Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Page 10
10 MÁNUDAGUR 2. MAl 1988. Víðaátök fyrsta maí Hátíðisdagur verkalýðsins var í gær haldinn hátíðlegur víða um heim með kröfugöngum og öörum sam- komum. í mörgum löndum kom tíl átaka milli þátttakenda í aðgerðum verkalýðsins og varð sums staðar mannfall. Víða einkenndust hátíðar- höldin af átökum milli launþega og stjórnvalda. í Suður-Afríku sökuðu leiðtogar verkalýðsfélaga þeldökkra stjórn- völd um aö ráðast kerfisbundið gegn réttindum verkamanna í landinu. Telja þeir tilvist verkalýðsfélaga ógn- að af aðgerðum stjórnvalda. í Póllandi kom til átaka þegar lög- regla réðst gegn þátttakendum í mótmælaaðgerðum gegn stjónvöld- um í mörgum borgum landsins. Að sögn sjónarvotta kom tíl átaka í Var- Oeinkennisklæddur lögreglumaður ræðst með kylfuna á lofti að þátttakanda i aðgerðum Einingar í Varsjá í gær. Símamynd Reuter sjá, Poznan og Plock, þar sem mótmælaaðgerðir fóru fram um leið og opinber fundarhöld, skipulögð af yfirvöldum. Lögreglan í Varsjá beitti kylfum, háþrýstu vatni og táragasi til að dreifa þúsundum stjómarand- stæðinga. í Suður-Kóreu kom tii harðra átaka milli lögreglu og þúsunda róttækra stúdenta og verkamanna sem kröfð- ust þess að fijáls verkalýðsfélög yrðu heimiluð í landinu. Um þrjú þúsund mótmælendur kröfðust þess að stjórnvöld létu þegar af því sem þeir kölluðu kúgun verkalýðsfélaga. Kö- stuðu þeir grjótí og bensínsprengjum en lögreglan táragasi á mótí. í Tyrklandi létu tveir lífið og að minnsta kosti sjötíu voru handteknir í átökum við lögregluna í Istanbui. Um fimmtán hundruð manns, aðal- lega stúdentar og félagar í verkalýðs- félögum, söfnuðust saman í helsta viðskiptahverfi borgarinnar. Átökin voru þau hörðustu sem hafa átt sér stað á hátíðisdegi verkalýðsins síðan árið 1980. í ísrael einkenndust hátíðarhöldin í gær af kröfugöngum og mótmæla- aðgerðum, bæði ísraela og Palestínu- manna. í Tel Aviv tóku liðlega tvö hundruð þúsund ísraelar þátt í kröfugöngu sem var hin fjölmenn- asta í sögu Ísraelsríkis. Gangan fór friðsamlega fram og hiö sama var að segja af aðgerðum víðast hvar í ísra- el. Á herteknu svæðunum á Vestur- bakkanum og Gaza-svæðinu aflýstu verkalýðsfélög Palestínumanna öll- um hátíðarhöldum. Að sögn útvarps- ins í ísrael voru flestir palestínskir verkamenn af herteknu svæðunum við störf sín í ísrael í gær. Hátiðarhöldin fóru að sjálfsögðu friðsamlega fram í Sovétríkjunum. Hér þiggur Raisa Gorbatsjov, eigin- kona aðalritara sovéska kommún- istaflokksins, kaffi á Rauða torginu í Moskvu. Símamynd Reuter Meira en tvö hundruð þúsund ísraelar tóku þátt i kröfugöngu um miðborg Tel Aviv í gær. Þetta mun vera fjölmennasta ganga á degi verkalýðsins i sögu Ísraelsríkis. Simamynd Reuter Klæðnaður þriggja óeirðalögreglumanna í Seoul stendur í Ijósum logum eftir að eldsprengju var varpað að þeim i átökum við róttæka stúdenta og verkamenn sem kröfðust heimildar til að stofna sjálfstæð verkalýðsfélög i Suður-Kóreu. Simamynd Reuter MAZDA626 kostarnúfrá aðeins698 þúsund krónum. Opið laugardaga frá kl. 1 — 5 BILABORG HF. FOSSHALSl 1.S.68 12 99. „HEIMSINS BESTI BILLI! Nú 5. árið í röð kusu lesendur hins virta þýska bílatímarits „AUTO MOTOR UND SPORT“ MAZDA 626 „HEIMSINS BESTA BÍL“ í milli-» stærðarflokki innfluttra bíla. Hinn nýi MAZDA 626 hefur fengið fá- dæma góðar viðtökur um víða veröld og eru þessi verðlaun aðeins ein í röð fjölmargra viðurkenninga, sem hann hefur hlotið. Betri meðmæli fást því varla!!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.