Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 24
24
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988.
Söngkonan í kúluhúsinu á ísafirði:
„Átti fvrst að vera sveppur"
- segir Ásthildur Cecil Þórðardóttir
Ásthildur Cecil Þóröardóttir er kunn
sem söngkona á ísafirði. Reyndar
hefur hún lagt sönginn á hiliuna
undanfariö vegna náms í Garðyrkju-
skóla ríkisins. Hún segist samt ekki
vera hætt aö syngja og er þegar farin
aö velta fyrir sér hvort ekki sé rétt
að huga aö annarri plötu. Fyrsta
plata Asthildar Cecil, sem hún kost-
aði sjálf til útgáfu, er uppseld og ófá-
anleg.
Ásthildur starfar nú sem garö-
yrkjustjóri ísafjaröarbæjar en þaö
sem er kannski sérstæöast viö hana
er heimilið. Enginn sem kemur til
ísafjarðar kemst hjá þvi aö reka aug-
un í sérkennilegt kúluhús sem stend-
ur í fjallshlíðinni þegar ekið er inn í
sjálfan bæinn. Kúluhúsið er aö hálfu
leyti þakið torfi og aö hálfu leyti
gluggum, sem vantar reyndar ennþá
gleriö í. Ásthildur og fjölskylda
hennar, eiginmaöur og fjögur stálp-
uö böm, búa í þessu undarlega húsi.
Undir torfþakinu er 120 fermetra
íbúö en undir glerinu sem er um
hundrað og tiu fermetrar er skrúð-
garður húsfreyjunnar. Þar eru feg-
urstu blóm í öllum regnbogans htum.
Kuluhusið að utan. Helmingur þess er lagður torfi en á hinum helmingnum. þar sem Asthildur hefur garðinn sinn, verður gleryfirbygging. Ennþá er plast
i gluggum. Óneitanlega sérkennilegt hús.
Formið sem
hentar manneskjunni
Þegar tal okkar berst aftur aö
kúluhúsinu hennar Ásthildar segir
hún: „Þaö er alveg meiri háttar aö
búa í þessu og ég ráðlegg .öllum að
gera hiö sama. Manneskjan er þann-
ig að henni henta ekki bein form.
Þetta egglaga form líkist móöurlíf-
inu. Þaö fmna allir hversu vel manni
líður hér. Þetta kúluform er í allri
náttúrunni, t.d. snjókorn, og .undir-
meðvitundin skynjar það,“ segir Ást-
hildur.
Hún segir að ennþá sé margt ógert
í kúlunni. „Við ætlum að kaupa okk-
ur húsgögn sem passa hér inn þegar
efni leyfa.“ Þegar Ásthildur er spurð
hvort ísfirðingar séu framúrstefnu-
legir svarar hún því til að yfirvöld á
staðnum séu að minnsta kosti já-
kvæð. „Við fengum hérna stóra lóö
í kring. Ég hef heyrt aö á sumum
stöðum á landinu hafl byggingar-
nefndir og yfirvöld sett formið fyrir
sig og ekki leyft byggingu kúluhúsa.
Svona hús sker sig úr og það þarf
kjark til að leggja í þetta,“ segir Ást-
hildur. „Á venjulegri teikningu á
íbúðarhúsi getur maður séð hvemig
herbergjaskipan og annað verður. í
kúluhústeikningu er ómögulegt að
sjá fyrir sér hvernig húsið muni líta
út aö lokum. Ég gat ekki ímyndað
mér hvernig þetta myndi líta út. Að
bví leytinu vissum við ekkert hvað
við vorum að fara út i. Viö fengum
að skoða kúluhúsið sem er í Hafnar-
firði og það sannfærði okkur.
Minni kostnaður
Það er mjög auðvelt að byggja hús
sem þetta. Það tók okkur ekki nema
tvo og hálfan dag að byggja grindina.
Torfið á þakinu hefur mjög mikið
einangrunargildi. Ég er alveg viss
um að við höfum sparað okkur stórfé
með því að reisa fremur kúlu en
venjulegt hús. Auk þess spörum við
um 70% 1 kyndingarkostnaö. í gamla
húsinu okkar, sem er stærra en
þetta, er greitt um ellefu þúsund í
kyndingu á móti rúmum tveim þús-
undum hér. Við erum bara meö
tveggja tonna vatnstank og tuttugu
tíma rof, þannig að upphitunin er
aðeins í fióra tíma. Það er meira en
nóg fyrir allar okkar þarfir, baðvatn
og annað,“ útskýrir Ásthildur. „Ég
held að það sé í kollinum á flestum
að byggja kúluhús en hræðslan viö
það nýja stoppar þá,“ segir Ásthildur
Cecil Þórðardóttir, söngkona, garð-
yrkjumeistari og kúluhúseigandi á
ísafirði. -ELA
Asthildur Cecil, söngkona á ísafirði, við blómagarðinn sinn í kúluhúsinu.
„Þetta form hentar vel.“
Draumur eiginmannsins
„Það var lengi draumur hjá eigin-
manni mínum að byggja kúluhús.
Reyndar átti þetta að vera sveppur
fyrst,“ segir Ásthildur og hlær. „Við
ræddum mikið um þessa hugmynd.
Þegar við sáum grein í blaði um Ein-
ar Þorstein Ásgeirsson, þar sem
hann fiallaði um kúluhús, ákváðum
við að slá til. Þetta var fyrir tveimur
árum. Við höfðum samband við Ein-
ar og fengum að skoða þessar hug-
myndir hans. Sjálf höfðum við marg-
ar hugmyndir sem við vildum vinna
úr. Það var meðal annars hugmynd-
in um torfið á þakinu. Þar sem húsið
fellur hér inn í umhverfiö þótti okkur
rétt að setja torfþak. Við vildum láta
húsið líta út sem hól,“ útskýrir Ást-
hildur.
Garður var skilyrði
„Húsin sem Einar teiknaði voru
ekki með garði. Það var algjört skil-
yrði frá minni hálfu ef við myndum
byggja. svona hús að hafa garðinn,"
segir Ásthildur. „íbúðin er byggð á
pöllum og getum við með því móti
nýtt vel allt pláss. Undir húsinu er
geymsla. Við byrjuðum í apríl fyrir'
tveimur árum aö gera grunn að hús-
inu og það var orðið fokhelt þá um
haustið. í apríl fyrir rúmu ári hóf-
umst við handa hér innanhúss og
fluttum inn í ágúst. Þannig að við
höfum búið hér í eitt ár um þessar
mundir,“ segir Ásthildur ennfrem-
ur.
Hún segir að sér líði mjög vel í
húsinu. „Mérfinnstþettafyrirkomu-
lag hlýlegt og ekki síður notalegt.
Mjög margir sem koma hingað inn
eru hrifnir af húsinu og það er nær
daglega sem er bankað upp á pg beð-
ið um að fá að skoða húsið. Útlend-
ingar hafa verið ófeimnir viö að
koma í heimsókn," segir Ásthildur
og brosir. „Fólk hélt í fyrstu að við
værum orðin alveg snarvitlaus.“
Margar litlar kúlur
Ætlunin hjá þeim hjónum er að
byggja fleiri kúlur á bak við stóru
kúluna. „Við ætlum að hafa þar
í íbúðinni er herbergjaskipan á pöllum. Þannig nýtist vel hæð kúlunnar.
Það er hreint ótrúlegt hvernig hægt er að koma sér fyrir inni í kúlunni en
það hefur sannarlega tekist vel. DV-mynd KAE
geymslur. Þetta veröur eins og í
Barbapapamyndunum," segir Ást-
hildur og getur ekki varist hlátri.
Hún segir að það hafi verið mjög
auðvelt að byggja upp garðinn.
„Þetta eru blóm sem sá sér sjálf.
Mörg hafa blandast við stjúpurnar
og fiólurnar og ég hef fengið alls kyns
afbrigði." Ásthildur bíður eftir að fá
gler í garðhúsið en þá getur hún haft
blómstrandi blóm nær allan ársins
hring. Enn er garðhúsið óupphitað
en þó kemur talsverður hiti frá íbúð-
arhúsinu fram. Þótt norðankuldi
væri á ísafirði þennan dag var ekki
hægt. að finna hann í garðhúsinu
hennar Ásthildar. í sólskini og blíðu
ætti því að vera notalegt að sitja inn-
an um blómin hennar.
Enginn tími í sönginn
Ásthildur stofnaði kvennahljóm-
sveitina Sokkabandið á sínum tíma
og vakti hún mikla athygli. Nú eru
meðlimir þeirrar hljómsveitar í hús-
mæðrastörfum. „Þær giftast og eign-
ast börn. Ég hef ekki haft tíma til að
standa í þessum bransa. Reyndar hef
ég hlaupið inn í hljómsveitir fyrir
eitt og eitt ball en ekki meira.“
Ásthildur Cecil sat í dómnefnd lát-
únsbarkakeppninnar og var reyndar
einnig í fyrra. „Við vorum fimm í
dómnefndinni og fylgdumst með út-
sendingunni úr sjónvarpinu. Okkar
áht var það að Arnar Freyr væri
bestur en við gátum ekki gefið hon-
um stig þar sem hann keppti fyrir
okkar byggðarlag. Ólöf var efst hjá
okkur. Mér fannst keppnin miklu
betri í ár en í fyrra. Það var meiri
alvara í henni. Ég álít þessa keppni
mjög hvetjandi fyrir ungt fólk sem
vill koma sér á framfæri."
Ásthildur var aðeins tólf ára þegar
hún byrjaði að syngja opinberlega.
Síðan þá hefur hún verið í sviðsljós-
inu fyrir vestan. Tók til dæmis þátt
í söngkeppni fyrir nokkrum árum á
ísafirði ásamt nokkrum öðrum
söngvurum Vestfiarða.
Ásthildur hefur einnig stundað
leiklistarlífið á ísafirði af miklum
krafti. í garðyrkjunni hefur hún
starfað í átta ár og segir aö hún taki
mestan tíma hennar.