Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 18
18 I,AUGARDA'GUR 3. SEPTEMBER 1988. Veröld vísindaima Með þessum útbúnaði má mæla hvernig íþróttamenn nýta súrefni. íþróttatæknin á nýtt stig Þegar þrotlausar æfingar eru hætt- ar að skila íþróttamönnum árangri er ekki annað til ráða en að leita á náðir vísindanna í von um lausn á vandanum. Sovétmenn og fleiri þjóö- ir Austur-Evrópu hafa náö betri ár- angri en aðrir við að koma sínu fólki á verðlaunapallana. Til þess beita þeir margvíslegri tækni sem margir Vesturlandabúar hefðu fullan hug á aðkynnast nánar. Undanfarin tíu ár hafa Bandaríkja- menn rekið tilraunastöö í Colorado Springs þar sem reynt er aö full- komna árangur íþróttamanna. Þetta gera þeir til að halda mönnum sínum í fremstu röð. Þörfm er aidrei meiri en nú þegar farið er að blika á gullin í Seoul þar sem ólympíuleikarnir verða haldnir nú síðar í mánuðinum. Eitt af því sem krefst sérstakrar rannsóknar hjá iþróttamönnum er hvernig þeir nýta súrefnið sem þeir anda að sér. í tilraunastöðinni í Col- orado hefur venð fundin upp sérstök aðferö til að mæla súrefnisnámið. íþróttamaðurinn er látinn anda öllu lofti frá sér í stóran poka. Meðan á mælingunni stendur fær hann sér- stakan höfuðbúnað sem gerir honum kleift að anda óhindrað að sér. Súrefnið í loftinu, sem íþróttamað- urinn andaði frá sér, er mælt. Þjálf- aður íþróttamaður nýtir súrefniö allt að helmingi betur en óþjálfaður maö- ur og eftir því sem súefnið nýtist tíetur er vonin um árangur meiri. Með mælingum af þessu tagi má komast að því hvort viðkomandi íþróttamaður nýtir súrefnið, sem hann andar að sér, nægilega vel. Komi í ljós að svo er ekki verður að leita nýrra leiða til að bæta þar úr. Nothæft skallameðal fundið upp Þeir sem lifa í ótta um að fá skalla sjá nú fram á bjartari tíma. Lyíjaeft- irlitiö í Bandaríkjunum hefur leyft notkun á skallameðali sem örvar hárvöxt hjá þeim sem farnir eru að missa hár. Nýja lyfið heitir Rogaine. Það er fyrsta og eina skallameðalið sem fær opinbera viðurkenningu í Bandaríkj- unum. Seinlegt er að telja upp þau skallameðul sem ekki hafa fengið slíka viðurkenningu þótt ítrekað hafi verið leitað eftir því. Virka efnið í Rogaine er minoxidil sem áður hefur komið að notum við að draga úr blóðþrýstingi. Fyrir til- viljun uppgötvaðist að það örvaði einnig hárvöxt. Upphaflega var lyfið Ungir menn þurfa ekki lengur að óttast um hárið á höfðinu. í töfluformi en eftir að hinir óvæntu eiginleikar komu í ljós var farið að framleiða það í fljótandi formi og til- raunir hófust með að nota það sem áburð. Fjöldi karlmanna, sem famir voru að missa hár, tók þátt í tilraun með lyfið. í tólf mánuði báru þeir það reglulega á höfuð sitt. Árangurinn var sá að hár tók að vaxa sem aldrei fyrr á höfði 39% þeirra sem tóku þátt í tilrauninni. Hjá hinum þátttak- endunum var engin breyting sjáan- leg. Engin skýring er á því af hverju lyfið verkar ekki jafnt á alla menn. Þaö er tahð hafa mest áhrif á menn sem eru innan við fertugt og hafa ekki misst nema lítinn hluta af hár- inu. Viö tilraunirnar kom vel í ljós að ekkert nýtt hár my ndast fyrir til- verknaðlyfsins. Rogaine er dýrt lyf. Skammtur, sem endist í hálft ár, kostar um 16 þúsund krónur. Þá er sá galli á gjöf Njarðar að áhrif lyfsins hverfa um leið og hætt er að nota þaö. Skömmu eftir að hætt er að nota lyfið taka hárin að falla á ný eins og ekkert hafiveriö aögert. Lyfið viröist vera skaðlaust og aukaverkanir svo óverulegar að eng- in ástæða er til að óttast þær. Þó eru dæmi um truflanir á hjartslætti, enda lyfið upphaflega hjartalyf, og stundum fylgir því kláði. Þessir van- kantar eru þó taldir léttvægir miðað við kostina ef lyfið hefur tilætluð áhrif. Fullkomin vasatölva að koma á markaðinn Eftir fáar vikur kemur a markað- hönnun fyrir tölvufyrirtækið Pison. inn í Bandaríkjunum raunveruleg Frumgerð tölvunar var sýnd fyrir vasatölva. Þaö er bandaríska tölvu- nokkrum vikum. Þeir félagar höfðu fyrirtækið Atari sem framleiöir tölv- áöur barist viö mikinn fjárhags- una eftir einkaleyfi frá breskum vanda, fyrir utan þann tæknilega, hönnuðum. Tölvan er á stærð viö áður en þeim tókst að koma fyrstu vasaútvarp en er samt IBM sam- tölvunni saman. Öílug tölvufyrir- hæfð. Vinnsluminniö er 512 K. Hægt tæki höfðu takmarkaðan áhuga á er aö nota öll algeng forrit sem notuð hugmyndinni þar til stjómendúr At- eru í venjulegum einkatölvum, svo ari gerðu samning um framleiöslu sem ritvinnslu- og reikniforrit. við hönnuöina. Á tölvunni er kristalsskjár. Á hon- Tölvan er einkum ætluð mönnum um birtast átta 40 stafa línur í einu. sem vegna viðskipta sinna verða að Forrit og efni er hægt að geyma á ferðast víða. Hjá Atari er gert ráð sérstökum disklingum sem að vísu fyrir að það margar tölvur seljist á eru mun minni en hefðbundnir diskl- næstu mánuðum að þær borgi allan ingar fyrir PC tölvur. framleiðslukostnaðinn. Áætlað er að Þessi tölva er mun minni en þær tölvan kosti aðeins um 16 þúsund ferðatölvur sem hingað til hafa verið krónur. «11 framleiddar en hún á að hafa alla Nú hefur spurst að fleiri tölvufram- sömu kosti. Tölvan gengur undir leiðendur ætli aö veðja á þessa sömu nafninu DIP og er hönnuð af Bretun- hugmynd og ætli að senda frá sér um David Frodsham og Ian Culh- raunverulegar vasatölvur eftir ára- more. Þeir hófu starf sitt árið 1986 mótin. eftir að hafa áður unnið að svipaðri Nýja va Nýja vasatöivan er IBM samhæfð. M 0 L Þetta er ekki dæmigerð fjölskylda frá steinöld. Skekkja í tímatalinu I athugun, sem gerö var ný- lega í Bandaríkjunum, kom í ljós aö þekking fólks í háskóla- námi á forsögu mannkyns er afar takmörkuö. Því er til dæm- is almennt trúað aö steinaldar- menn hafi veriö uppi á sama tíma og risaeðlur. Staðreyndin er hins vegar sú að risaeðlumar voru aldauöa 65 milljón árum áður en fyrstu mennimir komu framásjónarsviðið. Þá trúðu um 10% stúdent- anna því að Guö hefði skapað himin og jörö íyrir 6000 ámm og að steingervingar séu leifar dýra sem fórust í Nóaflóðinu. Þá kom í ljós að ýmis trúarat- riði af þessu tagi er langalgeng- ust í Suðurríkj um Bandarikj- anna. Jörðin höktir Allirvitaaðhver sólarhringur er ekki alveg24 klukku- stundalangur. Þar vantar eilítið upp á en við notum hlaupár til aöeyöaskekkjunnií tímatalinu. Vísinda- mönnum erlíkaljóst aödagamirerumi- slangir þótt þar muni yfírleittekkinema broti úr sekúndu. Lengivartaliðað jarðskjálftar ættu sök áþessummun.Nú hefurhinsvegar komiðíljósaðleita verðurfleiriskýr- inga. Jarðskjálftar getavissulega haft áhrifá snúningjaröar enáhrifinemvart mælanleg. Þvíernú verið aö leita aö hald- betri skýringum á því aöjörðin snýstekki alveg viðstöðulaust 1 kringumsjálfasig. • I "J v Jörðin snýst ekki alla daga jafnhratt. Mein- hollt Núhefúrkomiðá daginnaðfitaí súkkulaði getur dreg- iðúrkólesterolií blóði.Tilraunirhafa sýntaðfeitiníkakó- kjörnumerekkieins óholloglengihefur veriðtalið. Þaðhefuraövísu veriöfundiðaötil- rauninniaðóunnir kakókjamarvora ekkinotaðirviðtil- rauninaheldurefni unninúrþeim.Því kunna áhrifm aö vera önnur ef hráefnið er notaöeinsogþaðerí raunogveru.Ená meöanbeðiöereftir nýrriniðurstöðuer sjálfsagtaðreynameð óhóflegu súkkulaöiáti hvort upphaflega nið- urstaöanerekkirétt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.