Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 15
;8gi HsaMaTiaa .s HUOAaíiAOUAJ w LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988.--------------------—------------------ »----------------------:-----------------------:----15 Tvöfaldur Helgarpóstsdraugur Islendingar eru fjölmiðlaglaðir og skal síst lasta það. Hér á landi eru gefin út sex dagblöð, sjónvarps- stöðvarnar eru tvær og útvarpsrás- ir margar. Þá eru ótalin tímarit af ýmsum toga og héraðsblöö hvers konar. Helgarpósturinn var nokk- uð sérstök jurt í íslenskri fjölmiðla- flóru. Útgáfufélag hans fór á haus- inn fyrr á árinu svo sem flestir muna. Helgarpósturinn hætti því að koma út og ganga klögumálin nú á víxl hjá þeim sem gáfu blaðið út. Helgarpósturinn átti rétt á sér og gegndi þörfu hlutverki meðan hann var og hét. Hann stakk á kýl- um og opnaöi umræður um ýmis mál sem legið höfðu í þagnargildi. Oft ætlaði hann sér að vísu um of, þannig að ritstjórar fuku jafnvel. En það gustaði af Helgarpósti á sín- um tíma. Frægð hans dvínaði hins vegar og síðustu misseri var hann ekki svipur hjá sjón. Það sem helst hann varast vann... Það kom því mönnum, sem til þekktu, ekki á óvart að Helgarpóst- urinn legði upp laupana. Það gerð- ist aðeins með öðrum hætti en menn áttu von á. Staðreyndin er sú að síðustu ævidaga sína var Helgarpósturinn orðinn lélegur. Hann tók ekki á málum líkt og fyrr og dagaði því uppi. Ekkert skal full- yrt um sölu hans síðasta æviskeið- ið en tölur úr gjaldþrotinu benda til þess að staðan hafi verið vond. Það átti því fyrir Helgarpóstinum aö hggja, eða öllu heldur útgáfufé- lagi hans, að lenda í svipaðri stöðu og ýmis sá félagsskapur sem fengiö hafði umfjöllun á síðum póstsins. Það er því ekki víst aö allir hafi tahð dauða Helgarpóstsins harm- dauða og því hlakkað í einhveiju fómarlambinu. Þjóðviljinn reið á vaðið En meiningin var ekki 'sú aö skrifa minningargrein um Helgar- póstinn sáluga. Hann átti eins og aðrir sem gengnir eru sínar gleði- og sorgarstundir. En það sem rifjar sögu Helgarpóstsins upp er að tvö dagblöð hafa nú lagst á náinn. Nú era gefin út á föstudögum tvö blöð sem stæla hinn hðna Helgarpóst. Þjóðviljinn reið á vaðið fyrir nokkru og gefur nú út á föstudög- um blað sem heitir Nýtt Helgar- blað. Neðarlega í hausnum má að vísu sjá að þetta er afkvæmi Þjóð- viljans. Uppsetning forsíðu og bak- síðu er hins vegar sú sama og var á Helgarpóstinum. Auglýsingin neðst á forsíðunni er meira að segja með sama hætti og var á forsíðu hins sálaöa. Slúðrið á baksíðunni er eins og helgarpóstsslúðrið var. Slúður þetta var raunar eitt af ein- kennum Helgarpóstsins og fyrr á árum vora stundum í því bitastæð- ar fréttir. Slúðrinu hnignaði síðan í Helgarpósti eins og öðru þar á bæ. Þjóðviljinn sá sér sem sagt leik á borði, hætti að gefa út hefðbundið fóstudagsblað en sendi þess í stað frá sér afturgenginn Helgarpóst. Þar á bæ vita menn eins og annars staðar að það þarf að selja blaðið. Það hefur ekki gengið of vel og er raunar engin nýlunda. Blaðið hef- ur barist í bökkum fjárhagslega svo lengi sem elstu menn muna. Því var það tilraunarinnar virði að reyna þetta. Það gat svo sem verið að Helgarpóstur hefði skilið eftir sig ófyllt skarð. Hálfbróðir fæddist Þetta er að vísu ekki frumlegt en spurningin er svo sú hvað er framlegt í blaðamennsku? Er ekki búið að gera þetta allt áður? Þjóð- viljinn á fóstudögum er því orðinn eins og hálfbróðir Helgarpóstsins sáluga. Hann er úthtslíkur, slúðrið er á sínum stað og ýmsar menning- argreinar. Fréttir og fréttaskýring- ar fylgja, en eitt vantar. Þaö vantar skandalana. Helgarpósturinn lifði og dafnaði á skandölum. Þegar skandalamir vora ekki lengur tíl LaugardagspistiU Jónas Haraldsson staðar visnaði blaðið og dó. Þjóð- viljinn hefur ekki skandala á færi- bandi á föstudögum frekar en Helg- arpóstur á síðasta æviskeiði. Þjóð- viljinn er einhvern veginn ekki rétta blaðið í skandalana. Hann getur rifið kjaft á pólitíska sviðinu svo sem honum ber aö gera sem flokksmálgagni. Hann er gefinn út fyrir málstaðinn. En flokkstengslin há blaðinu ef stefnt er að almennri útbreiðslu. Þar dugar ekki andlits- lyfting á fóstudögum, jafnvel ekki þótt varaliturinn sé fenginn aö láni úr dánarbúi. ... og hálfsystir líka En fleiri vilja reyna en Þjóðvilj- inn. Alþýðublaöið hefur verið í enn verri stöðu en Þjóðviljinn. Blaðið var um árabil aðeins fjórblöðungur og var það haft í fhmtingum aö samanbrotið kæmist málgagnið fyrir í eldspýtnastokki. Blaðið var að vísu stækkaö fyrir nokkru og Flosi flutti sig yfir til Alþýöublaös- ins frá vinum sínum á Þjóðviljan- um. Frá þeirri stundu hafa fáir les- ið Flosa. Ekki þaö að skrif hans séu verri en þegar hann var í áhöfn Þjóðviljans. Staðreyndin er bara sú að Alþýðublaðið er ekki á inn- kaupalista vísitölufjölskyldunnar á íslandi. Þá virðist litlu máli skipta hvort sú fjölskylda merkir við krata á fjögurra ára fresti eða ekki. Þetta hkar þeim Alþýðublaðs- mönnum ekki sem von er. Þeir vita eins og kollegar á Þjóðviljanum og við öll að lítið gagn er aö gefa út blaö sem ekki selst. Þeir fengu því sömu hugmynd og Þjóðviljamenn. Gefum út endurvakinn Helgarpóst á fóstudögum. Sleppum Alþýðu- blaösnafninu og seijum. Þjóðvhja- menn, sem líka slepptu sínu nafni á fostudögum, voru að vísu til muna sneggri en kratarnir. Af- kvæmi Alþýöublaðsins, hálfsystir Helgarpóstsins sáluga, leit ekki dagsins ljós fyrr en í gær. Systirin sú heitir Pressan. Alþýðublaðsins er ekki einu sinni getið í forsíöu- hausnum en fær fyrir náö og misk- unn nafnið sitt í blaðhausnum ofan við leiðara ritstjórans. Þeir Al- þýðublaðsmenn ganga að vísu feti framar en félagarnir á Þjóðviljan- um og ráða sérstakan ritstjóra á Pressuna. Og sá ritstjóri er gaman- samur því að hann leggur gulan ht undir nafn blaðsins á forsíðu. Þaö hefur hingað til ekki þótt sérstakur heiður að tilheyra gulu pressunni. Vera kann þó að ritstjórinn og Al- þýðublaösútgefandinn hugsi tvo leiki fram í tímann. Það er líklegra að gul pressa seljist. Þegar litið er á Pressuna kemur fátt á óvart. For- síðan er eins og hjá bróðurnum, Helgarpóstinum sáluga, og. hálf- bróöurnum afÞjóöviljakymnu.'Þar er meira að segja komin auglýsing- in góða neðst á forsíðuna og slúðriö er á sínum stað á baksíðunni. Verður blandan rétt? Og þá er þaö spurningin. Er blandan rétt hjá Pressunni. Hristir hún saman réttan kokkteh slúðurs, menningar og skandala. Uppslátt- urinn í gær var um mann sem vildi verða kona. Manngarmurinn var svo óheppinn að fæðast í líkama karls. Áhorfendur á landsleik Rússa og íslendinga vita nú að lík- ami karls er öðruvísi en líkami konu. Það er eðlilegt aö nú á tímum kvennaþinga þyki það eftirsóknar- vert fyrir karla að breytast í kon- ur. Lesefni hinnar fyrstu Pressu er þvi tryggt. Spurningin er bara sú hvað gerist næsta föstudag og föstudagana þar á eftir. Ólíklegt er að nokkur kona fimist sem vill láta breyta sér í karlmann. Eftir Oslóarþingið þykir það hallæris- legt ef ekki beinlínis púkó. Vandi flokksblaðanna Líklegt verður þó að telja að vandi Pressunnar verði sá sami og Nýs Helgarblaðs Þjóðviljans. Pressan er föstudagsútgáfa Al- þýðublaðsins og tengd því um of. Pressan er því, þrátt fyrir sér- stakan ritstjóra og ákveðið sjálf- stæði, málgagn Alþýðuílokksins. Slíkt er ekki par spennandi. íslend- ingar hafa rifið sig úr viðjum flokksklafa undanfarin ár og lang- ar ekki þangað aftur. Þeir sitja ekki og standa eins og flokksforingjar vhja og sést þaö best á sveiflum milli kosninga og skoðanakannana á fylgi flokka þeirra á mihi. Flokks- blöð geta því gengið fyrir lítinn höp harðra stuðmhgsmanna flokkanna en höfða varla th fjöldans. - ~ Forráðámei\n ffökksblaðanna gerá sér grein fyrir^essu. Því eru föstudagsútgáfur me^sérstökum nöfnúm thraunir th þess að ná th stærri hóps. Ekkert er nema gott eitt að segja um slíkar thraunir en lengra verður að ganga æth menn sér að ná árangri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.