Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Page 7
7 OAGUKÁM MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 1988. Fréttir Hafsteinn Heiðarsson flugmaður ásamt bifreiðarstjóra landgræösl- unnar á flugvellinum i Fáskrúðsfirði. DV-mynd Ægir Áburðardreífing: Berjalyngið að hverfa í grasið Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfiröi: Nýlega dreifði TF TÚN, nýja áburð- arflugvélin í eigu Landgræðslunnar, þrjátíu tonnum af áburði í hlíöina hér fyrir ofan bæinn og er það í þriðja sinn sem það er gert. Flugvélin flutti og dreifði einu tonni í hverri ferð. Góður árangur hefur orðið af þess- ari áburðardreifingu en eklú eru þó allir jafnhrifnir, því grasið er orðið það mikið aö berjalyng er að hverfa í það. Gerir berjatínslu erfiða af þeim sökum. Flugmaður áburðarvélar- innar að þessu sinni var Hafsteinn Heiðarsson. Staupið á Akureyri: Einhver ævinfyra- mennska - segir Birgir Toifason Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég er búinn að reka þennan stað í tvo mánuði, og þetta hefur gengið betur en ég þorði að vona í upp- hafi,“ segir Birgir Torfason, 23 ára bifvélavirki á Akureyri, sem rekur veitingastaöinn Staupið á Akureuri. Það hljómar auðvitað sérkennilega að bifvélavirki skuli gerast veitinga- maður, en Birgir, sem starfaði lengi sem dyravörður í Sjallanum, segir: „Mig langaöi til að prófa þetta, ætli það sé ekki ævintýramennska sem býr þar að baki því ég hafði aldrei komið nálægt svona rekstri áður.“ Sta'upið er til húsa í kjallara Hótel Akureyrar við Hafnarstræti, og tek- ur staðurinn um 50 manns í sæti í vistlegum húsakynnum. „Ég neita því ekki að ég var að horfa til þess tíma aö bjórinn verði á boðstólum hér þegar ég fór út í þennan rekstur, og það verður bara að koma í ljós hvernig málin þró- ast,“ sagði Birgir. ftre$tone Sterkir og gripmiklir hjólbarðar fyrir allar aðstæður, jafnt á vegum sem utan. Stærðir: 205/75 R 15 30x 9.50 R 15 33x12.50 R 15 215/75 R 15 31X10.50 R 15 255/85 R 16 235/75 R 15 32x11.50 R 15 ÞEIR SEM VfT H AFA Á VELJA 6 mánaða greiðslukjör Sért þú handhafi VISA eða EUROCARD greiðslukorts stendur þér til boða að greiða hjólbarðana á 6 MÁNUÐUM - án nokkurrar útborgunar* *Vextir og bankakostnaður reiknast aukalega. 5 ára ábyrgð JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 Sími 42600 ÞAKMALNING SEM ENDIST málninghlf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.