Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Page 8
8 MÁNUDAGUR 2. MAÍ 1988. Viðskipti___________________________________________________________________________ Byggingariðnaðurínn: Stóru verktakafyrirtækin hafa nóg að gera í sumar Talsmenn stóru verktakafyrir- tækjanna segja að nóg verði að gera í sumar í byggingariðnaðinum en lít- ið að venju í jarðvegsvinnu. Þeir segja það ofsagt að um svimandi þenslu sé að ræða í byggingariðnað- inum. Mjög mikiO samdráttur vlrðist í byggingu verslunar- og atvinnuhús- næðis vegna offramboðs af slíku húsnæði á markaðnum. Kraftur í íbúðabyggingum bæti það þó upp. Öll fyrirtækin bæta við sig umtals- verðum fjölda af starfsfólki í sumar. „Eins og glorsoltnir úlfar eftir verkefnum“ „Það er nóg aö gera í byggingar- vinnunni en samt finnst mér alls ekki hægt að tala um gífurlega spennu. Við hjá Hagvirki gætum bætt við okkur fleiri verkefnum í byggingarvinnunni. Hins vegar er ennþá ládeyða í jarðvegsvinnunni. Þar erum við eins og glorsoltnir úlfar eftir verkefnum," segir Ragnar Ath Guðmundsson, aðstoðarforstjóri Hagvirkis hf. Að sögn Ragnars var fyrirtækið með um 350 manns í vinnu í fyrra þegar mest var en í sumar verður það með um 250 manns. Greinilega nokkur samdráttur á milli sumra. Hagvirki er þekktasta og stærsta verktakafyrirtæki landsins og á langstærsta flota jarðvegsvinnu- tækja á íslandi. Vegna verkefna- skorts í jarðvinnunni er hann að hluta ónýttur, að sögn Ragnars Atla. Spenna vegna mikils framkvæmdahraða „Sumarið ætlar að verða gott. Það sem mér fmnst alvarlegast er hvað ÖU verk sem verið er að byrja á eiga að klárast á skömmum tíma. Þetta þýðir aftur spennu á markaðnum, yfirborganir og þess vegna þenslu. Það einkennilegasta er að stjómvöld stýra þessu. Það er brýnt verkefni að lengja framkvæmdatíma verk- efna. Það er eins og að allt þurfi að klárast á einum degi,“ segir Sigurð- ur Sigurjónsson, forstjóri Byggða- verks. Byggðaverk er líklega þekktast fyr- ir að byggja Kringluna og nú er það með umfangsmikið verk á Nesjavöll- um fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. „Við bætum við okkur svona um 20 manns í sumar,“ segir Sigurður. SH-verktakar standa í ströngu „Það er mjög mikið að gera hjá okkur í sumar. Við verðum með að minnsta kosti 120 manns í vinnu á móti um 60 sem við vorum með í vetur,“ segir Gylfi Gíslason hjá SH- verktökum. SH-verktakar klára Ölfusárbrúna í sumar, byggja bílastæði fyrir Kringl- una, íþróttahús og sundlaug í Garðabæ og íbúðir fyrir aldraða í Hafnarfirði. Fyrirtækið steypir jafn- framt mikið af gangstéttum fyrir bæjarfélög á hveiju sumri. SH-verk- takar eru líklega þekktastir á síðari árum fyrir að hafa búið til göngin undir Miklubrautina á móts við Kringluna. Rætt er um þá sem spútn- ika á meðal verktaka. Helstu verkefni sumarsins Þau verkefni sem ber hæst í sumar í byggingarvinnunni eru framhald á framkvæmdum við Nesjavelli, Kringlubílastæðin, íþróttahúsið í Garðabæ, skóli í Hafnaríirði, bíla- geymsla við Vesturgötuna, ráðhúsið í Reykjavík, íbúðir Steintaks við Skúlagötuna, Háskólabíó, ýmsar brýr og göng fyrir Reykjavíkurborg, Ölfusárbrú, framkvæmdir fyrir fisk- eldisstöðvar, 40 íbúða fjölbýlishús Búseta í Grafarvogi auk ótal íbúða- bygginga. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 19-20 Ib.Ab Sparireikningar 3jamán.uppsögn 19-23 Ab.Sb 6mán. uppsógn 20 25 Ab 12mán. uppsógn 21 28 Ab 18mán. uppsogn 32 Ib Tékkareikningar, alm. 8 12 Sb Sértékkareikninqar 9-23 Ab Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6 mán. uppsögn 3,5 4 Ab.Úb. Lb.Vb. Bb.Sp Innlán með sérkjörum 19-28 Lb.Sb Innlángengistryggð Bandarikjadalir 5,75 7 Vb.Sb Sterlingspund 7.75 8,25 Ub Vestur-þýsk mörk 2 3 Ab Danskar krónur 7,75-9 Vb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvixlar(forv) 29.5 32 Sp Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupqengi Almennskuldabréf 31 35 Sp Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 32.5 36 Sp Utlán verðtryggð Skuldabréf 9,5-9,75 Allir nema Úb Útlán til framleiðslu isl. krónur 30.5 34 Bb SDR 7,75-8,25 Lb.Bb, Sb Bandarikjadalir 8,75-9,5 Lb.Bb. Sb.Sp Sterlingspund 11-11,5 Úb.Bb. Sb.Sp Vestur-þýsk mork 5-5,75 Úb Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 45,6 3,8 á mán. MEÐALVEXTIR överðtr. april. 88 35,6 Verðtr. april. 88 9,5 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala april 1989 stig Byggingavisitala april 348 stig Byggingavisitalaapril 108,7 stig Húsaleiguvisitala Hækkaði 6% . april VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Ávoxtunarbréf 1,5063 Einingabréf 1 2,763 Einingabréf 2 1.603 Einingabréf 3 1,765 Fjölþjóðabréf 1,268 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf 2,767 Lifeyrisbréf 1.389 Markbréf 1.440 Sjóðsbréf 1 1,339 Sjóðsbréf 2 1,221 Tekjubréf 1.367 Rekstrarbréf 1.08364 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jofnun m.v. 100 nafnv,: Almennartryggingar 128 kr. Eimskip 215 kr. Flugleiðir 200 kr. Hampiðjan 144 kr. Iðnaðarbankinn 148 kr Skagstrendingur hf. 189 kr. Verslunarbankinn 105 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 174 kr Tollvörugeymslan hf. 100kr. (1) Við kaup á viðskiptavfxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavíxla gegn 31 % ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb.=-Verslunaibankinn, Sp =-Sparisjóð-. . irnir. Reykjavík: með því hæsta í 20 ár Raunverð fjölbýlishúsa í Reykjavík var um síðustu áramót orðið með því hæsta sem þekkst hefur í 20 ára sögu Fasteignamats ríkisins. Þetta er til- komið vegna gífurlegra hækkana á verði fjölbýlishúsa í Reykjavík síð- astliðið haust. Raunverðið er fundið þannig út aö söluverð húsanna er boriö saman við lánskjaravísitöluna. Sú verðhækkunarbylgja sem hófst í ágúst síðastliðnum stóð fram i nóv- ember en þá dró úr henni. Áberandi er hvað margar litlar íbúðir seljast og hve hátt veröið á þeim er. Frá júlí til september á síðasta ári voru þriggja herbergja íbúðir með hæst meöalverð á fermetra, en tveggja herbergja íbúðimar skutust á toppinn síöustu mánuði ársins. -JGH íslendingarselja srfellt meira til Grænlands íslendingar fluttu út vörur til Grænlands fyrir um 123 milljónir króna á síðasta ári. Þetta er þref- alt meira en frá árinu 1986. Grænlendingar kaupa mest af útgerðar- og fiskvinnsluvörum og annarri iðnframleiðslu af okkur íslendingum. Ennfremur hófum við dijúgar tekjur af þjónustu eins og flugi til Grænlands. -JGH Dósagosið flæðir nú hjá Kók og Egils. Hér er það drykkurinn Tab frá kókverksmiðjunni sem kominn er á dósir og farinn að flæða á færiband- ínu. " DV-mynd KÁE Verð ibúða í fjölbýlishúsum í Reykjavík hefur sjaidan verið eins hátt og um síðustu áramót í 20 ára sögu Fasteignamats ríkisins. Aðeins síðustu mánuði ársins 1982 var verðið hærra. Landsmenn keyptu bíla fyrir þrettán milljarða í fýrra Landsmenn eyddu hvorki meira né minna en um 13 milljörðum í kaup á bílum og bílavörum í fyrra. Þetta er gífurleg aukning frá árinu 1986 og nemur hún 58 prósentum. Þá eyddu landsmenn um 8,3 milljörðum í bíla- kaup. Eins og vænta mátti var þetta mesta aukningin hjá versluninni í landinu á síðasta ári. Þenslu gætti einnig í sölu á byggingarvörum. Seldar voru byggingarvörur á síð- asta ári fyrir um 7,9 milljarða á móti um 5,6 milljörðum árið 1986.-JGH Kók og Egils í stór- ræðum með dósagos Miklar breytingar eru hjá Verk- smiðjunni Vííilfelli og Ölgerð Eglis Skallagrímssonar varðandi dósagos. Kókið á áldósunum er orðið íslenskt en til þessa hefur það verið innflutt, sömu sögu er að segja um aðra drykki kóka kóla-verksmiðjunnar. Nýjungin hjá Egils eru sjálfar dósirn- ar, Egilsdrykkir fást nú á dósum. Vélin hjá Vífíifelli getúr fýllf á 25 til 33 þúsund dósir á klukkustund. Sjálfvirkni er geysileg við framleiðsl- una og við hana vinna aðeins þrír starfsmenn. Upptakarinn á Egilsdósunum hef- ur verið auglýstur sem sérstakur. Hann er áfastur og losnar ekki frá við opnun dósanna. Það er hið gamla og rótgróna Egils-appelsín sem verð- ur sett á fyrstu dósimar. -JGH Frumvarpáalþingi: Bankarnir opnaðir fyrir útlendingum Viðskiptaráðherra hefur mælt fyrir athyglisverðum frumvörp- um á alþingi sem snerta við- skiptalífið. Meginatriði þeirra er almenn heimild til erlendra banka og viðurkenndra erlendra fjármálastofiiana til þess að eiga allt að 25 prósent hlutafjár í ís- lenskum hlutafjárbönkum. Eins er kveðið á um að bankar og sparisjóðir setji í starfsreglum sínum hámark á lánveitingar til einstakra aðila og kveði jafn- framt á um tryggingar fyrir lánum og beri þessar starfsreglur undir bankaeftirlit Seðlabank- ans. Loks er meö frumvörpunum stefnt að lögfestingu reglna til að girða fyrir hagsmunaárekstra af ýmsu tagi. -JGH Frekar mynd af flugmönnum en flugfreyjum Flugfreyja hafði samband við Viðskiptasíðuna vegna fréttar sem bar yfirskriföna Flugfólk Flugleiða er ekki eins drjúgt og flugfólk keppinautanna. Með fréttinni birtist mynd áf flugfreyj- um óg var viðmælandi blaðsins óhress með það og útskýrði þaö með þessum orðum: „Hinn hái áhafnakostnaöur stafar af því aö ódýrara er að hafa flugraenn á launum yfir vet- urinn, þegar minna er að gera, en að segja þeim upp. Það sama er ekki með flugfreyjurnar enda er mörgum sagt upp á haustin og þær endurráðnar á sumrin þegar annríkið byrjar. Þess vegna er óréttlátt að birta mynd af flug- freyjum þegar verið er að tala um ónóga nýtingu flugfólks.1'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.