Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 37
oct' {i^tuwwTíP fi irr\í <j\q t l\'\k \ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988. 53 Knattspyma unglinga Eins og flestum er kunnugt varð Stjarnan Islandsmeistari í 5. flokki. Strákarnir stóðu sig frábærlega vel í riðlakeppninni og mættu Þór frá Akureyri í úrslitaleik. í leik A-liða, sem fór fram á undan, unnu Stjörnustrákarnir, 4-0. í B-liðsleiknum sigruðu Þórsarar aftur á móti, 2-1. Samanlagður sigur Stjörnunnar var því 5-2. Myndirnar hér að ofan eru frá leik B-liða og eru Stjörnustrákarnir i sókn. Stjörnuleikmaður nr. 11, Ragnar Árnason, á hér hörkuskot að marki Þórs. Markvörður Þórs, Valdimar Guðmundsson, er vel á verði og bjargar á meistaralegan hátt. Takið eftir varnar- manni Þórsara, lengst til hægri. Honum fannst vissara að komá markverði sínum til hjálpar ef iila færi. Bæði þessi lið vöktu mikla athygli fyrir góða knattspyrnu. Úrslitakeppnin fór fam á KR-velli og tókst með miklum ágætum. DV-mynd HH „Mínir leikmenn voru vel undir Norðurlandamótið búnir" - segir Matthías Hallgrímsson, þjálfari 3. fl. ÍA Matthías Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður með IA og Val, sendi ungl- ingasíðu DV eftirfarandi grein vegna þeirra umræðna s.em hafa verið í gangi vegna frammistöðu drengja- landsliðsins á Norðurlandamótinu um sl. mánaðamót. Matthías er nú þjálfari 3. fl. Akurnesinga. „Það var býsna fróðlegt, svo ekki sé meira sagt, að lesa viðtal Lárusar Loftssonar í Mbl. 9. ágúst sl. Þar kem- ur skýrt fram hjá Lárusi aö orsökina fyrir slæmum árangri landsliðsins á NM megi rekja til þjálfara félagsliða. Sem þjálfari 3. fl. ÍA tók ég ekki nærri mér neitt af því sem hann sagði því að ég vissi aö mínir menn voru mjög vel undir það búnir að takast á við leikina á NM. Ekki er það ætlun mín að lasta Lárus Loftsson drengja- landsliðsþjálfara eða neinn annan þjálfara því að hver og einn hefur sínar venjur varðandi þjálfun. Menn eiga þó að læra af mistökunum og viðurkenna þau og er Lárus Loftsson þar ekki nein undantekning. Enginn er alfullkominn í þessu fremur en ööru. Annars er ég á þeirri skoðun aðjijálfarar eigi ekki að vera aö kýta í blöðum um jafnviðkvæmt mál og hér er um að ræða. Besta leiðin í sambandi við NM hefði sjálfsagt verið sú aö þjálfarar, sem áttu leikmenn í drengjalandsliö- inu, hefðu ræðst við ásamt landsliðs- þjálfara, bæði fyrir og eftir NM. Slík vinnubrögð hefðu skilað tilætluðum árangri því að menn hafa vissulega mismunandi skoöanir hvað varðar leikmenn og annað. Flestir þjálfarar eru með stíft leikkerfi sem ég tel t.d. að ekki sé til góðs fyrir unga leik- menn. Ég legg mest upp úr því aö leikmaðurinn fái að njóta sín og ef þaö er ekki i yngri flokki þá hvenær? Ströng leikkerfi gera einstakling- inn of einhæfan. Hann þorir ekki að taka neina áhættu og óttast aö gera vitleysur. Við þannig aöstæður verð- ur unglingurinn of háður þeim sem þykist vita allt um knattspýrnu og nefnist því ágæta nafni þjálfari. Þeg- ar þannig háttar er og mjög erfitt fyrir ungan leikmann að leika eðli- lega og afslappað. Ég veit af eigin reynslu að þegar upp í meistaraflokk er komið tekur stressiö viö og þá verður ekki aftur snúið. Að lokum óska ég drengjalandslið- inu góös gengis í komandi leikjum gegn Norðmönnum.“ Bestu kveðjur,^ Matthías Hallgrímsson, þjálfari 3. fl. ÍA Haukamót í 3. flokki kvenna Haukar hafa í sumar haldið tvö kvennamót í knattspyrnu í 3. flokki og hafa þau tekist með miklum ágæt- um. Mikill áhugi virðist vera vakn- aður í því ágæta félagi á knattspyrnu kvenna og eru foreldrar þar mjög virkir þátttakendur. Um síðustu helgi fór fram á gras- velli Hauka mót í 3. flokki í kvenna- flokki. Veitt voru gull-, silfur- og bronsverðlaun. Sex lið mættu til leiks. Sigurvegari var Breiðablik, hlaut 10 stig, Valur var í 2. sæti með 8 stig. Stjarnan fékk bronsverðlaun, hlaut 4 stig. 4. í röðinni voru Reynis- stúlkurnar, einnig með 4 stig en lak- ari markatölu. Afturelding var með 3 stig og Haukastelpurnar hlutu 1 stig. Urslit leikja: Haukar - Breiðablik 1-4 Stjarnan - Valur 0-4 Afturelding - Reynir 1-4 Breiðablik - Stjarnan 3-1 Haukar - Afturelding '2-4 Reynir - Valur 0-3 Haukar - Stjarnan 0-2 Valur - Afturelding 3-1 Reynir - Breiöablik 4-11 Haukar - Reynir 1-1 Valur - Breiðablik 0-2 Breiðablik - Aftureld. 8-3 Stjarnan - Reynir 1-1 Haukar - Valur 1-3 Stjarnan - Afturelding l-i Mótið var styrkt af fyrirtækinu Mót- un hf. Matthías Haligrímsson. 2. flokkur karla: - Það þýðir ekkert að láta Sæma vera við löggæslu þar sem strákurinn hans er að spila. Hann verður stéttinni alltaf til háborinnar skammar! Gústi „sweeper“: - Þjálfararnir ráða alltaf of miklu!!! IBK og KA leika í A-riðli að ári Ljóst er að þaö verða KA og ÍBK sem léika í A-riðli 2. flokks að ári. í einfaldri ogfrekar snubbóttri umferð um þau tvö sæti, sem laus eru í A- riðli, tapaði ÍR 1-0 fyrir ÍBK og 4-1 fyrir KA. En þessi þrjú lið börðust um sætin tvö. Leikur ÍBK og KA er. eftir en ljóst er að hann hefur alls enga þýðingu. Ótrúlegt er að lið séu fáanleg til að leggja í kostnaðarsamt ferðalag til aö spila leik sem skiptir engumáli. -HH 2. flokkur karla - A-riðill: KR-ÍA 3-0 Valur-Fram 8-1 Stjarnan - Víkingur 2-0 Þróttur - Þór, Ak. i-3-C Lokastaðan í A-riðli: KR 14 11 2 1 39-12 24 Valur 14 10 0 4 37-15 20 Víkingur 14 8 1 5 28-23 17 Þór, Ak. 14 6 2 6 25-23 14 Stjarnan 14 6 1 7 21-32 13 ÍA 14 5 0 9 34-37 10 Fram 14 5 0 9 25-33 10 Þróttur 14 2 0 12 15-48 4 3. flokkur KA varð meistari í bikarkeppni Norðurlands 1988. Strákarnir unnu mjög sannfærandi. Leiknar voru tvær umferðir. Úrslit leikjanna urðu þesi: KA-Völsungur, 4-2, Þór-KA, 0-3, Völsungur-KA, 4-4, KA-Þór, 7-0. Mikla athygli vakti og sigur þeirra yfir Fylki i úrslitunum á dögunum. Á myndinni eru í aftari röð frá vinstri: Jóhann Arnarsson, Sigurður Ólafson, Jón Einarsson, Jón Egill Gíslason, Þorvaldur Þorvaldsson, Karl Fr. Karlsson, Helgi Níelsson, Birgir R. Friðriksson og Guðmundur Gislason þjálfari. í fremri röð frá vinstri: Eyvindur Sólnes, Bragi Guðnason, Ægir Dagsson fyrirliði, Þórður Guðjóns- son, Höskuldur Þórhallsson, Arnar Már Arngrímsson og Ingólfur Valdimarsson. Myndin er tekin eftir tapleikinn gegn Þór, Ak., um 7. sæti í úrslitum ís- landsmótsins og var ekki annað að heyra en KA-strákarnir létu sér það i léttu rúmi liggja þvi einn hafði að orði „að þetta væri smásárabót fyrir Þórsarana eftir allt tapið sem þeir hefðu orðið að þola í sumar.“ DV-mynd HH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.