Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1988, Síða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988.
Viðskipti
Hátt í 300 milljóna króna
offjárfesting í rútubílum
- segir Gunnar Sveinsson, framkvæmdastjóri BSÍ
Gunnar Sveinsson, framkvæmda-
stjóri Bifreiðastöðvar íslands, BSÍ,
og félags sérleyfishafa, segir að gífur-
leg ofljárfesting sé nú í rútubílum á
íslandi. Metur hann þessa offjárfest-
ingu á bilinu 200 til 300 milljónir
króna. Það er ekki aðeins að rútubíl-
um hafi fjölgað heldur veröa rúturn-
ar sífellt stærri sem fluttar eru til
landsins.
í rekstri rúta eru tvö félög, Félag
sérleyfishafa og Félag hópferðabíl-
stjóra. „Það hefur sérstaklega orðið
mikil aukning hjá hópferðamönnun-
um," segir Gunnar.
Hann nefnir sem dæmi aö fyrir
fjórtán árum, árið 1974, hafi sérleyf-
ishafar átt 144 rútur og hópferða-
menn 89 bíla. Nú er fjöldi hópferða-
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggö
Spansjóðsbækurób. 18-20 Ab
Spanreikningar
3jamán. uppsogn 18-23 Ab
6mán. uppsogn 19-25 Ab
12mán. uppsogn 21-28 Ab
18mán. uppsogn 28 Ib
Tékkareikningar, alm 8-10 Ab.Sb
Sértékkareikmngar 9-23 Ab
Innlan verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6 mán. uppsogn 4 Allir
Innlán meðsérkjörum 20-30 Vb
Innlán gengistryggð
Bandarikjadalir 6-6,50 Vb.Sb
Sterlingspund 6,75-8 Úb
Vestur-þýskmbrk 2.25-3 Ab
Danskar krónur 8-8,50 Vb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvixlar(forv.) 30-32 Bb.Lb
Viöskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi
Almennskuldabréf 31-34 Bb.Lb
Viöskiptaskuldabréf (1) kaupqenqi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 33-35 Sp
Utlán verðtryggð
. Skuldabréf 9.5 Allir
Útlán til framleiðslu
Isl. krónur 29,5-34 Lb
SDR 7,75-8.50 Lb
Bandarikjadalir 9,00-9,75 Úb
Sterlingspund 9,75-10.50 Lb.Bb,- Sb.Sp
Vestur-þýskmork 5,25-6,00 Úb
Húsnæðislán 3.5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 44.4 3.7 á mán.
MEÐALVEXTIR
Óverðtr. júní 88 32
Verðtr. júní 88 9,5
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala júni 2051 stig
Byggingavisitala júní 357,5 stig
Byggingavisitalajúni 111,9 stig
Húsaleiguvisitala Hækkaði 6%' april.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa veróbréfasjóða
Avöxtunarbréf 1,1349
Emingabréf 1 2,888
Einingabréf 2 1,669
Einingabréf 3 1,851
Fjolþjóðabréf 1,268
Gengisbréf 1,340
Kjarabréf 2,893
-Lífeyrisbréf 1.452
Markbréf 1,507
Sjóðsbréf 1 1,393
Sjóósbréf 2 1,240
Tekjubréf 1,428
Rekstrarbréf 1,5677
HLUTABRÉF
Soluverð að lokinni jófnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 115 kr.
Eimskiþ 234 kr.
Flugleiðir 212 kr.
Hampiðjan 112 kr.
Iðnaðarbankinn 148 kr.
Skagstrendingur hf. 220 kr.
Verslunarbankinn 114 kr.
Útgerðarf. Akure. hf. 121 kr.
Tollvörugeymslan hf 100 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaukpa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.
bíla kominn yfír 235 og bílar sérleyf-
ishafa eru 179. Sætaaukning er hlut-
fallslega mun meiri þar sem rútum-
ar eru stærri en áður.
„Ástæðan fyrir þessari fjárfestingu
er allt of mikil bjartsýni manna.
Enda eru eigendaskipti á rútum mjög
Gunnar Sveinsson, framkvæmda-
stjóri BSÍ, segir að gífurleg offjár-
festing sé nú í rútubilum á íslandi.
„Þumalputtareglan er sú að góð
rúta kostar svipað og eitt einbýlis-
hús.“
tíð. Menn fara ekki á hausinn með
rúturnar heldur kaupa nýir menn
bílana, gjarnan rútubílstjórar sem
vilja spreyta sig á sjálfstæðum at-
vinnurekstri. Bjartsýnin er því mikil
þannig að aUt sem heitir hið gullna
jafnvægi á milli framboðs og eftir-
spurnar er fyrir bí.“
Að sögn Gunnars kostar ein rúta
af dýrustu og stærstu gerð um 15
milljónir króna. Og þær ódýrustu
kosta um 4 til 5 milljónir. „Þumal-
puttareglan er sú að góð rúta kosti
svipað og eitt einbýlishús."
Gunnar segir ennfremur að eitt af
því sem hafi hleypt fjárfestingaskrið-
unni af stað sé framboð á notuðum
3 til 4 ára rútum í Þýskalandi. „Þetta
hefur orðið til þess að menn hafa
keypt rútur án þess að umsvif þeirra
hafi verið að aukast. Enda er nú svo
komið að rekstur rúta er mjög erfið-
ur.“
Verð farmiða með sérleyfishöfum
og hópferðabílum myndast ekki á
frjálsum markaði. Það er ákveðið af
hinu opinbera.
Fyrir fjórtán árum voru sæti allra
rútanna 7.700 talsins en nú eru þau
rúmlega 14.200. Fjöldi sæta hefur því
tvöfaldast á fjórtán árum.
-JGH
Rúta á rútu ofan. Fyrir fjórtán árum voru 233 rútur á íslandi með um 7.700
sæti. Nú eru 414 rútur með rúmiega 14.200 sæti enda er rekstur rúta orð-
inn mjög þungur og erfiður að sögn Gunnars Sveinssonar.
Gifurleg þensla er enn i byggingar-
iðnaðinum. Það sem af er þessu ári
hefur verið miklu meira steypt en i
fyrra.
Gífurieg þensla í
byggingariðnaðinum
- mlklu meirí sementssala en í íyira
Gífurleg þensla er nú í byggingar-
íðnaðinum og mun meiri en í fyrra
og fannst þó mörgum nóg um. Sem-
entsverksmiöja ríkisins seldi yfir 37
þúsund tonn af sementi fyrstu fimm
mánuði þessa árs á móti rúmlega 26
þúsund tonnum fyrstu fimm mánuð-
ina í fyrra, aö sögn Haröar Geirlaugs-
sonar, yfirmanns á söluskrifstofu
Sementsverksmiöju rikisins í
Reykjavík.
Sementssalan var á milli 4.700 og
7.600 tonn á mánuði fyrstu fjóra mán-
uðina. En í maí, þegar voraði, kom
mikill kippur i söluna. Um 11.800
tonn seldust í mai á móti um 10.700
tonnum í fyrra.
Að sögn Haröar býst hann viö sam-
drætti í sölu sements með haustinu
þegar útlit er fyrir að dragi úr smíði
bygginga.
-JGH
Gunnar Hall hagsýslustjóri:
Ófrágengið hvar ég hef störf
Gunnar Hall hagsýslustjóri. Hættir í
lok mánaðarins.
„Það er ófrágengiö hvar ég hef
störf en ég hætti hér og læt af störfum
hagsýslustjóra þriðjudaginn 28.
júní,“ segir Gunnar Hall hagsýslu-
stjóri en hann sagði mjög óvænt upp
því starfi í vor vegna óánægju sem
hann hefur ekki viljað tjá sig frekar
um.
Að sögn Gunnars hefur hann rætt
viö nokkra aöila um nýtt starf en
ennþá er það ekki komið á hreint
hvert hann fer.
„Ég vonast til og reikna með að
vera búinn að ráða mig annars stað-
ar þegar ég hætti hér í lok mánaðar-
ins.“
Samkvæmt heimildum DV hefur
enn ekki verið gengið frá ráöningu
nýs hagsýslustjóra.
-JGH
Kristinn Finnbogason, varaformaður
bankaráðs Landsbankans. „Ráðn-
ingu þess aðstoðarbankastjóra sem
átti að hefja störf um áramótin hefur
verið frestað fram á haust."
Landsbankinn:
Ráðningu
aðstoðar-
bankastjóra
frestað
Kristinn Finnbogason, varaform-
aður bankaráðs Landsbankans, segir
að í haust verði ráðið í stöðu aöstoð-
arbankastjóra sem auglýst var til
umsóknar í vetur. Þá voru þrjár að-
stoðarbankastjórarstöður bankans
auglýstar og bárust 27 umsóknir.
Þeir Jóhann Ágústsson og Brynj-
ólfur Helgason, áður framkvæmda-
stjórar bankans, voru ráðnir aðstoð-
arbankastjórar í apríl. Jafnframt var
ráðningu þess þriðja slegið á frest en
samkvæmt auglýsingunni átti hann
að hefja störf frá og með næstu ára-
mótum er Sigurbjöm Sigtryggsson
lætur af störfum aðstoðarbanka-
stjóra.
Að sögn Kristins er verið að reka
endahnútinn á ákveðnar skipulags-
breytingar innan bankans og verður
ekki ráðið í stöðuna fyrr en þær
liggjafyriríhaust. -JGH