Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1988, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1988, Síða 5
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988. 5 Fréttir Fallið frá samkomuhaldi í Húsafelli um verslunaimannahelgina Farið fram á 2 milljónir í launakostnað lögreglu - og 100 þúsund krónur í bensínkostnað Falliö hefur verið frá fyrirhuguöu samkomuhaldi í Húsafelli um versl- unarmannahelgina, vegna þeirra krafna sem sýslumaður Mýra- og Borgaríjarðarsýslu setur varðandi skemmtanahaldiö. Talsmenn Ungmennasambands Borgaríjarðar og Björgunarsveitar- innar OK, sem annast hafa skemmt- anahald í Húsafelh, segja að kröfur um greiðslu fyrir löggæslu á samko- munni séu þvílíkar að ekki sé fjár- hagslegur grundvöllur fyrir sam- komuhaldi. Eins hafl verið gerð krafa um aldurstakmark er útiloki ákveðinn aldurshóp frá samko- munni sem þó hafi átt að vera áfeng- islaus. Kostnaðaráætlun sýslumanns vegna samkomuhaldsins hljóðar upp á tæpar þijár milljónir. Þar af er beinn launakostnaður fyrir 24 lög- reglumenn á 7 tólf tíma vöktum tæp- ar tvær milljónir og þátttaka í bens- ínkostnaöi vegna aðkeyptra lög- reglumanna 100 þúsund. „Við getum engan veginn staðið undir þessum kostnaöi. Félögin eiga engar eignir. Sýslumaður var tilbú- inn að ræða ýmsar hliðar skilyrö- anna en var óhagganlegur varðandi þijú atriði. Það eru aldurstakmarkið, að aðstandendur hátíöarinnar leiti eftir áfengi á samkomugestum með og undir stjórn lögreglu og loks kostnaðurinn. Að setja fram þessar kröfur og skilyrði er það ákma og að neita okkur um skemmtanaleyfi. Hann hefði getað sagt nei strax,“ sagði Bjami Áskelsson, formaður Björgunarsveitarinnar Oks, í samtali viðDV. Hann sagði ennfremur að samstarf aðilanna hefði alltaf verið gott og sætti því furðu að sýslumaður kæmi með slíkar kröfur og skilyrði án sam- ráðs við félögin. Hefði ýmislegt farið miður á samkomunni í fyrra og það verið rætt á fundi í haust. Þar hefðu alhr verið tilbúnir að bæta um bet- ur, ekki síst varðandi skipulag og þjónustu. „Þeim sem ég hef talað við, þar á meðal aðila úr dómsmálaráðuneyt- inu, finnast kröfur sýslumanns vera út í hött. Það verða allir hvumsa sem heyra þetta.“ Rúnar Guðjónsson, sýslumaður í Borgamesi, segir að hlutirnir hafi alls ekki verið útræddir. Þama hafi ýtmstu hugmyndir verið á ferðinni og þá miðað við 10 þúsund manna mót. Ef samkoman yrði minni í snið- um drægist kostnaöur saman sem því næmi. Norrænir bamalæknar þinga: Vöxtur og þroski bama til umræðu Vöxtur og þroski bama er aðalum- ræðuefnið á þingi norrænna barna- lækna sem nú stendur yfir í húsa- kynnum Háskóla íslands. Þingið hófst í gær og lýkur því á fimmtudag. Fjögur sérsvið bamalæknisfræð- innar em tekin fyrir á þinginu; ill- kypja meinsemdir, sjúkdómar í taugakerfi, meltingarfærum og inn- kirtlum sem meðal annars geta leitt til truflunar á vexti og þroska bama. Fyrirlesarar em víðs vegar af Norð- urlöndunum auk prófessoranna Tanner frá Lundúnaháskóla og Free- mans frá John Hopkins háskóla í Bandaríkjunum. -J.Mar „Það er eins og félögin hafi þurft ástæðu til að hætta við en samkoman í fyrra þótti takast miður vel. Kostn- aöaráætlunin er ekkert sem viö bú- um til. Við miðum við gjaldskrá frá dómsmálaráðuneytinu yfir útselda vinnu lögreglumanna. Eg undir- strika að þama vom hugmyndir á ferðinni, tölur sem slegið var fram. Varðandi aldurstakmark og áfengis- leit var búið að ræða þau atriði á fundum. Vísa ég þeirri gagnrýni til fóðurhúsanna," sagði Rúnar Guð- jónsson. Hann bætti því við að það sem hann hefði lesið og heyrt frá aðstandend- um samkomunnar væri út í hött. í ár hefði verið farið snemma af stað með skipulagningu í Ijósi fenginnar reynslu og væri það nýnæmi af hálfu yfirvalda. „Það erum við sem berum þrátt fyrir aUt ábyrgð á að þetta fari sóma- samlegafram." -hlh AFMÆUSTILBOÐ á þvottavélum ! 'nt ef l‘dlð •' nQ 0/’ frá því við opnuðum í Borgartúni28 bauð Blomberg okkur nokkurt magn af úrvalsþvottavélum á ein- staklega hagstæðu verði. Við bjóðum þér að njóta þessa hagstæða tilboðs. 'A fWffif Bjombero Þau gerast ekki betri. m W5 * Fjöldi þvottakerfa * E-sparnaöarkerfi * Frjálst hitaval * Tölvustýrður mótor * Áfangavinding, mesti vinduhraði 1200 sn/mín. * Hraðþvottakerfi, gardínuþvottakerfi * Aqua-stop, flæðiöryggi * Íslensk handbók fylgir Afmælistilboð kr. 59.900,- VM 930 * Fjöldi þvottakerfa * E-sparnaðarkerfi * Frjálst hitaval * Tölvustýrð vinding, 650/900 sn. * 5 mismunandi vatnshæðir * Flæðiöryggi * Stál að innan ’ Ryðvarið ytra byrði * Íslensk handbók fylgir Afmælistilboð kr. 54.900,- Afmæliskjör: Útborgun 8000 kr. - Eftirstöðvar á 10 mánuðum ÍL' Eínar Farestveit&Co.hf. BORGARTÚN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆG BÍLASTÆÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.