Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1988, Síða 35
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988.
35
Afmæli
Björn Björnsson
Bjöm Bjömsson, Baldursgarði 2,
Keflavík, er fimmtugur í dag.
Björn er fæddur í Reykjavík, en
fluttist til Keflavíkur árið 1960. Áð-
ur lauk Bjöm búfræðinámi frá
Bændaskólanum á Hvanneyri.
Björn starfaöi í lögreglunni í Kefla-
vík árin 1960-1963, en þá færði hann
sig upp á Miönesheiðina og tók við
starfi hjá lögreglunni á Keflavíkur-
flugvelli. Eftir sex ára starf fór
Björn utan, til New York, og var í
tvö ár öryggisvörður hjá Samein-
uðu þjóðunum. Heimkominn tók
Björn við fyrra starfl á Keflavíkur-
flugvefli og fyrir tveim áram gekk
hann í þá deild lögreglunnar sem
sér um öryggisgæslu í Leifsstöð.
Árið 1972 tók Bjöm ökukennara-
próf og meðfram löggæslu kennir
hann unglingum til bílprófs. Eigin-
kona Bjöms, Móeiður Skúladóttir,
fylgdi í fótspor hans og er núna eina
konan á Suðumesjum sem kennir
á bíl. Bræður Móeiðar em Ólafur
vígslubiskup og Helgi leikari og
systir Ragnheiður píanókennari.
Bjöm og Móeiður eiga þrjú böm:
Skúli, f. 31.8. 1961, lögregluþjónn;
Sigríöur, f. 10.8. 1964, skrifstofu-
stúlka; Ándrés, f. 28.7.1975, nemi.
Faðir Bjöms er Bjöm Jónsson,
kennari, félagsmálafulltrúi og síð-
ast framkvæmdastjóri Byggingar-
samvinnufélags ríkisstarfsmanna,
f. 14.6.1904, frá Sigmundarstöðum,
Þverárhlíð, Jónssonar Þórarins, b.
Síðumúla, Hvítársíðu, síðast Glit-
stöðum, Norðurárdal „hraust-
menni og dugnaðarmaður”, Ein-
arssonar, b. Urriðafossi í Villinga-
holtshreppi, Einarssonar, b. Ur-
riðafossi, Magnússonar, b. Skógs-
nesi, Gaulveijarbæjarhreppi, síðast
Urriðafossi, Einarssonar, b. í Kols-
holti í Flóa, Þorkelssonar, b.
Klængsseli í Flóa, kvæntur Katrínu
Jónsdóttur.
Eiginkona Magnúsar Einarsson-
ar var Guðrún Helgadóttir, b. á
Hæringsstöðum, Erlendssonar, b. á
Bakka í Leirársveit, Þorlákssonar
er lengi var í Hollandi, Gunnlaugs-
sonar, prests í Saurbæ í Eyjafiröi,
Sigurðssonar, prófasts í Saurbæ,
Einarssonar á Æsustöðum, Halls-
sonar.
Móðir Bjöms er Hildur, f. 11.8.
1905, ljósmóðir, Pálsdóttir, skálds
b. á Hjálmsstöðum Laugardal, Guð-
mundssonar, b. Hjálmsstöðum
Pálssonar. Móöir Hildar var Þórdís
Grímsdóttir, b. á Laugardalshólum
Jónssonar og Hildar Ingvarsdóttur
frá Laugardalshólum.
Systkini Björns eru Jón Þórarinn,
f. 2.4.1936, yfirkennari og orgelleik-
ari í Borgarnesi; Garðar Haraldur,
f. 26.7.1941, tæknifræðingur í Dan-
mörku; Erla, f. 18.6. 1944, kennari
Reykjavík; Erlendur, f. 18.12. 1946,
prentari í Reykjavík.
Foreldrar Móeiöar, eiginkonu
Bjöms, era Skúli Oddleifsson, um-
sjónarmaður í Keflavík og Sigríður
Agústsdóttir. Faðir Skúla var Odd-
leifur, b. í Langholtskoti í Hruna-
mannahreppi, Jónsson, b. á Hellis?
holtum, Jónssonar, b. og
dannebrogsmanns á Kópsvatni,
Einarssonar, b. Berghyl, Jónssonar
b. í Skipholti, Jónssonar, bróður
Fjalla-Eyvindar. Móðir Skúla var
Helga, systir Önnu, ömmu Jóns
Björn Björnsson.
Skúlasonar, póst- og símamála-
stjóra. Anna var dóttir Skúla, al-
þingismanns á Berghyl.
Bjöm Björnsson verður að heim-
an á afmælisdaginn.
Benedikt Sigurðsson
Benedikt Sigurðsson, Skildinga-
nesi 21, Reykjavík, er fertugur í
dag.
Benedikt er fæddur í Reykjavík,
sonur Sigiu-ðar framkvæmda-
stjóra, f.15.10. 1919, d. 22.10. 1967,
Benediktssonar, skólastjóra á
Húsavík, Björnssonar og konu
hans, Guðrúnar Bjargar, f. 7.11.
1920, Sigurðardóttur, Áma fram-
færslufulltrúa í Reykjavík, Björns-
sonar frá Veðramótum.
Eftir stúdentspróf frá MR fór
Benedikt í lögfræðinám í HÍ og út-
skrifaðist þaðan sumarið 1973. Það
sumar réðst hann til starfa hjá Við-
lagasjóði, sem stofnaður var vegna
eldgossins í Vestmannaeyjum. Eft-
ir hálfs árs dvöl hjá Viölagasjóöi
tók Benedikt við starfi hjá Sam-
Benedikt Sigurðsson.
vinnutryggingum og sama ár, 1974,
fékk Benedikt réttindi til málfutn-
ings í Hæstarétti. í dag er Benedikt
fjármálastjóri Samvinnutrygginga
og er varaformaður stjórnar Sam-
vinnusjóðs íslands.
Þann 13. nóvember 1971 kvæntist
Benedikt Agnesi Eggertsdóttur, f.
22.2. 1950. Foreldrar hennar eru
Eggert Kristinsson framkvæmda-
stjóri og Sigurlaug Þorsteinsdóttir.
Böm Benedikts og Agnesar era:
Sigurlaug, f. 7.1.1973, Agnes, f. 29.7.
1975, og Sigurður, f. 28.2.1980.
Systkini Benedikts era: Sigur-
hjörg, f. 14.3. 1944, gift Sveini
Bjömssyni framkvæmdastjóra;
Sigurður Á., f. 23.9. 1949, fram-
kvæmdastjóri, kvæntur Ingibjörgu
Dalberg.
Böðvar Guðmundsson
Böðvar Guðmundsson, Hjarðar-
haga 15, Reykjavík, er fertugur í
dag.
Böðvar fæddist í Reykjavík en
ólst upp í Kópavogi til tíu ára ald-
urs og sneri þá aftur til höfuð-
borgarinnar. Undir tvítugt innrit-
aðist Böðvar í Loftskeytaskólann
og fór beint úr skóla sem loft-
skeytamaður á togara. Það átti ekki
fyrir Böðvari að liggja að verða sjó-
maður, hann fór í land og lærði
símvirkjun. Aö loknu því námi
réðst Böövar til starfa hjá Sjón-
varpinu og vann þar sem hljóð-
meistari næstu 15 árin. Meöfram
vinnunni hjá Sjónvarpinu vann
Böðvar að ýmsum öörum verkefn-
um, setti meðal annars við fjórða
mann upp tæki og tól Hljóðrita í
Hafnarfirði árið 1975 en Hljóðriti
er talið fyrsta gæöahljómverið á
ísland.
Fyrir einum fimm árum sagði
Böðvar Guðmundsson.
Böðvar skilið við Sjónvarpið og
kom sér upp aðstöðu til hljóðsetn-
ingar á hreyfanlegar myndir fyrir
sjónvarp og bíó. Fyrir skemmstu
eignaðist Böðvar einnig tæki til að
klippa kvikmyndir. Böðvar vinnur
í lausamennsku við hljóðsetningu
og klippingu á hvers kyns sjón-
varps- og bíómyndum, núna síðast
hafði hann hönd í bagga með gerð
einnar af verðlaunamyndum lista-
hátíðar.
Böðvar kvæntist Margréti
Berndsen þann 9.8.1969 en hún er
fædd 7.8. 1950. Þeirra börn era:
Brypja, f. 21.3. 1972, Anika Ýr, f.
1979, og Gunnhildur, f. 15.11.
Foreldrar Margrétar era Áslaug
Pálsdóttir, Eggerts Ólasonar og
Pétur Bemdsen, Sigurðar Bernd-
sen.
Systkini Böðvars era Ágústa,
húsmóðir, Egill, flugvélstjóri, og
Einar, nemi.
Foreldrar Böðvars eru Guð-
mundur Egilsson loftskeytámaður
og Ásta Einarsdóttir.
Til hamingju með daginn
85 ára_____________________
Ásgrímur Sigurðsson, Hvanneyr-
arbraut 37, Siglufirði, er áttatíu og
fimm ára í dag.
75 ára
Unnur Björnsdóttir, Brekkugötu 5,
Hrísey, er sjötíu og flmm ára í dag.
70 ára
Aðalbjörg Bjarnadóttir, Völvufefli
48, Reykjavík, er sjötug í dag.
Reynir B. Þórhallsson, Njálsgötu
102, Reykjavík, er sjötugur í dag.
Friðrikka Þorbjarnardóttir,
Foldahrauni 42e, Vestmannaeyj-
um, er sjötug í dag.
60 ára
Sigurgeir V. Snæbjörnsson, Lauga-
teigi 26, Reykjavík, er sextugur í
dag.
Hárlaugur Ingvarsson, Hlíðart-
úni, Biskupstungum, er sextugur í
dag.
50 ára
Erna Þorsteinsdóttir, Strandgötu
73b, Hafnarfiröi, er fimmtug í dag.
Jóhann Jakobsson, Efstasundi
58, Reykjavík, er fimmtugur í dag.
Ásdís Marteinsdóttir, Ártúni,
Nesjahreppi, er fimmtug í dag.
Heba Árnadóttir Theriault, Stiga-
hlíð 16, Reykjavík, er fimmtug í
dag.
40 ára
Sigmar Ægir Björgvinsson, Tjarn-
arbóli 8, Seltjamarnesi, er fertugur
í dag.
Björg I. Karlsdóttir, Esjuvöllum
6, Ákranesi, er fertug í dag.
Tilmæli til afmælisbarna
Blaöið hvetur afmælisbörn og aðstandendur
þeirra til að senda því myndir og upplýsingar
um frændgarð og starfssögu þeirra.
Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta
lagi tveimur dögum fyrir afmælið.
Munið að senda okkur myndir
SMÁAUGLÝSINGAR DV
MARKAÐSTORG
TÆKIFÆRANNA
Þú átt kost á aö kaupa og selja
allt sem gengur kaupum og sölum.
Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV,
hinu ótrúlega markaöstorgi tækifaeranna.
Markaöstorgiö teygir sig víöa, Þaö er sunnanlands
sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug-
vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö.
Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu,
en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins.
Sumir borga meö fínpressuöum seölum.
Menn nýkomnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera.
Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur.
Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt.
Þar er allt sneisafullt af tækifærum.
Þaö er bara aö grípa þau.
Þú hringir...27022
Við birtum...
Þaö ber árangurf
Smáauglýsingadeildin er i Þverholti 11.
Opið: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00
o ER SMÁAUGLÝSINGABLADID