Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Síða 18
18 MÁNUDAGUR 2. MAÍ 1988. Hreggviður Jónsson: Brottrekstur Ingva Hrafhs bendir til ritskoðunar Ritskoöun á fréttastofu sjón- varps var til umræðu á Aiþingi fyrir helgina í kjölfar fyrirspumar Inga Björns Albertssonar og Hreggviös Jónssonar um hvaö hæft væri í frétt, sem birst hefði í Tíman- um, um aö stjórnmálafréttir væru ritskoðaðar hjá sjónvarpinu og þá sérstaklega fréttir sem kæmu af vinstri væng stjómmálanna. Menntamálaráðherra, Birgir ísleifur Gunnarsson, sagðist hafa fengiö umsögn frá útvarpsstjóra um málið. Útvarpsstjóri hefði tjáð honum að þetta væri rógburður og ekkert mark á frétt Tímans tak- andi. Sagðist Birgir ísleifur hafa fullt traust á fréttastofu sjónvarps- ins og að ekki væri ástæða til að kafa dýpra í söguburð sem þertn- an. Hreggviöur Jónsson sagði að full ástæða væri til að skipa nefnd til að kanna þetta nánar. Sagði Hregg- viður að brottrekstur Ingva Hrafns Jónssonar benti til að sögur um ritskoðun gætu verið réttar. Eiður Guðnason sagði að þessi fyrirspurn væri mjög furðuleg og í raun fráleit því hún væri byggð á slúðurfrétt sem enginn legði nafn sitt við. Hjörleifur Guttormsson tók einnig þátt í umræðunni og sagði að fyrri nefndaskipanir mennta- málaráðherra um fréttaflutning sýndu að þaö væri tilgangslaus aðferð til að upplýsa málið. -SMJ Bekkir og blómaker verða sett á Tjarnarbakkann vió Fríkirkjuveg til aó hressa upp á umhverfið. DV-mynd GVA Tjömin tekur stakkaskiptum Órétbnætir viðskiptahættir og auglýsingaskrum Út er komið 12. tölublað Verðkönn- unar Verðlagsstofnunar. Ekki er þó að flnna verðkönnun í blaðinu, en hins vegar eru skýrð út lög um órétt- mæta viðskiptahætti. Til skýringar eru valin dæmi um að vara sé auglýst á fölskum forsend- um og skýrð út lög sem vernda neytendur gegn uppáþrengjandi söluaðferðum, s.s. eins og að gefa kaupbæti, gefa kost á þátttöku í happdrætti, getraunum eða öðru þess háttar. Eitt af hlutverkum Verðlagsstofn- unar er að sjá til þess að slíkum lögum sé framfylgt og hefur neyt- endamáladeild stofnunarinnar æ oftar þurft að hafa afskipti af slíkum málum. í fyrra voru t.d. skráð hjá neytendamáladeildinni 81 mál. í blaðinu eru rakin dæmi um slík mál, s.s. að leöurlíki úr polyurethane hafi verið auglýst sem „leöurlúx". Svo fóru leikar að Verðlagsráð sá sér skylt að banna notkun orðsins „leð- urlúx“ á þeim forsendum að það gæti villt um fyrir neytendum. Verðlagsstofnun hefur einnig oft þurft að hafa afskipti af alls kyns söluherferðum. í fyrra þurfti stofn- unin að hafa afskipti af söluherferö- um tveggja gosdrykkjaframleiðenda. Annar þeirra bauð þeim neytanda kr. 100 þúsund sem fyndi milljónustu gosdós fyrirtækisins. Hinn lét jóla- sveina fylgja framleiöslu sinni og áttu þeir, sem safnað gátu 26 mis- munandi jólasveinum, kost á að fá íþróttatösku eða glös í verðlaun. Það var skoðun Verðlagsstofnunar að í báðum tilvikum væri um uppá- þrengjandi söluaöferðir aö ræða og voru því gerðar athugasemdir. -PLP „Dagur Athugasemd við grein um lyksugur Tjarnarbakkinn við Fríkirkjuveg mun taka miklum stakkaskiptum á næstunni. Nú er unnið að því að hlaða kantinn upp, eftir að hann var brotinn niður vegna viðgerða á vatnslögnum. Umtalsverðar breyt- ingar verða gerðar. Jóhann Pálsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við DV að næst Tjörninni verði lágur og breiður kantur þar sem komið verði fyrir bekkjum. Ofar verður komið fyrir steyptum blómakerjum með trjágróðri. „Áætlað er að planta í kerin í lok maí. Þetta hefur verið seinlegt og vandasamt verk en nú gengur vel. Ég vona að við getum hresst dálítið mikið upp á miðbæinn með þessum framkvæmdum og gert þetta svæði hreinlegra. Þetta svæði var svolítið úr sér gengið," sagði garðyrkjustjóri. -JBj „Dagur slökkviliðsins" 7. maí Sigurjón J. Sgurö3Son, DV, ísafixöi: Félag slökkviliðsmanna um land allt hefur ákveðið aö halda „dag slökkviliðsins“ þann 7. maí hk. Að sögn Þorbjöms Sveinsson- ar, slökkviliðsstjóra á ísafiröi, verður opið hús hjá slökkviliðinu hér 7. maí, sem er laugardagur, frá kl. 10-17. Þar veröur fólki sýnd slökkvistööin og starfsemi hennar auk þess sem fólki gefst kostur að æfa sig að slökkva eld meö ýmsum slökkvitækjum. í dag er í gangi teiknimynda- samkeppni með 7-9 ára bama á teikningum tengdum slökkviliö- inu. Verðlaun verða veitt á „degi slökkviliösins“ fyrir bestu mynd- ina. í DV, þriðjudaginn 26. apríl síðast- liðinn, er á bls. 29 frétt sem ber yfirskriftina, „Markaðskönnun Neytendasamtakanna: 54 gerðir af ryksugum á íslenskum markaði.“ Viðvíkjandi Nilfisk ryksugum, sem við flytjum inn og seljum, eru tvær fullyrðingar í fréttinni sem ekki fá stáðist. 1. í fréttinni segir: „Eins árs ábyrgð er á öllum ryksugum. Fálkinn tekur þó tveggja ára ábyrgð og Fönix fulla ábyrgð fyrsta árið, lætur kaupanda greiða einn þriðja annað árið og tvo þriðju þriðja árið.“ Hið rétta er að Fönix veitir 3ja ára fulla ábyrgð á mótor, en eins árs ábyrgö á öðrum hlutum ryksugunn- ar. 2. í fréttinni segir einnig: „Engin ryksuga fæst meö leiðarvísi á ís- lensku og segir þaö sína sögu. Einar Farestveit hefur þó íslenskan leiðar- vísi í undirbúningi, og er vonandi að tröllatrú hinna á tungumálaþekk- ingu íslenskra neytenda fari minnk- andi.“ Hiö rétta er að leiðarvísir á ís- lensku fylgir Nilfisk ryksugum og hefur gert í marga áratugi. Þótt ná- kvæmur leiðarvísir á íslensku hafi jafnan fylgt með Nilfisk ryksugum er það þó ekki vegna þess að við höfum ekki trú á tungumálaþekk- ingu íslenskra neytenda, sem vafalít- ið er betri en flestra annarra þjóöa. Hjálagt sendum við eintak af leið- arvísi og ábyrgðarskírteini á ís- lensku sem fylgja hverri Nilfisk ryksugu. Virðingarfyllst, Fönix h/f Viðar Kornerup-Hansen Athugasemd blaðamanns: Ofangreindar upplýsingar eru fengnar úr Neytendablaðinu og harmar DV að heimild þess hafi reynst ónákvæm. -PLP Nú er vorið loksins komið og klaki að hverfa úr jörð. í Lífsstíl DV verð- ur haldið áfram með vorverkin í garðinum. Að þessu sinni verður fjallað um kartöflur. Nú er kominn tími til að láta úts- æðiskartöflurspíra. í Lífsstílá morgun verður fjallað um útsæði og skýrt út hvað stofnútsæði er. Einnig verða gefnar ráðleggingar um að setja niður kartöflur. Lífstíll á morgun fjallar einnig um skrautfiska. Litið verður á fiskeldi í heimahúsum og athug- að hvaða fiskar eru vinsælastir í fiskabúrum samtímans. Svo dæmi séu tekin þá eru til fiskar sem éta úr hendi og láta klappa sér. Allt um stofuprýði af skraut- fiskum í Lífsstíl á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.