Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988.
Fréttir
Bretland:
Grænfriðungar
gefast upp
- áróðursskilti tekið niður og herferðin ber ekki árangur
„Skiltiö, sem grænfriðungar
settu hér upp í vor, hefur veriö tek-
iö niður og herferðin, sem þeir hófu
gegn íslenskum fiski, virðist vera
lokið, að minnsta kosti hefur eng-
inn orðið var við þá síðan í júní,“
sagði Ingólfur Skúlason, forstjóri
Icelandic Freezing Plants Ltd. í
London.
Síðastliðið vor settu grænfrið-
ungar upp skilti með áróðri gegn
hvalveiðum íslendinga þar sem
Bretar voru hvattir til aö kaupa
ekki fisk af íslendingum (Don’t buy
your fish from a butcher). Skiltiö
var staðsett á Earls Court sem er á
Cromwell Road á leiðinni frá mið-
borg London til Heathrow-flugvall-
ar.
Aðaláherslan í áróðrinum gegn
íslenska fiskinum var lögð á tvö
fyrirtæki, Texaco og Birdsieye, en
Ingólfur sagðist ekki vita til þess
að nokkurt fyrirtæki hefði orðið
fyrir áhrifum vegna þessara að-
gerða grænfriðunga. Einhver fyrir-
tæki hafi skrifað bréf til samtak-
anna og sagst ekki versla með ís-
lenskan fisk, en þau höfðu hvort
eð er ekki gert það áður en herferð-
in hófst. „Ég held einnig að það sé
meira fjallað um þessi mótmæli á
íslandi en hér í Bretlandi. Almenn-
ingur hér fyllist ekki áhuga á þessu
máli, en þó má ekki vanmeta þessi
samtök sem hafa umtalsverðan
flölda félagsmanna.
Það er mikið í gangi hérlendis hjá
þessum samtökum og fólk í Bret-
landi gerir ekki alveg greinarmun
á herferðum. Þar að auki er ís-
lenskur fiskur snar þáttur í breskri
fiskvinnslu og því mikilvægur fyrir
atvinnulif hér. Ef aðgerðir græn-
friðunga mundu einhvern tímann
bera árangur þá ylli slíkt miklum
skaða fyrihBreta sjálfa,“ sagði Ing-
ólfur.
Sjónvarp frá ólympíuleikunum:
Leikurinn við Svía
ekki sýndur beint
- vonir en ekki vissa með leikinn við Júgóslava
Leikur íslendinga og Svía í hand- Það var einfaldlega ekki laus rás á og reyna aö taka leikinn skömmu
bolta á ólympfuleikunum í Seoul hnettinum sem EBU hefur tíl af- eftir aö honum er lokið.“
verður ekki sýndur beint um gervi- nota á þeim tíma sem leikurinn fer - Hvað um leikina um sætin?
hnött. Sjónvarpinu barst í gær fram. Júgósiavar eru með pöntun „Þaðskýristfyrst eftiraöleikjum
skeyti frá Svium þar sem staðfest hjá Evrópusambandi sjónvarps- riðlanna er lokið. Eins og fram hef-
ér að beiöni Svia um að fá leikinn stöðva á þeim tíma sem leikur okk- ur komið verður úrslitaleikurinn
sýndan beint um gervihnött hefur ar viö þá fer fram þannig að líklega sýndur beint yfir allt gervihnatta-
verið hafiiað. Hvað varðar leik tekst að fá hann í beinni útsend- netiö og bará að vona að viö kom-
Júgóslava og íslendinga eru meiri ingu, sagði Ingólfur Hannesson, umst svo langt.“
vo'nir til að fá beina útsendingu en yfirmaöur íþtróttadeUdar Sjón- - Hefði ekki verið hægt að fara
það mun skýrast nú um helgina. varpsins, við DV. af stað fyrr með pantanir á leikjun-
„Viö verðum að reyna það næst- - En hvað með aörar leiðir sem um? .
besta varðandi leikinn við Svía og nefndar hafa yerið? „Svíar hafa sjálfsagt farið mjög
senda hann um áttaleytið að „Sú lausn er mjög dýr og myndi snemmaafstaðog Júgóslavar líka,
morgni í staö þess að senda hann kosta okkur ófaa hundraöþúsund- en handbolti er ekki svo hátt skrif-
beint um miðja nótt. Ég vil vekja kaUana, Viö höfum því miður ekki aður meðal íþróttagreina ólympíu-
athygh manna á að leiknum veröur ótakmarkað fiármagn. Sviarnir leikanna.“
aö sjálfsögðu lýst beint í útvarpi. hafasagtokkuraðþeirlátiviðsitja -hlh
Fundur Verðlagsstofnunar:
Hámarksverð á eggjum
og kjúklingum ákveðið
Vegna verðstöðvunarinnar ákvað
Verðlagsstofnun á fundi sínum í gær
hámarkssmásöluverð á eggjum.
Verður það 298 krónur kUóið.
Á sama tíma samþykkti verðlags-
stofnun hámarksverð á kjúklinga-
kjötí í heUdsölu. Verður það 376
krónur kUóið. Jafnframt var ákveðið
að hlutfaUsleg álagning í smásölu
skuli vera sú sama að hámarki og
þegar verðstöðvunin tók gUdi.
Þannig má sú verslun sem hafði
20 prósent álagningu á kjúklingakjöti
þegar verðstöðvunin tók gUdi ekki
hækka álagninguna umfram þau 20
prósent.
Á fundinum var grænmetismark-
aðurinn einnig ræddur. Var ákveðið
að leyfa grænmetismarkaðinum að
starfa með sama hætti og fyrir verð-
stöðvun en verðlag heUdsölu og smá-
sölu má ekki vera hærra en þegar
verðstöðvunin tók gUdi.
„Það verður frjáls verðmyndun
með þaki á grænmetismarkaðinum,“
sagði Guðmundur Á. Sigurðsson
yfirviðskiptafræðingur Verðlags-
stofnunar við DV. -hlh
Nakinn í
Maður sá sem vakti á sér at-
hygli fyrir að hlaupa allsnakinn
inn á Laugardalsvöll á miðviku-
dag lagðist tíl sunds á Kópavogi
í gær. Sem fýrr var maðurinn
allsnakinn. Þegar lögregla náöi
til hans var mjög af honum dreg-
ið. Hann var fluttur á gjörgæslu-
deUd
Sovéskir borgarar nutu ekki
uppátækis mannsins á Laugar-
dalsvelh þrátt fyrir beina sjón-
varpssendingu frá leUtvanginum.
Sómakær upptökumaður, ís-
lenskur, beindi vélinni þegar í
staö upp í áhorfendastúkuna.
-sme
Ókeypis ferð Qölskyldu til Kaupmannahafiiar:
Islenskur strákur
Sigurður Grétar Jökulsson var sigurreifur þegar hann fékk farseðlana til
Kaupmannahafnar í hendur. Þangað fer hann ásamt fjölskyidunni í boði
Andrésar andar-blaðanna um allan heim eftir að hafa unnið samkeppni
blaðanna. Hákon bróðir hlakkar einnig til enda hefur hvorugur þeirra
bræðra áður farið í flugvél. DV-mynd GVA
sigraði í Andrésar
andar samkeppni
„Eg tók út miða úr Andrésar-
blöðunum og svaraði spurningunum
en þær voru til dæmis svona: Hvað
heitir kærasta Andrésar. Mamma
sendi þetta svo út fyrir mig. Mér
finnst mjög gott að vinna, ég bjóst
ahs ekki við þessu,“ sagði Sigurður
Grétar Jökulsson.
Sigurður Grétar er níu ára gamall
og er dyggur lesandi Andréar andar
blaðanna. í sumar tók hann þátt í
verðlaunasamkeppni hjá blaðinu,
sem fór fram um allan heim, og nafn
hans var dregið út. Hann er eini
vinningshafinn hérlendis en hvort
þeir eru fleiri um víða veröld vissi
móðir hans ekki.
Vinningurinn, sem Sigurður fær,
er helgarferð fyrir alla íjölskylduna
til Kaupmannahafnar. Ferðin verður
þeim að kostnaðarlausu svo og gist-
ing og uppihald. Að auki verður þeim
boðið sérstaklega í Tívolí og það á
lokakvöldinu. „Ég hlakka mikið til,
það verður örugglega skemmtilegast
í Tívolí og mig langar bara mest í
allt. Eg ætla að kaupa dót úti og sjá
dýragarðinn, litlu hafmeyna, lífverði
drottningarinnar og kannski eitt-
hvað meira,“ sagði Sigurður um ferð-
ina.
Til stóð að Andrés ötid kæmi til
landsins og afhenti Sigurði ferða-
vinninginn en hann átti ekki heim-
angengt frá Disneylandi í Bandaríkj-
unum. Móðir Sigurðar sagði að ekki
væri útilokað að hann kæmi til
Kaupmannahafnar og fagnaði vinn-
ingshafanum.
Sigurður heldur af stað til Kaup-
mannahafnar þann 9. september og
kemur heim þann 12. Með honum
fara foreldrar hans, Kristín Andrés-
dóttir og Jökull Sigurösson, og bróð-
ir hans, Hákon, sem er 10 ára, en
þeir bræður báru út DV í sumar. „Ég
hef aldrei komið í flugvél, kannski
verð ég hræddur en ég veit ekki
hvernig það er,“ sagði Sigurður.
Hvorugur þeirra bræðra hefur flogið
áður.
JFJ
Alda nauöungaruppboöa:
1750 bílar og um 250
íbúðir undir hamarinn
Uppboðshaldarinn í Reykjavík
auglýsir þessa dagana nauðungar-
uppboð á um 1750 bifreiðum. í
Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði
eru samtals um 250 íbúðir auglýstar
á nauðungaruppboöi.
Að sögn Jónasar Gústavssonar,
uppboðshaldara í Reykjavík, eru
þetta ögn færri bílar en undanfarin
misseri. Sagði hann að flestir björ-
guðu fyrir horn áður en til sölu
kæmi.
Skýringuna á hinum mikla fjölda
húseigna, sem auglýstur er á nauð-
ungaruppboði nú, er meðal annars.
að finna í réttarhléi sumarsins. Hús-
eignir eru ekkert óvanalega margar
sé tekiö mið af þeim kringumstæðum
en pressan oftast mikil í september
eftir sumarfrí.
Gjaldheimtan er að sögn uppboðs-
haldarans sá einstaki aðih sem á
flestar kröfur í eignir fólks.
-hlh
Enn eitt gjaldþrotið:
Kjötvinnsla rúllar yfir
Sættir hjá Gæslunni
Sættir hafa tekist á milli yfirstjóm-
ar Landhelgisgæslunnar og þyrlu-
flugstjóranna tveggja sem sótt höfðu
um ársleyfi frá störfum. Yfirflug-
stjórinn, PáU Halldórsson, hefur snú-
ið aftur til starfa.
Benóný Ásgrímsson flugstjóri
hefði að öllu óbreyttu farið í ársleyfi
um næstu mánaðamót.
„Það fóm fram viðræður. Það
sýndu allir áhuga á að laga þaö sem
miður hefur farið. Ég er feginn þess-
ari lausn. Við getum haldið áfram
þeirri uppbyggingu sem hér hefur
verið," sagði Páll Halldórsson.
-sme
Kjötvinnsla Jónasar Þórs, sem hef-
ur haft starfsemi í Reykjavík og á
Hellu, er gjaldþrota. Jónas Þór Jón-
asson framkvæmdastjóri sagði við
DV að óvíst væri hversu stórt gjald-
þrotið yrði en vitað er að það verður
upp á tugi milljóna króna.
Hann sagði að margar ástæður
væm fyrir gjaldþrotinu, fjármagns-
kostnaður og eins heföi markaðs-
setningu ekki verið lokið. Hann sagði
að vantað hefði að koma mönnum í
skilning um hvað þarf að greiða fyrir
gótt hakk sem er helmingur hvers
nauts.
„Bændur og þeir í Bændahöllinni
hafa verið sinnulausir og dregið
lappimar. Þeir hafa hugsað með
öfugum enda,“ sagði Jónas Þór Jón-
asson.
-sme