Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988. 31 DV Hinhliöin Birgir Þorgilsson ferða- málastjóri er mörgum að góðu kunnur. Þar fer maður áhugasamur um allt það er lýtur að ferðamálum og per- sónulega lofar hann úti- veru öðru fremur. Varla er til það sport sem Birgir stundar ekki. Hann er mikill áhuga- maður um hesta- mennsku, leikur golf þegar svo ber undir, leikur badminton, renn- ir fyrir lax og silung og skýtur ijúpur. Kunnug- ir segja að erfitt sé að fylgja Birgi eftir í ijúpnaferðum, hann nánast líði yfir holt og hæðir sem unglamb og hinir yngri skotmenn hafi lítið í hann að gera. Sjálfur segir Birgir að heimildarmenn blaða- manna geti á stundum haft rangt fyrir sér, hitt sé svo annað mál hversu öflugir burðir yngri kynslóðarinnar séu þeg- ar út í göngu- og fjalla- ferðir sé komið. Birgir hóf störf sem feröamálastjóri fjórum árum. Aður starfaði hann hjá Flug- félagi íslands, Flugleið- um. Markaðsstjóri hjá Ferðamálaráði var Birgir þrjú síðustu árin áður en hann varð ferðamálastjóri. Svör Birgis fara hér á eftir: Pullt nafn: Birgir Þorgilsson og ekkert þar á milli. Pæöingardagur og án 10. júlí 1927. Maki: Ragnheiöur S. Gröndal. Börn: Þrjár dætur. Starf: Ferðamálastjóri. Laun: Samkvæmt samningum ríkisstarfsmanna. Bifreið: Toyota Tercel. Helstu áhugamál: íþróttir og ferðamál. Hvað hefur þú fengiö margar töl- ur réttar í lottóinu? Tvær. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Fara í útreiðartúr á góðum hesti. Hvaö er það leiðinlegasta sem þú gerir? Endalausar fundasetur. Hvað er það neyðarlegasta sem fyrir þig hefur komiö? Ég man ekki eftir neinu sérstöku. Uppáhaldsmatur: Hangikjöt, harðflskur og ijúpur. Uppáhaldsdrykkur: Egils maltöl og áfengi í hófi. Hvaöa íslenskur íþróttamaður stendur fremstur i dag? Einar Vilhiálmsson spjótkastari. Uppáhaldstímarit: Eiðfaxi. Fallegasta kona sem þú hefur séð fydr utan konuna þína: Allar hinar. Hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni: Hlynntur henni þó hún hafi veriö slöpp. i hvaða sæti hafiiar íslenska landsliðið í handknattleik á ólympíuleikunum: í 3. sæti. Það er löngu ákveöiö. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Ég er fyrir löngu bú- inn að hitta það fólk sem ég hef áhuga á að hdtta. Uppáhaldsleikari; Árni Tryggva- soa Uppáhaldssöngvari: Jóhann Már Jóhannsson. Uppáhaldsstjómmálamaður: Matthías Á. Mathiesen. Hann verður voðalega ánægður þegar hann les þetta. Hlynntur eða andvígur bjórnum: Andvigur. Hlynntm• eða andvígur veru varnarhðsins hér á landi: Hlynnt- ur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rásir rikisútvarpsins. Uppáhaldsútvarpsmaöur: Hall- grímur Thorsteinsson. Hvort horfir þú meira á Sjón- varpið eða Stöð 2: Ég horfi ein- göngu á Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Helgi H. Jónsson og Ólína Þor- varðardóttir. Uppáhaldsskemmtistaður: Borg- arfjöröurinn í heilu lagi. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Fram. Eitthvað sérstakt sem þú stefnir aö í framtíðinni: Aö halda áfram góöri heilsu. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég hef nú htið gert ennþá. Þó hef ég farið í nokkra stutta útreiðartúra. Lödegt er að maður bæti úr þessu í vetur. -SK FIMLEIKAR -ÁRMANN Innritun verður 5.-7. sept. kl. 16-20. Æfingar heíjast 5. sept. í sér- búnu fimleika- húsi. Fimleikadeild Ármanns, Ármannsheimilinu v/Sigtún. - EKKILESA ÞETTA - Loksins eru hin glæsilegu ELMO skrifstofu- og tölvuhúsgögn fáanleg á íslandi. Ótrúlega lágt kynningarverð. M. Johannsson sf. Pósthólf 7068 127 Reykjavík SÍMI 611099/641081 SÓLBAÐSSTOFAN ÁNANAUSTUM Vetrartilboð!!! Leikfimi Tækjasalur 10 tímar ljós kr. 5000 Námskeiðin hefjast 5. og 6 september. Innritun hafin. Sérsalur Tækjasalur Eimgufa Góðir Jjósabekkir Leiðbeinendur í sal OPNUNARTIMI: MÁNUD.-FIMMTUD. KL. 10-22. FÖSTUD. KL. 10-20. LAUGARD. KL. 10-17. SUNNUD. KL. 12-17. ræhtin Ánanaustum 15 — Reykjavik — Simi 12815
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.