Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988. Sá beri irá Nevtendasamtökunum? Miklar sögur ganga nú um það að sá beri sem hljóp inn á völlinn fyrir leik islendinga og Sovétmanna hafi verið fulltrúi Neytendasamtakanna og ætlað að sýna lokastig niðurfærsl- unnar, það að menn eigi bókstaflega ekki neitt eftir. Um þetta atvik er það líka að segja að 150 milljónir Sovétmanna sáu það í beinni útsendingu. Rætt er um að þetta sé fyrsta bláa spólan sem sovéska sjónvarpið sýni. DV-mynd E.J. Okkar menn Ómar Valdimarsson, fréttamaður á Stöð 2, var góður þegar hann sagði frá leik ís- lands og Sovétríkjanna í fréttatíma stöövar- innar á miðvikudagskvöldið. Ómari gafst aðeins tími til að sýna þann bera á sprettin- um og svo mark íslendinga í fréttatímanum. Eftir markið sagði Ómar að þegar svona vel gengi væri talaö um landsliðsmennina sem „okkar menn“,annars væru það „strák- amir“. Hafmeyjan 75 ára „75 ár á sama steini. Litla hafmeyjan átti afmæli 23. ágúst síðastliðinnvar fyrirsögn í Morgunblaðinu á dögunum. Auðvitað var átt við hafmeyjuna í Kaupmannahöfn. Lítil mynd afhafmeyjunni fylgdi með frétt- inni. Ekki er hægt að sjá annað en haf- meyjan haldi sér vel og sé með unglegri 75 ára dömum. Grandalausir Reykvíkingar „Grandalausir Reykvíkingar kynnast nýju hraðsölumeti,“ sagði í fyrirsögn í Tímanum um sölu Davíðs Oddssonar borgarstjóra á Granda hf. Miðað við þennan Grandahraða eru menn ekki í neinum vafa að frystihús Granda sé hraðfrystihús. Þriðja leiðin: að lifa Þjóðviljinn segir í flennifyrirsögn um kjaramálin á miðvikudaginn:„Þriðja leiðin: að lifa“. Þetta er svo sem ekki verri leiö en aðrar. Það er hins vegar orðin spuming um hvort sjúkrasamlögin eigi ekki að berjast í kjara- málunum fyrir launþega frekar en ASI. Babcock tók konuna fram yfir „Babcock tók konuna fram yfir UMFG,“ segir í fyrirsögn á íþróttasíðu Morgunblaðs- ins í vikunni um bandaríska körfuknatt- leiksþjálfarann Arthur Babcock sem Grind- víkingar voru búnir aö ráða sem þjálfara. Hvað er maðurinn eiginlega að hugsa? Hafa kettir þrjár rófur? „Hafa aliir kettir þijár rófur?“ segir í fyrir- sögn í Mogganum um heimspekiþing í Bret- landi sem tæplega þúsund heimspekingar sóttu. Það verður að segjast eins og er að kettir búa við lúxus. Þeir hafa níu líf og þrjár rófur. En svona í framhjáhlaupi. Hvað er heim- spekinámið aftur mörg ár í háskólanum? Andleg íhugun Tálknfirðinga „Tálknafjöröur: Stunda andlega íhugun í „Polhnum“,“ er fyrirsögn á frétt í DV í vik- unni. Pottur þessi er sagður 43ja stiga heitur og í næsta nágrenni viö Tálknafjörö. Það er á Léttmeti á laugardegi Jón G. Hauksson kvöldin sem bæjarbúar koma og anda djúpt í pollinum. Það er þetta meö tálknin og Tálknfirðinga. Bjargvætturinn Einar Oddur „Bjargvætturinn frá Flateyri," sagði Al- þýðublaðið í risafyrirsögn á dögimum. Þetta er skemmtileg fyrirsögn um Einar Odd Kristjánsson, formann ráðgjafamefndar rík- isstjórnarinnar. Eftir þessa fyrirsögn er Einar Oddur víst ekki kallaður annað en The Equalizer á meðal manna. Svartur köttur í messu Fréttablaðið Eystra-Horn segir frá því að svartur köttur hafi verið í messu í Bjarnanes- kirkju við Hornaíjörð á dögunum. Uppi varð fótur og fit í kirkjunni eins og vænta mátti. Segir blaðið að mönnum hafi þótt það mik- ið augnayndi að sjá þá tvo, prestinn og kött- inn, athafna sig við altarið. Þetta er frábær frásögn aö austan. Og ekki ber á öðru en að kötturinn hafi mætt í kirkj- una í fullum skrúða. Þjófurinn kallaði í lögreglu DV segir frá því að innbrotsþjófur hafi kallað á lögreglu eftir að hann braust inn í tóma lögreglustöð fyrir stuttu. En svo illa tókst til að þjófurinn skar sig við innbrotið. Þessi þjófur ætti nú að fá sér aðra vinnu við tækifæri. Nú fer senn að myrkvast mjög „Nú fer senn að myrkvast mjög,“ sagði í stórri fyrirsögn í DV í vikunni. Flestir héldu fyrst að verið væri aö skrifa um efnahags- mál og aðgerðir ríkisstjórnarinnar. En við nánari lestur kom í ljós að verið var að fjalla um lampa og ljósaperur. Reyndar gleymdist alveg að minnast á aðalljósin í bænum, gáfnaljósin í ríkisstjórninni. Þorsteinn og Heineken Menn minnast enn myndar DV sem sýndi Þorstein Pálsson kaupa Heineken-bjór við heimkomuna frá Bandaríkjunum á dögun- um. Nú ganga þær ágætu sögur að Þorsteinn hafi keypt bjórinn handa Jóni Baldvin og Steingrími. Hann vilji nefnilega hafa þá milda. ER ÞAÐ 1 EÐA XEÐA2 18 | Héreruáttaspurningarog 1 hverriþeirrafylgjaþrírmögu- ' leikaráréttusvari.Þóeraðeins 1 eittsvarréttviðhverrispurn- ingu. Skráið réttar lausnir og 1 sendiðokkurþærásvarseðlin- A Hvað heitir höfuðborgin í Thailandi: 1: Brisbane F Allílestir þekkja þetta vörumerki en hvar er það upprunnið: 1: í Bandaríkjunum X: V-Þýskaíandi X: Benjore 2: Bangkok *1 iHI | um. Skilafrestur er 10 dagar. Að þeim tíma liðnum drögum | viðúrréttumlausnumogveit- . 2: Svíþjóð , i um þrenn verðlaun, öll frá póst- B i hvaða landi er Gardemoen flugvöllur: 1: Noregi X: Svíþjóð 2: Danmörku G Við eigum sex stórmeistara í skák en hvað eru alþjóðlegu meistararnir margir eftir að Hannes Hlífar bættist í hópinn: 1: Sex X: Átta 1 versluninni Primu í Hafnar- | firði. Þaueru: 1 l.Fjölskylduteppiaðverðmæti | kr. 5.430,- 2. Fjölskyldutrimmtæki að | verðmæti kr. 2.750,- Liverpoolliðið auglýsir þetta vöru- merki í ár. Hér er um að ræða heim- — . ilistækiframleiddí: CJOJUUf/ 1: Enelandi X: Frakklandi 2: Ítalíu 2: Tíu L H Nýlega var sett á verðstöðvun með lagaboði. Hvað á hún að gilda lengi: 1: 3mánuði X: lmánuð 2: 6mánuði 1 3.Skærasettaðverðmætil.560,- ' Íöðruhelgarblaðihéðanífrá 1 birtastnöfnhinnaheppnuen nýjar spurningar koma í næsta 1 helgarblaði. | MerkiðumslagiðleðaXeða2, c/o DV, pósthólf 5380,125 | Reykjavík. ■ VinningshafarfyrirleðaXeða ' 2 í sextándu getraun reyndust | vera: Ragna Svanlaugsdóttir, Sólheimum 23,104 Reykjavík 1 (hitateppi); Ingveldur Gunnars- | dóttir, Hólabraut 5,630 Hrísey (trimmtæki); Sveinbjörg Jóns- | dóttir, Drápuhlíð 44,105 Reykja- 1 vík (skærasett). 1 Vinningarnir verða sendir 1 heim. Réttlausnvar: 2-X-1-2-2-X-2-X D Innan Bandaríkjanna eru 50 fylki. Nýjasta fylkið er: 1: Filippseyjar Sendandi 18 X: Alaska 2: Hawaii p Hann hét Johnny Weissmúller og var frægur á sinni tíð fyrir: 1: Skáldskap X: Kvikmyndaleik 2: Knattspyrnu Heimili £ Rétl svar: A 1 1 E □ B □ C □ D □ F □ G □ H □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.