Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988. 59 DV Pascali's Island Handritshöfimdur Hættulegra kynna sest í leiksljórastól Charles Dance og James Dearden við tökur á Pascali's Island. Ben Kingsley leikur hinn einangraða Pascali. „Sagan er um gagnkvæmt traust og að lokum svik sem leiða til harm- leiks. Harmleiks á borð við atburða- rás í leikriti eftir Shakespeare. Aðal- persónan Pascali gæti verið úr leik- riti eftir Shakespeare. Maður er hefði getaö átf öðruvísi ævi ef honum hefði boðist tækifæri. Hann er aftur á móti dæmdur til að tapa.“ Sá sem segir þessi orð er James Dearden, leikstjóri Pascali’s Island. James Dearden er sjálfsagt þekkt- astur fyrir handritið að Hættulegum kynnum, eða Fatal Attraction, sem vakti mikla athygh á síðasta ári. Pas- cali’s Island er þó alls ekki fýrsta myndin sem Dearden leikstýrir. Fyr- ir tíu árum gerði hann stutta kvik- mynd, The Contraption, semfjallaði um heljarstóra músagildru. í staðinn fyrir mýs voru menn veiddir í hana. Nokkrar stuttar myndir fylgdu í kjölfarið. Fyrsta myndin í fullri lengd, sem hann leikstýrir, er The Cold Room sem gerö var uppruna- lega fyrir sjónvarp. James Dearden á ekki langt að sækja áhugann á kvikmyndum. Fað- ir hans var hinn þekkti leikstióri Basil Dearden sem gerði margar ágætar kvikmyndir. Má nefna The Blue Lamp, The League Of Gentlem- en, Woman Of Straw og Khartoum. Dearden naut þó ekki mikið leiðsagn- ar föður síns því hann lést í bílslysi 1971. The Cold Room markar tímamót fyrir Dearden. Myndin er gerö árið 1985 með Dearden bæði sem hand- ritshöfund og leikstjóra. Fyrir hana fékk hann sérstök verðlaun, sem veitt eru ungum leikstjórum, á kvik- myndahátíð í Oxford. Einnig vann myndin sérstök dómnefndarverð- launíAvoriazl985. „Ég hefði átt að fá verðlaun fyrir að takast að koma The Cold Room í framkvæmd,” segir Dearden. „Ég hafði skrifað handritið og sent það sjónvarpsframleiðendum í Banda- ríkjunum. Þeir höfðu það til athug- unar í þrjá mánuði og skiluðu því með þeim orðum að það væri of evr- ópskt fyrir bandarískan markað. Þá datt út úr mér óvart hvort þeir myndu kosta kvikmyndina ef ég fengi George Segal til að leika aðal- hlutverkið. Breyttist þá viðmót þeirra. Ég þekkti mann sem þekkti Segal. Hann kom handritinu til hans. Segal líkaði handritiö og þá loks var samþykkt að gera myndina. Pascah’s Island er mjög ólík Fatal Attraction og er ólíklegt að hún valdi eins miklu umtali. „Fatal Attraction var aldrei ætlað að vinna gegn kven- þjóðinni,” segirDearden. „Egtelmig verahllan fyrir jafnréttisbaráttu kvenna. Allt í einu var farið að ásaka mig fyrir hugmyndafræöilegt mis- rétti. Þetta sama fólk sér eitthvað sem ekki var ætlunin aö gera. Meg- inásakanirnar ganga út á að við sýndum fordómafulla mynd af metn- aðargjörnu kvenfólki, kvenfólki sem hyggur á frama í atvinnulífinu. Misskilningurinn gæti ekki veriö meiri. Staðreyndin er að Fatal Attraction er huglæg saga og er skrif- uð þannig. Allt er séð af sjónarhóli Kvikmyndir Hilmar Karlsson Michael Douglas. Hann er nær allan tímann á tjaldinu. Allar aðrar per- sónur eru séðar með hans augum.” Pascali’s Island er aö mörgu leyti ólík Fatal Attraction. Dearden hefur kosiö að ger a hana í Evrópu með enskum leikurum en hún er gerð eftir rómaðri skáldsögu Barry Uns- worth. Sögusviðiö er grísk eyja sem lýtur yfirráðum Tyrkja og gerast at- burðirnir 1908. Aðalhlutverkið Pascali leikur Ben Kingsley. Hann er njósnari fyrir Tyrki. í tuttugu ár hefur hann samið skýrslu og sent yfirboðurum sínum og í tuttugu ár hefur hann fengið sömu laun fyrir. Engin skýrsla hans hefur gert gagn svo hann viti. Tilvera hans er því einangruð og það breyt- ist ekki fyrr en hann kynnist upp- skrúfuðum fornleifafræöingi er Charles Dance leikur. Hann leigir Pascali til aö vera túlk- ur sinn. Pascali treystir honum en kemst fljótlega að því að hann er ekki allur þar sem hann er séður. Það er samt orðið of seint fyrir Pas- cah að snúa viö. Bæði er að fornleifa- fræðingurinn hefur sálrænt tangar- hald á honum og svo að Pascali hefur hrifist að ástkonu fornleifafræðings- ins, listakonu sem Helen Mirren leik- ur. Pascali’s Island var fyrst sýnd á Cannes í vor og hlaut misjafnar við- tökur gagnrýnenda. Almennt hrifust þeir af handriti Deardens en þótti leikstjórn hans ekki jafnvel heppnuð. Fannst myndin þung þar sem létt- leika hefði þurft ogmjúk þar sem skarpari hnur hefðu þurft að vera dregnar. James Dearden er þegar byrjaöur á næsta verkefni sínu, handritsgerð eftir skáldsögu Jay Mclnerney Ran- som. Fjallar sú mynd um Christoph- er Ransom, sem berst á japanskri eyju við stríðandi trúarsöfnuð. Sögu- þráðurinn er flókinn og nær hámarki í fómarathöfn í lok myndarinnar. HK Byg&t á Film Comment og Premiere. Helen Mirren og Charles Dance í hlutverkum sínum. Kvikmyndir Smáfréttir.... MICHAEL CHIKLIS er óþekkt leik- aranafn. Það á þó eftir að breytast því hann hefur fengið það erfiða hlut- verk að leika John Belushi í Wired sem farið verður aö kvikmynda bráðlega. Wired er byggð á samnefndri bók eftir Bob Woodward sem setti allt á annan endann í Hohywood fyrir tveimur árum. Framleiðandi mynd- arinnar er Ed Belman og segir hann að ekkert stóru kvikmyndafyrir- tækjanna í Hollywood hafi viljað leggja pening í framkvæmdina. Það varö úr að bjórfyrirtæki á Nýja-Sjá- landi lagði fram þær þrettán milljón- ir dollara sem með þarf. Leikstj óri verður Larry Peerce. Þótt myndin sé byggð á ævisögu Woodwards er langt í frá að hún fylgi söguþræðinum. Má nefna að ímynduöum viðræðum þeirra Belushi og Woodward er kom- ið fyrir. Aðrir leikarar eru Ray Sharkey, Patti D’Arbanvihe, J.T. Walsh og Lucinda Janey. • • • ÞÆR FRÉTTIR berast frá Suður- Afríku að búið sé að banna sýningar á A World Apart, en sú mynd fékk sérstök verðlaun dómnefndarmanna á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Þessi ákvörðun stjómvalda kemur í beinu framhaldi af banni á Cry Free- dom. A World Apart, sem er leikstýrt af Chris Menges, fiallar um aevi út- lagans Shawn Slovo. • • • LÍKLEGAST ER að tvær gaman- myndir berjist um hver verði mest sótta myndin í Bandaríkjunum þetta árið. Myndirnar, sem eru Coming To America og Who Framed Roger Rabit, hafa á aðeins sex vikum skilað hvor um sig þrjátíu milljón dohurum í hagnað til framleiðenda sinna. Vin- sældir Coming To America má rekja til Eddie Murphy sem slær eftir- minnilega í gegn í hlutverki Akeem prins frá Afríku sem kemur í leit aö eiginkonu til Bandaríkjanna. Who Framed Roger Rabit er brautryöj- andaverk. Þar er blandað saman leikurum og teiknifigúrum. Hug- mynd sem var dýr í framkvæmd en hefur greinhega borgað sig. • • • COSTA CAVRAS er ekki afkasta- mikill leikstjóri. Síðasta kvikmynd hans var hin eftirminnilega Missing er gerð var 1982. Hann hefur nú sent frá sér Betrayed sem fiallar um ríkis- starfsmann sem Debra Winger leik- ur. Hún kemst óvænt á snoðir um áætlun nokkurra harölínumanna um stofnun nýs ríkis. Handritið skrifaði Joe Eszterhas er skrifaði síð- ast Jagged Edge og meöleikarar Win- ger eru Tom Berenger og John Heard. • • • MIKIÐ HEFUR veriö skrifað og rætt um þann möguleika að láta Arnold Schwarzenegger og Sylvester Stall- one leika saman í kvikmynd. Schwarzenegger afgreiddi þann möguleika með þessum orðum. „Það getur aldrei gerst, einfaldlega vegna þess að það er léleg kaupsýsla. Við stefnum að sama áhorfendahópi. Saman værum viö tvöfalt dýrari en hvor í sínu lagi. Á móti kæmi aö áhorfendum mundi ekki fiölga. Það r hlýtur hver maöur að sjá aö þetta borgar sigekki." • • • SE AN CONNERY hefur ekki verið jafneftirsóttur síðan hann var á há- tindi frægðar sinnar í James Bond myndunum. Hann hefur nýlega lokið við að leika í tveimur myndum. Hann leikur aðalhlutverkið í sakamála- myndinni The Presido, hlutverk sem upprunalega var skrifaö fyrir Marl- on Brando. Leiksfióri er Peter Hy- ams. Comiery hefur einnig lokið ný- lega aö leika foður Indiana Jones í þriðju myndinni um kappann. Henni er að sjálfsögðu leikstýrt af Steven Spielberg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.