Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 32
32 „Ég trúi þvi að það varði skuldugt fólk óskaplega miklu ef við komumst út úr verðbóigunni. Það getur ráðið úrslitum fyr- ir þúsund heimila." Ein- ar Oddur á skrifstofunni heima á Flateyri. „Ég mun aldrei fara á þing. Ég kaus mér örlög og hef alla ævi verið að basla við að vera alvöru atvinnurekandi. Ég vil ekki skipta,“ segir Einar Oddur Kristjánsson meðal annars. Hér ábúðarmikill á svip enda sagði hann að lífið væri á Flateyri, hégóm- inn fyrir sunna'n. DV-mynd KAE LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988. ; . ;:g . Bjargvætturin - segir Einar 0d< Einar Oddur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri á Flateyri, komst í frétt- irnar fyrir tæpum mánuði er Þorsteinn Pálsson réð hann sem formann nefnd- ar sem fjalla átti um leiðir til bjargar erílðri efnahagsstöðu þjóðarbúsins. Nefndin skilaði niðurstöðum sínum eft- ir tæpra þriggja vikna samstarf. Hún benti á niðurfærsluleið sem síðan hefur veriö umdeild manna á meðal. Flestir eru sammála um að reyna eigi þessa leið en menn greinir á um hvort hún sé framkvæmanleg. En hvað kom til að forsætisráðherra leitaði til fram- kvæmdastjórans fyrir vestan sem al- menningi var gjörsamlega ókunnugur? „Ég veit ekki af hverju leitað var til mín. Hins vegar hef ég alltaf gert það fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem hann hefur beðið mig um.“ - Er þetta eklci ábyrgðarmesta staða sem þú hefur tekið að þér fyrir flokk- inn? „Það getur vel verið. Ég átta mig ekki á því fjaðrafoki sem nefndin og tilvera hennar olh. í fyrstu hafði ég ekki lagt það niður fyrir mér hvernig þessi nefnd myndi verða og hvernig henni yrði tekið.“ - Var nefndin ekki að ganga í störf stjórnarinnar? „Ég skal nú ekki segja það. Oft eru skipaðar ráðgefandi nefndir um hin og þessi mál. Ég ætla að það sem vakti fyrir Þorsteini Pálssyni hafl verið að efla traust milli útflutningsfyrirtækj- anna og stjórnarinnar." - Kom nefndin sér strax saman um þær tillögur, sem lagðar voru á borðið, eftir að hún var skipuð? „Ekki strax, enda gefur það augaleið að nefnd sem er skipuð með þessum hætti, fulltrúum úr atvinnulíflnu og þremur stjórnmálaflokkum, er langan tíma að samræma skoðanir sínar og koma sér saman um eitt nefndaráht. Að lokum kom hún sér saman og það var algjör samstaða um það áht.“ - Komst þú inn í nefndina með niður- færsluhugmyndina? „Nei, nei, ég reyndi að koma inn með opnum huga og við gerðum það allir. Við ræddum um hvernig við gætum komið með tillögur sem gögnuðust at- vinnulífinu og samræma þær ólíkum sjónarmiðum. Nefndin var í upphafi alveg sammála um markmiðið. Það gerði samstarfið auðveldara en ætla mætti. Við vorum allir sammála um að voðinn væri verðbólgan og vorum þess vegna á einu máli að hverju yrði stefnt." - Að bjarga útflutningsfyrirtækjun- um? „Það skiptir öllu máli fyrir atvinnu- hfið og þjóðina alla að kveða niður verðbólguna. Hún er slíkur voði að það var varla spurning hvemig það yrði gert heldur að það yrði gert.“ - Var niðurfærsluleiðin sú eina raun- hæfa að ykkar mati? „Það eru ailtaf margar hliðar á hverju máh. Okkur fannst augljós kostur að með þessum aðgerðum væri komið th móts viö atvinnuvegina í mikilli kreppu, jafnhliða því sem verð- bólgan ætti að fara lóðrétt niður og þar með vextirnir. Þarna vinna allir þættir saman. Það væri hægt að hugsa sér að framkvæmd yrði 15-20% gengis- breyting. Hún kæmi útflutningsat- vinnuvegunum vissulega til góða en hefði það í för með sér að hér yrði áfram rúllandi verðbólga og vextirnir færu í hæstu hæðir, ef ég má oröa það þannig. Ég þykist vita aö þegar fólk sest niður og reiknar peningastreymið í eigiri buddu þá komist það að því að það sem skiptir máh er að losna undan þessum gifurlega háu vöxtum. Hér eru því sameiginlegir hagsmunir í reynd mhli framleiðslunnar og launþegans. Mjög margir launþegar eru stórskuld- ugir. Hér hefur verið buhandi sjóðandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.