Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Side 31
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988. 31 DV Hinhliöin Birgir Þorgilsson ferða- málastjóri er mörgum að góðu kunnur. Þar fer maður áhugasamur um allt það er lýtur að ferðamálum og per- sónulega lofar hann úti- veru öðru fremur. Varla er til það sport sem Birgir stundar ekki. Hann er mikill áhuga- maður um hesta- mennsku, leikur golf þegar svo ber undir, leikur badminton, renn- ir fyrir lax og silung og skýtur ijúpur. Kunnug- ir segja að erfitt sé að fylgja Birgi eftir í ijúpnaferðum, hann nánast líði yfir holt og hæðir sem unglamb og hinir yngri skotmenn hafi lítið í hann að gera. Sjálfur segir Birgir að heimildarmenn blaða- manna geti á stundum haft rangt fyrir sér, hitt sé svo annað mál hversu öflugir burðir yngri kynslóðarinnar séu þeg- ar út í göngu- og fjalla- ferðir sé komið. Birgir hóf störf sem feröamálastjóri fjórum árum. Aður starfaði hann hjá Flug- félagi íslands, Flugleið- um. Markaðsstjóri hjá Ferðamálaráði var Birgir þrjú síðustu árin áður en hann varð ferðamálastjóri. Svör Birgis fara hér á eftir: Pullt nafn: Birgir Þorgilsson og ekkert þar á milli. Pæöingardagur og án 10. júlí 1927. Maki: Ragnheiöur S. Gröndal. Börn: Þrjár dætur. Starf: Ferðamálastjóri. Laun: Samkvæmt samningum ríkisstarfsmanna. Bifreið: Toyota Tercel. Helstu áhugamál: íþróttir og ferðamál. Hvað hefur þú fengiö margar töl- ur réttar í lottóinu? Tvær. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Fara í útreiðartúr á góðum hesti. Hvaö er það leiðinlegasta sem þú gerir? Endalausar fundasetur. Hvað er það neyðarlegasta sem fyrir þig hefur komiö? Ég man ekki eftir neinu sérstöku. Uppáhaldsmatur: Hangikjöt, harðflskur og ijúpur. Uppáhaldsdrykkur: Egils maltöl og áfengi í hófi. Hvaöa íslenskur íþróttamaður stendur fremstur i dag? Einar Vilhiálmsson spjótkastari. Uppáhaldstímarit: Eiðfaxi. Fallegasta kona sem þú hefur séð fydr utan konuna þína: Allar hinar. Hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni: Hlynntur henni þó hún hafi veriö slöpp. i hvaða sæti hafiiar íslenska landsliðið í handknattleik á ólympíuleikunum: í 3. sæti. Það er löngu ákveöiö. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Ég er fyrir löngu bú- inn að hitta það fólk sem ég hef áhuga á að hdtta. Uppáhaldsleikari; Árni Tryggva- soa Uppáhaldssöngvari: Jóhann Már Jóhannsson. Uppáhaldsstjómmálamaður: Matthías Á. Mathiesen. Hann verður voðalega ánægður þegar hann les þetta. Hlynntur eða andvígur bjórnum: Andvigur. Hlynntm• eða andvígur veru varnarhðsins hér á landi: Hlynnt- ur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rásir rikisútvarpsins. Uppáhaldsútvarpsmaöur: Hall- grímur Thorsteinsson. Hvort horfir þú meira á Sjón- varpið eða Stöð 2: Ég horfi ein- göngu á Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Helgi H. Jónsson og Ólína Þor- varðardóttir. Uppáhaldsskemmtistaður: Borg- arfjöröurinn í heilu lagi. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Fram. Eitthvað sérstakt sem þú stefnir aö í framtíðinni: Aö halda áfram góöri heilsu. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég hef nú htið gert ennþá. Þó hef ég farið í nokkra stutta útreiðartúra. Lödegt er að maður bæti úr þessu í vetur. -SK FIMLEIKAR -ÁRMANN Innritun verður 5.-7. sept. kl. 16-20. Æfingar heíjast 5. sept. í sér- búnu fimleika- húsi. Fimleikadeild Ármanns, Ármannsheimilinu v/Sigtún. - EKKILESA ÞETTA - Loksins eru hin glæsilegu ELMO skrifstofu- og tölvuhúsgögn fáanleg á íslandi. Ótrúlega lágt kynningarverð. M. Johannsson sf. Pósthólf 7068 127 Reykjavík SÍMI 611099/641081 SÓLBAÐSSTOFAN ÁNANAUSTUM Vetrartilboð!!! Leikfimi Tækjasalur 10 tímar ljós kr. 5000 Námskeiðin hefjast 5. og 6 september. Innritun hafin. Sérsalur Tækjasalur Eimgufa Góðir Jjósabekkir Leiðbeinendur í sal OPNUNARTIMI: MÁNUD.-FIMMTUD. KL. 10-22. FÖSTUD. KL. 10-20. LAUGARD. KL. 10-17. SUNNUD. KL. 12-17. ræhtin Ánanaustum 15 — Reykjavik — Simi 12815

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.