Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Síða 36
48 MÁNUDAGUR 2. MAÍ 1988. Sviðsljós Uppgangur hjá Disney- fyrirtækinu Mikill úppgangur er nú hjá Walt Disney-kvikmyndafyrirtækinu og arð- ur mikill af framleiðslu síðasta árs. Þaö eru aðallega tvær myndir sem stuöla að þessari velgengni, myndimar „Three Men and a Baby“ (Þrír menn og barn) og „Good Moming Vietnam". Fyrmefnda myndin hefur skilaö inn arði að verðmæti hvorki meira né minna en 6 milljarðar króna, og sú síðarnefnda tæpum íjórum og hálfum milljarði. Báðar þessar myndir em arðmestu myndimar í sögu Disney-fyrirtækisins. Kvikmyndafyrirtæki Disneys ber heitið Touchstone pictures. Aðrar greinar fyrirtækisins ganga einnig vel, myndbönd frá þeim em vinsæl og sérstök sjónvarpsrás, sem fyrirtækið rekur, er vinsæl meðal Bandaríkjamanna. Þessi mikli arður hefur gert það að verkum að hluta- bréf í fyrirtækinu hafa hækkað mjög í veröi og menn líta björtum augum á framtíöina hjá Disney-kvikmyndafyrirtækinu. Hjá menntaskólum landsins standa nú yflr próf og margir nemendur ná þeim áfanga að útskrifast nú í vor. Þaö er siður að „dimittera" á ákveðnum degi fyrir prófin og klæða nemendur sig þá í sem frumlegasta búninga í til- efni dagsins og ganga um götur og gera spreU. Einn slíkur hópur nemenda úr Menntaskólanum í HamrahUð kom við á DV og virðist hafa fengið hug- mynd um búning sem ekki hefur verið notuö áður. Þeir voru klæddir sem Personal-verjur og voru reyndar með nokkur sýnishorn í réttri stærð hang- andi utan á búningunum. Það er ekki ofsagt aö veijurnar hafi vakiö óskipta athygU vegfarenda sem áttu leið fram hjá. og framleiðandi, George Lucas, er að senda frá um dverga á vegum Disney-fyrirtækisins og á mynd- in að heita „Willow“. George Lucas og Ron Howard, sem er leikstjóri myndarinnar, eru hér í stórum hópi dverga sem fara með hlutverk i myndinnl. Sfmamynd Reuter Tilflnn- ingaríkt verk Undanfamar vikur hefur ís- lenska hijómsveitin staðið í ströngum æfingum fyrir flutning verksins Námur sem fram fór fyrir skömmu. Það voru aörir tónleikar íslensku hljómsveitar- innar og stjórnandi var Guð- mundur EmÚsson. Verkið Námur er tvískipt, fyrri hlutinn eru verk tileinkuð tón- skáldunum Atla Heimi Sveins- syni, Páli P. Pálssyni og Þorkeh Sigurbjörnssyni. Síðari hlutinn nefnist Sturla og er verk eftir Atla Heimi Sveinsson. Er ætlunin að tengja flutning að nokkra leyti þáttum úr íslandssögunni. Tónleikarnir voru haldnir í Bústaðakirkju fyrír skömmu. Ljósmyndari DV brá sér á æfing- ar hljómsveitarinnar og náði nokkrum bráðskemmtilegum myndum af Guðmundi Emilssyni stjórnanda íslensku hljómsveit- arinnar. Við fyrstu sýn mætti ætla aö hér sé bardagamaður í japanskri sjálfsvarnarlist á ferð, en ekki er allt sem sýnist. Það er Guð- mundur Emilsson, stjórnandi íslensku hljómsveitarinnar, sem lifir sig svo eftirminnilega inn í hlutverk sitt viö stjórnun á verk- inu „Sturlu" hjá íslensku hljóm- sveitlnni. DV-myndir GVA Mick Jagger fyrir rétti í síðustu viku var popparinn Mick Jagger önnum kafinn við að veijast ásökunum annars tónlistarmanns fyrir rétti í New York. Tónlistarmað- urinn Peter Ahey sakaði Jagger um að hafa stohð lagi frá honum og gert vinsælt undir nafninu „Just Another Night“ sem er á breiðskífu Jaggers, „She's The Boss“ sem út kom á árinu 1985. Réttarhöldin vöktu mikla athygh, ekki aðeins fyrir eðh málsins, heldur hvernig málflutningurinn fór fram. Mick Jagger kom með fuht af hljóm- listartækjum í réttarsal, sphaði og söng lög til þess að veija sig og reyndi á þann máta að bera af sér ásakanir Alleys. Auk þess höfðu báðir aðhar, sækjandi og sakbomingur, ráðið sér færastu tónlistarsérfræðinga úr tón- skólum New York-borgar th þess að skera úr um hvort ásakanirnar væra réttar eða rangar. Peter Ahey, sem er reggae tónhst- armaður frá Jamaíka, krafðist 200-350 mihjóna í skaðabætur fyrir stuldinn, en það er áætlaður gróði af laginu. Mick Jagger hafði betur í þessari viðureign, og var hann dæmdur sýkn saka, en ekki er vitað hvort hin sérkennilega vöm Jaggers hafði úrslitaáhrif um hvernig fór. Jagger yfirgefur réttarsalinn eftir „hljómleika", sem hann hélt þar, í viðleitni til þess aö verjast ásökunum um lagastuld. Simamynd Reuter Þaö var reggae hljómlistarmaðurinn Peter Alley, sem sakaði Jagger um lagastuld frá sér, á laginu „Just Another Night“ sem Jagger gerði frægt. Simamynd Reuter „Dimitterað"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.