Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Qupperneq 35
MÁNUÐAGUR 11. JÚLÍ 1988.
47
Líjsstfll
Heimilisbókhaldið í maí:
Haekkun um 24,2%
frááramótum
Tæplega 95% verðbólga á áiinu
Meðaltalsmatarkostnaöur á mann
reyndist kr. 6.736,20 í maímánuði.
Samkvæmt þessu hefur matur
hækkað um 24,2% frá áramótum.
Þetta jafngildir 94,8% verðbólgu á
árinu. Framfærsluvísitala hefur
hækkað um 8,6% á sama tíma.
Matarkostnaður hefur hækkað
stöðugt hjá þátttakendum í Heimilis-
bókhaldi DV það sem af er ársins.
Nokkrar sveiflur hafa verið á tíma-
bilinu, og hefur komið fyrir að með-
altalsmatarkostnaður á mann hafi
lækkað milh mánaða.
Samkvæmt þessum tölum þá hefur
vísitölugrunnur framfærsluvísitölu
skekkst frá því hann var settur 1984.
Hlutur matvæla hefur aukist um
3,3% á tímabilinu janúar til maí að
báðum mánuöum meðtöldum. Haldi
þessi þróun áfram mun hlutur mat-
væla vega mun-þyngra í heildarút-
gjöldum eða um 20%.
Til að halda matarreikníngunum f lágmarkí þarf bæði tfma og utsjónar-
semf.
Hægt að
úr litlu
segir Halldóra Magnúsdóttir húsmóðir
„Það er hægt að gera margt og
mikiö úr litlu,“ sagði Halldóra
Magnúsdóttir húsmóðir, en frá
hennar heimili komu lægstu töl-
urnar í Heimilisbókhaldi DV að
þessu sinni. Hún og maður hennar,
Guðmundur Magnússon,. eyddu
aöeins 4.011 krónum í mat á mann
í maímánuði.
„Þetta er afskaplega auðvelt. Viö
erum bæði neyslugrönn og lítið til
fæðis. Við notum þetta smotterí
sem enginn lítur við í dag.“
Halldóra kváðst viðhafa ýtrustu
nýtni í heimilishaldinu. Aldrei
væri keyptur neinn óþarfl og í
sunnudagssteikina vefur hún upp
slögog steikir.
„Ég kaupi alltaf þaö sera ódýrast
er. A raánudögum fæst oft kjöt á
tilboðsverði í Hagkaup. Við borð-
um einnig mikinn flsk. Hér er aldr-
ei keypt srajör eða tjómi, undan-
renna er eina mjólkurvaran sem
hér er á boröum.“
Halldóra kvaðst ennfremur baka
allt sitt brauð sjálf og grænmeti og
ávextir væru aldrei keypt, það væri
einfaldlega of dýrt En hvað hafa
þau hjón venjulega í matinn?
„Við boröum yfirleitt hafragraut
í hádeginu ásamt einni brauðsneið.
Á kvöldin höfum við svo heitan
mat, yfirleytt flsk eða kjöt. Við er-
um bæði gömul og okkur var inn-
rætt nýtni frá blautu barnsbeini."
Halldóra sagði að eina leiðin til
aö haldamatarreikningunum niðri
væri að gefa sér góðan tlma í inn-
kaupin. Tími væri hins vegar af
skornum skammti hjá flestum.
„Ég geri mér fulla grein fýrir því
að margt fólk eyöir gifúrlega miklu
í mat. Eg sé oft aö fólk er aö versla
fyrir helgar, oft örþreytt eftir
vinnu. Þá er gjaman einhverju
hent í körfuna sem fljótlegt er aö
elda. Þetta kostar mikla peninga.
Það er ekki alveg raunhæft að bera
okkur saman við þetta fólk því viö
höfum mikinn tima.“
-PLP
Meðaltalsmatarkostnaður á mann
8000
6000-
4000
2000-
E2 Hver mánuður
+ 24,2%
Apríl
Lægst 4.011 ámann
Alls bárust upplýsingar frá 39
manns að þessu sinni. Lægsta talan
reyndist vera kr. 4.011 krónur á
mann. Hæsta talan var kr. 15 þúsund
á mann í mat á mánuði. Bæði heimil-
in eru í Reykjavík.
Athygli vekur hve bihð er breitt
milli þátttakenda að þessu sinni.
Hæsta talan er nær fjórfalt hærri en
sú lægsta. Aðrir þátttakendur virð-
ast einnig skiptast í tvö horn. Annars
vegar er fjöldi manns með tæpar
fimm þúsund krónur á mann á mán-
uði en á hinn bóginn er fólk með tíu
þúsund krónur og yfir.
Á meðfylgjandi súluriti er sýnd
þróun síðustu fimm mánaða. Athygli
vekur að miklar sveiflur eru milli
mánaða. Ekki veröur komist hjá því
að skýra þessar sveiflur.
Janúar hefst með því að lagður er
söluskattur á öll matvæli. Til að
stemma stigu við verðhækkunum
sem af þessu leiða var tollalögum
breytt. Þá lækkuðu tollar verulega á
ýmsum matvælum og vörugjald var
tekið af. Áhrif tollabreytinga komu
ekki fram strax.
Tölur febrúarmánaðar eru mun
lægri. Ástæðan er sú aö þama fara
tollalækkanir að skila sér út í verö-
lag. Mánuöurinn er einnig aðeins
styttri.
Marsmánuður er 80% hærri en
febrúar. Þama kemur inn dýrt
páskahald og fermingar hafa sitt að
segja.
I apríl lækka tölumar aftur enda
páskar og fermingar að baki. Maí-
mánuður staðfestir niðurstöður
aprílmánaðar og sýnir raunar hækk-
un. Raunhækkun á matarkostnaði
er samkvæmt þessu 24,2% á tímabil-
inu.
DV vill hvetja lesendur sína til að
senda inn tölur fyrir júnímánuö. Þær
eru grundvöllur þess að hægt sé að
mæla áhrif síðustu gengisfellingar.
-PLP
EINSTAKT
EFNl TIL
RAKAVARNAR
polp
last
Byggingaplastið með rauðu
röndinni
1
£
I
£
I
1
£
I
á
1
£
I
• Þolir raka, loft og hita margfalt á við önnur sam-
bærileg efni.
• Þróað í samvinnu við Rannóknastofnun
byggingariðnaðarins.
• Tíföld ending.
Þolplast frá Plastprenti -
þar sem rakavarnar er þörf.
I
£
I
, 9
£ Plastprent hf.
J Fosshálsi 17-25, sími 685600