Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988. Skák Jón L. Árnason heyrt þessa Niemands getiö né lesið ævisögu hans en er blaðafulitrúinn var spuröur nánari deila á mannin- um varð hann að véfrétt í framan. „Niemand var, eins og mörgum er kunnugt um, þekktur fyrir belli- brögð og uppátæki við skákborðið," segir á einum stað í mótsblaðinu og annars staðar segir: „Niemand náði ekki glæstum árangri á sínum ferli. Hann hugsaði meira um að trufla andstæðinginn en tefla skákina.“ Til gamans birtum við hér litla Nie- mand-sögu úr mótsblaðinu: „Eitt af, brögðum Niemands var „vinaaðferðin". Þá hagaði hann því þannig til að rétt hjá borðinu lét hann standa þrjá kunningja sína. Við þá hélt hann uppi samræðum í ekki beint lágum hljóðum um stöðuna í taflinu, hló tröllslega í hvert sinn sem andstæðingurinn lék og hristi áberandi höfðuðið. í þá daga var ekki búið að finna upp FIDE og skák- dómarar höfðu ekki ýkja margar reglur að styðjast við. I þessari aðferð var það háttur Nie- mands í miðri skákinni að tilkynna vinum sínum að þeir mættu hringja á bíl eftir hálftíma. „Ég verð búinn að þessu fondri þá! Auðvitað kem ég á dansleikinn með ykkur! Ég þarf aðeins að sinna smáræði héma í mótinu fyrst!“ Auðvitað lak and- stæðingurinn niður í taugahrúgu við svona mótspymu. Þeir vom ekki margir sem stóðust svona áhlaup!“ Lítum á tvær stuttar skákir frá mótinu. í þeirri fyrri þræða keppend- ur lengi troðnar slóðir án þess að vita það. Hvítur fómar manni og svartur finnur ekki einu vömina sem dugir til jafnteflis. í seinni skák- inni er einnig mannsfóm á ferðinni. Þar er svartur í sóknarham. E.t.v. hefur hann átt sterkari leiöir. Eins og skákin teflist nægir fómin einung- is til jafnteflis. Hvítt: Róbert Harðarson Svart: Ágúst S. Karlsson Skoski leikurinn. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Bb4 6. Rxc6 bxc6 7. Bd3 d5 8. exd5 cxd5 9. 0-0 0-0 10. Bg5 c6 11. Df3 Be7 12. Hael h6 13. Bxh6!? gxh6 14. De3 Bd6? þekkt mistök. Eina vömin er 14. - d4 15. Dxh6 Dd6 16. Dg5+ Kh8 17. Hxe7 Dxe7 18. Dh6+ Kg8 9. Dg5+ með þráskák- og jafntefli. 15. Dxh6 Bg4 16. He3 Hb8 8 7 6 5 4 3 2 1 ABCDEFGH I w I# & A 1 & * m i & eia 2<á? 17. Hf3! Bxf3 18. gxf3 Hótunin 19. Khl og síðan 20. Hgl + er svörtum ofviða. 18. - Dc719. Dg5 + Kh8 20. DxfB + Kg8 21. Dg5+ Og svartur gafst upp. Hvitt: Margeir Pétursson Svart: Þröstur Þórhallsson Slavnesk vörn. 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. Rf3 e6 5. Bg5 h6 7. e3 Rd7 8. Bd3 Bd6 9. 0-0 De7 10. e4 dxc4 11. Bxc4 e5 12. d5 0-0 13. dxc6 bxc6 14. Rh4 Rb6 15. Bb3 Hd8 16. Dh5 Be6 17. Rf5 Bxf5 18. exf5 Rd7 19. Df3 Rf6 20. Dxc6 e4 21. Hfel Hac8 22. Da4 22. - Bxh2+ 23. Kxh2 Rg4+ 24. Kg3 Hd3+ 25. f3 De5+ 26. Kxg4 Dh2 27. Dxe4 Dxg2+ 28. Kh4 Dh2+ 29. Kg4 Dg2+ 30. Kh4 Dh2+ 31. Kg4 Dg2 + - Og jafntefli með þráskák. Vinn- ingstilraunin 30. - Hxf3 strandar á 31. Bxf7+! o.s.frv. -JLÁ spili. Það mistekst og vömin tekur fimm slagi og banar spilinu. Takiö hins vegar eftir hver áhrif það heflr aö byrja á því að taka fimm slagi á tígul. Vestur má missa tvö hjörtu en á ekkert svar. við fimmta tíglinum. Þegar hann kastar spaða er auðvelt að sækja níunda slaginn af miklu öryggi. Þetta dæmí ætti að auðvelda þér að fást við hliðstætt dæmi frá rú- bertubridge: * Á83 * 1076 V D108 * G5 ▲ é ÁDG108 Norður opnaði á einu grandi (15-17), austur sagði tvo tígla og vestur skellti sér í þrjú grönd. Norður spilar út spaöakóng. Hvemig á vestur að spila spilið? Það er augljóst að best er að taka tígul- slagina en myndirðu gera það nógu fljótt? Flestir sagnhafar myndu gefa spaðann tvisvar til þess að rjúfa samgang milli handa vamarspilaranna eða jafnvel af gömlum vana. Þetta mun reynast banvænt ef norður skiptir í lauf efdr að hafa fengið tvo spaðaslagi, vel að merkja ef hann á þrí- lit. Vömin nær þá einum laufslag og tveimur hjartaslögum og þar með fimm slögum í allt áður en sagnhafí nær níunda slagnum. Laufútspilið væri ekki erfitt með þessi spil í norður: S: KDG9 H: ÁK6 T: 952 L: DG10. Til þess að vinna spilið verður sagn- hafi að drepa annan spaðaslag eða jafn- vel þann fyrsta og spila tíglinum í botn. Norður getur kastað einu hjarta í fjórða tígulinn en verður að láta spaða af hendi í þann fimmta. Þar meö getur sagnhafi sótt niunda slaginn í rólegheitum. í gegnum árin hef ég oft orðiö var við hve mikinn þrýsting hægt er að beita vamarspilarana með því að spila lang- litnum strax. Og í flestum tilfellum er samningurinn þijú grönd. Samt sem áðúr gæti BOLS bridgeheilræði mitt verið ónauðsynlegt hinum lítt reynda spilara. Hann gæti nefnilega veriö að framkvæma það án þess að vita það!! Bridge Stefán Guðjohnsen Frá Hjónaklúbbnum Vetrarstarf Hjónaklúbbsins hefst næsta þriðjudag, 6. september, með eins kvölds keppni í tvímenningi. Spilað verður í Hreyfilshúsinu, eins og undanfarin ár, og byrjað kl. 19.30. Næsta keppni á eftir verður líklega 3ja kvölda tvímenningur sem hefst 20. september. Bridgefélag Kópavogs Vetrarstarfið hjá bridgefélagi Kópa- vogs hefst með eins kvölds tvímenn- ingi 8. september nk. Spilað verður á fimmtudögum sem fyrr í Þinghól að Hamraborg 11 og hefst spila- mennskan kl. 19.45. Byrjað verður á tveimur eins kvölds tvímenningum en síðan hefst hausttvímenningur. Hermann Lárusson verður keppnis- stjóri eins og undanfarin ár. Opið mót á Egilsstöðum Opið mót í barómetertvímenningi verður haldið á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum helgina 9.-10. septemb- er. Stefnt er að þátttöku 32 eða 34 para, með 3 spilum milli para. Keppnisgjaldið er 3800 á hvern spil- ara, en innifalið í verðinu e'r kvöld- verður og dansleikur. Vegleg pen- ingaverðlaun eru fyrir 5 efstu sætin. Skráning í mótið fer fram hjá BSÍ í síma 689360, hjá Friðjóni í síma 97-41200 og hjá Sveini í síma 97-11604. Spilamennskan hefst um klukkan 20.30 á fóstudagskvöldið 9. september. Keppendum er bent á að panta sér herbergi tímanlega á Hótel Valaskjálf, sé ætlunin að gista þar. 57 IþróttapistiU 14 dagar til ólympíuleika í dag er nákvæmlega hálfur mán- uður þangað til að fjölmennur hóp- ur íslenskra íþróttamanna stormar inn á ólympíuleikvanginn í Seoul í Suður-Kóreu við setningu ólymp- íuleikanna. Aldrei hafa íslensku þátttakendumir verið fleiri og aldrei höfum viö sent á leikana meiri afreksmenn. Að þessu sinni sem oftar eru gerðar gífurlegar kröfur til okkar fremstu íþróttamanna. Handbolta- landshð okkar á til að mynda að hafna í þriðja sæti ef ekki ofar og Einar Vilhjálmsson helst að vinna til verðlauna í spjótkastinu. í hand- knattleiknum og spjótkastinu eig- um við mestu möguleikana á verð- launasætum. En eru það réttmætar kröfur sem við gerum til afreks- manna okkar? Handboltalandsliðið Um fátt er meira talaö þessa dag- ana en landslið okkar í handknatt- leik. Handknattleiksunnendur gera þær kröfur til liðsins að það komi heim með brons í farangrin- um frá Seoul. Sú staöreynd liggur ljós fyrir að við eigum í dag leik- reyndasta landslið heims. En dugir það til verðlaunasætis í Seoul? Það tel ég mjög svo hæpið. Sú staðreynd liggur líka ljós fyrir að við eigum í dag eitt allra besta landslið heims. Glæsilegur leikur íslenska liðsins gegn Sovétmönnum á dögunum á Flugleiöamótinu lofar vissulega góðu en vert er einnig að minnast hinna döpru leikja gegn Svisslend- ingum og Spánverjum. Helsti óvin- ur íslenska liðsins er sá tröppu- gangur sem einkennt hefur leik liðsins undanfarin ár. Stöðugleika vantar. Hitt er svo annað að á undirbún- ingstímabili fyrir stórmót getur allt gerst og þaö sannaðist á Flugleiða- mótinu. í raun skiptir sigurinn gegn Rússum litlu máli Því miöur skiptir framganga ís- lenska hðsins gegn Sovétmönnum á dögunum htlu máli þegar ólymp- íuleikarnir eru hafðir í huga. Það sem skiptir máh í þessu sambandi er í hvaða leikformi íslenska liðiö veröur þegar á hólminn verður komið í Seoul. Veröi heppnin með íslenska hð- inu samfara góðum leik liðsins þá getur aht gerst og í raun mjög óvæntir hlutir. Það má hins vegar ekkert fara úrskeiðis í leikjunum gegn Svíum, Júgóslövum og Sovét- mönnum. Möguleikar Einars Vilhjálmssonar Landinn bindur miklar vonir við frammistöðu Einars Vilhjálmsson- ar í spjótkastinu. Einar á að baki glæsilegt tímabh frá því hann fór að undirbúa sig fyrir leikana. Eng- in meiðsli hafa gert vart við sig og hann hefur kastað lengra en áður og sett glæsilegt íslandsmet. Einar er í allra fremstu röð í heiminum í dag en það sama er hægt að segja um Einar og handboltalandshðiö. Spumingin er í hvemig formi hann verður þegar hann kastar í Se- oul. Aðrir eiga varla möguleika Aðrir fulltrúar íslands á ólymp- íuleikunum en að framan greinir eiga vart möguleika á verðlauna- sætum í Seoul. Bjarni Friðriksson er þó til alls líklegur í júdóinu en hafa veröur í huga aö nú mæta mun sterkari júdómenn til leiks en í Los Angeles er hann vann til eftir- minnilegra bronsverðlauna. Besti sundmaður okkar, Eðvarð Þór Eð- varðsson, á ömgglega eftir að gera góða hluti í baksundinu en þó verð- ur að telja sovéska og austur-þýska sundmenn oíjarla hans. Leikanna beðið með mikilli eftirvæntingu hér sem annars staðar Ólympíuleikanna í Seoul er beðið með mikihi eftirvæntingu, ekki bara hér á landi heldur alls staöar úti í hinum stóra heimi. Allir fremstu íþróttamenn heims mæta til Seoul en nokkuð langt er síöan slíkt hefur gerst á ólympíuleikum. Fjölmiðlar eiga eftir að fylgjast með leikunum af enn meiri áhuga en áður. í DV verða daglega glóðvolg- ar fréttir af leikunum ásaamt síma- myndum af einstökum íþróttavið- burðum. Flestir merkilegustu íþróttaviðburðirnir á ólympíuleik- unum fara fram að næturlagi á ís- landi og að morgni til þannig aö í DV verða ahtaf allar nýjustu frétt- irnar. , Stefán Kristjánsson • Bjarni Friðriksson júdókappi mun fá það hlutverk að vera fánaberi islenska liðsins við setningu ólympiu- leikanna í Seoul. Hér sést Bjarni fagna sigri á júdómóti en hann vann til bronsverðlauna á síðustu ólympíu leikum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.