Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 14
Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglysingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð i lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Klofningur? Hætta er á, aö helztu samtök launafólks, Alþýöusam- bandið, geti klofnaö á næstunni. Slíkur klofningur yrði ekki á faglegum heldur á flokkspólitískum grunni. Sú staöa hefur verið hin síðari ár, að samstarf hefur ríkt um stjórn Alþýðusambandsins. Helzt hafa ráðið ferðinni fulltrúar Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks en notið stuðnings ýmissa alþýðuflokks- og framsóknar- manna. Þarna hafa verið í forystusveit þeir Ásmundur Stefánsson og Björn Þórhallsson. Forystumenn af því tagi, sem fyrrum var, eru ekki til staðar. Ásmundur Stefánsson er þannig hagfræðingur, sem fékk fulltrúa- sæti á Alþýðusambandsþingum fyrir tilstilli sjálfstæðis- manna í verzlunarmannafélagi. Þessi gæti áfram orðið raunin, að forseti Alþýðusambandsins kæmi ekki úr röðum stjórnenda verkalýðsfélags. Hvað sem því líður, ætti landslýður ekki að kvarta yfir stjórn Ásmundar og Björns. Á þeirra stjórnartíð hafa verið gerðir margir kjarasamningar, sem hafa horft til góðs fyrir landsmenn í heild. Launþegar í heild sinni hafa hagnazt á skynsam- legri afstöðu ASÍ-forystunnar og samningunum. Ekki hefur öllu verið hleypt í bál og brand til að keyra upp krónutöluhækkanir launa. Þvert á móti hefur verið hugsað um efnahag þjóðarinnar. Slíka stjórn geta menn verið sæmilega sáttir við frá þjóðhagslegu sjónarmiði. En nú kann þessu að ljúka. Þessa dagana eru merki um mögulegan klofning í Alþýðusambandinu. Enginn verulegur ágreiningur hefur verið meðal helztu forystumanna Alþýðusambandsins - fyrr en nú. Nú er spurningin mikla afstaðan til viðræðna við rík- isstjórnarmenn um niðurfærsluna. Kjör fólks hafa þeg- ar verið skert. Eiga alþýðusamtökin samt að ræða við ráðherra um framvindu mála? Því hefur Kristján Thorlacius, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, í raun hafnað. Ásmundur Stefánsson hóf einnig afskipti af máhnu með hörðum yfirlýsingum þess efnis, hvílíkt högg það yrði á verkalýðshreyfmguna, ef niður- færsla yrði valin. En þá kom upp ágreiningurinn í ASÍ. í ljós kom, að sjálfstæðismenn og alþýðuflokksmenn vildu fara í viðræðurnar. Þar stóðu þeir gegn alþýðu- bandalagsmönnum. Guðmundur J. Guðmundsson sner- ist einnig gegn Ásmundi og vildi fara í viðræður. Að vísu sagði Guðmundur, að spurningin væri, hvort menn vildu láta skjóta sig eða hengja. En hvað sem því líður, í viðræður skyldi farið. í þessari stöðu sá Ásmundur Stefánsson sitt óvænna og sagðist mundu fara í viðræð- ur við forsætisráðherra. Atkvæði voru ekki látin ganga í ASÍ. Augljóst var, að viðræðumenn yrðu ofan á. Deilurnar hafa verið svo harðar, að þær gætu leitt til klöfnings í Alþýðusambandinu. A.m.k. má Ásmundur Stefánsson vara sig. Vera má, að nýr meirihluti, sem eitthvað blífur, hafi myndazt. Þar koma til sjálfstæðis- og alþýðuflokksmenn. Þetta gæti kostað Ásmund for- setasætið. Alþýðuflokksmenn hafa um skeið rennt til þess sætis hýru auga. Þeir vonuðust lengi til, að Karl Steinar Guðnason kynni að taka sætið, en það virðist nú ólíklegt. Vel má vera, að. nýr meirihluti leiti enn á ný til manns, sem í raun hafi staðið utan samtakanna. Þing Alþýðusambandsins stendur fyrir dyrum. Ágreiningurinn í ASÍ er flokkspóhtískur og snýst um afstöðu til ríkisstjórnarinnar í heild sinni. Standi ríkis- stjórnin eitthvað, getur það haft afdrifaríkar afleiðingar á ráðsmennsku í ASÍ. Haukur Helgason LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988. t.r.Af IT-nnT.frTTfT'-.Trj <TT T r, t, C\ Q A f f. T Crocker fæst við að bæta úr afglöpum Kissingers í Afríku Atburöir þriðjudagsins 30. ágúst eiga sér ekki fordæmi í skiptum Suður-Afríku við svertingjaríkin í norðri. Suður-afrískur her hörfaði frá Angóla eftir að stjórnin í Pretor- ia sá þann kost vænstan að gefast upp við að koma sínum mönnum til valda í höfuðborginni Lusaka. Meðan suöur-afrískir skriðdrekar, herbílar og vélbyssuvagnar streymdu suður yfir landamæral- ínuna, út úr Angóla og inn í Namib- íu, fylgdust angólskir og kúbanskir hðsforingjar með brottför hersins sem þeir hafa átt i höggi við undan- farinn áratug. Með brottfórinni frá Angóla fyrir 1. september hefur stjórn Suður- Afríku staðið að sínu leyti við fyrsta liðinn af margþættu sam- komulagi sem enn er að taka á sig mynd í fundaröð sem færst hefur ERLEND TÍÐINDI Magnús Torfi Ólafsson Frá brottför suður-afrísku hersveitanna frá Angóla á þriðjudag. Suður- afríski ofurstinn Archie Moore (t.h.) spjaliar við kúbanska ofurstann José Suri (t.v.). Á milli þeirra gengur túlkur. mihi Lissabon, New York, London, Genfar og Kairó en virðist hafa numið staðar í Brazzaville, höfuð- borg Kongólýðveldisins. Þar ræð- ast við fulltrúar Angóla, Kúbu og Suður-Afríku með mihigöngu bandaríska aðstoðarutanríkisráð- herrans um Afríkumálefni, Chest- ers Crockers, og sovéskur aðstoð- arutanríkisráðherra var líka mætt- ur á síðasta fundi. Fram undan eru fleiri fundir, og nú um skilmála fyrir að stöðvun hernaöar Suður-Afríkumanna í Angóla fylgi að ríkið láti af hendi Namibíu eftir 72 ára yflrráð, síð- ustu áratugina í óþökk Sameinuðu þjóðanna. Sjö mánaða undirbún- ingstími, sem ályktun SÞ númer 435 frá 1978 setur fyrir frjálsum kosningum í Namibíu undir al- þjóðlegu eftirliti til að gera landið sjálfstætt, getur okkar vegna hafist 1. nóvember næstkomandi, segja Suður-Afríkumenn. En þá þurfa Uka Kúbumenn að hafa sig á brott úr Angóla fyrir kosningadaginn í Namibíu, 1. júni 1989. Suður-Afríkustjóm hefur áður látið líklega aö uppfyUa ályktun SÞ um Namibíu og hún gerði griða- sáttmála við Angóla fyrir fjórum árum en hafði hann brátt að engu. Nú er haft á orði að stjómvöld í Windhoek, höfuðstað Namibíu, efni til kosninga að suður-afrískum hætti, og bomar era brigður á í Pretoria að SÞ geti komið fram af óhlutdrægni við umsjón kosninga í landinu, af því að í ályktun 435 er sjálfstæðishreyfingin SWAPO viöurkennd fufltrúi Namibíu- manna. Hún hefur haldið uppi skærahernaði síðan 1966 en lýsir nú yfir vopnahléi jafnframt því sem á er komið meö Angóla og Suður- Afríku. En þrátt fyrir þessa viðleitni til að hafa á takteinum undanbrögö ber allt með sér að stjómin í Pretor- ia finni nú á sér meiri þrýsting en áður að ganga til friðargerðar. Hann er bæði hernaðarlegur og pólitískur. Svo er mál með vexti að her Suð- ur-Afríku komst í slæma klípu í Angóla fyrr á þessu ári. Með sam- ræmdum aðgerðum reyndu suður- afrískar sveitir og skæruherinn UNITA, undir stjórn Jonas Sav- imbi, að leggja undir sig allan suð- urhluta Angóla og jafnvel að sækja fram til höfuðborgarinnar. í hörð- um bardögum á öndverðu þessu ári um virkisborgir og flugstöðvar, tókst her Angóla með aðstoö Kúbu- hers að stöðva þessa sókn og koma sér upp um 450 kílómetra langri víglínu aðeins 25 kílómetra norðan landamæranna að Namibíu. Þessi málalok settu stjóm Suð- ur-Afríku í póhtíska vamarstöðu, bæði heima fyrir og gagnvart óop- inberum bandamönnum sínum í Washington. Mannfall suður- afríska hersins var margfalt meira en áður hafði þekkst í bardögum í Angóla. Slíkt er viðkvæmt mál í landi þar sem hver vopnfær karl er herskyldur fram á sextugsaldur. Ekki varö stjórninni í Pretoria minna um þegar hún gerði sér ljóst að Bandaríkjastjórn væri tekin að leika tveim skjöldum í Angóla. Kúbumenn réttu hlut sinn og An- gólahers gagnvart síðustu sókn suður-afríska hersins með því að fjölga í hði sínu um 12.000 manns, úr 35.000 í 47.000, og fluttu liðsau- kann á vettvang í skyndi með her- flutningaflugvélum. Bandaríkja- menn fylgdust að sjálfsögðu meö hðsflutningunum frá Kúbu, en þeir létu hjá hða að gera stjórn Suður- Afríku vara við. Því kom gagn- sóknin liði hennar í opna skjöldu. Innanlandsófriðurinn í Angóla hefur nú staðið í 13 ár og hann hófst með því að Henry Kissinger, þá utanríitisráðherra Bandaríkj- anna, taldi Ford forseta á að beita fégjöfum og vopnasendingum til að ónýta samkomulag þriggja mis- mundandi frelsishreyflnga um að þær skyldu í sameiningu taka við stjóm landsins af Portúgölum og láta svo kosningar skera úr um valdahlutföh. Kissinger taldi hreyf- inguna MPLA sigurstranglegasta en haha undir Sovétmenn. Því lét hann leyniþjónustuna CIA færa fomvinum sínum í hreyfmgunni FNLA 300.000 dohara til að þeir ryfu samkomulagið og réðust á-sveitir MPLA. Þetta gerðist í janúar 1975. Brátt komust Sovétmenn að þvi hvað-gerst hafði og hröðuðu vopna- sendingum til MPLA. í mars komu svo fystu 230 hernaðarráðgjafamir frá Kúbu. Bandaríkjastjóm svaraði með 28.000.000 dohara aðstoð, bæði til FNLA og UNITA, og nú fylgdu ráðgjafar frá CLA með. Suður-Afríkustjórn taldi sér nú alla vegi færa í leynibandalagi viö þá bandarísku og lét her sinn ráð- ast inn í Angóla 9. ágúst. Fyrsta herflutningaskipið með hðsafla frá Kúbu kom svo í september. Kissin- ger hafði, eins og hann var vanur, farið á bak við Bandaríkjaþing við að hrinda af stað borgarastyrjöld- inni í Angóla. Þingheimur hlustaöi því ekki á boðskap Fords forseta um „óskammfeilna árásaraðgerð" Kúbu, heldur setti algert bann við frekari stuöningi bandarískra leyniþjónusta við ófriðaraðila. Það bann var í gildi til 1985 þegar Ron- ald Reagan fékk það numið úr gildi. Síðan hefur UNITA borist veruleg- ur, bandarískur hernaöarstuön- ingur frá stöðvum sem CIA hefur fengiö að koma sér upp í Zaire í því skyni. Eins og í pottinn er búið gerir stjórn Suður-Afríku sér því ljóst að hún getur ómögulega vænst þess að eignast í Washington vinsam- legri stjórn en þá sem nú situr. Úr því aö meira aö segja menn Ron- alds Reagans leyna hana upplýs- ingum um Kúbuher í Angóla, sem úrshtum getur ráðið í höfuöorustu, er fokið í flest skjól. Nú kemur það í hlut Chesters Crockers að leita málamiðlunar um tímasetningu brottfarar Kúbu- hers frá Angóla. í Bandaríkjunum væri samkomulag um það efni íjöð- ur í hattinn fyrir Reaganstjómina í komandi forsetakosningum. En mikið ber á milli. Suöur-Afr- . íkustjóm vih að Kúbumenn séu alfamir frá Angóla þann dag sem hún hefur heitið að láta Namibíu af hendi, 1. júní næsta sumar. An- gólastjórn stingur upp á aö Kúbu- menn hafi sig heim smátt og smátt á þriggja til fjögurra ára bih. Og óhugsandi er aö hún taki í mál skjóta brottför Kúbuhers meðan sveitir UNITA halda uppi hemaði gegn henni með bandarísku fuh- tingi. Fyrir 13 árum gátu MPLA og UNITA orðið ásáttar um að deila völdum og láta kosningar skera úr um framhaldið. Kissinger spihti því samkomulagi. Crocker má vera snjaU til að fltja þar upp á ný eftir aUt sem á undan er gengið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.