Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988. Fréttir Greiðsluvandi sjávarútvegsins: Opinberir sjóðir breyti skuldunum í hlutabréf - meðal þess sem niðurfærslunefndin kannar Nefnd, sem vinnur aö útfærslu niðurfærslunnar fyrir ríkisstjórn- ina, beinir nú sjónum sínum sér- staklega aö greiðsluvanda sjávar- útvegsins. Á borði nefndarinnar eru hugmyndir um að opinberir sjóðir og bankar breyti lánum sín- um í sjávarútvegsfyrirtækjum í hlutabréf. Þá eru þar einnig hug- myndir um víðtæk skúldbreytinga- lán þar sem skammtímaskuldum yrði breytt í langtímalán með hag- stæðari kjörum. Nefndin lætur nú vinna fyrir sig úttekt á greiöslustöðu sjávarút- vegsins til þess að meta hversu miklum lánum þurfi að létta af greininni tfi þess að hún geti borið sig áfram. í dag eru slíkar úttektir ekki fyrir hendi. í útreikningum Þjóðhagsstofnun- ar á stööu sjávarútvegsins, sem vanalega hefur verið höfð til grundvallar aðgerða stjórnvalda, er gengið út frá vissri ávöxtun á eignum fyrirtækjanna. Þessi aðferð hefur í mörg ár verið gagnrýnd af forsvarsmönnum fiskvinnslu og útgerðar, meðal annars fyrir það að afskriftir koma til frádráttar vaxtagjöldum. Nú virðist sem nið- urfærslunefndin hafi komist að sömu niðurstöðu. Eins og fram hefur komið í DV eiga sæti í nefndinni Ólafur ísleifs- son, efnhagsráðunautur ríkis- stjórnarinnar, Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri, Bolli Þór Bolla- son, defidarstjóri hagdeildar fjár- málaráðuneytisins, og Árni Kol- beinsson, ráðuneytisstjóri í sjávar- útvegsráðuneytinu. Hlutverk nefndarinnar er að vinna að tillögum um hvernig niðurfærsluleiðin verði út- færð. í störfum sínum skoðar nefndin bæði lögbundna niðurfærslu, þar sem verðlag og vextir eru færðir niður með lögum, og eins frjálsa niðurfærslu þar sem markaðinum sjálfum er ætlað að lækka vexti og verðlag. -gse Óskað rannsóknar landlæknis: Brast dómgreind lækna í Keflavík? Landlæknisembættið vinnur að rannsókn máls vegna meðhöndlunar sjúklings á Hefisugæslustöðinni í Keflavík. Ungur maður var fluttur á heilsugæslustöðina eftir slys sem hann varð fyrir í vor. Við rannsókn og myndatöku á fjórum efstu hálslið- um mannsins fannst ekkert athuga- vert. Ungi maðurinn fann stöðugt tfi verkja. Læknarnir töldu að um slæmt mar væri að ræða og það myndi líða hjá. Hann fór til rann- sóknar í Reykjavík fjórum mánuðum eftir slysið. í þeirri rannsókn kom í Ijós að fimmti hálsliður var skaddað- ur. Vegna þess hversu seint upp- götvaðist um meiösli mannsins er hætta á að hann nái sér seint eða aldrei að fullu. Hann hefur nú óskað þess við embætti landlæknis að rannsakað verði hvort hann hafi fengið tfihlýðilega læknismeðferð eftir slysið. Guðjón Magnússon aðstoðarland- læknir sagði þetta mál vera á frum- stigi hjá embættinu. Hann sagðist vera að safna að sér gögnum um málið. „Það er gott og auðvelt að vera klókur eftir á. Aðstæður tfi frekari myndatöku eru ekki í Keflavík. Þeg- ar maðurinn var rannsakaður i Reykjavík var þaö gert með full- komnari tækjum og eins var þá vitað um verkina sem hann hafði haft. Við munum rannsaka hvort eitthvað hafi brostið í meðferöinni eða í dóm- greind læknanna," sagði Guðjón Magnússon. -sme Launamál Pósts og síma: Óviðurkvæmilegt af fjármálaráðherra - segir Matthias Á. Mathiesen „Hann greiddi nú á réttum degi, en ég tel þetta óviðurkvæmilegt þó að ég skfiji þau sjónarmið að Póstur og sími eigi aö standa 1 skflum. Hins vegar mega fiárhagsaðstæöur stofnana, sem háðar eru ákvörðun ríkisstjórnarinnar, ekki bitna á starfsfólkinu, það finnast mér ekki réttar aöferðir," sagði Matthías Á. Mathiesen samgönguráðherra um þann ágreining sem spratt upp þeg- ar fjármálaráðuneytiö lét í veðri vaka að sjálfstæð opinber fyrirtæki gætu ekki endalaust safnað skuld- um hjá ríkinu. Matthías segist ekki hafa orðið var við þaö aö órói gripi um sig meðal starfsfólks en segir að það hafi ekki tekið þessu þegjandi. „Fjármálaráðherra hefur sagt að hann vilji breyta þessu fyrirkomu- lagi í þá veru aö Póstur og sími verði sjálfstæð stofnun. Þaö er ver- ið að vinna að því í samgönguráðu- neytinu að skoöa Póst og síma fjár- hagslega og rekstrarlega. Hins veg- ar getur það ekki gerst með ein- hliða ákvöröun fjármálaráðherra. Þetta verður að hafa aðdraganda og því hef ég skýrt honum frá. Ég vona að hann beiti ekki svona upp- hlaupi aftur,“ sagði Matthías Á. Mathiesen. JFJ Jón Halldórsson hefur nóg að gera þessa dagana við að hreinsa til i garðin um VÍÖ hús sitt. nV-munH nl Bns og stór alda kæmi niður fjallið Vegamálastjóri: Vegagerðin er ekki barnapía - fyrir Verktakasambandið „Við erum ekki bamapíur fyrir Verktakasamband íslands, þeir ættu ff ekar að snúa sér beint til sinna eig- in manna og fá þá til að taka upp aðra starfshætti,“ segir Snæbjöm Jónasson vegamálastjóri þegar borin var undir hann harðyrt ályktun Verktakasambandsins um samninga Vegagerðarinnar við fyrirtáekið Plútó/Borgarverk vegna vegagerðar við Borgarnes. Borgarverk keypti verktakafyrir- tækið Plútó daginn eftir að tilboð í vegagerð við Borgarnes vom opnuð. Plútó bauð betur en Borgarverk í verkið. Á fimmtudag sendi stjóm Verk- takasambandsins vegamálastjóra til- mæh þess efnis að hann hætti samn- ingaviðræðum við Plútó/Borgar- verk. Vegamálastjóri sagðist ekki ætla að fara eftir þeim tilmælum. - Óttast þú ekki að mál Plútó/Borgar- verks hafi fordæmisgildi þannig aö einn og sami verktakinn muni í framtíðinni gera fleiri en eitt tilboð í útboðsverk og á endanum tapi Vegagerðin vegna þessa? „Það getur vel verið að þetta hafi fordæmisgildi, menn geta reynt alls konar kúnstir t þessum bransa. En Vegagerðin mun ekki stoppa samn- ingana vegna hræðslu," segir Snæ- björn. Hann bætti því við að þegar vafamál kæmu upp í samskiptum Vegagerðarinnar við verktaka þá væru þau mál athuguð hvert í sínu lagi. Snæbjöm var spurður hvort pólitík hefði verið með í spilinu þegar ákveðið var að ganga til samninga við Plútó/Borgarverk. Hann sagði svo ekki vera. „Hins vegar hafa þing- menn spurst fyrir um þetta mál,“ sagði Snæbjöm. - segir Jón Halldórsson á Ólafsfíröi Gylfi Kiistjánssan, DV, Akureyn: „Ég.var að koma héma upp Hom- brekkuveginn þegar fyrri skriðan féll og drullan fór upp um allan bíl hjá mér. Ég var hins vegar kominn inn í hús þegar síðari skriðan féfl og sá hana steypast niður fjallið," sagði Jón Halldórsson, sem býr að Hom- brekkuvegi 7, er DV ræddi við hann á Ólafsfirði í gærmorgun. Jón sagði að þegar fyrri skriðan kom hefði nýlega verið búið að taka inn barn sem var í vagni við húsið númer 5 við Hombrekkuveg. Þegar skriðan hefði verið komin á húsið hefði ekki verið hægt að komast út úr íbúðinni á jarðhæð nema út um glugga á norðurhlið og þar hefði fólk- ið farið út. „Ég var uppi á efri hæð hússins þegar ég sá síöari skriöuna hefja ferð sína niður fjallið. Vatnsflaumurinn var svo mikill að það var eins og stór - alda væri að koma niður fjallið og svo skall vatnið og drullan yfir húsin hér fyrir ofan við Hlíðarveg og hélt síöan áfram hingað niður eftir og hér var allt á íloti. . Það fylgdi því mikil ónotatilfinning að fylgjast með þessu og ég vissi varla hvað ég átti af mér að gera,“ sagði Jón. Segjamáaðgarðurinnfyrirofan hús hans hafi verið þakinn leðju og aur. I gær var hópur manna þar að störfum viö hreinsun og greinilega mikið verk fyrir höndum við að hreinsa drulluna og dauð tré í burtu af lóðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.