í yngri flokki voru 40 keppendur,
en það eru nemendur fyrsta til sjötta
bekkjar grunnskólanna. í eldri
flokki, fyrir nemendur sjöunda til
níunda bekkjar, voru 23 keppendur.
í báðum flokkum var umhugsunar-
tíminn 30 mínútur á skák. Skákstjór-
ar í mótinu voru Ólafur H. Ólafsson,
Hilmar Thors og Þráinn Vigfússon.
Efstur í yngri flokký með fullt hús
vinninga, varð Helgi Áss Grétarsson
úr Breiðholtsskóla sem áöur hefur
getið sér gott orð á skáksviðinu. í
eldri flokki, einnig með fullt hús
vinninga, varð Hannes Hlífar Stef-
ánsson hiutskarpastur, en hann
stundar nám við Hagaskóla.
Mótið þótti takast vel í alla staði
og greinilegt að íslendingar eru ekki
á flæðiskeri staddir hvað varðar
áhuga yngri kynslóðarinnar á íþrótt-
inni.'
Frönsk kvikmynda-
vika í Regnboganum
í fyrri viku fór fram frönsk kvik- franski leikari Tchcky Karyo sem fer
myndavika í Regnboganum. Einn með aðalhlutverkið í myndinni
gesta hátíðarinnar var hinn þekkti, „Munkurinn og nornin“. Sú mynd
Fulltrúar kvikmyndaeftirlitsins voru í móttökunni, Helga Þórðardóttir, Auður
Eydal forstööumaöur kvikmyndaeftirlitsins, og Guðrún Birgisdóttir.
Franski leikarinn Tchcky Karyo ræðir hér við Guðriði Haraldsdóttur, skrif-
stofumann á DV, bakatil grillir í Ingimar Ingimarsson, aðstoðarframkvæmda-
stjóra Sjónvarpsins. DV-myndir BG
var á dagskrá kvikmyndahátíðarinn-
ar og íjallar um munk sem lætur
brenna sína heittelskuðu á báli sem
norn, fyrst hann fær ekki notið henn-
ar.
í móttöku sem haldin var í tilefni
kvikmyndahátíðarinnar ræddi
blaöamaður við Karyo og kom fram
hjá honum að franskt leikhús- og
kvikmyndalíf blómstraði um þessar
mundir. Enginn skortur væri á verk-
efnum og leikarar hefðu nóg að gera.
Sú nýja stefna hjá Frökkum að láta
börn leika aðalhlutverk í kvikmynd-
um hefði einnig gert stormandi
lukku.
Karyo er vanur að fást við ástríðu-
fullar og blóðþyrstar persónur í
hlutverkum sínum en sagðist gjarn-
an vilja breyta til, til að forðast að
festast í þeim ramma. Karyo hefur
leikið undir stjórn margra leikstjóra,
þeirra frægastur er líklega Jean
Jacques Annaud.
ísafjörður:
Starfsfólk Landsbankans
skemmtir sér í Risinu
Siguijón j. Sigurðsson, DV, fsafirðú
Það færist í vöxt að fyrirtæki og
stofnanir komi sér upp íburðarmeiri
aðstöðu fyrir starfsfólk sitt en tíðkast
hefur til þessa. Oft er þar um að
ræöa sah þar sem hægt er að halda
minni samkvæmi starfsfólks svo og
sah hvar hægt er að stunda ýmis
áhugamál utan vinnutíma.
Nýlega var tekinn í notkun slíkur
salur í rishæð Landsbankans á
ísafirði og hefur verið ínnréttaður á
smekklegan hátt. Við það tækifæri
komu þrír fyrrverandi útibússtjórar
til þess að eiga glaða kvöldstund með
gömlum vinnufélögum. Það voru
þeir Haraldur Valsteinsson, Helgi
Jónsson og Einar B. Ingvarsson.
Fréttaritari DV leit inn á opnunar-
kvöldinu og tók meðfylgjandi
myndir.
Frá vlnstri: Einar B. Ingvarsson, Helgi Jónsson og
Haraldur Valsteinsson, fyrrverandi útibússtjórar, ásamt
núverandl útibússtjóra, Birgi Jónssyni.
Lagið teklð I Risinu.
Stúlkan, sem er til vinstri á
myndlnni, er fyrrum forsetafrú
Afríkuríkisins Uganda. Hún var
glft Idi Amin I mörg ár en þau
skildu á siðasta ári. Sarah Ky-
oloba helttr hún og hefur dregið
fram Iffið á velferðargreiðslum
rikisins í Vestur-Þýskalandi þar
sem hún er búsett. Hún byrjaöi
nýlega að starfa sem fyrirsæta
og tiskusýningadama og þykir
standa slg prýðllega. Á myndlnni
er hún aö sýna undirfatnað á
tfskusýningu f Köln.
Simamynd Reuter