Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988. 29 Sælogblessuð! ...Sykur- molamir hafa enn ekki gefist upp á að gera lagið Ammæli, eða Biithday eins og það heit- ir upp á engilsaxnesku, vin- sælt meðal Breta. Innan tiðar verður lagið gefið út á ný í Bretlandi i endurunninni útg- áfu og kúrsinn vonandi settur upp vinsældalistana ... Mick Jones, fyrrum liðsmaður Clash, sem við sögðum frá i síðustu viku að hefði verið lagður inn á spitala i London, alvarlega veikur af lungna- bóigu, er nú á batavegi og stefnir að því að vera kominn í slaginn með hljómsveit sinni, Big Audio Dinamite, innantíðar... Einsog minn- ugir áhugamenn um popp muna sat plata Bon Jovi, Slíp- pery VUhen Wet, óratíma í efsta sæti bandaríska breið- skífulistans og sló Öll sölumet hvað varðar léttmett þunga- rokk. Og nú á næstunni kem- ur«Ijós hvort hl jómsveitinni tekst að fylgja þessari miklu velgengni eftir því 19. sept- ember kemur í verslanir vest- anhafs ný plata frá hljóm- sveitinni sem heitír New Jers- ey. Einn blaðamanna Billbo- ard tónlistartímaritsins hefur fengið að hlera innihald plöt- unnar og má vart vatni halda af hrifningu. Samkvæmt skríbentinum úir og grúir af smellum á plötunni og fyrsta lag til að ríða á vinsældalista- vaðiðverður Bad Medic- ine... Nú um helgina hófst sex vikna langt tónleikaferðalag sem farið er á vegum Amnesty International og heitir tón- leikaröðin Human Rights Now! Og þeir sem fram koma á þessum tónleikum eru engir aukvisar; þar má nefna Sting, Peter Gabriel, Tracy Chapman og Bruce Springsteen. I tilefni þessarar tónleikaferðar ætlar Springsteen að senda frá sér fjögurra laga plötu, Chimes of Freedom, en ágóðinn af sölu hennar á að renna til Amnesty Intemational. Titil- lag plötunnar, Chimes of Free- dom, er eftir Bob Dylari og var hljóðritað á tónleikum Springsteens í Stokkhólmi í sumar... Los Lobos, sem gáfu myndinni La Bamba Irf, em með nýja plötu i bigerð. og á sú að bera nafnið La Pistola y el Corazon eða Byss- an og hjartað. Verður þar sleg- ið á létta þjóðlagastrengi... skipti... -SþS- dv _______________________________________________________Nýjar plötur Brian Wilson Snillingur lætur í sér heyra Þaö eru ekki margar popphljóm- sveitir sem hafa skapað sinn eigin stíl, lagaform sem enginn hefur lagt í að herma eftir án þess að verða hendlaður við fyrirmyndina. Þannig hljómsveit er The Beach Boys sem stofnuð var semma á sjöunda ára- tugnum af þremur bræðrum, einum frænda og einum vini. Wilson-bræðumir þrír sköpuðu „sánd“ sem byggðist á rödduðum samhljómum er oft hefur verið nefnt Kaliforníusánd. Snemma varð ljóst að elsti bróðir- inn, Brian Wilson, var potturinn og pannan í öllu sem The Beach Boys gerðu. Hann var ekki aðeins snilldar- lagahöfundur heldur gerði hann hluti í upptökuveri sem aldrei höföu verið gerðir áður. Lagði geysivinnu í að fá rétta hljóminn og útkoman var sánd sem var langt á undan sinni samtíð. Það er ekki fyrr en The Beatles gera Sergeant Pepper plötu sína sem jafningi hans kemur frain í stúdíóvinnslu. Hámark stúdíóvinnslu er að finna í Good Vibration og albúminu Pet Sounds sem er eitt helsta meistara- verk The Beach Boys. Brian Wilson var geysiafkastamikjll á þessum árum. Þessa miklu vinnu þoldi hann illa, eiturlyf og áfengisneysla gerði það að verkum að hann hætti að ferð- ast með hljómsveitinni og var óvinnufær langar stundir. Alltaf af og til kom hann samt fram á sjónarsviðið og þá þurfti ekki að spyrja um árangurinn eins og sést af plötum á borð við Surfs Up, Hol- land og L.A. Album. Það' varð því mörgum aðdáendum hans fagnaðarefni þegar fréttist að hann væri laus úr viöjum eiturlyfja og tekinn til við sólóplötu, þá fyrstu sem hann gerir, og platan, sem ber nafn hans, veldur engum aðdáendum hans vonbrigðum. Það sem maður tekur fyrst eftir er afturhvarf til gömlu einföldu laganna, þeirra laga sem gerðu The Beach Boys að stór- veldi. Um leið og það gleður mann veldur það pínulitlum vonbrigðum. Ég átti von á meir tilþrifum frá kapp- anum. Þau vonbrigöi hverfa að mestu þeg- ar plötunni er .snúiö við. Þar tekur við flóknari tónlist sem hæst ber í Rio Grande, langri úttekt Wilsons á kúrekasöngvum. í heild er plata Wilsons hin merki- legásta og ekki hægt annað en aö hrífast'af fallegum melódíum og sam- hljóma söng. Vonandi er Brian Wil- son kominn til að vera, þá er alveg öruggt að búast má góðum hlutum í framtíðinni. Bob Dylan - Down In The Groove Djúp lægð yfir Dylani Bob Dylan virðist vera í blindgötu þessa dagana tónlistarlega séð. Fáum þótti mikið til Knocked Out Loaded koma. Menn ypptu öxlum >dir lögum gamla meistarans í kvikmyndinni Hearts On Fire. Og nú kemur Down In The Groove, furðulegur grautur laga, ýmist gamalla eða nýrra. Sum eftir Dylan en meirihlutinn fenginn frá öðrum. Og safnið er svo sundur- leitt að það læðist að mér sá grunur að meistarinn hafi veriö að taka til i segulbandasafninu sínu er hann valdi lög á plötuna. En þó að heildin sé út í hött eru inni á milli lög sem allt er í lagi að hlusta á. Silvio ber af þegar nýju lög- in eru borin saman. Það telst þó ekki vera nema í slöku meðallagi sem Dylanlag. Einnig hafði ég gaman af Let’s Stick Together, þeim gamla slagara sem Bryan Ferry og Roxy Muxic tóku fyrir hér á árum áður. Þrátt fyrir slaka útkomu á plötunni Down In The Groove er mikill stjörnufans í spilamennskunni með Bob Dylan. Mark Knopfler leikur á gitar í einu lagi. Eric Clapton í ööru. Paul Simonon, fyrrum bassaleikari Clash, og Steve Jones úr Sex Pistols spila með í Sally Sue Brown. Þarna er Danny Korcthmar, Ron Wood, Alan Clarke, Henry Spinetti, Nathan East og fleiri og fleiri úr heimsliðinu. En allt kemur fyrir ekki... Bob Dylan þótti nokkuð brattur í upphafi áratugarins. En upp á síð- kastið hefur hann vart verið með sjálfum sér. Viö skulum hafa í huga að á lööööngum ferli meistarans hafa skipst á skin og skúrir. Vonandi styttir upp áður en langt um iíður. Robert Palmer - Heavy Nova Vandaður sem fyrr Robert Palmer er vinsæll um þess- ar mundir. Lagið hans, Simply Irres- istable, er ofarlega á vinsældalistum vestanhafs þessa dagana og virðist ætla á toppinn. Vissulega góðar frétt- ir. Enn betri tíðindi eru kannski þau að lagið er langt frá því að vera það besta á plötunni Heavy Nova. Staðreyndin er sú að Robert Palm- er virðist enn vera að gjalda fyrir að hafa verið með í hljómsveitinni Pow- er Station hér um árið. Þaö var hún sem vakti athygli á þessum gamal- reynda poppara. Og það eru lög í Power Station-stílnum sem virðast ganga best hjá Palmer. Addiced To Love, Sweet Lies og nú síðast Simply Irresistable. Palmer á þó hhðar sem mér þykir mun áhugaverðari en þær sem hann er vinsælastur fyrir. Perla plötunn- ar, sem hér er til umfjöllunar, er Change His Ways, lag í svokölluðum Cajun stíl (sem til dæmis Los Lobos hafa oft tekið fyrir). Rólegu lögin It Could Happen To You og hið þekkta Tell Me I’m Not Dreaming eru einnig vel flutt og áhugaverð. í heild sinni er Heavy Nova reynd- ar vönduð plata og áheyrileg. Palmer vandar vinnubrögð sín til fullnustu eins og fyrri daginn. Hann er með góða menn með sér. Mest hafði ég gaman af að rekast á Garth Hudson, gamla hljómborðsleikarann úr The Band, á listanum yfir hljóðfæraleik- ara. Hann leikur á harmóníku að þessu sinni. Rick Danko úr sömu hljómsveit kemur einnig lítillega við sögu. Slíkir náungar hafa góð áhrif, hvar sem þeir taka til hendinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.