Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1988, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1988, Blaðsíða 27
t MÁNUDAGUR 25. APRÍL 1988. 39 Skák Þaö er engu líkara en verðurguð- imir hafi sérstakt hom í síðu deilda- keppninnar í skák. Þeir virðast einhvem veginn ekki vera sáttir við þá hugmynd að safna saman yfir eina helgi á haustin og aðra síðla vetrar flestum þeim skákmönnum er vettl- ingi (eða peði) geta valdið til sveita- keppni. Oftar en ekki ijúka þeir upp með fannkdmu og skafrenningi af þessu tilefni. Þannig varð að fresta um nokkrar vikur fyrrihluta ný- aflokinnar deildakeppni sl. haust vegna grimmilegs norðanáhlaups strax um miðjan október. Aftur var mönnum stefnt saman um síðustu helgi og enn hótaði Kári máti, blind- bylur fyrir norðan og austan og allt ófært. Sá kvittur hefur komiö upp að þetta háttalag veðurguðanna standi í sambandi við það að yfir- verkfræðingur Vegagerðarinnar er í framkvæmdanefnd keppninnar og herma illar tungur að máttarvöldin vilji láta reyna á hversu duglegur hann sé að láta sína menn moka þeg- ar mikiö liggur við. Þetta er þó alveg ósannað mál og vísast eitthvað fært í stílinn hjá kvittberum. Hitt er víst að þegar Akureyringar, með þrjár sveitir á leiö til Reykjavík- ur, sátu og horfðu vondaufir út í sortann tveimur tímum áður en keppnin átti aö hefjast, var ekki ann- að sýnna en fresta yrði mótinu eina ferðina enn. Þá var eins og almættið heíöi skyndilega áttaö sig á aö Akur- eyringar ættu síst skilið aö sitja heima efdr alla þá vegsemd sem skákgyöjunni hefur verið sýnd í höf- uðstað Norðurlands í seinni tíð. Hríðarkófinu slotaöi og norðanmenn komust í loftið. Keppnin komst því á á réttum tíma þótt Austfirðingar sætu reyndar fastir í sköflum og Strandamenn í sveit Vestfirðinga sömuleiðs. Fyrsta deild Hér voru yfirburðir Taflfélags Reykjavíkur jafnmikir og áður. Raunar voru TR-sveitimar, (kennd- ar við suðaustur og norðvestur eftir búsetu manna í borginni), betur skipaðar nú en oft áður. Suöaustur- sveitin, með þá Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson á efstu borð- um, gersigraði nýlenta Akureyinga 7-1 og þrátt fyrir að systursveitin, með Helga Ólafsson í broddi fylking- Deildakeppni S.Í. - dfærð og slæmt veður settu staik í reikninginn ar, ætti góöan endasprett varð hún að láta sér annaö sætið lynda. Þetta er í 13. skiptið á 14 árum sem sveit frá TR vinnur deildina, en á seinni árrnn hafa aðrar sveitir oft veriö nálægt því að hreppa annað sætið. Helst hefur það verið Taflfélag Sel- tjamamess sem ógnað hefur veldi TR, en nú virðast aörir hafa tekiö við því hlutverki. Skákfélag Hafnar- fjarðar, sem hefur fengið Sævar Bjamason í sínar raðir, náði nú sín- um besta árangri frá upphafi, svo og Skáksamband Vestfjarða, en þessar tvær sveitir urðu jafnar í 3. sæti. Akureyringar, sem urðu þriðju í fyrra, máttu nú láta sér 5. sætið lynda, þrátt fyrir mjög jafnsterka sveit „á pappírnum". Taflfélag Kópa- vogs féll í aðra deild eftir aðeins eitt ár í þeirri fyrstu. Önnur og þriöja deild í annarri deild voru norðlenskar sveitir í aöalhutvekmm. Fyrstu fjór- ar umferðimar voru tefldar á Akureyri f nóvember og að þeim loknum var sýnt að baráttan um 1. deildarsætiö stæði milli UMSE og B-sveitar Skákfélags Akureyrar. Sveit Eyfirðinga reyndist mun sterk- ari á endasprettinum og hafði tryggt sér efsta sætið fyrir síöustu umferö. Uppistaðan í sveitinni em „gamlir jaxlar“ frá Akureyri og nágrenni og eru þeir til alls líklegir í 1. deild að ári. Að öðm leyti er staðan í deild- inni enn óljós vegna þriggja ólokinna leikja Austfirðinga, sem ekki komust vegna veðurs. Þannig er enn alls óvíst hverjir falía í þriðju defld og 5 sveitir af 8 í mikilli fallhættu. Riðlakeppni í þriðju defld lauk fyr- ir áramót og nú kepptu fjórar sveitir tfl úrslita. Þar af voru þijár mjög jafnar að styrkleika og réöust úrslit ekki fyrr en í síðustu umferð, þegar B-sveit Skákfélags Hafnarfjarðar sigraði B-sveit Vestfirðinga með minnsta mun. 2. deild: (þegar þreimur leikjum er ólokið) 1. UMSE 29v. 2. Skákfél. Akureyrar-B 23 'A 3. Taflfél. Reykjavíkur-C 23 4. Taflfél. ReyKjavíkur-D 17'A 5. Taflfél. Seltjamamess-B 16 'A (einum ólokið) 6. USAH 16 'A (einum ólokið) 7. Skákfél. Sauðárkróks 14 (einum ólokiö) 8. Skáksamband Austurlands 10 (þremur ólokið). 3. deild, úrslitakeppni: 1. Skákfél. Hafnarfjarðar-B ll 'A 2. Skáksamb. Vestfjarða-B 10 'A 3. Skákfél. Akureyrar-C 10 4. Taflfél. Reykjavíkur-E 4 Tvær bombur að norðan Skákmenn frá Akureyri og úr Eyjafirði komust tfl keppninnar við fllan leik sem áður greinir. Ekki virð- ist það þó hafa sett þá alla út af laginu, eins og góður árangur UMSE sýnir, en Akureyringar báru nokkuð Skák Áskell örn Kárason skarðan hlut frá borði að þessu sinni, náðu t.d. ekki verðlaunasæti í 1. deild. í sveitum þeirra er þó mannval mikið og fjöldi nafntogaðra skák- kappa. GyÚi Þórhallsson er ötúll forystumaður 1 Skákfélagi Akur- eyrar og gamalreyndur refur við taflborðiö. Hann hefur tekið þátt í öllum viðureignum félagsins frá upp- hafi deildakeppninnar og er það afrek einstakt á landsvísu. Honum tfl sárra vonbrigða tapaðist 100. skákin sem hann tefldi í næstsíðustu umferð. Það var því ekki um annað aö ræða en bíta hressilega i skjaldar- rendur þegar hann hóf að fikra sig yfir á annað hundraðið daginn eftir: Hvítt: Gylfi Þórhallsson (S.A.) Svart: Jóhann Ragnarsson (T.G.) Caro-Kann vöm 1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. Rc3 e6 5. g4 Bg6 6. h4 h5 7. g5 Rbd7 8. Rge2 c5 9. Be3 Db6 10. Rf4 Dxb2 (mörgum hefur orðið bumbult af „eitraða peð- inu“ svonefnda á b2. Hvítur fær nú góð sóknarfæri). 11 .Rb5 Bxc212. Dcl Dxcl 13. Hxcl Be4 14. f3! (Snjall leik- ur. Hvítur fómar þriðja peðinu fyrir eitt tempó. Staðan verður nú flókin og margræð, en það á einmitt vel við Gylfa). 14. -Bxf315. Hh3 Bg416. Rc7 +' Kd817. Rxa8 c4. (Svartur kýs að tefla framhaldið hrók undir í trausti þess að fanga riddarann á a8 og færa sér svo í nyt þrjú umframpeð. Ef hann tekur hrókinn á h3 er hætt við að staða hans á kóngsvæng hrynji, t.d. 17. -Bxh3 18. Bxh3 c4 19. g6! og allt fer í rúst. Skárra virðist 18. -g6, en eftir 19. Bxe6 fxe6 20. Rxe6 sleppur riddarinn í hominu út. Þessi afbrigöi leiða vel í ljós hugmyndina bak við 14. f3 og 15. Hh3). 18. Hh2 Bb4+ 19. Bd2 Ba3 20. Hbl b6 21. Bh3 Re7 22. Bxg4 hxg4 23. h5 Rf5 24. Bc3 Kc8. 25. g6! (lykflleikur í áætlun hvíts sem grefur undan hinum mikflvægu f7 og e6-peðum). 25. -g3 26. Hh3 Kb7 27. gxf7 Rf8 28. Ke2 Kxa8 29. Kf3 Kb7 30. Hfl!? b5 31. Re2 b4? (tapar peði. Eftir 31. -a5 32. Rxg3 er staða svarts þó ekki öfundsverð). 32. Bxb4 Bxb4 33. Hbl a5 34. a3 g6 35. axb4 axb4 36. Hxb4+ Kc7 37. h6 Hh7 38. Ha4 Kb7 39. Hhl Rxh6 40. Hbl + (þessi sókn hvítu hrókanna á drottningarvæng gerir út um skákina. Liðsaflinn er u.þ.b. jafn, en svörtu mennirnir troða hver öðrum um tær á kóngsvæng og megna ekki að koma kónginum til hjálpar). 40. -Kc6 41. Ha6+ Kc7 42. Ha7+ Kc6 43. Hb8 Rxf7 44. Ha6+ Kc7 45. Hxf8 Rg5 + 46. Kg4 og svartur gafst upp. Sveinbjöm Sigurðsson er þekktur skákmaður í höfuðstað Norðurlands. Hann er æði mistækur en teflir jafn- an fjömgar skákir, er „fómfús" mjög og skeinuhættur ef hann nær að beita fyrir sig taktískum brellum. Hér sjáum við hvemig hann kemur lagi á einn ungan andstæðing sinn úr TR-sveitinni í úrslitakeppni 3. deildar. Sveinbjörn hefur svart og beitir fyrir sig fornu akureyrsku bragði sem gjaman er kennt við Júl- íus Bogason og er býsna snúið: 1. d4 e5!? 2. dxe5 Rc6 3. Rf3 De7 4. Rc3 Rce5 5. Rxe5 Dxe5 6. a3? c6 7. g3 d5 8. Bf4 Df6 9. Bg2 Bc5 10. Ra4? Be7 11. 0-0 h5 12. Rc3 („Hann á margt ólært, pflturinn," eins og Viktor sagði. Hvít- ur eyðir timanum í gagnslitla leiki, meðan svartur brýnir klæmar). 12. -h4 13. Del? g5 14. Bd2 hxg3 15. fxg3 (hvítur er þegar dauðans matur) 15. -Bc5+ 16. Khl? (Beint í gin ljóns- ins:) 16.-Hxh2+! Hvítur, gafst upp, enda óverjandi mát í tveimur leikjum. Lokastaðan: 1 2 3 4 5 6 7 8 vinn. 1. TR-suðaustur XXX 6,5 4,5 5,5 7 5 7,5 6 42 2. TR-norðvestur 1,5 XXX 7 5,5 5 8 7,5 6,5 41 3. Skákfél. Hafnarfj. 3,5 1 XXX 4 3,5 5,5 6,5 6 30 4. Skáksamb. Vestfj. 2,5 2,5 4 XXX 4 4 6 7 30 5. Skákfél. Akureyrar 1 3 4,5 4 XXX 4 5 5,5 27 6. Taflfél. Seltjarnarn. 3 0 2,5 4 4 XXX 5 6 24,5 7. Taflfél. Garðabæjar 0,5 0,5 1,5 2 3 3 XXX 5,5 16 8. Taflfél. Kópavogs 2 1,5 2 1 2,5 2 2,5 XXX 13,5 HANDBOLTA-BILAHAPPDRÆTTIÐ LOKAATAKIÐ: Stöndum saman - ÍSLAND á verdlaunapall á ólympiuleikunum! Sameiginlegt átak okkar gerir þad mögulegt. 35 BILAR Dregið 9. MAI næstkomandi. Greiðum heimsendan gíróseðii (kr. 400,-). ítest<iih haZuJ*ik*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.