Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 16
LAUGARDAGP&3. gEPTEMeERAm. 16 ES.mbes^Vitaug^gg, ÍNewbandfroffl llcelandplaysbot WockaitheRoxy | wtial wo»W í'Jrry'’ U«k''n' ] I rolt.Uu-irP,nr«1!nl, /unnri- I tlie few «™>> a perfornted ' I esn a« W » I MofKlay «S»' "'Iwdyl - I band w>i» - i- 1 icri&nd- k w thst cold I I IrtlíwíWVod “SSáij 0f ttie I I liltlt Uland ||> th' ArctiS- \ I Atlanttc. w3> “tu as a ítop-off I I Cirtlc.kwofl^villnei on U’.'ir I point fflr,5f(,u.ide Dettrnt«i<ín 1 . Velgengni Sykurmolanna á bandarískri grund: Frábær uppákoma í Los Angeles Kristrún Gunnaisdóttir, DV, Los fingeles: Þegar fréttist í Los Angeles aö Sykurmolarnir hefðu loksins hafiö tónleikaför sína um Bandaríkin og væru á leiðinni til borgarinnar var stokkiö af stað og reynt aö ná í miða. Ein af útvarpsstöðvunum auglýsti í sífellu þrenna tónleika á borgarsvæðinu, eina á Scream í miðborginni og tvenna á Roxy í Hollywood. En Adam var ekki lengi í Para- dís. Það var uppselt á alla tónleik- ana strax þegar auglýsingar hófust og komust miklu færri að en vildu. Hundrað metra löng biðröð mynd- aðist fyrir utan Scream laugar- dagskvöldið 20. ágúst þegar tón- leikamir áttu að heíjast þar. Flestir voru mættir til að krækja sér í ósóttar pantanir, sem reyndust örfáar, eða til að svindla sér inn. Ekki þreytumerki að sjá Sömu sögu er að segja frá Roxy í Hollywood. Þar mætti greinar- höfundur með myndavél til að sjá og heyra í þeim félögum og taka nokkrar myndir. Þetta kvöld, 22. ágúst, voru Sykurmolarnir að halda sína sautjándu tónleika á 27 dögum en það var ekki þreytu- merkiáþeimaðsjá. Aðstandendur Roxy hrósuðu þeim óspart fyrir fagmannleg vinnubrögð og gott skipulag en æstir aðdáendur gengu fram og til baka fyrir utan í veikri von um að nálgastmiða. Bandarísku blöðin hafa sýnt Syk- urmolunum mikinn áhuga og það á einnig við um blöðin í Los Ange- les. Los Angeles Times birti um þá lofgrein og Herald Examiner spyr hvort hér sé á ferð innrás víkinga, svo eitthvað sé nefnt. Það var mikil spenna í salnum á Roxy þetta kvöld og greinilegt að áheyrendur gerðu sér miklar vonir um dagskrá kvöldsins. En Sykur- molarnir eru ekki einir á ferð. Upphitunarhlj ómsveitin Upphitunarhljómsveitin, sem fylgir þeim, heitir Hugo Largo. Hún er frá New York og samanstendur af bassaleik þeirra Tim Sommers og Adam Peacocks, fiðluleik Hahn Rowes og söngrödd Mimi Goese. Mér fannst helst sem ég væri stödd á neðanjarðarbúlu í Vestur- Þýskalandi þegar Hugo Largo hóf leik sinn. Tónlistin er mjög hrá og tjáningarfull en aö sama skapi er hún þung og lítið melódísk. Til samlíkingar kemur mér einna helst í hug Infemó, hljómsveit Ómars Stefánssonar myndlistarmanns og félaga. Afstaða áheyrenda til tónlistar Hugo Largo var greinilega nokkuð blendin enda augljóst til hvers áheyrendur voru komnir. Sykur- molanna var beðið með óþreygju. Þegar Sykurmolarnir mættu á sviðið þetta kvöld var sem töfra- hulu væri slegið yfir salinn. Eitt- hvað var um Islendinga meðal áheyrenda og ekki laust við að þeir væru svolítið stoltir. Þaö var líka mjög góð stemning meðal hljóm- sveitarmanna sem hófu þessa 90 mínútna tónleika með prakkara- svip á andlitunum. Einar og Björk stukku fram á sviðiö og sungu - ging gang gúlli gúlli gúlligúlli vask vask - heila og heilaseila - og svo tók Einar við - úka tsjaka úka tsjaka bíb bíb á kertastjaka. Þá bætti hann ein- hverju lítilræði af dónaskap aftan við romsuna en þannig er nú Einar. Með því upphófst söngrödd Bjarkar - Veik í leikföng - og tón- leikarnir voru hafnir. Áheyrendur hrópuðu og klöppuðu í hrifningu, allsendis grunlausir um munn- söfnuð Einars en íslendingunum var óneitanlega skemmt. Allt safnið Á tónleikunum léku Sykurmol- arnir gamalt og nýtt efni, öll lög breiðskífunnar Life’s too good ásamt lögunum Kabboj og Köttur sem út komu á smáskífu. Þar viö bætast svo sjö splunkuný lög og er ekki annað að heyra en hljómsveit- in sé í stöðugri framþróun. Breiðskífan Life’s too good hefur fengiö ótrúlegar viðtökur á Banda- ríkjamarkaði. Er platan nú þegar komin í 74. sæti sölulista hér vestra sem þýðir að hátt á annað hundraö þúsund plötur hafa selst. Geri aðrir betur. íslendingum er það kannski spurn hvað það er við tónlist og yfirbragð þessarar sveitar sem heillar Bandaríkjamenn. Svarið er auðfundið. Tónlist Sykurmolanna er ákaflega þétt og hljómmikil, auk þess að vera skemmtilega melódísk og hrífandi í takti. Hvað tjáninguna sjálfa varðar þá er hún bæði einlæg og kreíjandi og söngurinn hennar Bjarkar kemur alveg örugglega frá hjartanu rétt eins og dónaskapur- inn í Einari. Heildarsvipurinn, sem sveitin hefur, er mjög frábrugðinn því sem fólk á að venjast á bandarískum popp- og rokkmarkaði en samt sem áður er um alvarlega listsköpun og vönduð vinnubrögö að ræða. Kan- inn er því mjög hrifinn, kallar þetta „Iceland mystery” og „viking in- vasion”, buktar sig og beygir og hefur aldrei heyrt annað eins. Fáirútvaldir í rabbi við Sykurmolana kom í ljós að áhugi bandarísku blaðanna er miklu meiri en þau hafði grun- að. Því var ráðinn maður í það sér- staklega að velja úr áhugaverðum íjölmiðlum sem biðja um viðtöl og myndir meðan á ferðinni stendur. Slíker ásóknin. Ekki er heldur hægt að segja ann- að en Sykurmolarnir séu atvinnu- menn fram í fingurgóma. Allt er vandlega skipulagt hvað ferðalagið varðar. Fjögurra manna hópur sér eingöngu um að flytja tæki og hljóöfæri milli staða, setja þau upp ogtakaniður. Fararstjóri fylgir hljómsveitinni, Björk hefur barnapíu fyrir Sindra litla sem fékk að fara með og allt er tímasett, hverju nafni sem það nefnist, á dagskrá hvers dags. Þau eiga mikiö hrós skihð fyrir þetta framlag og alla atorkuna enda alls enginn leikaraskapur á ferð- inni. Þeim er greinilega full alvara með aö kynna tónlist sína hvar Sem áhugi kann að leynast og tónleika- ferðin um Bandaríkin er sleitulaus vinna. „Ætli það taki ekki svona hálfan mánuð að ná sér niður aftur og finna þá tilfinningu aö þurfa örugg- lega ekki að mæta nokkurs staðar eftír hálftíma,“ varð einum félag- annaað orði. Kraftmikil hljómsveit En það var ekki á þeim að sjá að þau væru að gefast upp eftir tæpan mánuð á feröalagi og um tuttugu dagar enn ótaldir þar til þau geta snúið heim. Þau mættu á sviðiðíRoxyfullaforkuogvar ' sviðsframkoman áheyrendum til mikillar skemmtunar. Einar stökk um allt og hamaðist sem óður samkvæmt venju. Björk átti góða spretti og heillaði áheyr- endur alveg upp úr skónum með söng sínum. Aðrir í sveitinni voru mun hógværari enda uppteknir við að leika á hljóðfæri, tónlist sem greinilega enginn hafði heyrt fyrr borna fram á þennan hátt. Hvaö tekur svo viö þegar heim kemur? Jú, meiningin er að fara í stúdíó fyrir jól, og þá helst á ís- landi, og taka upp eitthvaö af nýju lögunum. Hvort íslendingar fá að heyra hvernig þau hljóma á kom- andi hausti verður bara að koma í ljós því ekkert hefur enn verið ákveðið með tónleikahald heima.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.